Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Einar Falur Lottótölvan gangsett í gærmorgnn var tölva lottósins, sem íþróttahreyfingin og Öryrkjabandalagið reka saman, gang- sett, en um næstu helgi verður fyrsta sinni dregið í þessu nýja spili, sem vinsælt hefur orðið erlendis. Myndin er tekin, skömmu eftir að tölvan fór í gang. Ingvi Hrafn Jónsson fréttasljóri: Utvarpsráð vinnur gegfn hagsmunum ríkissjónvarps Telur öfl í Sjálfstæðisflokknum hefta sam- keppni RUV við Stöð 2 INGVI Hrafn Jónsson fréttastjóri ríkissjónvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að með flutningi á fyrri fréttatíma aftur til klukkan 20 væri útvarpsráð að vinna gegn hagsmunum ríkisútvarpsins og sagð- ist hann hafa það á tilfinningunni, að viss öfl innan Sjálfstæðisflokksins væru að reyna að hefta samkeppni RUV við Stöð 2. „Auðvitað hefði átt að gefa þess- ari breytingu meiri tíma,“ sagði Ingvi Hrafn. „Það kom í ljós í könn- un Félagsvísindastofnunar að við hjá RUV höfðum mikla yfírburði yfír nýju stöðina og er þessi nýi frétta- tími í sókn. Við hér á fréttastofu sjónvarps erum mjög á móti þessari breytingu og lagði Markús Öm Ant- onsson, útvarpsstjóri, það til við Útvarpsráð að fresta breytingunni til áramóta til að sjá þróunina. Það var hinsvegar ekki hægt að bíða þar sem formanni Útvarpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur, lá svo mikið á að koma fréttatímanum aftur á sinn fyrri stað enda fögnuðu forráða- menn nýju sjónvarpsstöðvarinnar því Umferðin: mjög og sögðu að formaðurinn hefði fært þeim á silfurfati það sem þeir höfðu beðið um,“ sagði Ingvi Hrafn. Hann sagðist telja að Utvarpsráð væri með þessu að vinna gegn hags- munum RUV og væru þetta mikil mistök. „Það þarf enginn að segja mér að fólk muni horfa á fréttir RUV kl. 20.00 þegar það er búið að horfa á fréttir Stöðvar 2 kl. 19.30. Venju- legt fólk'situr alls ekki í klukkutíma jffír fréttatímunum á kvöldin, heldur horfír á vinsæla þætti Stöðvar 2 sem á dagskrá eru eftir fréttatímann." Ingvi Hrafn sagðist búast við því að segja upp samningum við World Television News, sem sent hefur erlendar fréttamyndir til beggja stöðvanna undanfarið, þar sem Stöð 2 mun sjónvarpa sínum fréttum á undan RUV. Ijón eykst Mikill skortur á vinnuafli í SLYSASKÝRSLU Umferðar- ráðs fyrir október kemur fram að umferðaróhöppum, þar sem einungis verður eignatjón, fer fjölgandi. 1 október urðu 748 óhöpp þar sem einungis varð eignatjón á ökutælq- um, en í september voru þau 646. Þess skal getið að slys með eigna- tjóni þóttu þó óvenju mörg í sept- ember og í ágúst voru þau 555. Hlutfallslega minni aukning varð á slysum með meiðslum. í október urðu 63 slys með meiðslum, en þau voru 57 í september. Í október í fyrra voru slys með meiðslum 46. Sé miðað við meðaltalstölur ár- anna 1977-1985 fyrir janúar til október og þærbomar saman við sama tímabil í ár kemur í ljós að slysum á gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum fer fækkandi. Eru þau nú töluvert undir meðal- tali hinna áranna og eru það gleðileg tíðindi. í byg-gingariðnaðinum ATVINNUÁSTAND í byggingariðnaði er með besta móti. Að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns Meistarasambands bygginga- manna, er eftirspum eftir vinnuafli langt umfram framboð. Að hans mati stuðlar fækkun i stéttinni undanfarin 2-3 ár að þessu, ásamt þvi að vinna við endurbætur