Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 I síldinni á Austfjörðum > Síldarsöltun á Reyðarfirði Síld á Austfjörðum: Spáð í sildina Morgunblaðið/J.F. > „í síldínni hverfa allir verkir“ SÍLDARSÖLTUN er nú í fullum g-angi á Austfjörðum þó hlé verði annað veifið vegna tunnuskorts. Um 70 þúsund tunnur komu til landsins um helgina og fleiri eru á leiðinni. A sunnudag var búið að salta 136 þúsund tunnur að sögn Einars Benediktssonar að- stoðarframkvæmdastjóra Síldar- útvegsnefndar, þar af 113 þúsund tunnur á Austfjörðum. Hæstu söltunarstaðirnir eru Eskifjörður með 28.400 tunnur, Fáskrúðsfjörður með 15.300 tunnur, Reyðarfjörður með 15.100 tunnur og Seyðisfjörður með 14.100 tunnur. Söltunin setur svip sinn á mannlíf á Austfjörðum þessa dagana, eins og við sáum á ferð okkar um firð- ina í síðustu viku. Tunnuskortur var þá farinn að gera vart við sig, víðast hvar var verið að salta í síðustu tunnumar. Varla var um annað rætt en síldina, hve margar tunnur búið væri að salta í og hversu marg- ar tómar tunnur eftir. Fjöldi aðkomumanna á ferli, boðið upp á kraftmiklar kjötsúpur á öðrum hverjum matsölustað, sem fólk borðaði með góðri lyst meðan síldarhreistug stígvélin biðu næstu lotu. „Menn eru almennt mjög ánægð- ir með síldarsamningana hér um slóðir og engan óraði fyrir því að það tækist að semja þetta vel, bæði hvað snertir verð og magn“ segir Pétur Olgeirsson framkvæmdar- stjóri Tanga hf. á Vopnafirði. „Við vorum búnir að missa vonina um samninga, en það er kraftaverki líkast að 200.000 tonn skyldu hafa náðst og ég held að enginn okkar síldarsaltenda hafi reiknað með sama verði í dollurum og í fyrra“ segir Pétur. Skemman tæmdist á augabrag’ði „Þetta er þrælastarf, en stúlk- urnar hér eru hörkuduglegar." Friðjón Vigfússon, einn af eigend- um Verktaka á Búðareyri segir sfldarvertíðina hafa farið rólega af stað meðan óvissa var með sölu. En um leið og samið var fór allt úr böndum, full skemma var af tunnum á Reyðarfírði í eigu Síldar- útvegsnefndar og tæmdist skem- man á augabragði um leið og fréttist af samningum. „Það varð allt vitlaust" segir Guðjón Hjaltason í Söltunarstöðinni Eljunni Eskifirði. Svo virðist sem söltunarstöðvamar hafi slegist um tunnumar og saltað í gríð og erg þar til þær vom allur uppumar. Þá tók við nokkra daga tunnuskortur. „Það þarf alltaf að vera að hengja einhvem" segir Unnar Björgúlfsson hjá söltunarstöðinni Friðþjófi á Eskifirði. „Nú átti að hengja Síldar- útvegsnefnd fyrir skort á tunnum, en það er mjög eðlilegt að sitja ekki uppi með tunnubirgðir í landinu áður en vitað er um söluna, athyglisverðara finnst mér hve skjótt er hægt að bregðast við og koma tunnum til landsins. Margir hafa líka unnið það mikið við söltun- ina að það er þeim kærkomið að UM SEXTÍU manns eru á launa- skrá hjá Norðursíld á Seyðisfirði að sögn Hreiðars Valtýssonar. Hreiðar er einn af eigendum Norðursíldar og hittum við hann og Hafstein Siguijónsson verk- stjóra að máli. „Við söltum og frystum síldina jöfnum höndum, erum að frysta fyrir Japansmarkað og salta fyrir Rússana, búnir að fylla upp í aðra samninga." Þeir segjast vera mjög heppnir vinna við annað, t.d. að pækla." Aðrir síldarsaltendur taka í sama streng. „Tunnuleysið er ekki alslæmt" segir Friðjón Vigfússon, „við getum gefið okkur tíma til að hugsa um tunnumar, unnið við pæklanir og undirbúið næstu töm.