Morgunblaðið - 01.11.1986, Side 64

Morgunblaðið - 01.11.1986, Side 64
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. ■< V*- Harður árekstur á Bæjar- hálsi MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls á tíunda tímanum í gærkveldi. Tveir voru fluttir á slysadeild og fékk annar þeirra að fara heim eftir rannsókn þar. Meiðsli hins voru ókunn í gærkveldi. Áreksturinn varð með þeim hætti að Colt bifreið var ekið norð- , ur Höfðabakkann, er bifreið af Buick gerð, sem kom á móti og var á leið austur fyrir fjall, var sveigt í veg fyrir hana á gatna- mótum Bæjarháls og Höfðabakka. Tveir voru í Colt bifreiðinni og voru þeir báðir fluttir á slysadeild. Landsfund- ^ur Sjálfstæðis- f lokksins verð- ur 5. til 8. mars MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins ákvað á fundi sínum í gær, að landsfundur flokksins yrði haldinn 5.-8. mars næst- komandi. Landsfundur skal haldinn á tveggja ára fresti. Rúmlega tólf hundruð manns eiga rétt til setu á landsfundi. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í samtali við . Morgunblaðið, að landsfundurinn yrði haldinn óvenju snemma að vori að þessu sinni. „Sjálfstæðisflokkurinn telur einsýnt að kosningar verði haldn- ar áður en kjörtímabilinu lýkur 23. apríl næstkomandi og því vilj- um við halda landsfund með góðum fyrirvara, þar sem baráttu- mál og stefna flokksins í kosnirig- unum verður ákveðin," sagði Kjartan Gunnarsson. Auk þess að ákveða stefnu flokksins, kýs landsfundur for- mann, varaformann og miðstjóm Sjálfstæðisflokksins. Björgunaræfing á Sundunum Morgunblaðið/RAX Oryggjsfrœésla sjómanna var með björgunaræfingu á Sundunum í gær. Þessi æfing er hluti af fjögurra daga námsskeiði, sem hluti áhafna togaranna Karlsefnis og Viðeyjar hafa verið á undanfarið. Meðal þess sem áhafnirnar æfðu í gær var notkun flotbúninga, sem geta haldið lífi í manni í köldum sjó margfalt sinnum lengur en annars. Vaxtafrelsi tekur gildi: Vextir verðtryggðra út- lána verða hæstir 6,75% Mestu breytingarnar hjá Iðnaðarbankanum, sem lækkar verulega ávöxtunarkröfu viðskiptavíxla HÆSTU vextir banka og sparisjóða af verðtryggðum útlán- um verða frá og með deginum í dag 6,75%, en voru áður 4-5%, eftir lánstíma. í dag ganga í gildi ný lög um Seðla- banka Islands, þar sem bönkum og sparisjóðum er tryggt vaxtafrelsi. Mestu breytingarnar urðu hjá Iðnaðarbankan- um, en nokkra athygli vekur að þrír bankar, þar á meðal Landsbankinn, og tveir einkabankar, breyta í engu vöxtum. Iðnaðarbankinn heldur áfram I viðskiptavíxla, en ávöxtunar- að auglýsa sérstakt kaupgengi | krafan er lækkuð mjög verulega. Flugleiðir hefja beint flug til Boston í apríl Auknir möguleikar á sölu ferskfisks í Bandaríkjunum FLUGLEIÐIR hf munu hefja beint flug til Boston í aprílmán- uði á næsta ári og verður flogið ' tvívegis í viku hverri. Flutnings- geta í hverri ferð auk vamings farþega er 7 til 8 lestir. Með þessu opnast takmarkaðir mögu- leikar á því að senda ferskan fisk flugleiðis til Bandaríkjanna, þar sem möguleikar á sölu era góðir á fiskmörkuðum í og við Boston, en flutningsgetan er lítil. Flugleiðir munu fljúga til Boston á sunnudögum og miðvikudögum og henta þeir dagar vel, einkum sunnudagurinn, fyrir flutninga og sölu á ferskum físki. Fyrirtækið hefur undanfarin misseri flutt frem- ur lítið af ferskum físki, bæði vegna takmarkaðrar flutningsgetu og vegna þess að áfangastaðir hafa ekki verið í nágrenni við helztu físk- sölusvæðin. Verð á dalnum er ennfremur lágt og því hefur ekki verið sérlega hagkvæmt að flytja fiskinn með jafn kostnaðarsömum hætti og með flugi vestur um haf. Flugleiðir hefja í nóvember áætlun- arflug til Orlando í Florida og opnast því möguleikar á sölu fískjar þangað auk Boston. Hins vegar eru 7 til 8 lestir í ferð, tvívegis í viku lítið og því munu þessir möguleikar ekki skipta sköpum fyrir útflutning á ferskum fiski. Mikil óánægja hefur verið meðal forráðamanna fyrirtækja vegna hárrar ávöxtunarkröfu bankanna af viðskiptavíxlum og -skulda- bréfum og þeir meðal annars bent á að hún hefði áhrif til hækkunar verðlags. Búnaðarbankinn fer hins vegar aðrar leiðir en Iðnaðar- bankinn og fellur frá því að auglýsa kaupgengi heldur verða vextir þessara bréfa 19,5%. Auk Iðnaðarbankans, breyttu Útvegsbankinn, Verzlunarbank- inn og sparisjóðirnir nokkru í vöxtum. Allir breyttu vöxtum verðtryggðra útlána. Útvegs- bankinn hækkaði vexti af almenn- um sparisjóðsbókum í 8,5% og sparisjóðimir í 9%. Enginn breytti gjaldskrá nema Iðnaðarbankinn, sem gerði grund- vallarbreytingar á henni. Mark- miðið var að einfalda hana, að sögn Ragnars Önundarsonar, bankastjóra. Frá og með deginum í dag fellur niður liður er nefnist „útlagður kostnaður" og einnig þóknanir sem ákveðnar voru sem hlutfall af lánsfjárhæðum. f stað- inn er tekið upp nýtt afgreiðslu- gjald, sem er ákveðið sem krónutala, fyrir kostnaði bankans við afgreiðsluna. Sjá frétt á bls. 34 V estmannaeyjar: Gengu slas- aðir í bæinn Vestmannaeyjum. TVEIR ungir piltar, 16 og 17 ára gamlir, slösuðust tals- vert þegar bifreið þeirra lenti útaf Dalavegi laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Slysið átti sér stað i grennd við flugvöllin og gengu piltarnir slasaðir og alblóðugir í and- liti um all langan veg að heimili annars þeirra. Kallað var á lækni og voru piitarnir þegar lagðir inn í sjúkrahús- ið. Piltamir voru að koma veg- inn ofan af flugvelli, þegar bifreiðin hentist út af veginum og fram af þriggja metra háum vegkanti. Hefði bifreiðin kastast tveimur metrum lengra, hefði hún hafnað á steinsteyptri spennistöð. _hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.