og viðgerðir á eldra húsnæði verður sífellt stærri þáttur í starfi iðnaðarmanna. í október greiddi Húsnæðisstofn- un út lán, sem flest eru til endurbóta á eldra húsnæði eða frágangi bygg- inga sem áður hafði verið lánað til. Gunnar sagði að vaxandi spenna hefði verið á byggingamarkaði í sumar á meðan óvissa ríkti í lána- málum. Verkefnin hefðu hlaðist upp og mikil uppsveifla hafíst { haust. Skortur á vinnuafli væri nú þegar farinn að koma fram í miklum yfír- borgunum hjá iðnaðarmönnum. „Ég held að sérkjarasamningar annarra stétta undanfama mánuði ýti mikið undir þessa þróun,“ sagði Gunnar. „Á síðustu 6-7 árum hefur orðið gífíirleg breyting á eðli starfs iðnað- armanna," sagði Gunnar. „Yngra fólkið er hrifíð af gömlum stein- og timburhúsum, og augu manna eru að opnast fyrir því að eldri hús eru verðmæti sem þarf að nýta mun betur en nú er gert,“ sagði Gunn- ar. „Þetta hefur leitt til þess að eldri menn í stéttinni neyðast til að sækja endurmenntunamámskeið og öðlast leikni í vinnu með bygg- ingarefni sem þeir hafa litla eða jafnvel enga reynslu af. Sumir hafa aldrei lært annað en mótavinnu og annað í kringum steinsteypu. Aðild- arfélögin innan Meistarasambands- ins hafa verið að leita Ieiða til að bregðast við þessu á réttan hátt, og ég vona að þar verði framhald á.“ Sótt um 50 milljóna ábyrgð fyrir Isegg AÐSTANDENDUR Sambands eggjaframleiðenda, sem rekur eggjadreifingarstöðina ísegg, Fiskiþing1 árangnrsríkt - segir Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri „STARFSÁHUGI i Fiskifélaginu í allflestum verstöðvum landsins hefur að undanfömu faríð vaxandi. Við tengjumst 55 verstöðvum og mér fannst koma fram raunverulegur árangur frá fiskideildun- um að þessu sinni í betur undirbúnum málum en oft áður. Á þessu þingi var miklu betrí starfsfríður til að sinna málum sjávar- útvegsins í heild heldur en undanfarin þijú ár, því þá hefur fiskveiðistefnan tekið megnið af tímanum. Þetta þing fór rólega af stað, en fundir urðu anzi fjöragir engu að síður. Þvi tel ég nýafstaðið Fiskiþing hafa veríð árangursrikt. Nú fengu af- greiðslu mál, sem fallið hafa i skugga aðalmálsins á undanföraum árum, fiskveiðistefnunnar,“ sagði Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjórí, í samtali við Morgunblaðið. „Það kom greinilega fram að nú vilja menn horfa til framtíð- arinnar í sambandi við fískveiði- stjómunina. Að hafízt verði handa til að fínna hvort menn hafí eitt- hvað bitastætt og betra en núverandi stjómun. Það kemur greinilega fram, að ekki em ailir sáttir við þetta fyrirkomulag. Tíminn fram að næsta þingi verð- ur því örugglega vel notaður til steftiumótunar í þessu máli. Ég lít björtum augum til framtíðar- innar. Þetta em einu samtökin innan sjávarútvegsins þar sem fulltrúar allra greina sjávarút- vegsins em saman komnir. Fiski- þing hvers árs er og hefur verið sterkasta aflið í sjávarútvegi. Á 75 ára starfsferli Fiskifélagsins hafa mjög oft náðst sættir í við- kvæmum málum. Starfsemi Fiskifélags íslands er tvíþætt. Það er sjálfstætt félag hagsmunaaðila í sjávarútvegi og að hinu leytinu er Fiskifélagið þjónustustofnun, sem vinnur og veitir tölfræðilegar upplýsingar um sjávarútveginn. Starfínu á skrifstofu félagsins hefur verið skipt í 7 deildir. Með gildistöku laga, sem fólu í sér afnám afla- tryggingasjóðs, var ein starfs- deildin, sjóðurinn, lögð niður. Hann