Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
61
Minning:
Inga Rún Vig-
fúsdóttir
Fædd 26. september 1935
Dáin 3. nóvember 1986
Það var einn harðan vetrardag
að viðkvæmt móðurhjarta bað
Drottinn - fyrir bðmum sínum, fóður þeirra
og framtíð. (Höf. Vigfús Einarsson
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum bróðurdóttur
minnar, Ingu Rúnar Vigfúsdóttur
Garcia, sem andaðist 3. nóv. sl. í
Kaliforníu í Bandaríkjunum, eftir
erfið veikindi. Inga Rún var einka-
barn foreldra sinna, hjónanna
Valgerðar Jónsdóttur, ættaðri frá
Akureyri, og Vigfúsar Einarssonar,
sem ættaður var frá Ólafsvík á
Snæfellsnesi.
Tvö hálfsystkin átti Inga Rún,
sitt frá hvoru foreldri. Hákon
Tryggvason, cand. mag. og Mar-
gréti Vigfúsdóttur, húsmóður, sem
búsett er í Maryland í Bandaríkjun-
um.
Margar eru minningamar sem
leita á hugann, minningar frá æsku-
og unglingsárum okkar beggja,
þótt nokkurra ára aldursmunur
væri á okkur. Minningar frá þeim
árum þegar bróðir minn blessaður
gegndi afahlutverkinu með elsta
bami Ingu Rúnar, Kristínu. Það var
dásamlegt að fylgjast með því fagra
mannlífí sem í því hlutverki fólst.
Kristín átti hér fyrstu fímm ár ævi
sinnar undir vemdarvæng ömmu
sinnar, því þær mæðgur Valgerður
og Inga Rún bjuggu saman þessi
fyrstu æviár Kristínar litlu eða þar
til Inga Rún giftist eftirlifandi eigin-
mani sínum, John J. Garcia, og
fluttist með honum vestur um haf.
Það var að vonum erfítt að sjá á
eftir þeim mæðgum svo langt í
burtu, en það reyndu þau Valgerður
og Vigfús að bæta sér upp með því
að heimsækja fjölskylduna eftir því
sem efni og aðstæður leyfðu. Af
þeim ferðum bróður míns til dætr-
anna tveggja í Bandaríkjunum naut
ég og flölskylda mín öll svo sannar-
lega góðs. Inga Rún var pabba
sínum alltaf innan handar við val á
þessum varningi. Fyrir þetta og
allt annað gott og fagurt frá þeim
feðginum vil ég nú þakka af heilum
huga.
Arið 1975 gafst okkur hjónunum
tækifæri til þess að heimsækja Ingu
Rún og fjölskyldu hennar til Banda-
ríkjanna en sú heimsókn stóð aðeins
yfir í tvo daga, tvo eftirminnilega
daga. Inga Rún var mjög glaðsinna
og hafði létta lund, en þó sagði hún
mér að hitamir fæm alltaf þannig
í sig að hún yrði skapvond. Ekki
bar samt á því þá tvo daga sem
við vorum þarna, þó að miklir hitar
væru þar þá. Hún var kát og elsku-
leg og lék á als oddi. Fjölskyldan
öll, nema Kristín sem ekki var
heima, fór með okkur upp í fjöll og
í dýragarðinn í Washington. Kvöld-
unum eyddum við svo við að borða
góðan, grillaðan mat í dásamlega
hlýju og fallegu umhverfí á verönd-
inni heima hjá þeim og við að fara
í gönguferðir um nágrennið í því
hverfí sem þau bjuggu í þá. Þar
hlustaði ég í fyrsta og eina skiptið
á ævinni á hljóð skordýranna í
hlýrri kvöldkyrrðinni. Þessar minn-
ingar verða aldrei frá mér teknar.
Inga Rún var mjög hamingjusöm
í sínu einkalífí. Hún átti góðan
mann og fjögur elskuleg böm, þijár
stúlkur og einn dreng, sem hún
þráði að fá að lifa lengur fyrir.
Elsta dóttirin, Kristín, er orðin
tveggja bama móðir og býr ekki
lengur heima. Hin bömin þijú em
öll heima, Michelle 20 ára, Jóhanna
+
Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
FREYJU JÓNSDÓTTUR,
Skúlaskeiði 14,
Hafnarflrðl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítala, Hafnar-
firði.
Sigurður Magnússon, Hjördís Hentze,
Sigfús Þór Magnússon, Elfsabet Valgeirsdóttlr,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför
ÓLAFÍU I. JOCHUMSDÓTTUR,
Melhaga 13.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi Landspítal-
ans fyrir góða umönnun.
Matthfas Jochumsson,
Ásta Fjeldsted,
Magnús Jochumsson
og frændsystkini.
+
Þökkum þeim sem heiöruðu minningu eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS JÓHANNESSONAR,
Patreksfirði.
Erla Hafliðadóttir,
Erlendur, Kristfn, Ólafur Arnar, Bára,
Björn, Jökull, Björk,
tengdabörn og barnabörn.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar ög ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
ii
S.HELGASONHF
STEINSmlðJA
SKBvWUVEGI 48 SlMI 7G677
16 ára og John Thomas sem er
yngstur og aðeins 10 ára gamall.
