Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 v „Á misjöfnu þrífast börnin best“ nefnist bók sem nýlega kom út eftir Emil Björns- son og þar skrifar hann um eigið líf og aldarfar. Hér á eftir verður birtur kafli úr síðari hluta bókarinn- ar og ber hann heitið „Einingarsamkomurn- ar sér sinn blett á barðinu, sem var sendið og þurrt harðvelli, og stöfl- uðu þar saman reiðverum sínum, hnakktöskum og fatapinklum. Hestamir voru heftir og sleppt á beit, og voru ekki fleiri menn og hestar samankomnir á einum stað f annan tíma. Sjómennimir af fjörðunum komu á mótorbátum og gengu utan frá sjó. Ýmsir urðu nokkuð snemma góðglaðir og dönsuðu svo ákaft að svitinn bog- aði af þeim. Nær allir dönsuðu vángadans í þá daga, svo að svita- perlur hvers pars runnu saman í einn farveg. Vesalingur minn var að reyna að komast í takt við eina og eina dömu þama á únglingsár- unum, en gekk ekki sem best. Þar að auki var ekki allt gull sem glóði. Snemma á þessum þroska- ferli varð ég t.d. fyrir þeirri kaffiveitingar með heimabökuð- um kökum af mikilli rausn og mjmdarskap, en uppi yfir veit- ingasalnum dunaði dansinn svo að trégólfíð milli hæðanna gekk beinlínis í bylgjum. Ég hugsaði stuhdum um það þá, og hefi leitt hugann að því síðar, að það var eins og hvert annað guðs tillag að gólfið hmndi ekki, með alla þvöguna sem á því var, yfir þá, sem sátu að kaffidrykkjunni niðri. Það hefði þá trúlega orðið eitt- hvert mannskæðasta slys á íslandi, að brunanum mikla í Hítardal e.t.v. undanskildum. Þama var aðeins um að ræða ein- falt gólf og Qalimar í því orðnar gamlar, en líklega ófúnar því að aldrei henti neitt slys, sem betur fór. Mér em minnisstæðar allar konumar, sem gengu um beina, gæti nafngreint þær flestar enn- þá, og einhveijar em á lífi, svo sem myndarkonan Þorbjörg Jóns- dóttir frá Kleifarstekk. Þorbjörg Pálsdóttir frá Gilsá var formaður Einingarinnar öll þessi ár og fæddur foringi. Hún stjómaði bæði veitingasölunni og sá um að uppbyggilegir fyrirlestrar væm fluttir í kirkjunni eftir messu þennan dag, svo að fróðleiksfúsir samkomugestir fengu sitt á með- an yngri kynslóðin þreytti dans- inn. Þar var kannski kona að halda fyrirlestur gegn drengja- kollum og silkisokkatískunni, eða maður að tala um bindindi. Þor- björg Pálsdóttir var flugmælsk og flugskörp í hugsun og ekki síst Einmgarsamkomumar Kafli úr bók Emils Björnssonar Þær vom kapituli út af fyrir sig í skemmtanalífi sveitarinnar og Suðurfjarðanna fyrir austan, á uppvaxtarámm mínum, með svellandi harmóníkusón í sum- arblíðunni, hvíi og hestalátum utanhúss, vángadansi og One Step innan dyra. Hundamir flug- ust á út um allt Stöðulbarð, þar sem gamla úngmennafélagshúsið stóð, höfðu jafnvel byijað inni í kirkjunni, svo að meðhjálparinn varð að skríða undir bekkina, til að koma þessum ófögnuði út. En samkomumar byijuðu alltaf með guðsþjónustu, enda var það kven- félag sveitarinnar, Eining, sem samkomumar hélt til ágóða fyrir ýmis líknarmálefni, svo að það var nú annað hvort að messa á undan og biðja fyrir þeim. En varla hafði hundunum verið komið út úr kirkj- unni, eftir helgispjöllin, og messu lokið þegar dansinn fór að duna í úngmennafélagshúsinu. Og þá tóku áflogaseggir mannheima við af óeirðaseggjum dýraríkisins og slógust karlmannlega. Pyrst inni, eins og hundamir, en þegar þeim hafði líka verið komið út héldu þeir áfram undir húsveggnum, sjálfum sér og öðrum til skemmt- unar. Því að i rauninni voru þetta engin slagsmál upp á lífið í flest- um tilfellum, heldur til að auka á fjölbreytni skemmtanahaldsins, eða það fannst okkur strákunum og kyntum heldur undir því en hitt. Dömur þessara herra voru ekki heldur lángt undan, þegar þessi þáttur hófst, og nærvera þeirra hafði sömu áhrif