Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 tilraunir með tíma og rúm, persónur breytast og ganga hver inn í aðra eins og ekkert sé, og fólki finnst þetta bara skemmtilegt. A sama tíma les enginn viðurkennda fram- úrstefnuhöfunda nema einhver elíta. Eg sé ekki betur en að vísinda- skáldsagnahöfundar í Bandaríkjun- um upp úr 1950 hafí verið að gera svo til nákvæmlega það sama og frönsku nýróman-höfundamir en af því vísindaskáldskapur þykir ekki fínn urðu þeir fyrmefndu aldrei hluti af avant-garde-hreyfíngunni. í útlöndum eru menn nú famir að veita vísindaskáldskap meiri at- hygli en áður en bókmenntastofn- unin hér á íslandi er svo íhaldssöm að það er fyrst núna sem það þyk- ir hér um bil í lagi að lesa höfunda eins og Raymond Chandler eða Dashiell Hammett. Ef minnst er á „science-fíction" fóma menn bara höndum! Þetta er dæmi um það hvað Is- lendinga skortir átakanlega rót- tæka hugsun. Róttæk hugsun á íslandi er yfírleitt ekki talin ná langt út fyrir Æskulýðsfylkingu Alþýðu- bandalagsins! — sem nú er meira að segja farið að kalla Fylkinguna úpp á nýtt. Það er eins og menn vilji endilega ná einhveijum tengsl- úm við ’68-tímann sem gerði þó ékki meira en rétt gára yfírborðið líér á landi. Alls konar menningar- fyrirbæri sem úti komu fram í dagsljósið — einkaútgáfan, dreifí- bréfið, teiknimyndasagan, „sci- ence-fíction“ og fleira — bámst ekki hingað fyrr en í kjölfar pönks- ins; það var helst að einkaútgáfan tæki við sér hér upp úr ’68. Og svo náttúrúlega rokkið sem hefur lifað tímana tvenna." Gréta Garbó er gyðjan Tvennt sagðistu vera að fást við. Hvað er hitt? „Mig langar til þess að reyna við útvarpsleikrit. Útvarpið hefur dreg- ist aftur úr á síðustu ámm; það er næstum eins og hafí verið klippt á það þegar sjónvarpið kom til sög- unnar. En útvarpið er mjög heill- andi; hvergi annars staðar er hægt að gera jafnt markvisst tilraunir með hljóð og talað mál. Eg er núna að skrifa leikrit þar sem segir frá stúlku sem deyr en er vakin upp af töframanni sem gerir hana að ástkonu Grétu Garbó. Svo er ég með annað í takinu þar sem þeir ræðast við, Kafka og Edgar Allan Poe. Þetta er svona feðgasamband en þeir em haldnir hvor sinni mein- lokunni: Kafka heldur að hann sé á kafí í vatni en Poe er fastur inni í kletti. Svo kemur Gréta Garbó og bjargar þeim.“ Garbó aftur? „Já, já.“ Sjón brosir breitt. „Hún er gyðjan." Sjón á létt um mál. Hann hélt undireins áfram: „Annars hef ég mikinn áhuga á að takast á við ýmsa hluti sem hingað til hafa varla verið til hér á Islandi. Tökum til dæmis erótíkina. Eg hef maroft auglýst eftir almennilegri erótík á íslensku en viðbrögðin verið lítil. Erótík á íslensku dettur eins og skot niður á plan Rauðu bókanna og það er auðvitað vegna þess að þessi mál em aldrei rædd hér. Hlut- unum hefur ekki ennþá verið gefíð nafn. Maður þarf að heita má að búa til nýtt tungumál jrfír erótíkina og það fínnst mér spennandi. Það er raunar makalaust hversu fátæk- legur orðaforði okkar hvað snertir erótík er: það mætti næstum ætla að þjóðin væri upp til hópa náttúm- laus! Á hinn bóginn prísa ég mig sælan — meðan þjóðir eins og Bret- ar og Frakkar og Þjóðveijar em búnar að