Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L NÓVEMBER 1986 Ljubojevic er efstur á stórmóti í Tilburg Skák Margeir Pétursson STÓRMÓTIÐ í Tilburg í Hol- landi, sem haldið er árlega, er nú rúmlega hálfnað. Þar tefla átta af sterkustu stórmeistur- um heims með Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistara, fremstan í flokki, en aðeins eru liðnar tvær vikur frá þvi hann lauk heimsmeistaraeinvigi sínu við Kasparov. Karpov hefur ætið sigrað á Tilburg-mótunum þegar hann hefur verið á með- al þátttakenda, eða alls fimm sinnum, en mótið hóf gðngu sína 1977. Það gæti samt orðið allþungur róður fyrir Karpov að viðhalda þessari hefð, því eftir að hafa sigrað Ungverj- ann Portisch í fyrstu umferð, hefur hann gert sjö jafntefli i röð. Júgóslavinn Ljubojevic er efstur eftir átta umferðir með fimm vinninga, en þeir Karpov og Korchnoi koma næstir með fjóran og hálfan vinning. Eftir er að tefla sex umferðir. Hollenska tryggingafélagið Interpolis heldur mótið nú í tíunda sinn og að venju með miklum glæsibrag, enda er Tilburg-mótið orðið það mót sem stórmeistarar sækjast mest eftir að fá að taka þátt í. Á meðal gesta við upphaf mótsins var Friðrik Ólafsson, en hann var á meðal þátttakenda á fyrsta mótinu árið 1977. Á fyrstu átta Tilburg-mótunum kepptu tólf þátttakendur ellefu umferðir, en í fyrra var fyrir- komulaginu breytt og nú tefla átta keppendur flórtán umferðir, sem þýðir að hver teflir bæði með hvítu og svörtu við hvem hinna. Stórmótið í Bugojno í Júgóslavíu í vor var teflt með sama sniði og virðist svo sem þetta mótafyrir- komulag sé að ryðja sér til rúms á nýjan leik. Staðan eftir átta umferðir var þessi: 1. Ljubojevic (Júgóslavíu) 5 v. 2. -3. Karpov (Sovétríkjunum) og Korchnoi (Sviss) 4Vz v. 4.-6. Beljavsky (Sovétríkjun- um), Hubner (V-Þýzkalandi) og Timman (Hollandi) 4 v. 7.-8. Miles (Englandi) og Port- isch (Ungveijalandi) 3 v. Mótið hefur fram að þessu ver- ið mjög líflega teflt, eini keppand- inn sem hefur komist hjá því að tapa skák er Karpov, en hann hefur teflt af fullmiklu öryggi og aðeins náð að vinna eina. Heima- maðurinn Jan Timman fór mjög vel af stað og hafði forystuna fyrstu sex umferðimar. En þá tapaði hann tveimur skákum í röð og nú virðast litlar líkur á að hann nái að vinna sig upp úr þeim öldudal sem hann lenti í með af- hroðinu í áskorendaeinvíginu við Jusupov. Ljubojevic teflir að venju af krafti, hann varðist t.d. af mikilli fimi í erfíðri skák við Timman þar sem Hollendingurinn sótti að kóngi hans með tveimur drottn- ingum. Ljubojevic hefur löngum átt nokkuð erfítt uppdráttar gegn Karpov, en báðum skákum þeirra er nú lokið með jafntefli. Sigurlík- ur hans á mótinu verða því að teljast allgóðar. Stiglægsti keppandinn á mót- inu er Englendingurinn Tony Miles. Þótt stig hans séu talsvert undir hinum ströngu lágmörkum mótshaldaranna í Tilburg var hann þó sjálfsagður sem þátttak- andi, því hann hefur sigrað á mótinu síðustu tvö árin. 1984 vann hann yfírburðasigur, en í fyrra kostaði efsta sætið öllu meiri þjáningar, í þess orðs fyllstu merkingu. Framan af mótinu kvaldist Miles af bakverk og tefldi illa. Honum var þá leyft að tefla liggjandi við skákborðið á bekk og batnaði þá bæði líðanin og taflmennskan til muna. En eftir að vinningum hans fór að ijölga hófu sumir keppinautar hans að kvarta undan því að lega hans á bekknum ylli þeim hinni mestu augnraun og hindraði einbeitingu þeirra. Úr þessu varð hálfgert leiðindamál, en Miles fékk að liggja á bekknum til loka mótsins og deildi að lokum efsta sætinu með þeim Hubner og Korchnoi. í fyrstu umferðinni í ár var hann einnig miðpunktur athyglinnar fyrir magnaðan, nýjan leik sem hann beitti gegn sovézka stór- meistaranum Alexander Belj- avsky. Miles endurbætti þar taflmennsku sjálfs Kasparovs, heimsmeistara, í einu tízkuaf- brigði drottningarindversku vamarinnar. í stöðu, þar sem Kasparov tókst einungis að finna leið sem leiddi til jafnteflis, lék Miles þrumuleik sem Beljavsky fann ekkert fullnægjandi svar við. Aðeins fáum leikjum síðar varð Sovétmaðurinn að gefast upp. Hvítt: Miles (Englandi) Svart: Beljavsky (Sovétr.) Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e€, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb4, 5. Bg5 - Bb7, 6. e3 - h6, 7. Bh4 - g5 Síðustu mánuði hefur rólegri leikaðferð verið vinsælli: 7. — Bxc3+, 8. bxc3 — d6, þannig tefldi t.d. Karpov í 17. einvígis- skákinni um daginn, þar sem hann vann heppnissigur á svart. 8. Bg3 - Re4, 9. Dc2 - d6, 10. Bd3 — Bxc3+, 11. bxc3 — f5, 12. d5 - Rc5, 13. h4! Þannig lék Kasparov fyrstur manna í tveimur einvígisskákum við Timman fyrir jólin í fyrra. 13. - g4, 14. Rd4 - Df6, 15. 0-0 - Rxd3 Þannig lék Timman í sjöttu ein- vígisskákinni, en sú fjórða tefldist þannig: 15. — Rba6, 16. Rxe6 — Rxe6, 17. Bxf5! — Rg7, 18. Bg6+ - Kd7, 19. f3 - Haf8, 20. fxg-4 með mjög góðum bótum fyrir manninn. 16. Dxd3 - e5,17. Rxf5 - Bc8 í þessari stöðu kom Kasparov með mannsfóm, sem vakti mikla hrifningu, en hefði líklega aðeins átt að duga til jafnteflis: 18. Rd4!? — exd4, 19. cxd4 — Df5, 20. e4 - Dg6, 21. Dc3 - 0-0, 22. Hfel - Rd7, 23. e5 - Bb7, 24. He3 - b5? (24. - Hae8 og sennilega stendur svartur sízt lakar) 25. Da5! og hvítur hafði öflugt frumkvæði fyrir manninn. Miles hefur sjálfur fengið að kenna á því að róleg meðul hrífa ekki í stöðunni. Eftir 18. e4 — Bxf5, 19. exf5 - Rd7, 20. f4 - exf3, 21. Dxf3 - 0-0-0, 22. a4 - a5, 23. Ha2 — Hdg8, stóð hann lakar sem hvítur gegn Timman í sjónvarpsskák í V-Þýzkalandi í sumar. Eftir tapið gegn Timman hefur hann líklega lagst yfír stöð- una, a.m.k. hefur hann fundið mun hættulegri mannsfóm en þá sem Kasparov beitti: 18. f4!! - Dxf5, 19. e4 - Dh5, 20. fxe5 - dxe5,21. c5! - Kd8 Yfír borðinu tekst Beljavsky ekki að finna neitt hald í vöminni og það er ljóst að svarta staðan er í það minnsta mjög erfíð, ef ekki töpuð, því menn hans ná engu samspili og kóngur hans er strandaður á miðborðinu. T.d. 21. - bxc5, 22. Db5+ - Kd8, 23. Dxc5 - Rd7, 24. Dc6 - Hb8, 25. Hf5 - De8, 26. Bxe5! - Rxe5, 27. Df6+ og vinnur. 22. d6 - De8 Eftir þetta vinnur hvítur þving- að og því hlýtur athyglin að beinast að 22. — c6, sem hvítur myndi væntanlega svara með 23. d7!. Eftir bæði 23. - Rxd7, 24. Hf6! og 23. - Bxd7, 24. Hf5 er svartur í mikilli úlfakreppu. 23. dxc7+ - Kxc7, 24. Dd5 - Rc6,25. Hf7+ - Bd7,26. Haf 1 26. - Hd8, 27. Hlf6 - Kc8, 28. cxb6 — axb6, 29. Db5 og svartur gafst upp. Miles notaði 102 mfnútur á skákina, en Beljavsky aðeins 70 mínútur. Afmæliskveðja: Viktor Þorvalds- son, Vífilsstöðum Laugarneskirkja: Messa á Allra heilagra messu eftír Egil Hovland Einn af ötulustu liðsmönnum jafnaðarstefnunnar og Alþýðu- flokksins, Viktor Þorvaldsson í Hafnarfirði, verður 75 ára í dag, hinn 1. nóvember. Reyndar þekkja fleiri manninn sem Viktor á Vífílsstöðum en sem Hafnfírðing, enda starfaði Viktor á Vífilsstöðum lengstan hluta starfs- ævi sinnar. Viktor var einn úr stórum systk- inahópi og varð því snemma að huga að því að bjarga sér sjálfur. Ungur fór hann í kaupmennsku á sumrum í Borgarfjörðinn og sótti sjó á vertíðum frá Grindavík og Hafnarfírði. Örlögin höguðu því þó svo að það var í kaupamennsku í öðrum Borgarfírði, þ.e.a.s. hinum eystri, sem Ingvar kynntist eigin- konu sinni, Guðrúnu Ingvarsdóttur prests Sigurðssonar á Desjamýri AÐALFUNDUR Félags íslenskra listdansara var haldinn í lok sept- ember. Á fundinum var ákveðið að gera tilraun til að efla starf- semi styrktarfélaga íslenska dansflokksins með kynningar- fundum o.fl. í þessu skyni hyggst Félag íslenskra listdansara leita til fyrr- verandi og