Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 rokksíðan UMSJÓN ANDRÉS MAGNÚSSON • Imagination á kyntáknmáli. Hollywood: Imagination til Islands Á miðvikudaginn kemur hin heimsfræga diskóhljóm- sveit Imagination til íslands og mun hún halda tvenna hljómleika í Hollywood á fimmtudag og föstudag. imagination var stofnuð árið 1981 og hefur æ síðan verið í fremstu röð diskó- hljómsveita. Bandið hefur reyndar verið frægt að end- emum fyrir furðulegan klæðaburð og líflega sviðs- framkomu, en yfirleit er styttra í sprelliö en margan skyldi gruna. Þeir kumpánar sem mynda Imagination, Leee John, Ashley Ingram og Err- ol Kennedy, höfðu þekkst í nokkurn tíma áður en þeir ákváðu að kýla á það og stofna hljómsveit. Það bar til með þeim hætti að söngvarinn Leee John lék prufuupptöku með laginu Body Talk fyrir hljómplötu- fyrirtækið Red Bus Records, en þeir sögðu honum að setja saman hljómsveit án frekari umsvifa. Leee hóaði í vinina og þeir nefndu hljómsveitina til heiðurs John Lennon og lagi hans Imagine. Á eftir Body Talk komu tíu smellir hver á eftir öðrum og um síöustu jól var lagið Thank You My Love vinsæl- asta lagið fram yfir nýár, ef undan eru skilin lögin Ghostbusters og Band Aid, en annars vegar naut Ghostbusters kvikmyndar- innar og Band Aid jólanna. Hvað Band Aid varðar, má svo sem geta þess að löngu áður en írinn Geldof uppgötvaði hungursneyð Eþíópíu, hafði Imagination haldið eigin styrktartónleika í Hippodrome. Styrkur Imagination felst ekki hvað síst í því hversu vel þeim hefur tekist að sameina diskótónlistina (sem í eöli sínu á aðeins að leika af plötum) tónleika- haldi. Veldur þar miklu svakaleg sviðsframkoma þeirra, en á hljómleikum skipta þeir um föt oftar en auga á festir. Fyrir aðdáendur Grim- aldi-gengisins má svo geta þess að Imagination er uppáhaldshljómsveit Kar- ólínu prinsessu af Mónakó. Á síðasta ári lét hún fljúga hljómsveitinni til Monte Carlo til þess að leika fyrir dansi í stórbrotinni afmælis- veislu sinni. Á næstunni mun hljóm- sveitin gefa út hljómplötuna The Key og verður lagið The Last Days of Summer af henni vafalítið kynnt í Hollywood á fimmtu- dag og föstudag. • Leee John, Ashley Ingram og Errol Kennedy. Smekkleysi: Sæt tónlist Útsendari rokksíðunnar hafði spurnir af þvf að Syk- urmolarnir væru að fara að gefa út plötu með heitinu Einn mol’á mann, og þótti því vel við hæfi að reyna að fá þá til að ræða málin. Haft var samband við einn framkvæmdastjóra Sykur- molanna, en þeir titla sig raunar allir framkvæmda- stjóra, utan Einar Örn, sem segist sendill, enda er ábyrgðin allra. Við mæltum okkur mót á skuggalegu kaffihúsi, tveir Sykurmolanna mæta, þeir Þór og Einar, hinir uppteknir við flest annað. Þeir eru báðir nokkuð krambúleraðir, segjast hafa lent í aðdáendum, og við vindum okkur í spjallið. Hverjir eru Sykurmolarnir og hvað eruð þið að gera á þessari plötu? Er þetta sama þunga tónlistin og Kukl var með? Sykurmolarnir eru Þór, Fri- kki, Einar, Björk, Bragi og Sigtryggur. Nei, þetta er léttari tónlist, sætari. Músíkin var orðin of þung. Það má segja að við höfum vakið upp popp tónskratta. Við erum að reyna að lifa af hversdagsleikann, lág- kúruna og einnig að skemmta öðrum. Ætlanin er einnig að lífga upp á þreytta og breytta plötuútg- áfu hérlendis. En textarnir, er ettthvað sérstakt með þá? Textarnir eru samdir af öll- um og ætli það sé ekki best að segja að þeir séu órímað- ur alþýðuskáldskapur. En hver er smekkleysan? Smekkleysa s/m er út- gáfufyrirtækið sem gefur plötuna út, og gerir reyndar meira en það, nú í nóvem- ber gefur Smekkleysa s/m út Ijóðabók eftir Braga, dragsúgur, og næst er allra síðasta Ijóðabók Þórs, taktu benzin elskan. Síðan erum við að vinna að tónlist við kvikmyndina Skytturnar. Auk þessa gáfum við út Reagan/Gorbachev póst- kort, eina póstkortið sem seldist, og það seldist vel. Smekkleysa er eign okkar Sykurmolanna og þriggja aö auki. Er eitthvað fleira f bfgerð hvað varðar Sykurmolana? Við erum búin að taka upp tíu lög til viðbótar þeim tveimur sem nú koma út, og þau koma út á plötu í Englandi í febrúar á næsta ári, með enskum textum. Síðan kemur þetta sama út með íslenskum textum. Við vinnum allt tvöfalt núna nema íslenskar