“ Fullvinnsla síldarinnar Um 20 söltunarstöðvar em nú fyrir austan, þar af 10 við Reyðar- §örð og Eskifjörð. „Ég tel ekki vafamál að söltunarstöðvamar em of margar" segir Gunnlaugur Ing- varsson, eigandi Bergsplans á Reyðarfirði. „En þær litlu eiga jafnt rétt á sér og hinar stærri." Hann telur Síldarútvegsnefnd hafa unnið mjög gott starf varðandi skipulagn- ingu söltunarinnar og náð mjög góðum samningum erlendis, en með starfsfólk, flestir em fastráðn- ir en einnig er talsvert um að húsmæður komi í síldarsöltunina og skólanemar salta einnig sumir hveijir eftir að skóladegi Iýkur. í verbúðunum býr aðkomufólk, en um 20 manns koma frá Akureyri, Eyjafírði og Fljótsdalshéraði. „Þetta er allt mjög duglegt fólk, en við leggjum áherslu á að vinna venjulegan vinnudag, frá 8 á morgnanna til sjö á kvöldin, söltum ekki allan sólarhringinn." Hreiðar Valtýsson og Hafsteinn Siguijónsson „Erum mjög heppnir með fólk“ mikið starf væri enn óunnið varð- andi kynningu á síldinni erlendis og koma henni á markað. „Hráef- nið okkar er dýrt, en við ættum að vera samkeppnisfær varðandi full- vinnslu sfldarinnar, þar sem vinnu- laun hér em lág miðað við nágrannaþjóðimar. Það ætti að geta verið talsverð framtíð í því fyrir okkur að fullvinna sfldina hér á landi, þegar það er haft í huga að skynsamlega hefur verið staðið að veiðum að undanfömu og gera má ráð fyrir auknum afla á næstu ámm.“ Verktakar á Reyðarfirði em með- al þeirra sem hafa fullunnið sfldina. „Við höfum verið með marineringu á innanlandsmarkað" segir Friðjón Sigfússon einn af fjórum eigendum Verktaka. „Við emm að reyna að komast í útflutning, höfum t.d. selt „Ágætt að grípa í þetta“ „Engin rosaleg síldarkerling“ „Það vantaði mannskap í morgun svo ég ákvað að grípa í þetta.“ Valborg Mikaelsdóttir vinnur á skrifstofunni hjá Strandasfld, en brá sér í svuntuna og saltaði í nokkrar tunnur. Hún segir að það sé ólíkt meira upp úr þessu að hafa en vera á skrifstofunni, „það var kona hér um daginn sem fékk átta þúsund krónur fyrir daginn, en ég er nú engin rosaleg síldarkerling!“ sfldarsalöt og marineraða sfld í Norrænu undanfarin ár, en þetta er frekar þungur markaður. En hvað segir söltunarfólkið? Hvemig er að vinna í síldinni? „Gaman, í síldinni hverfa allir verk- ir“ sagði einn viðmælandi en annar kvað þetta hundleiðinlega vinnu. Við ræddum við nokkra starfsmenn söltunarstöðvanna. „í síldinni hverfa allir verkir“ „Þetta er hálfgert gullæði“ SIGGERÐUR Pétursdóttir er með afkastamestu sildarsöltun- arstúlkunum hjá Verktökum á Búðareyri ásamt stöllu sinni Birnu Björnsdóttur. Þær segjast hafa fengið allt að 10 þúsund krónur fyrir daginn. Birna er húsmóðir en skreppur í síldina á haustin, en Siggerður vinn- ur hjá Verktökum allt árið um kring. „Ég tók þátt í síldarævintýr- inu á táningsárum" segir Siggerð- ur, „þá var allt skorið, saltað og lagt niður. Sú vinna var miklu skemmtilegri en það er miklu meira upp úr þessu að hafa, þetta er hálf- gert gullæði." -Eruð þið ekki þreyttar eftir dag- inn? „Nei, nei, í síldinni hverfa allir verkir, maður fínnur einn og einn sting en gleymir honum í hita leiks- ins.“ J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.