Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 68
^ STERKT KORT
jólab^ jólfl&)flJ
Bókaverslunin
ISAFOLD
Austurstræti 10 ■ Sími 14527
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Nesco selur
3.800 geislaspil-
ara til Bretlands
íslenskt fyrirtæki, Nesco
Manufacturing hf., afgreiðir í
þessum mnauði fyrstu 3.800
Nesco-geislaspilarana til Laskys,
sem er ein af þremur stærstu
hljómtækjaversianakeðjum í
Bretlandi. Er Laskys fyrsta stór-
fyrirtækið utan Norðurlandanna
sem gert hefur umboðssamning
við Nesco og á síðasta ári náði
það um 20% markaðshlutdeild
Innlánsstofnanir;
Lausafjár-
staðan nei-
kvæð um 2.800
milljónir kr.
LAUSAPJÁTSTAÐA innláns-
stofnana var neikvæð um 2.824
milljónir króna í lok síðasta mán-
aðar og hafði versnað um
rúmlega 1.000 milijónir króna
frá fyrra mánuði..
Á 12 mánuðum hefur lausafjár-
staða bankanna versnað um 1.161
milljón krónur, en frá ársbyijun til
loka október um 816 milljónir
króna, samkvæmt bráðabirgðayfir-
liti Seðlabankans.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hækkuðu innlán hjá við-
skiptabönkunum að meðaltali um
24%, mest hjá Alþýðubankanum,
um 47,5%, en minnst hjá Útvegs-
bankanum eða um 10,7%, fyrstu tíu
mánuði ársins. Útlán hækkuðu að
meðaltali um um 14,5%, mest hjá
Alþýðubankanum en minnst hjá
Útvegsbankanum.
Sjá nánar: „ Lausafj árstaðan
versnaði í október um 1.068 millj-
ónir króna“ B1.
fyrir geislaspilara í Bretlandi. í
ár er gert ráð fyrir að Bretar
kaupi um 175 þúsund geislaspil-
ara, sem þýðir að fyrsta sending
Nesco er um 2% af áætlaðri sölu
á þessum markaði.
Nesco hefur á undanfömum
ámm verið að byggja upp fram-
leiðslu- og sölustarfsemi á erlendum
mörkuðum og vegnað vel á Norður-
löndum. Nesco framleiðir hljóm-
burðartæki, sjónvörp og
myndbandstæki og notar til þess
undirverktaka, aðallega í Japan.
Vörumerkin Nesco og Xenon eru
þau vörumerki sem fýrirtækið notar
aðallega á framleiðsluna og eru
bæði íslensk merki. Nesco framleið-
ir einnig fyrir aðra dreifingaraðila
undir þeirra merkjum, svo sem
myndbandstæki fyrir Tandberg í
Noregi og er Nesco nú ekki minni
framleiðandi en t.d. Luxor í Svíþjóð
og Salora í Finnlandi hvað varðar
myndbandstæki og stærsti norræni
framleiðandinn á sviði geislaspilara.
Sjá nánar í viðskiptablaði Bl.
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Frá síldarsöltun hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Verið er að salta
sérstaka tilraunasöltun fyrir Þýzkalandsmarkað.
Mokveiði á
síldinni
MOKVEIÐl var á síldarmiðunum
á Austfjörðum í gær og aflinn þá
sá mesti á einum degi frá upp-
hafi vertíðar, aUt að 3.000 lestir.
Orn Traustason í veiðaeftirlitinu
sagði, að aUir bátar væru með
afla, ýmist á leið suður fyrir land
eða biðu löndunar á Austfjörðum.
í gækvöldi hafði verið saltað í um
175.000 tunnur og um 31.600 lest-
ir voru komnar á land.
Á þriðjudag hafði mest verið saltað
á Eskifírði, 30.582 tunnur, 17.698 á
Fáskrúðsfírði, 17.184 á Seyðisfírði
og 16.702 í Grindavík. Hæstu ein-
stöku söltunarstöðvamar voru Fiski-
mjölsverksmiðja Homafjarðar með
12.375 og Pólarsíld og Pólarsær á
Fáskrúðsfírði með 13.684 tunnur.
„Það er allt að kafna í síld," sagði
Öm Traustason í veiðaeftirlitinu í
samtali við Morgunblaðið. „Það er
vaðandi demantssíld inni á nánast
öllum fjörðum fyrir austan og bátam-
ir rétt fara frá bryggju til að fylla
sig. Það er helzt að tunnuskortur
dragi úr söltun enda er smávegis af
sfldinni farið að fara í bræðslu, en
verð fyrir hana þannig virðist vera
allt að 2,70 krónur á kflóið," sagði
Öm Traustason.
Fjórir afíahæstu bátarnir nú eru
Ágúst Guðmundsson GK með 1.359
lestir, Steinunn SF með 1.080, Björg
Jónsdóttir ÞH með 1.042 og Suðurey
VE með 1.002 lestir. Mesti leyfílegur
afli á bát er 1.400 lestir.
Kristján Thorlacius, formaður BSRB:
Ottast að samninffsrétt-
armáJmu sé stefnt í hættu
ÞING BSRB samþykkti í gær
ályktun þar sem fagnað er við-
ræðum við ríkisvaldið um
frumvarp til laga um samnings-
rétt opinberra starfsmanna. Fól
þingið stjórn Bandalagsins i
samráði við formenn aðildarfé-
lagana að taka endanlegar
ákvarðanir um samkomulag við
ríkisstjórnina um samningsrétt-
armálið. Þá samþykkti þingið
einróma breytingar á skipulagi
Bandalagsins, þar sem reglur um
aðild félaga að BSRB cru mjög
rýmkaðar. Opna þær möguleika
fyrir starfsmenn ríkis og bæja
að skipuleggja sig í félögum
hvort sem er eftir starfsgreinum
Bæjarstjórn Grindavíkur:
Andvíg sameiginlegri
Vatnsveitu Suðurnesja
Grindavík.