fá allt saman upp í hend- umar og em í örvæntingu að leita sér að einhveiju nýju til að fást við er hér stór óplægður akur, þar sem er erótík, svartur húmor og sitthvað fleira af því tagi. Þetta em hlutir sem lítið sem ekkert hefur verið sinnt á íslandi til þessa." Skáldið Sjón hefur verið býsna áberandi í íslensku menningarlífí undanfarin ár, aðallega náttúmlega meðal ungs fólks. Hann hefur enda verið iðinn og síðustu tvö ár hefur hann ekki unnið fasta vinnu heldur freistað þess að lifa af skáldskapn- um. „Ég skrimti," segir hann, „einhvem veginn." Auk þess að gefa út bækur hefur hann svolítið fengist við það upp á síðkasti að skrifa greinar i blöð og segist til dæmis vera nýbúinn að skrifa grein í tímaritið Samúel um svokallaðar „splatter-movies", eða svæsnar of- beldismyndir. List venjulegs fólks fyrir venjulegt fólk „Samúel," segir hann glottandi, „er kannski síðast vígi íslenskrar alþýðumenningar. Þar er erótík, þar em mótorhjól og sólarlandaferðir. Það er, fínnst mér, eitt helsta ein- kennið á okkar tímum hvað al- þýðumenningin á undir högg að sækja. Það em einhveijir búnir að ljúga því að fólki að það sé einhver náðargáfa að yrkja ljóð, mála mál- verk, spila á hljóðfæri. Þetta er fírra. Alveg eins og maður fær áhyggjuhrukku á ennið ef maður hefur áhyggjur þá em það alveg eðlileg viðbrögð við lífinu að skapa eitthvað nýtt, þó ekki sé nema bara til að leika sér. Mér fínnst grátlegt hvað krakkar á aldrinum þrettán ára og upp úr em lítið virk í listalíf- inu og það er auðvitað vegna þess að það er búið að telja fólki trú um að listin sé fyrir fullorðna og bara einhveija útvalda. Svo ég taki dæmi úr myndlistinni, af þeim félögum Helga Friðjónssyni, Tuma Magnús- syni og Daða Guðbjömssyni. í myndunum þeirra er geysilega mik- ill leikur; þar em allskonar furðufíg- úmr á vappi: berir kallar, hundar, kýklópar og þess háttar. Það er einmitt svona sem krakkar hafa gaman af og svona myndlist ætti að vera hluti af myndmenntun á landinu. Krakkamir em nefnilega frjóastir og opnastir á þessum aldri. Ég hef tekið eftir því að þegar ég les upp í skólum þá fínnst krökkun- um ljóðin mín oftastnær bijálæðis- lega fyndin, og þetta em sömu ljóðin og margir fullorðnir segja að séu bæði óskiljanleg og hundleiðin- leg. Það er eins og einhver hafí hagsmuna að gæta í því að halda listinni sem lengst frá venjulegu fólki. Réttu lagi er listin sköpuð af venjulegu fólki og fyrir venjulegt fólk,“ sagði drengurinn með rönt- genaugun. Viðtal: Illugi Jökulsson 27 Sófasett klædd með áklæði. Verð aðeins kr. 57.700,-. Staðgreitt kr. 52.000,-. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. LíriÐ í GLUGGANA UM HELGINA VIÐFLYTJUM... SKMFSTOFU OKKAR AÐ UNDARGÖTU 9A Mánudaginn 24. nóvember opnum við sölu- deild, farmskrárdeild og afgreiðslu í auknu og endurbættu húsnæði að Lindargötu 9A. Önnur skrifstofustarfsemi flytur í næsta mánuði. Við viljum biðja viðskiptavini okkar velvirð- ingar á hugsanlegri röskun, á meðan flutn- ingunum stendur. í hinu nýja húsnæði ætlum við enn að bæta þjónustuna. SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • SlMI 28200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.