Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.11.1986, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1986 Stone í jötunmóð KvSkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Með dauðann á hæl- unum — 8 Million Ways to Die. Stjörnugjöf: ★ ★ ‘/2 Leikstjóri: Hal Ashby. Handrit: Oliver Stone, byggt á skáldsögu e. Lawrence Block. Aðalhlut- verk: Jeff Bridges, Rosanna Arquette, Andy Garcia. Bandarísk. Columbia 1986. Oliver Stone hlýtur að taka inn berserkjasveppi eða eitthvað ná- skylt efni á morgnana frekar en lýsi. Öll hans verk, sem m.a. telja handrit, Midnight Express, Scarface, Year of the Dragon auk Salvador, sem hann leikstýrði af sama offorsi, einkennast af frið- lausum djöfulmóð. Nú er þessi flinki ofstopamaður tekinn til við kókaínsalan á nýjan leik. Aftur er það Kúbumaður (Andy Gareia) sem er potturinn og pannan í svínaríinu en okkar maður er hinn afdankaði lögreglumaður og alkóhólisti Jeff Bridges. Hann kynnist af tilviljun vændiskonu sem er illa farin og ætlar að koma henni til hjálpar en það má segja að hún sé drepin í höndunum á honum. Önnur starfssystir hennar, Rosanna Arquette, kemur til sögunnar og með hennar aðstoð brýtur Bridges niður undirheimaveldi Kúbumanns- ins. Það sem gerir myndir þær sem Stone er viðriðinn áhugaverðar, er þessi hrífandi fítonskraftur sem umleikur þær og sá ofstækisfulli heiðarleiki sem býr í þeim. Ýkjumar eru rosalegar, hér fáum við að kynnast illvígari glæpalýð en í öðr- um myndum. Maðurinn hefur greinilega skömm á Kúbumönnum, Apar og menn upp á kant. Apaspil Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: í skugga Kilimanj- aro — In The Shadows of Kilimanj- aro. ★ V2 Leikstjóri: Raju Petel. Kvikmynda- taka: Jesus Elizondo. Handrit: Jeffrey Sneller og Gautam Das. Tónlist: Arlon Ober. Aðalleikendur: John Rhys Davis, Timothy Bott- oms, Irene Miracle, Calvin Jung. Bandarísk (?). í eftirmála myndarinar segir að í skugga Kilimanjaro sé byggð á sannsögulegum atburðum sem eigi sér stað af og til í hitabeltinu, síðast í Kenýa 1984. Þá gengu slíkir eða kannski öllu frekar aðkomu- sýklum í bandarísku þjóðlífí. Og lái honum nokkur. Það má því kenna nokkra Rambólykt af efninu. Til liðs við sig hefur Stone feng- ið Hal Ashby, sem gerði nokkrar ágætismyndir á síðasta áratug, (The iast Detail, Being there) auk einnar sígildrar Harold and Maude. Síðan kom karl heldur harkalega niður á jörðina. En í Með dauðann á hælunum má víða sjá þess merki að Ashby er ekki út- brunninn enn, er til dæmis master- senan í vöruhúsinu þrælvel uppbyggð og seiðmögnuð í ljótleika sínum og grimmd. Bridges, einn besti kvikmynda- leikari í Bandaríkjunum í dag, leikur hinn brottræka og margfallna alka með ágætum og Arquette undirleik- ur melluna hans með prýði. En nýliðinn Andy Garcia stelur sen- unni. Bæði lætur ofbeldisseggnum Stone best að skapa slíkar persón- ur, eins virðist hér einstaklega upprennandi efni í skúrkahlutverk á ferðinni. þurrkar yfír landið að búsmali sem villidýr ærðust, réðust þau grimm- ustu jafnvel á mannabústaði i ætisleit. í skugga Kilimanjaro segir frá Timothy Bottoms, dýraeftirlits- manni í þjóðgarði. Þegar hungur fer að sverfa að villidýrunum af völdum yfírstandandi þurrka, leita þau að æti á nýjum