og olía á eld, þótt þær þættust vera að stilla til friðar. Það var nú ein- mitt ekki síst til að gánga í augun á þeim sem þeir slógust. Einkum voru það sjómenn af Fáskrúðsfirði og Stöðvarfírði, Beruflarðar- strönd og Djúpavogi, sem komu vel nestaðir og stóðu fyrir slags- málunum. En sveitastrákamir höfðu heldur litla æfingu í því fagi og öfunduðu sjóarana af því hvað þeir voru kaldir og nutu fyr- ir það meiri kvenhylli en þeir, einsog stríðsmönnum er lagið. En þótt við sveitalubbamir vildum gjaman undir niðri líkjast þeim, var það ekki látið uppi heldur kölluðum við þá bölvaða slags- málahunda, sem væri nær að slást heima hjá sér en vera að tæla stúlkur í okkar sveit út í eitthvert slark með sér. Sveitúngamir höfðu allir komið ríðandi, og helgaði hvert heimili sérkennilegu lífsreynslu að finna samtímis tvær nýjar, en gagn- stæðar, tegundir lyktar gjósa upp með hálsmáli „dömu“, sem ég var að dansa við, það var bæði lokk- andi ilmvatnsángan, sem ég hafði ekki fundið fyrr, og svitastækju- Iykt, og hafði ég ekki heldur fyrr fundið slíka. Það var allt öðmvísi svitalykt en heima hjá mér. Svona gat þetta nú verið. Hljóðfæraleikarar úr sjávar- plássunum vom fengnir til að spila á fimmfaldar harmóníkur á þessum stórsamkomum, og man ég einkum eftir einum, sem Er- lendur hét og Lindi var kallaður, frá Fáskrúðsfirði. Ég sóttist eftir að standa hið næsta honum og fylgjast með leikni hans, hafði miklu meiri ánægju af því en dansinum, enda var únglingum næstum ofaukið á gólfínu jafn villt og dansinn var stiginn með hrindingum og pústmm, ef ein- hveijum hörkukarli þótti þröngt um sig og silakeppir að þvælast fyrir. Ungmennafélagshúsið var tvflyft og eina steinhúsið í sveit- inni en jafnframt hið ljótasta vegna þess að það var skjöldótt, múrhúðunin dottin af því hér og þar. Steinrykið inni ætlaði mann lifandi að kæfa þegar allt var komið í fullan gáng. Á jarðhæð- inni bám Einingarkonur fram framkvæmdasöm. Hún hefði sómt sér betur í hreppsnefnd en margir karlar, sem þar sátu. Hún lét allt- af gera hlé á dansinum þegar kom fram á kvöldið og hélt bögglaupp- boð úti á Stöðulbarði, stóð þá sjálf efst á húströppunum, brá böggl- unum hátt á Ioft og hvatti menn til að bjóða í og styðja þar með góðan málstað. Það vom ekki síst lángt að komnir sjómenn, sem áttu eitthvað í buddunni og höfðu eitthvað í kollinum, er kepptust um að bjóða í, og þeim mun hærra sem meiri fyrirferð var á bögglun- um. Hrepptu þeir þá kannski næturgagn eða kolaskóflu, sem þeir veifuðu framan í Þorbjörgu sigurglaðir, og var þetta uppboð stundum púnkturinn yfir i-ið hvað gamansemi og galsa varðaði. Síðan fóm menn inn aftur, því að enn var lángt til morguns og nóttin björt, og dönsuðu ýmist nýju dansana, Foxtrot, One Step eða Charleston, sem sumir héldu að losaði um nýmn í fólki, eða gömlu dansana, ræl, polka, skottís og vínarkruss, en þess í milli var marsérað út um allt barð undir Napóleonsmarsinum yfir Ölpun- um. Ég lærði hann og lék stundum á innansveitarskröllum, þegar ég hafði brugðið mér til Fáskrúðs- ijarðar og keypt þar gamla tvöfalda harmóníku og reitt suður yfir flöll. En á Einingarsamkomum dugði ekkert minna en fimmföld harm- óníka og urðu helst tveir að leika á hana til skiptis, þvi að ekki mátti lina á sprettinum fyrr en sólin var komin upp. Stundum rak inn þoku með kvöldinu, kvöldfyllu, og þynntist þá fylkingin á gólfinu, því að margir vildu týnast í þok- unni. Allir komu þó aftur þegar þokunni létti um óttubil, eða svo, og héldu þá áfram dansinum með endumýjuðum krafti. En þegar ágústsólin var komin vel á loft tóku bændur og sveitastrákar hnakka sína og hesta og snömðu sér í morgunverkin heima. Sumir vom þó lengi að kveðjast. Konur föðmuðust en karlamir