Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
27
Mynd 2:
ÓLÖGLEG ÁVANA- OG FÍKNIEFNI SEM LAGT VAR HALD Á 1972 - 85
25 500
mörg dæmi eru um misnotkun
amfetamíns á árum seinni heims-
stytjaldarinnar á íslandi. Ein af
niðurstöðum samstarfshópsins frá
1970, sem um var getið, var að
óeðlilega mikið væri um lyfjaávís-
anir á amfetamín og barbitúrsýru-
lyf. í könnuninni frá 1974 höfðu
um 4% reynt amfetamín. Hér verð-
ur auðvitað að taka fram að upp
úr 1974 fer að bera á ólöglegum
innflutningi amfetamíns, samfara
hertu eftirliti með lyfjaávísunum og
miðast rannsóknin við það. Skv.
tölum toll- og löggæslu virðist sem
misnot.kun á ólöglega innfluttu
amfetamíni hafi minnkað eða jafn-
vel horfið á árunum 1975-76 til
1980. Amfetamíns verður vart 1981
og eftir það hefur toll- og löggæsla
lagt hald á umtalsvert magn ár-
lega. í rannsókninni höfðu 4% á
aldrinum 16-36 ára reynt amfet-
amín en flestir höfðu reynt það á
áttunda áratugnum, eingöngu um
1% hafði reynt efnið 1981-84. Um
3% höfðu reynt LSD 1974 en þeir
sem kváðust árið 1984 hafa prófað
efnið höfðu allir neytt þess á átt-
unda áratugnum. Um neyslu
annarra efna, t.d. heróíns og
morfíns er mjög erfitt að segja, þar
sem mjög fáir kváðust hafa reynt
þau.
Ef miðað er við tíðni, þ.e. hvað
hver og einn hefur oft neytt kanna-
bis og amfetamíns, kemur í ljós að
vananeytendur, miðað við framan-
greinda viðmiðunarreglu, voru 1974
10%, en 4% 1984. Um 9% aldurs-
hópsins 16-36 ára hafði reynt
kannabis síðustu 12 mánuðina fram
að gerð könnunarinnar. Um 7%
höfðu neytt þess síðast fyrir einu
til §órum árum og 8% fyrir meira
en 5 árum. 2A hlutar þeirra sem
reyndu kannabis í fyrsta skipti á
árunum 1968-74 höfðu ekki neytt
þess síðustu ár. Þessar tölur benda
til að kannabisneysla sé fyrst og
fremst tímabundin, gagnstætt t.d.
áfengisneyslu. Svo virðist sem neyt-
endur þessara efna séu á aldrinum
15-40 ára. Tiltölulega sjaldgæft er
að eldra fólk hafi reynt efnið. Þar
sem flestir reyna efnið í fyrsta
skipti fyrir og um tvítugsaldurinn
er ólíklegt að þessi aldurshópur og
eldra fólk hafi komist í snertingu
við efnið. Ástæðan er auðvitað sú
að kannabisnotkun virðist hafa
verið svo til óþekkt um 1970, en
þá var 37-40 ára aldurshópurinn
23-26 ára.
Niðurstaðan verður því í stuttu
máli þessi: Kannabisneysla og
líklega neysla annarra ólöglegra
ávana- og fíkniefna er bundin við
ákveðinn aldur. Útbreiðslan hefur
verið sveiflukennd og breytileg eftir
neyslutíðni. Síðustu tvö árin virðist
hún hafa verið vaxandi en gæti
bráðlega farið niður á við ef hún
fylgir neysluþróun á öðrum Norð-
urlöndun (sjá nánar síðar).
Hefur þeim fjölgað
sem leitað hafa sér
aðstoðar vegna
neyslu ólöglegra
fíkniefna?
Áfengisdeildir og meðferðar-
stofnanir hafa síðustu ár birt tölur
um neyslu sjúklinga á ólöglegum
fíknefnum. Á meðferðarstofnunum
SÁÁ hefur verið safnað upplýsing-
um um sjúklinga sem þar dvelja.
Þar kemur fram (2), að 1985 kváð-
ust 14,3% vistmanna hafa neytt
kannabis nær daglega í 1 ár eða
lengur. Árið 1985 var greindur á
geðdeild Landspítalans 591 sjúkl-
ingur með aðalgreiningu „alcoholis-
mus“, en 62 sjúklingar með
aðalgreiningu „önnur fíkniefna-
notkun en áfengi" (3). Hlutfallið
er m.ö.o. 9:1.