Inga Rún þráði að fá frest á því
sem koma skyldi til þess að geta
lokið uppeldishlutverkinu. En því
miður, fínnst okkur eigingjömum
Btómmíofa
Friófinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
kvöld
tll kl. 22,- elnnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
mönnum, fékkst sá frestur ekki.
Ég trúi því að hún hafí verið kölluð
til enn mikilvægari starfa hjá Guði
sínum á öðru tilvemstigi.
Inga Rún og fjölskyldan öll komu
hingað nokkrum sinnum. í næstsíð-
ustu heimsókn sinni hingað fylgdu
henni þijú yngri bömin og eigin-
maðurinn, þá gafst okkur tækifæri
til þess að fara dagsferð austur í
sveit og nutum við þeirrar ferðar
mjög vel. Við fómm einnig í Árbæj-
arsafn, en litla kirkjan þar var í
miklu uppáhaldi hjá Ingu Rún. Þar
hafði Kristín, elsta dóttirin, verið
skírð. Síðasta ferð Ingu Rúnar hing-
að til lands var eins konar hraðferð.
Þá kom hún ásamt eiginmanninum
John til þess að vera viðstödd há-
tíðahöld á Akureyri í tilefni 25 ára
stúdentsafmælis síns. Þá talaði hún
aðeins við mig í síma, kát og hress
að vanda. Stuttu síðar hófust átök-
in við veikindin. Síðan em liðin um
það bil þijú ár.
Vigfús, faðir Ingu Rúnar, andað-
ist 23. nóvember 1973, en Valgerð-
ur lifír dóttur sína. Ég bið móður,
eiginmanni, bömum, litlu bama-
bömunum og systkinum guðs
blessunar og styrks í þeirra mikla
missi.
Mig langar til þess að enda þessi
minningarorð með öðm erindi úr
kvæðinu „Örlagabikar", sem ér eft-
ir pabba hennar, úr bókinni
„Þræðir" sem höfundur gaf út sjálf-
ur á sínum ungdómsámm.
Fylgdu þeim á lífsins hálu leið.
Lýstu þeim í hverri sorg og neyð,
helgi faðir, föður bama minna
frelsa þú, lát storminn dagsins linna.
Faðir, heyr þú málið mitt!
Miskunna þig yfir bamið þitt.
(Höf. Vigfús Einarsson),
Fari hún í friði.
Guðrún S. Einarsdóttir Clausen
Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta
»o
(0
3
(0
a
(0
l
Xi
3
(0
'3
o>
>i
»0
(0
3
tr
Ui
LÆKKAÐ VERÐ
Afsl.
Málning ........... 15%
Penslar, bakkar,
rúllusett ......... 20%
Veggfóður og veggdúkur...... 40%
Veggkorkur ........ 40%
Veggdúkur somvyl .. 50%
LÆKKAÐVERÐ
til hagræðis fyrir þá sem eru að
BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA
Líttu við í LITAVERI því það hefur
ávallt borgað sig.
m
3
c
fi>
o»
cr
»<
(O
(O
Ð>'
or
©
*
fi>
I
XT
fi>
fi>
O
er
Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta
LÖGGILTIR EMDURSKOÐENDOR
VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR
HAGFRÆÐINGAR
LÖGFRÆÐINGAR
• REKSTRARVERKFRÆÐINGAR
REKSTRARTÆKNIFRÆÐINGAR
Með lögum nr. 12/1986 var ríKisendursKoðun flutt um set T stjórnsKipun
landsins. Frá 1. janúar 1987 mun 5tofnunin starfa á vegum Alþingis og er frá
þeim tíma óháð ráðuneytum og öðrum handhöfum framKvæmdavaldsins.
AuK hefðbundinnar endursKoðunar á sviði reiKningssKila og að reiKningar
séu T samræmi við heimildir fjárlaga og annarra laga verður T auKnum mæli
lögð áhersla á svonefnda stjórnsýsluendursKoðun, með Könnunum á nýtingu
og meðferð rTKisfjár.
FyrirKomulag þetta Krefst breyttra starfshátta og starfsmanna með sér-
þeKKingu á ýmsum sviðum oþinberrar stjórnsýslu og atvinnumála þjóðarinnar.
RTKisendursKoðun er á höttunum eftir starfsmönnum sem hafa þeKKingu og
getu til að taKast á hendur verKefni af þessu tagi.
hefur þú áhuga á
► að geta bent á hvað úrsKeiðis fer T reKstri rTKisins og gera
tillögur um úrbætur?
► að taKa þáttT nýjum vinnubrögðum og móta þau?
Þá stendur þér til boða
► að starfa að meiri háttar verKefnum þar sem sKyggnst er um
gervallt stjórnKerfi rTKisins.
► að fá útrás fyrir framtaKssemi og frumKvæði við lausn
óþrjótandi verKefna.
Ef áhugi er fyrir hendi, sendið þá sKriflegar uþþlýsingar um æviferilsatriði
(nafn, aldur, menntun og fyrri störf) til rTKisendursKoðanda, og veitir hann allar
nánari upplýsingar.
RÍKISENDURSKOÐUN
Laugavegi 105 —sTmi 22160— 150 ReykjavTK