Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 1 Hjá Cargolux í Lúxemborg starfa 400 manns af 34 þjóðernum. Flestir hafa verið hjá fyrirtækinu frá upphafi og eru því hvað best þjálfaða starfsfólk á sínu sviði í heimin- um. Aðalstöðvar Cargolux eru í Lúxemborg, en félagið hefur skrifstofur í 22 löndum vestan hafs og austan. j argir íslendingar vinna hjá Cargol- ux. Auk flugvirkja og tæknimanna I eru um 80% flug- liða íslenskir. Það má segja að tilviljanir hafi ráðið því, að margir þeirra réðust, til starfa hér og flugu þeir fyrst á Ci-44, svo á DC-8 og núna á Boeing 747. Hraður vöxtur hefur verið hjá Cargolux og má geta þess að ekkert flugfélag í heimi hefur haft jafn unga flugstjóra á Boeing 747 og þeir. Eyjólfur Hauksson var yngsti flugstjóri í heimi þegar hann tók við því starfi, þá um þrítugt. Einn af þeim mönnum, sem hvað stærstan hlut eiga á velgengni Cargolux er Jóhannes Einarsson, en hann var frá byijun virkur þátt- takandi í öllu starfi félagsins. Jóhannes hefur búið hér í Lúxem- borg frá árinu 1978, hann er kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin böm. Þó að annasamt sé í starfi Jóhannesar gefur hann sér tíma til að stunda íþróttir svo sem golf og tennis auk þess að sinna öðrum áhugamálum. — Með hvaða hætti tókst þú þátt í stofnun Cargolux? Upphafið var að við fengum bréf til Loftleiða frá Einari Aakran, en hann hefur verið fulltrúi Loftleiða frá upphafí í Lúxemborg, þar sem hann segir okkur að stjómvöld í Lúxemborg hafi áhuga á að stofna vöruflutninga-flugfélag. Skömmu seinna fengum við bréf frá Kirsten Salen, einum eigenda Salen-skipa- félagsins sænska, þar sem hann segist hafa áhuga á að kaupa fragt- vélar til þess að nota til ávaxtaflutn- inga í Evrópu. Skipafélagið hafði verið stór aðili í flutningum á ávöxt- um um allan heim og um tíma haft yfirráð yfir 25% allra kæliskipa í heiminum. Nú, ég hitti Kirsten Sal- en í Kaupmannahöfn, þar sem hann lýsti áhuga sínum á stofnun vöru- flutningafélags. Eftir þennan fund okkar var ákveðið að fara til Lúx- emborgar og ræða við aðila þar á möguleika á stofnun slíks félags, af Salen, Loftleiðum og hluthöfum í Lúxemborg. Á þessum tíma voru Loftleiðir að taka í sína þjónustu véiar af gerðinni DC-8 og þurftu að losa sig við Cl-44-vélar sínar, eða Rolls Royce 400 eins og þær voru kallað- ar. Eftir fundi, sem voru Lúxem- borg og tóku um hálft ár, tókst samkomulag um stofnun Cargoiux. Um hautið 1969 létu Loftleiðir breyta einni Cl-44 í fragtvél. Pyrsta flugið var síðan farið á vegum Loft- leiða og var flogið til Sao Tome með vörur, sem síðan var ílogið með til Biafra. Um áramótin ’69 og ’70 k' svo Salen iielming í vélinni og var hún rekin sem sam- eign Loftleiða og Salen, þar til Cargolux var stofnað í maí 1970. Þetta var sem sagt byijunin. Fljót- lega var annarri vél bætt við og að endingu flugu fimm vélar af gerðinni Cl-44 undir merki Cargo- lux. Upphaflega var byijað að fljúga svokallað ad hoq-leiguflug og þá fyrst og fremst til Afríku og síðar til Austurlanda fjær. — Hvaða vörur fljúgið þið aðal- lega með? Til Bandaríkjanna flytjum við mikið af hreyflum fyrir Boeing og aðra framleiðendur. Einnig mikið af tölvum og tölvubúnaði frá San Francisco. Frá Seattle fljúgum við með svokallað sea-air-fragt, en það eru vörur sem koma með skipum frá Japan. Þessir flutningar hafa aukist mikið. Nú, frá Houston í Texas flytjum við mikið af varahlut- um fyrir oiíuvinnslustöðvar, olíu- bora og annað slíkt. Frá Austurlöndunum er um margskonar vaming að ræða, allt frá vélum og