Ofangreind skipting er í raun
mjög erfið því torvelt er að aðgreina
hlut hinna svokölluðu ólöglegu
fíkniefna í vímuefnavandamáli
þeirra sem leita sér meðferðar. Nið-
urstöður rannsókna benda til að
sterk fylgni sé milli áfengisneyslu,
lyfjamisnotkunar og neyslu ólög-
legra fíkniefna, þannig að þeir sem
neyta mikið ólöglegra fíkniefna
nota yfirleitt mikið áfengi og lyf.
Varðandi meðferð hefur þessi skipt-
ing einnig takmarkað gildi.
Hafa menn látist af
völdum neyslu ólög-
legra fíkniefna?
Menn hafa deilt um það hér á
landi hvort dæmi séu um dauðsföll
af völdum ofneyslu ólöglegra
ávana- og fíkniefna á íslandi. Skil-
greining á hugtakinu „dauðsfall af
völdum ávana- og fíkniefna" - „nar-
komani" dauðsfall - er umdeilanleg
og þess vegna ekki undarlegt þó
menn greini á um tölur. Hægt er
að flokka slík dauðsföll í megin-
dráttum í þrennt. Í fyrsta lagi
dauðsföll af völdum eitrana
(intoxication). í öðru lagi vegna
sjúkdóma sem eru óbein afleiðing
langvarandi neyslu, s.s. lifrar-
skemmdir, vefjaskemmdir í hjarta
og lungum o.s.frv. Mjög erfitt er
að skipa í þennan flokk nema að
undangengnum læknis- og lyfja-
fræðilegum rannsóknum. 1 þriðja
lagi eru dauðsföll tengd ákveðnum
aðstæðum, t.d. þegar um er að
ræða slys og þegar sjálfsvíg'eru
framin undir áhrifum. Við kannanir
á dauðsföllum er tveimur seinni
flokkunum oftar en ekki sleppt
vegna skilgreiningaerfíðleika, en
komið hefur í ljós að fyrsti hópurinn
tekur til um 90% skráðra dauðs-
falla af völdum ávana- og fíkniefna.
Rannsóknarstofa Háskólans sendir
sýni til Réttarefnafræðideildar
rannsóknarstofu í lyfjafræði þegar
upplýsingar frá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, sem sér um rannsókn
voveiflegra dauðsfalla, gefa ástæðu
til að ætla að hinn látni hafi hugsan-
lega neytt fíkniefna og/eða lyfja.
Einnig er það gert ef engin vísbend-
ing er um það hvernig dauða bar
að höndum. Á árunum 1977-81 (4)
komu til Rannsóknarstofu ( lyfja-
fræði sýni úr 497 réttarkrufning-
um. Þar af var gerð tæmandi
lyfjaleit í 93 tilfellum. Talið var að
107 þessara tilfella mætti rekja til
banvænna eitrana. Alkóhól átti þátt
í 54 eða í um 50% tilfella, barbitúr-
sýrusambönd í um 20% tilfella. Með
alkóhóli eru benzódíazepínsambönd
talin hafa valdið 10 banvænum eitr-
unum. Koloxíð eitt sér eða ásamt.
alkóhóli er skráð fyrir rúmlega 20%
af banvænum eitrunum. Niðurstað-
an er sú að koloxíð, alkóhól og lyf
með slævandi verkun valda nær
öllum banvænum eitrunum hér á
landi. ísland stingur í stúf við önn-
ur Norðurlönd m.t.t. tíðni dauðs-
falla af völdum sterkra verkja-
stillandi lyfja, s.s. morfíns. Hér á
landi er ekkert dæmi um andlát af
völdum morfíneitrunar, en hér eru
helmingi tíðari miðað við Noreg
dauðsföll af völdum geðdeyfðar-
lyfla. í einu tilfelli frá 1982 greind-
ist morfín með fenemali (barbitúr-
sýra) en morfínið var ekki talið
dánarorsök.
Af framangreindu er ekki hægt
að fullyrða um nein dauðsföll af
völdum ólöglegra ávana- og fíkni-
efna á Islandi.
Er meira magn og
sterkari fíkniefni nú
á boðstólum á Is-
landi?