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur
hélt aukafund síðastliðinn laug-
ardag og var fundurinn samráðs-
fundur bæjarfulltrúa vegna
fyurirhugaðrar stofnunar Vatn-
sveitu Suðurnesja og Vatns-
verndunarfélags Suðurnesja.
Voru bæjarfulltrúar á einu máli
__a um að Grindavíkurbær ætti ekki
að taka þátt í sameiginlegri
Vatnsveitu Suðurnesja.
Eins og fram kom í fréttum fyr-
ir skömmu var samþykkt tillaga á
aðalfundi Sambands sveitarfélaga
á Suðumesjum að kanna möguleika
á sameiningu allra vatnsveitna á
"y*- Suðumesjum í eitt fyrirtæki og
stofna Vatnsvemdunarfélag á Suð-
umesjum. Áttu sveitar- og bæjar-
stjómir að skila umsögn þar að
lútandi fyrir áramót. Að sögn Jóns
Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra
Grindavíkur, voru bæjarfulltrúar
einhuga um, að Grindavíkurbær
afsalaði ekki af sér neinum vatns-
réttindum til hinna sveitarfélag-
anna þannig að þáttaka í
sameiginlegri Vatnsveitu fyrir Suð-
umes kemur ekki til greina af hálfu
Grindvíkinga.
„Á hinn bóginn voru bæjarfull-
trúar sammála um að mikil þörf
væri á að stofnað yrði Vatnsvemd-
unarfélag Suðumesja," sagði Jón
Gunnar. „Þáttaka í því félagi verð-
ur greidd eftir höfðatölureglunni
að helming, en hinn helmingurinn
fer eftir stærð landssvæðis, sem
þýðir að Grindavíkurbær þarf að
greiða 31% af kostnaði félagsins.
Mikil þörf er á auknum vísindaleg-
um rannsóknum á ferskvatnslaginu
undir Reykjanessvæðinu og ■ eins
mengunarhættu sem fylgir auknum
umsvifum í atvinnumálum á svæð-
inu. Sú hugmynd kom upp, að setja
skatt á það vatn, sem fer til notkun-
ar utan Grindavíkur til að standa
straum af kostnaði Grindavíkurbæj-
ar vegna þáttöku í Vatnsverndunar-
félagi Suðumesja," sagði Jón
Gunnar að lokum.
Kr. Ben.
eða eftir búsetu.
Yfirlýst stefna stjómar BSRB er
að fá frumvarp um samningsréttar-
málið samþykkt á Alþingi fyrir
jólafrí þingmanna, en til þess þarf
að leggja frumvarpið þar fram ekki
seinna en í byrjun desember. Á
þinginu voru frumvarpsdrögin mik-
ið gagnrýnd, einkum fyrir þá sök
að listar yfir þá sem ekki mega
leggja niður vinnu ef til verkfalls
kemur, lágu ekki fyrir frá viðsemj-
endum nema að mjög takmörkuðu
leyti. Töldu margir þingfulltrúar að
erfítt væri að taka afstöðu til frum-
varpsdraganna meðan óljóst væri
hversu takmarkaður verkfallsrétt-
urinn yrði og því var samþykkt
breytingartillaga frá Þuríði Back-
man um að stjórn Bandalagsins
hefði samráð við formenn aðildarfé-
laganna við athugun og mat á
þessum listum.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, varaði mjög við því að breyt-
ingartillagan yrði samþykkt.
Sagðist hann óttast, að tillagan
stefndi því markmiði í hættu að
frumvarpið yrði tilbúið nægilega
fljótt, þar sem formenn myndu
þurfa að hafa samband við stjómir
félaganna áður en þeir gætu lagt
blessun sína yfir listana og það
væri tímafrekt.
Eftir að breytingartillagan hafði
verið samþykkt með 76 atkvæðum
gegn 35, flutti Kristján tillögu um
að formenn félaganna hyrfu ekki
til síns heima eftir þinglok í gær-
kveldi, heldur yrðu til staðar til
þess að fara yfir listana og fundur
formanna aðildarfélaga BSRB yrði
haldinn á sunnudaginn kemur. Var
sú tillaga samþykkt einróma.
„Ég hef þá trú að þetta þing
verði talið í röð merkustu þinga
Bandalagsins. Skipulagsbreyting-
amar sem samþykktar voru hér
marka þáttaskil í starfsaðferðum
okkar og ég vona að sú afgreiðsla
sem samningsréttarmálið fékk fái
góðan endi. Ef svo verður, markar
þetta þing þáttaskil í sögu Banda-
lagsins," sagði Kristján meðal
annars er hann sleit þinginu um
kvöldmatarleytið í gærkveldi.
Vodka
og bjór
milli þilja
SMYGL fannst um borð í Lax-
fossi þegar skipið kom til
Reykjavíkur á mánudag.
Smygl þetta var vodka og bjór.
Laxfoss kom til Vestmannaeyja
á sunnudag eins og fram hefur
komið í fréttum, því þá vildi svo
óheppilega til að skipið sigldi á
bryggjuna þar. Þegar skipið kom
til Reykjavíkur degi seinna fundu
tollverðir 80 flöskur af vodka og
10 kassa af bjór. Varningurinn
var falinn milli þilja á skrifstofu
skipsins og í vélarrúmi. Átta skip-
veijar hafa viðurkennt að eiga
drykkjarföngin.