varahlutum til nýjasta tískufatnaðar, sjónvarps- og mynd- bandatækja. Svo er auðvitað mikið af árstíðabundnum vamingi, svo sem jóladóti og slíku. — Tekur Cargolux að sér vopna- og eiturefnaflutninga? Má taka slagorðið ykkar „You name it, we fly it“ bókstaflega? Já, að vissu marki má það, við kíkjum ekki í kassana, eins og sagt er. Við fljúgum með ýmsar vömr sem seldar em á milli landa, sem em þá með öllum tilskildum leyfum frá viðkomandi stjómvöldum. Það kemur fyrir að vömr em seldar milli tveggja landa, en þriðja landið hefur eitthvað út á það að setja og er þá kannski að skipta sér af ein- hveiju, sem því kemur ekkert við. — Er velmegun þjá Cargolux? Já, það má segja það. Til dæmis er meira og meira að gera í við- haldsdeildinni hjá okkur með hveiju árinu sem iíður. Þar vinna um 160 flugvirkjar og tæknimenn. Pílagrímaflugið hefur aldrei verið meira en í ár. Eins emm við með mjög þróaða tölvudeild og seljum forrit til annarra félaga svq sem North West World Air í Kanada og við eram í samvinnu við Finn Air. Við gemm ráð fyrir að veltan verði 150 milljónir dollara í ár. — Útlitið er sem sagt bjart hjá ykkur? Jóhannes brosir og segir: Það er nú stundum fljótt að draga ský fyrir sólu. — Hveijar telur þú aðalástæð- una fyrir velgengni Cargolux? Viðskipti hafa aukist um allan heim, sérstaklega á vömm sem flogið er með, og eldsneytiskostnað- ur hefur lækkað um helming. — Hver eru tengsl Cargolux og Flugleiða í dag? Flugleiðir eiga um 3‘/2% í Cargo- lux, en samskipti félaganna em þó nokkur, þar sem Cargolux sér um hluta af viðhaldi DC-8-véla Flug- leiða hér í Lúxemborg. — Hvert er stöðuheiti þitt og í hveiju er starf þitt fólgið? Senior vice president corporate planning, sem myndi vera yfirmað- ur skipulagsdeildar á íslensku, en er það eiginlega ekki. Ég sé um eldsneytiskaup, allar tryggingar og leigu á flugvélum, einnig sé ég um pílagrímaflug, leigi vélar og sem við aðila. — Eigið þið þær fimm vélar sem þið rekið? Jóhannes Einarsson í skrifstofu sinni I Lúxem- Við eigum enga vél, leigjum þær allar. Ein vélin er á kaupleigusamn- ingi við Bank of Tokyo og svo vomm við að ganga frá samningi við Trans Arqerica um tvær vélar sem Interlease Finance Corp. kaup- ir og við leigjum af þeim til ársins 1991. Þessar vélar em þannig, að auðveldlega má breyta þeim í far- þegavélar eða combi, sem er bæði fyrir farþega og vömr. — Er talið hagstæðara að leigja vélar en að kaupa þær? Það fer eftir því hvemig á það er litið og hveiju félög telja sig hafa ráð á. — Hvað kostar að leigja flug- vél? Það fer eftir ýmsu, hvert á að fljúga og hvar, en vél, sem er leigð án eldsneytis- og lendingargjalda, kostar um 5500 dollara á klukku- stund. — Var auðvelt að koma í kring pílagrímaflugi í íran? Nei, það var langt því frá, ýmsir erfíðleikar komu í ljós. í fyrra höfð- um við vél á leigu frá CitiBank í Bandarílcjunum og flugum með pílagríma fyrir Air Afrique. Við höfðum samband við þá aftur til þess að leigja vélar fyrir 1986, en þegar minnst var á flug fyrir Iran Air, tóku þeir því mjög fálega. En þar sem þeir höfðu engin önnur verkefni fyrir vélamar, breyttu þeir um skoðun og sögðust tilbúnir að athuga þetta betur. Þannig þróaðist þetta í vilyrði. Eftir að hafa rætt við Iran Air var talað um mögulega leigu á tveim til þrem vélum af gerðinni Boeing 747-100. CitiBank hafði upphaflega talið, að leigðu þeir okkur vélamar, væri það okkar mái hvert við flygjum þeim. Svo breyttu þeir skyndiiega um skoðun • ; ********
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.