Á mynd 2 koma fram upplýsing-
ar um magn helstu ávana- og
fíkniefna sem lagt hefur verið hald
á frá upphafi fýrir utan LSD og
amfetamín. Þessum myndum ber
saman um miklar sveiflur síðustu
3-4 árin. Þessar tölur endurspegla
fyrst og fremst árangur toll- og
löggæslu, en einnig gefa þær okkur
vísbendingar, sérstaklega þegar
þær eru notaðar samhliða öðrum
tölum, um fíkniefnasölu og dreif-
ingu, hvaða efni eru á boðstólum
og að einhveiju leyti í hvað miklum
mæli. Á tímabilinu 1971-85 hefur
verið lagt hald á um 79 kg af hassi
og eru það um 88% af öllum upp-
tækum efnum frá upphafi. Sam-
svarandi tala af marihuana er 7,5
kg, sem er um 9% af heildarmagni
frá upphafi. Að árinu 1979 undan-
skildu var að meðaltali lagt hald á
u.þ.b. 5 kg af hassi árlega 1977-82.
Árið 1984 voru 7 kg tekin og um
9 kg á síðasta ári. Ef tekið er mið
af þeirrí hassolíu sem náðst hefur
virðist ekki hafa borið á neyslu
hennar fyrr en upp úr 1977, og
virðist hún hafa verið lítil fram til
ársins 1982, en þá náðjst stór send-
ing, rúmlega 400 g. Árin 1982-84
voru tekin að meðaltali um 370 g
á ári. Hassolían er aðeins um 3%
af heildarmagni. Tilkoma hennar
gefur vísbendingu um breyttar inn-
flutningsaðferðir, starfsaðferðir
fíkniefnalögreglunnar og/eða
neysluvenjur. Ferlar kókaíns og
hassolíu eru sambærilegir. Eftir
1977 var lagt hald á kókaín í fyrsta
skipti. Aukning varð 1982-83 og
árin 1983-84 var magnið að meðal-
tali um 20 g. Af öðrum efnum hefur
mest borið á amfetamíni, sem fyrst
var lagt hald á 1974 og árlega til
1978. Eftir það bar lítið á amfet-
amíni, þar til árið 1981. Það magn
sem lagt hefur verið hald á af
amfetamíni hefur aukist mikið
1983-84.
Lítið eða ekkert hefur borið á
heróíni á Islandi enn sem komið er.
Árið 1983 var lagt hald á 0,3 g af
heróíni við innflutning. Síðasta
haust var svo tekið á Schiphol flug-
velli í Amsterdam nokkuð af efni
sem talið var heróín - og var aug-
lýst í fjölmiðlum sem slíkt. Seinna
kom í ljós að um sterkt amfetamín
var að ræða. Ekki þótti ástæða til
að leiðrétta það í fjölmiðlum.
Tæplega er hægt að tala um eig-
inlegt framboð annarra efna en
kannabisefna. Framboð amfet-
amíns og LSD er mjög sveiflukennt
og á sama hátt eftirspumin. Efni
eins og kókaín virðist, enn sem
komið er, vera flutt inn eingöngu
til eigin nota.
Standa „hvítflibb-
ar“ að einhverju
leyti bak við inn-
flutning- og dreif-
ingu fíkniefna?
Þessi staðhæfíng heyrist oft í
fjölmiðlum. Það sem kemur fram í
rannsóknum er að því oftar sem
viðkomandi hefur neytt efna, því
líklegra er að hann sé með efni á
boðstólum sem hann getur boðið
vinum sínum og kunningjum. Það
kom fram í könnuninni að eingöngu
7% þeirra sem neytt höfðu ólög-
legra fíkniefna fengu efnið hjá
ókunnugum - langflestir fengu
efnið hjá vinum eða kunningjum.
Eitt aðaleinkenni menningarkima
fíkniefnaneytenda er það hve lokað-
ir þeir eru. Á íslandi virðist salan
og mikil neysla fyrst og fremst
bundin við ákveðna hópa, sem hafa
svipaðan félagslegan bakgrunn.
Ekkert dæmi fyrirfinnst í íslenska
dómskerfinu um að svokallaður
hvítflibbi hafí staðið að fíkniefna-
sölu. Auðvitað sannar það ekki að
slíkt geti ekki hafa átt sér stað en
á meðan það er ósannað verður
staðhæfíngin að teljast röng þó hún
geti haft aðdráttarafl fyrir fjöl-
miðla. Þeir sem fengið hafa dóma
fyrir innflutning á fíkniefnum eru
fyrst og fremst neytendur sem neytt
hafa fíkniefna f miklum mæli og
(jármagna sína eigin neyslu með
sölu og innflutningi.