Ijóðabækur. Tónlistin er tekin upp hér en mixuð úti. Sjötomman Scoundrel Days með A-Ha: Hörkupakki! PLÖTUDÓMUR Andrés Mngnússon Sannast sagna varð und- irrituðum ekki um sel þegar hann fókk þessa plötu til umfjöllunar, bjóst við enn einni tannkremshljómsveit- inni. En ekki verður annað sagt en að hún hafi komið skemmtilega á óvart, því að A-Ha er mjög áhugaverð hljóm- sveit og þessi skífa lystvekjandi í meira lagi. A-Ha er ein af þeim hljómsveitum sem skaust upp á stjörnuhim- inn í einu vetfangi og á aðeins einu ári hafa hinir norsku sveinar náð ótrú- legum árangri. Frá því að hljómsveitin gaf út plöt- una Hunting High and Low hefur hún aukist að íþrótt og frægð, og af þessari síðari plötu að dæma er þríeykið rétt að byrja frægðarferil sinn. A-Ha hefur selst í ómældu magni víða um heim og skífur hennar margfaldar platínuplötur. Má nefna að í Noregi á eitt heimili af hverjum fjórum plötu með sveit- inni. Þá hafa tónlistarmynd- bönd A-Ha þótt bera af, en fyrir þeim stendur sami maður og gerði myndbönd ZZ Top og Rush. Á tónlistarhátíð MTV-kapalkerfisins fékk myndbandið með Take On Me alls sjö verðlaun, þ.á.m. verðlaun fyrir besta nýja hljómsveit og fyrir besta „konsept- myndbandið, svo slett sé í óhófi. Aðalmennirnir í A-Ha eru þeir Pál Waaktaarm, gítar- og hljómborðsleik- ari, og Magni Furuholm- en, hljómborðsleikari, sem kallar sjálfan sig að- eins „Mags" úti í hinum stóra heimi. Þeir félagar hafa þekkst frá barn- æsku og hafa sungið og leikið saman í áraraðir. Þeir sjá um lagasmíöar og þar eru engir aukvisar á ferðinni. Minna fer hins vegar fyrir söngvaranum Morten Harket á því sviði. Hin nýja plata hljóm- sveitarinnar, Scoundrel Days, er pottþétt í einu og öllu. Lögin á þessari plötu eru samin af fag- emnnsku og fumleysi. Gott betur en það, því þetta eru þrælgóð pop- plög merð fersku yfir- bragði. Hvergi ber á neinni gervimennsku, heldur er hljómsveitin einfaldlega að gera sitt besta, sem er að flytja pottþétta tónlist. Sé leit- að að gaila má segja að stundum beri á örlitlu þróttleysi. Það er þó aldr- ei langvarandi. A-Ha hefur mjög sér- stakt „sánd", án þess að lögin séu á nokkurn hátt keimlík í neikvæðri merk- Einar tekur Þór föstum tök- um. er þó aðeins fyrir innan- landsmarkað. Hún er hugsuð sem einskonar kynning á hljómsveitinni áður en stóra platan kemur út. Nú veittuð þið viðurkenn- ingu um daginn. Já, við veittum Hrafni Gunnlaugssyni viðurkenn- ingarskjal Smekkleysu s/m fyrir framúrskarandi smekk- leysi. Hrafn var glaður yfir þessari viðurkenningu og fagnaði henni mjög. Ætlunin er aö veita þessa viðurkenningu reglulega, en málið er aö það koma svo margir til greina. Þetta verð- ur hinsvegar engin tækifær- isviðurkenning, hana fá ekki nema þeir sem hafa skarað framúr í smekkleysi í gegn- um tíðina, eiga samfelldan smekkleysuferil. Segja má að þetta sé eins og fálkaorö- an. Með því lauk spjallinu og undirritaður hélt heim á leið með volgt eintak af plötunni nýju. Henni var síðan brugð- ið á fóninn, og skemmst er frá að segja að hún kom ansi skemmtilega á óvart. Það er alveg rétt að platan er léttari en það sem maður hefur heyrt frá t.d. Kuklinu, poppaðra já, en samt ekki popp, spes tónlist, sem lífgar svo sannarlega upp á þreytta plötuútgáfu hér- lendis. Sæt tónlist. Þá er bara að bíða eftir stóru plötunni. Viðtal Árni Matt. A-Ha ingu. — Þar veldur miklu mjög skemmtilegar og þéttar raddanir, sem á stundum nálgast það að vera „bítlalegar". Af einstökum lögum er hægt að nefna titillag plötunnar, Scoundrel Da- ys, næsta lag, Swing of Things, sem er hreint ævintýri . áheyrnar, og Manhattan Skyiine, sem er hvortveggja í senn fal- leg ballaða og rokklag. Cry Wolf og Soft Rains of April eru einnig sér- staklega eftirtektarverð lög. Enn eitt er gott um A-Ha að segja, en það eru textarnir, sem bera af sem askur af þyrni, flestu því sem aðrar hljómsveitir hafa verið að kyrja. Á heildina litiö er þessi plata flekklaus og í raun ekkert ámælisvert. Sé eitthvert eitt orð sem lýs- ir plötunni best, þá er það orðið „fagmennska", hvort sem litið er á lag- asmíðar, útsetningar, hljóðfæraleik, hönnun umslags eða annað. í einu orði sagt: Hörku- pakki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.