Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 67

Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 67 Enski bikarinn: Létt hjá Forest Frá Bob Hennossy, fróttarítara Morgun- blaösins á Englandi. Nottingham Forest gerði góða ferð til Bradford í gœrkvöldi og vann 5:0 í deildarbikarnum. Yfirburðir Forest voru miklir eins og mörkin gefa til kynna. Carr, Medgod, Clough, Mills og Fairclough skoruðu mörkin. Norwich tapaði heima fyrir Everton 1:4. Barham skoraði fyrir heimamenn, en Sheedy, Sharp, Steven og Heath fyrir Everton. Coventry og Liverpool gerðu markalaust jafntefli, en leik Cam- bridge og Tottenham var frestað. Kvennahandbolti -1. deild: Stórsigur • Ámi Indriðason, sem fókk rauða spjaldið í leiknum í gi og Einar Jóhannesson fylgjast með. Morgunblaðið/Þorkell er, stöðvar hér Einar Einarsson á fyrstu mínútunum. Guðmundur Guðmundsson Víkingar fóru létt með Stjörnuna Leikmenn Vfkings virðast hafa frískast heilmikið við sigurinn gegn St. Ottmar í Evrópukeppn- inni á sunnudaginn, en Stjörnu- menn hafa liklega ekki haft alveg jafn gott af tapinu gegn Dinos Slovan ytra. í gœrkvöldi burstuðu nefnilega Víkingar Stjörnuna með sjö marka mun f fyrstu deild, 25:18, og fœrast við það upp að hlið Blikanna á toppi deildarínnar með átta stig eftir fimm leiki. Leikurinn var jafn framan af og það var ekki fyrr en um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik að Víking- ar sigur frammúr. Fram að því hafði Gylfi Birgisson, stórskytta Stjörnunnar, reynst þeim erfiður. Hann skoraði 4 fyrstu mörk liðs síns í leiknum og átta mörk alls - ekkert þeirra úr víti. Um miðjan fyrri hálfleik fékk Árni Indriðason rauða spjaldið og bjuggust þá margir við að varnar- leikur Víkings hryndi. En Sigurður Ragnarsson, sem tók stöðu Árna í vörninni, var frammúrskarandi góður og þar við bættist að Árni fékk óáreittur að stjórna liði sínu þar sem hann stóð aftan við vara- mannabekkinn. Leikurinn tók því að þróast Víkingum í hag og smátt og smátt náðu þeir yfirburðastöðu eftir að hafa haft 11:9 yfir í hálfleik. Vörn Víkings var mjög góð í leiknum og ALOHAígolfi: Gekk illa fyrsta keppnisdaginn - Frakkar léku vel og eru fyrstir ÞAÐ gekk ekki nógu vel hjá sveit Golfklúbbs Reykjavíkur á fyrsta degi ALOHA-mótsins í gær en mótiö er haldið á ALOHA vellin- um á Spáni. Sveitin lék í gær á 159 höggum og er í 12. sæti eftir fyrstu 18 holumar. Frakkar léku ótrúlega vel í gær og eru í fyrsta sæti. Francois lllouz lék þeirra best eða á 70 höggum sem er tveimur undir pari vallar- ins. Félagar hans léku á 74 höggum og 79 höggum en þar sem aðeins tveir telja lék franska sveit- in á 144 höggum, eða á pari. Sigurður Pétursson lék best af íslendingunum í gær en hann not- aði 79 högg. Lék fyrri níu holurnar á 38 höggum en þær síðari á 41 höggi. Hannes Eyvindsson og Ragnar Ólafsson lóku báðir á 80 höggum í gær. Hannes á 43 og 37 en Ragnar á 42 og 38. „Við erum auðvitað mjög óhressir meö þennan fyrsta dag en það þýðir ekkert að leggjast í volæði. Við ætlum okkur að gera betur á morgun og þá daga sem eftir eru,“ sagði Björgúlfur Lúðvíksson liösstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við að GR-sveit- in væri ekki óvön því að byrja illa á þessu móti en sækja sig síðan. „Við lékum mjög vel daginn fyrir keppnina er við tókum æfinga- hring. Þá léku strákarnir á 150 en því miður telur það víst ekki. Við erum fjórum höggum lakari en við stefndum að fyrir fyrsta daginn þannig að við verðum að taka okk- ur verulega á og það ætlum við að gera," sagði Björgúlfur. Frakkar eru efstir á 144 höggum síðan koma Þjóðverjar á 149, Wa- les á 151, Belgía á 151, England á 153, Spánn á 154, Sviss á 155, Danmörk á 156 og síðan Noregur, Svíþjóð og Skotland á,158 högg- um. ísland, Finnland og Lúxem- borg hafa leikið á 159 höggum og á eftir þeim koma írland, (talía, Austurríki, Júgóslavía, Holland og Portúgal. um leið var sóknarleikur Stjörn- unnar mjög slakur. Einar Jóhann- esson, Sigurður Ragnarsson og Hilmar Sigurgíslason voru aðal- mennirnir í vörninni en í sókninni lék hinn stórefnilegi Bjarki Sigurðs- son Sigurjón Guðmundsson Stjörnumann grátt í horninu. Hann var bestur Víkinga í sókninni ásamt