hefur í Ijóra áratugi verið í vörslu félagsins og í gegnum hann hefur mnnið óhemjumikið fé og í gegnum sjóðinn hefur Fiskifélagið haft mjög mikil og góð samskipti við sjávarútvegs- menn. Sjóðurinn hefíir á undan- fömum ámm haft afgerandi áhrif til björgunar einstaklingum í út- gerð frá vemlegum vandræðum og jafnvel gjaldþroti og stundum afstýrt byggðaröskun. Einnig hef- ur tekizt með verðjöfnunardeild sjóðsins að beina veiðum frá þorski í aðra stoftia svo sem karfa og ufsa með verðbótum. Nú stendur yfír vinna að breyt- ingum á lögum og skipulagi félagsins. Það stefnir að því að auka enn meira upplýsingaþjón- ustu sína, sem verið hefír veiga- mikil undanfarin ár, í gegn um tölvudeild félagsins. Það em um 30 lagagreinar, sem fela Fiskifé- laginu margvíslegt hlutverk. Fyrir þau störf kemur greiðsla frá hinu opinbera í formi stöðugilda. Fé- lagið á húseignina Höfn við Ingólfsstræti með öllum þeim tól- um og tækjum, sem þar em. í gegnum þessi tól og tæki renna upplýsingamar, sem safnað er af 55 trúnaðarmönnum félagsins í öllum verstöðvum landsins. Starf þeirra hefur leitt til þess, að töl- fræðilegar upplýsingar um sjávar- útveginn hér á landi era mjög nákvæmar og Iiggja fljótt fyrir. Þetta hefur vakið heimsathygli og menn frá ýmsum þjóðum í Evrópu og Bandaríkjunum hafa komið hingað til að kynna sér vinnsluna á þessum upplýsingum. Síðan er okkur falið að gefa út sjómannaalmanak og tímaritið Ægi. Ég verð var við vaxandi félagsmálaáhuga innan Fiskifé- lagsins og skilning á því að þessu hlutlausa afli aukizt stjrrkur. Samkvæmt könnun sjávarútvegs- og ijármálaráðunejrtisins fyrir fjórum ámm, verður sú þjónusta, sem Fiskifélagið veitir, ekki feng- in með ódýrari hætti, enda er þar ekki tekin leiga eða gjald fyrir húsnæði, tæki og tól. Fiskifélagið er tvímælalaust styrk stoð sjávar- útvegsins," sagði Þorsteinn Gíslason. hafa faríð fram á að Framleiðni- sjóður landbúnaðaríns ábyrgist lán að upphæð 50 miiyónir króna vegna hugsanlegra kaupa á egjriaframleiðslu Holtabúsins hf. á Ásmundarstöðum á Rangár- völlum. Beiðnin var tekin fyrir á stjóraarfundi í Framleiðnisjóði fyrir skömmu en hlaut ekki af- greiðslu. Eggjadreifíngarstöðin var stofn- uð á sínum tíma af Sambandi eggj aframleiðenda og klofnaði sam- bandið við það. Margir af smærri eggjaframleiðendunum skiptu við fynrtækið, en þeir stærri hafa verið með eigin dreifíngu. Fyrirtækið náði aldrei því eggjamagni sem nauðsynlegt var til að standa undir tækjakaupum og rekstri og hefur reksturinn gengið illa. Hefur þeim bændum sem skipta við fyrirtækið stöðugt fækkað, meðal annars vegna erfiðleika á að fá greiðslur. Stjómendur fyrirtækisins hafa ver- ið að athuga ýmsar leiðir til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og meðal annars verið að athuga með kaup á stærstu eggjabúum lands- ins. Hafa þær tilraunir ekki borið árangur enn sem komið er. . Ef af kaupum aðstandenda Iseggs á eggjadeild Holtabúsins verður, verður fyrirtækið væntan- lega komið með meirihluta allrar eggjadreifingar landsins í sínar hendur og samkvæmt ákvæðum búvömlaganna ætti Samband eggj aframleiðenda nú að geta farið fram á kvótaskiptingu eggjafram- leiðslunnar og opinbera verðlagn- ingu á henni. Fyrir hefur sambandif meirihluta framleiðenda en þari einnig meirihluta framleiðslunnar til slíkra ákvarðana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.