kysstust, og þá notuðu sumir af yngri kyn- slóðinni tækifærið og gerðu það líka og þökkuðu fyrir skemmtun- ina. Sjómennimir af Suðurflörð- unum urðu að gánga út á Breiðdalsvík, þar sem bátar þeirra lágu við festar og fóm ekki allir einsamlir, heldur fylgdi þeim ein- hver saklaus sveitastúlkan á veg, og var margt um kveðjur. Þá fóm þeir síður en svo tómhentir eftir bögglauppboðið. Og sumir roguð- ust með skrýtna hluti, höfðu keypt köttinn í sekknum. Á seinustu Einingarsamkomunni, sem ég sótti, var fyrsti bfllinn kominn í sveit.ina svo að sjómennimir af Suðurfjörðunum þurftu nú ekki að gánga til sjávar, og þurftu meira að segja ekki að standa á bflpallinum, því að lúxusinn var orðinn slíkur að smíðaðir höfðu verið bekkir og boltaðir ofan í pallinn. Mér er í minni að á aft- asta bekknum sátu í morgunsól- inni, í innilegum faðmlögum, sjómaður af Stöðvarfirði og heimasæta undan Búlandstindi við Bemfjörð. Þau höfðu dansað saman alla nóttina og undu sæl í örmum hvors annars meðan kaupfélagsbfllinn bar þau á fljúg- andi ferð móti sólinni, hafinu og framtíðinni, byltingakenndustu framtíð sem nokkur úng kynslóð á íslandi hefir augum litið. Þau gengu í það heilaga áður en lángt um leið, og hann stundaði sjó meðan kraftar hans leyfðu. Hún varð ekkja fyrir einu eða tveimur ámm, ég heyrði látið hans aug- lýst í útvarpinu. Tvennt var það sem settist að í eyrum mér og öndunarfæmm á Einingarsamkomunum. Annars vegar var það harmóníkuleikur- inn, sem dunaði eins og draum- fagurt spil í hausnum á mér við sveitastörfin næstu dægur. Hins vegar var það steinrykið úr úng- mennafélagshúsinu sem fyllt hafði nefkok mitt og lúngnapípur, svo að ég var að skyrpa þessum óþverra út úr mér í marga daga. Mér verður ósjálfrátt á að bera aðbúnað únga fólksins í dag, í nýmóðins félagsheimilum sveit- anna, saman við gamla steinhjall- inn á Stöðulbarðinu. Um þann hjall má þó segja, það sem kunn- ugt er úr auglýsingu: „hann var gamall en gerði sitt gagn." Þrátt fyrir allt var það tilvinnandi að snýta og skyrpa steinrykinu forð- um. Heimsókn menntamála- ráðherra í íþrótta- miðstöðina Laugardal NÝLEGA kom Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra í heimsókn í íþróttamiðstöðina í Laugardal ásamt Reyni Karls- syni, íþróttafulltrúa rikisins. Þetta er f fyrsta skipti að menntamálaráðherra landsins 'kemur í slika heimsókn, en íþróttamál heyra undir mennta- málaráðuneytið. Eftir að hafa skoðað húsakynni og fengið í aðalatríðum upplýsingar um hina margvíslegu starfsemi, er þar fer fram, t.d. á vegum ÍSÍ og hinna ýmsu sérsambanda, íslenskra getrauna, um væntaniegan lottó- rekstur ofl. átti hann viðræðufund með stjóm íþróttasambandsins. í þeim viðræðum lagði Sveinn Bjömsson áherslu á hvflíkur liðs- kraftur íþróttahreyfingin gæti verið í baráttunni við ýmis samfélags- vandamál og kynnti ráðherra jafnframt samþykktir íþróttaþings ISÍ í málum, er sérstaklega heyra undir hann sem ráðherra íþrótta- mála. Menntamálaráðherra lýsti ánægju sinni með mikið og gott starf íþróttahreyfingarinnar um land allt og bætta starfsaðstöðu Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður Magnússon, Jón Armann Héðinsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Lovísa Einarsdóttir, Sverrir Hermannsson, Sveinn Björnsson, Friðjón B. Friðjónsson og Reynir Karlsson. heildarsamtakanna. Laugarvatni og áhuga sínum á því við íþróttasambandið f þeim efnum, Einnig greindi hann frá yfir- að gera Laugavatn að alhliða og en góður undirbúningur í því máli standandi endurskoðun á lögum um fullkominni íþróttamiðstöð. Kvaðst sem öðrum, skiptir höfuðmáli. íþróttakennaraháskóla íslands að hann vænta góðs samstarfs m.a. (FréttatUkynningr)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.