Árna Friðleifssyni og Karli Þráins- syni. Kristján Sigmundsson var einnig ágætur í markinu. Hjá Stjörnunni ríkti algjört lán- leysi. Gylfi Birgisson var þeirra langbestur og Hannes Leifsson lék einnig vel fyrir liðið þó honum gengi illa að skora. Þá var Haf- steinn Bragason ágætur og gætti Guðmundar Guðmundssonar mjög vel í vörninni. En í heild var þetta leikur sem Stjörnumenn vilja örugglega gleyma hið fyrsta. Dómarar voru Björn Jóhannes- son og Sigurður Baldursson. Þeir voru afspyrnuslakir í fyrri hálfleik en fóru að sýna sitt rétta andlit þegar á leið. MÖRK VÍKINGS: Karl Þráinsson 8/3, Árni Friöleifsson 5, Bjarki Sigurðsson 5, Hilmar Sigurgíslason 3, Siggeir Magnús- son 3, Guömundur Guömundsson 1. MÖRK STJÖRNUNNAR: Gylfi Birgisson 8, Hannes Leifsson 3/2, Skúli Gunnsteins- son 3, Páll Björgvinsson 2, Einar Einars- son 1, Hafsteinn Bragason 1. SUS/GA Víkings Víkingsstúlkurnar áttu ekki í erfiðleikum með slakt lið Ár- manns í 1. deild kvenna í hand- knattleik í gærkvöldi og sigruðu með yfirburðum, 30:16. Víkingur tók leikinn strax í sínar hendur og í hálfleik var staðan 14:9. Einstefnan hélt áfram í seinni hálfleik og stúlkurnar í Ármanni máttu þola fjórða tapiö í röö, en þetta var annar sigur Víkings. Mörk ÁRMANNS: Ellen Elnarsdóttir 8/3, Margrót Hafsteinsdóttir 2, Elísabet Al- bertsdóttir 2, Guöbjörg Ágústsdóttir 2, Halla Grétarsdóttir 1, Bryndís Guömunds- dóttir 1. Mörk VÍKINGS: Eiríka Ásgrímsdóttir 8/1, Svava Baldvinsdóttir 6/1, Sigurrós Björns- dóttir 4, Valdfs Birgisdóttir 4, Rannveig Þórarínsdóttir 4, Jóna Bjarnadóttir 2, Vil- borg Baldursdóttir 1, Margrót Hannes- dóttir 1. Uerdingen vann Æ I Frá Sigurði Björnssyni, fréttarítara Morgunblaðsins f V-Þýskalandi. BAYER Uerdingen sigraði Köln með þremur mörkum gegn einu í bikarkeppninni í V-Þýskalandi í gærkvöldi. Atli Eðvaldsson étti mjög góðan leik þó ekki tækist honum að skora. Uerdingen náði forystu strax á tíundu mínútu með marki Bierhoff. Um miðjan fyrri hálfleik jafnaði svo Klaus Allofs úr víti og höfðu þá lið- in sótt á víxl og leikurinn veriö mjög opinn og skemmtilegur. Meðal annars bjargaði Atli á marklínu. Á næst síðustu mínútu hálfieiksins skoraði Klinger annað mark Uerdingen með skalla og um Þýski handboltinn: Kristján tekinn úr umferð Frá Jóhannl Inga Gunnarssynl, fréttamannl Morgunblaöaina f V-Þýakalandl. ÞEGAR 12 mínútur voru eftir af leik Dortmund og Gummersbach f Bundesligunni í handknattleik í gærkvöldi hafði Gummersbach 6 marka forystu. Þá voru Kristján Arason og Netzel teknir úr um- ferð, Gummersbach skoraði ekki fleiri mörk og leiknum endaði með jafntefli, 14:14. Kristján skoraði 4 mörk og virð- ist vera að finna sig. Essen vann Diisseidorf 20:17, Alfreð Gíslason skoraði 4 mörk fyrir Essen, en Páll Ólafsson lék aðallega í vörn Dusseldorf og skoraði ekki. Önnur úrslit: Lemgo - Hameln 24:19, SchUtt- erwald - Milbertshofen 20:18, Schwab- Ing - Göttingen 27:22, Grosswallstadt - Hofweier 24:16, Handewlck - Kiel 19:19. miðjan síðari hálfleik gerði hinn 17 ára gamli Witeczek út um leikinn með góðu marki. Öruggur sigur Vals á KR VALUR vann KR mjög sannfærandi f 1. deild handknattleiksins f Laug- ardalshöllinni f gærkvöldi. Leikn- um lauk með ellefu marka mun 32:20 eftir að staðan f hálfleik haföi verið 13:9 Val í vil. Það var aðeins í byrjun sem KR veitti umtalsverða mótspyrnu. Smám saman juku Valsmenn for- skot sitt og eftir nokkurra mínútna leik var útséð um það hver færi með sigur af hólmi. MÖRK VALS: Júlíus Jónasson 9/6, Stefan Halldórsson 7/2, Þórður Sigurösson 5, Pálmi Jónsson 4, Jakob Slgurösson 4, Gisli Óskarsson 1, Geir Sveinsson 1. MÖRK KR: Konráö Ólafsson 6/2, Guð- mundur Pálsson 4, Sverrir Sverrisson 3, Þorsteinn Guöjónsson 2, Guðmundur Al- bertsson 1, Páll Ólafsson 1, Peter Paulsen 1, Ólafur Lárusson 1, Leifur Dagfinsson 1. Jafntefli Holland og Pólland geröu marka- laust jafntefli f Evrópukeppni landsliða f gœrkvöldi. Leikur Belgfu og Búlgarfu fór 1:1. Janssen skoraði fyrir Belga Tanev fyrir Búlgara. en Staðan STAÐAN f 1. deild karla í handknattleik er nú þessl: UBK Víkingur Fram Valur FH Stjaman KA Haukar KR Ármann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.