(1) Athuga skal að þar sem grein-
arnar byggja á fyrrgreindri skýrslu
verður farin sú leið að geta ekki
sérstaklega heimilda nema í þeim
tilvikum þegar notaðar eru aðrar
heimildir en getið er um í skýrsl-
unH
(2) Heimild: SÁÁ blaðið - l.tbl.
mars 1986. Tafla yfír kannabis-
neyslu einstaklinga sem voru á
Vogi 1985. Blandað er saman þeim
sem kváðust hafa neytt kannabis
nær daglega í 1 ár (2,9% af heild),
2 ár (6,3% af heild) og 5 ár eða
lengur (5,1% af heild). Samtals
14,3%.
(3) Skv. Ársskýrslu Landspítalans
- 17.5.86
(4) Þrátt fyrir að þessar tölur séu
komnar til ára sinna hafa meginnið-
urstöðumar, sem fram koma í
kaflanum, ekki breyst.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
ogstarfarhjá dómsmálaráðuneyt-
inu.
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Um fræðslu sagði Aristóteles:
„Þeir sem hugsað hafa um
stjórnvísindi hafa sannfærst um að
örlög ríkja eru komin undir upp-
frasðslu æskulýðsins.“
Þetta eru orð sögð á örlaga-
stundu. Þau eru áminning til
ráðamanna sem gleymt hafa skyld- j
um sínum gagnvart framtíð þjóðar-
innar. ;
Við felum eigin vonbrigði þegar
á borð er borinn
Bakaður f isk-
ur með frauði
700 gr fiskur (flök)
1 matsk. sítrónusafí
salt og pipar
* * *
2 eggjahvítur
2 matsk. majones
'h bolli rifinn ostur
'A tsk. laukduft
1. Fiskflök eru roðflett. Þau eru
skorin í stykki eða höfð heil og látin
í smurt eldfast mót. Sítrónusafínn
er settur á fiskinn og salti og pipar
er stráð yfir hann.
2. Eggjahvíturnar eru' stífþeyttar
með örlitlu salti (þær þeytast bet-
ur), síðan er majones, rifnum osti
og laukdufti blandað varlega saman
við.
3. Eggjahvítublandan er síðan látin
þekja fískinn.
4. Fiskurinn er bakaður í 225 gráðu
ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til frauð-
ið hefur lyft sér og fengið ljósbrúnan
topp.
Berið fram með soðnum kartöfl-
um. Þeir sem ekki þurfa að hafa
áhyggjur af aukapundum bera hol-
lenska sósu fram með fiskinum og
nýta þannig eggjarauðumar.
Hollensk sósa:
2 eggjarauður
1 matsk. heitt vatn
40 gr smjör eða smjörlíki
1—2 matsk. sítrónusafi
'h tsk. salt
1. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel
með heita vatninu. I vatnsbaði em
rauðurnar hrærðar þar til þær rétt
þykkna.
2. Því næst er bráðið smjörlíkið
þeytt varlega saman við. Ef hitinn
er of mikill og sósan aðskilst, má
laga það með því að vinna hana upp
í eggjarauðu.
3. Sítrónusafi er settur saman við
sósuna og í hana bætt salti eftir
smekk.
Má freista liðsins á þessum
síðustu og verstu tímum!
Hér er
Haframjöls-
kaka
1 bolli haframjöl
l'/2 bolli sjóðandi vatn
xh bolli smjörlíki
1 bolli flórsykur
1 bolli púðursykur
1 tsk. vanilla
2 egg
l'/2 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
‘A tsk. salt
3A tsk. kanill
'A tsk. múskat
1. Sjóðandi vatnið er sett með
haframjölinu og látið standa í 1
klukkustund. Síðan er smjörlíki, syk-
ur og vanilla hrært létt með eggjun-
um. Haframjöli íbleyttu er bætt út
( og hrært vel saman við . Sigtið
saman hveiti, matarsóda, salti, kanil
og múskati, blandið vel saman við
hræruna. Kakan er bökuð í smurðu
ferköntuðu kökumóti við 190 gráðu
hita í 50 mín.
2. Toppfrauð er sett á kökuna eftir
að hún hefur verið bökuð.
Brætt er í potti og hitað
'A bolli smjörlíki
1 bolli púðursykur
3 matsk. mjólk
1 bolli kókosmjöl
Setjið á bakaða kökuna og bregð-
ið undir grill þar til byijar að krauma
í frauðinu. Berið kökuna fram heita
eða kalda.