slóðum. Árásar- gjamastir eru bavíanamir, sem teljast hátt í hundrað þúsund á svæðinu. Heíja þeir nú mannakjöts- át af bestu lyst. Nokkuð skemmtileg B-mynd, atama. Auðsjáanlega gerð af um- talsverðum vanefnum og vankunn- áttu, (hefur oftlega helst til bamalegt yfírbragð eins og sumar af slakari myndum landans), en heldur þó athygli áhorfandans furðu vel vakandi þó formúlan sé farin að ganga sér til húðar. Myndin, sem virðist samkrull Breta, Kana og Kenýumanna, stát- ar af tveimur kunnum stjömum; John Rhys Davis, (Shogun o.fl.), og Timothy Bottoms, sem við byrj- un síðasta áratugar virtist hafa það til að bera sem þarf til að komast í hóp útvaldra, (The Last Picture Show, The Paper Chase). En frammi fyrir myndavélinni bera þó leikaramir úr dýraríkinu sigurorð af mannkindinni. En það má hafa ánægju af fleiru en vel tömdum bavíönum og bama- skap, því myndin er öll tekin í því heillandi landi, Kenýa, og í nokkur, góð augnablik nýtur maður ægifeg- urðar Kilimanjaro. Suzuki Fox Vínrauður, árgerð 1985, sem nýr. Kom á götuna í mars 1986, ekinn aðeins 11.700 km. Bíll í sérflokki. Til sýnis og sölu í Bílakjallaranum, Skeifunni 17 (Ford-umboðið). DAGSBRUN Verkamannafélagið DAGSBRÚN FÉLAGSFUNDUR Verkamannafélagið Dagsbrún heldur félagsfund í Iðnó sunnu- daginn 2. nóv. nk. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Kjaramálin, framsögumaður Þröstur Ólafsson. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og sýna skírteinin við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar Finnskur sellóleikari í Norræna húsinu Sunnudaginn 2. nóv. kl. 17.00 verða tónleikar í Norræna húsinu, þar sem fínnskur sellóleikari, Pauli Heikkinen, leikur ásamt breska píanóleikaranum David Knowles. Á efnisskránni em verk eftir Bach, Beethoven (12 tilbr. við „Jud- as Maccabaeus"), Aulis Sallinen (Metamorfora) og Schubert („Arp- eggione“-sónatan). Pauli Heikkinen fæddist 1950. Hann nam við Síbelíusarakademí- una í Helsingfors hjá prófessor Arto Noras. Þá hefur hann sótt tíma (Master class) hjá Paul Tortelier, André Navarra og Mihail Homizer. Pauli Heikkinen starfar sem sellóleikari með Sinfóníuhljómsveit Tammerforsborgar. Hann hefur haldið tónleika víða um Finnland og leikið með mörgum hljómsvéit- um í Finnlandi. Hann hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri keppni fyrir sellóleikara 1978 í Ábo, en áiður hafði hann hlotið verðlaun í sams- konar keppni í Bristol. Pauli Heikkinen hlaut styrk hjá Finnsk-íslenska menningarsjóðnum til íslandsfararinnar. David Knowles lauk námi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Manchester. Hann hefur verið bú- settur á íslandi í nokkur ár og kennir m.a. við Tónlistarskóla Garðabæjar og leikur undir hjá Söngskólanum í Reykjavík. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. NYTT SIMANUMER Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Miel SOLUSYNING ídagkl. 10—16 í húsnœöi JP innréttinga, Skeifunni 7. Við kynnum hin eftirsóttu Míele eldhústæki. Við sýnum keramikhelluborð, blást- ursofna, örbylgjuofna, viftur, stjórn- borð, uppþvottavélar, kæliskápa. Samræmt útlit. Heimsþekkt gæða- vara. Veldu Míele annaÖ er málamiðlun Einkaumboð á Islandi JÓHANN ÓLAFSSON & CO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.