núverandi styrktarfé- laga íslenska dansflokksins og annaira áhugamanna um listdans og boðar til fundar laugardaginn 1. nóv. kl. 15 í hliðarsal Þjóðleik- og konu hans, Ingunnar Ingvars- dóttur. Skömmu eftir giftinguna fluttust þau Guðrún og Viktor að Vífilsstöð- um, en þar tók Viktor við starfi vélgæslumanns, sem hann gegndi í fjöldamörg ár. Síðar fluttust þau hjónin í hús það er þau reistu sér á Smyrlahrauni 12 í Hafnarfírði. Seinustu árin hefur Viktor starfað sem afgreiðslumaður á Sendibfla- stöð Hafnarfjarðar. Viktor aðhylltist ungur jafnaðar- stefnuna og félagslegur áhugi hans hefur birst í mörgum myndum. Hann var um langa hríð varafor- maður starfsmannafélagsins Þórs, sem var starfsmannafélag ríkis- spítalanna, og sat um tíma í full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Síðast en ekki síst hefur Viktor ævinlega verið ótrauður og hússkjallarans. Á fundinum verða verkefni íslenska dansflokksins í vetur kynnt. Annars er fundurinn aðallega ætlaður til þess að viðra hugmyndir um aukið starf þeirra sem áhuga hafa á listdansi í landinu. Fundurinn er öllum opinn. Nýkjörin stjóm Félags íslenskra listdansara er þannig skipuð: Sigríður Armann, formaður, Kristín Bjamadóttir, ritari, Edda Scheving, gjaldkeri, Ingibjörg Bjömsdóttir, meðstjómandi og Lára Stefáns- dóttir, meðstjómandi. ötull liðsmaður Alþýðuflokksins, ávallt til verka reiðubúinn. Viktor gekkst m.a. fyrir stofnun Alþýðuflokksfélags Garðabæjar og var fyrsti formaður þess. Hvort sem var í Garðabæ eða Hafnarfirði hef- ur ævinlega mátt ganga að því sem vísu að Viktor væri meðal starfsöm- ustu og ötulustu baráttumanna flokksins, sem aldrei léti deigan síga og væri sífellt að sækja fram, enda var Viktor heiðraður sérstaklega á síðasta flokksþingi Alþýðuflokks- ins._ Ég veit að ég mæli fyrir munn allra félaganna í Alþýðuflokknum þegar ég færi Viktori hugheilustu afmæliskveðjur á þessum tímamót- um með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og ósk um að við fáum lengi áfram að njóta samvistanna við hann og starfs- krafta hans í þágu jafnaðarstefn- unnar. Kjartan Jóhannsson - O - Viktor og kona hans, Guðrún Ingvarsdóttir, taka á móti gestum í húsi Slysavarnafélagsins á Hjalla- hrauni 9 í Hafnarfírði á milli kl. 15 og 18 í dag. NÆSTKOMANDI sunnudag, 2. nóvember, kl. 17.00 verður flutt í Laugarneskirkju „Messa á Allra heilagra messu“ eftir norska tón- skáldið Egil Hovland. Kirkjukór Laugarneskirkju flytur messuna. Einsöngvarar verða: Laufey G. Geirlaugsdóttir og Þórður Búa- son. Undirleik annast Ann Toril Lindstad, orgel, og félagar úr Lúðrasveitinni Svani. Sóknar- presturinn annast altarisþjón- ustuna og söngstjóri er Þröstur Eiríksson. Norska tónskáldið Egil Hovland er eitt afkastamesta tónskáld á Norðurlöndum þegar um kirkjutón- list er að ræða og hefur tónverkum hans verið mjög vel tekið. Messan á Allra heilagra messu er sérstæð fyrir það, að tónskáldið hefur samið tónlist við alla liði messunnar. Hér er því verið að kjmna nýja tónlist við hina hefðbundnu messu, en mikil endumýjun hefur einmitt átt sér stað í þeim eftium á Norðurlönd- um á síðustu árum. Messan á Alira heilagra messu verður flutt sem messa dagsins í Laugameskirkju. Þetta er ekki „konsertmessa" heldur guðsþjón- usta með eðlilegri þátttöku safnað- arins í hinum ýmsu liðum hennar. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur Sölusýning á Hrafnistu Sölusýning á handavinnu vistfólks á Hrafnistu í Reykjavík, verður í dag, laugardaginn 1. nóvember, frá kl. 13.30 til 17.00. Þetta er tólfta árið sem sölusýning er haldin i nóvember og eykst fjölbreytni munanna með ári hverju. Meðal muna sem eru til sölu má nefna pijónavörur, heklaða dúka, vefnað, útsaum og jólavörur. Fundur um listdans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.