Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG Ó. JÓHANNESDÓTTIR,
Vesturbergi 12,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum þann 10. nóvember.
Finnur Hermannsson,
Ágúst Finnsson, Svandís Eyjólfsdóttir,
Einar Finnsson, Áslaug Guðmundardóttir,
Ásdís Finnsdóttir, Kjartan Hjartarson,
Gunnar Finnsson,
Bjarghildur Finnsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK JÓNSSON,
Sogavegi 106,
Reykjavfk,
lést 6. nóvember í Borgarspítalanum. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hólmfríður Þ. Guðjónsdóttir,
Ragnar Friðriksson, Nfna Victorsdóttir,
Sólveig Erla Ragnarsdóttir, Gunnar L. Friðriksson,
Hlynur I. Ragnarsson,
Sara Björk Gunnarsdóttir.
t
Útför
ELÍSABETAR OTTESEN MAGNÚSDÓTTUR,
Hraunbraut 41,
Kópavogi,
sem andaðist 15. þessa mánaöar, fer fram frá Dómkirkjunni 24.
nóvember kl. 15.00.
Einar Valberg Sigurðsson
og fjölskylda.
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÁSTU MEYVANTSDÓTTUR,
Hraunbæ 99,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu í Reykjavík þriðjudaginn 25. nóvem-
ber kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afbeðin en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðní Jónsson,
Brynsteinn Guðnason, Monika Guðnason,
barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RANDI ÞÓRARINSDÓTTIR,
fyrrverandi hjúkrunarkona,
til heimilis að Seljahlfð,
áður Bergstaðastræti 11,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 25.
nóvember kl. 13.30.
Betzy Kristín Elíasdóttir, Haraldur Örn Haraldsson,
Þorgeir Örn Elfasson, Sigurbjörg Júlfusdóttir,
og barnabörn.
Eiginmaður minn, t
EGILL BENEDIKTSSON, Volaseli, Bæjarhreppi, veröur jarösunginn frá Stafafellskirkju 'þriðjudaginn 25. nóvember
kl. 14.00. Guðfinna Sigurmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN JÓNSSON,
Mímisvegi 2,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá nýju Kapellunni í Fossvogi mánudaginn
24. nóv. kl. 13.30.
Ásta Þorbjörnsdóttir,
Hafsteinn Jónsson, Inga Sigurðardóttir,
Guðbjörg Jónsdóttlr, Vilberg Skarphéðinsson,
Erla Jónsdóttir, Jón Ásgrfmsson,
Ester Jónsdóttir, Ægir Benediktsson,
Jón Ægir Jónsson,
Jóhann Jónsson, Markrún Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuorð:
Kristín Anna
Þórarinsdóttir
Fædd 26. október 1935
Dáin 2. nóvember 1986
A menntaskólaárum mínum var
fært upp í Iðnó leikrit Shake-
speares, Rómeó og Júlía, undir leik-
stjóm íra að nafni Tómas MacAnna.
Það orð lék á að leikrit Shake-
speares væru þung og tormelt. En
hvort sem það var nú snilld Shake-
speares, léttlyndi írans eða listræn-
ir hæfileikar túlkendanna — líklega
lagðist hér allt á eitt — þá var út-
koman sú allra yndislegasta
Sheakespeare-sýning, sem ég hef
séð, full af leiftrandi kátínu, bama-
brekum elskendanna — og sorg.
Stjama sýningarinnar var Kristín
Anna Þórarinsdóttir, sem lék Júlíu,
unga, fallega og fulla af bamslegri
eftirvæntingu.
Eg held að ég hafí séð þessa
sýningu þrisvar.
Mörgum ámm síðar bar fundum
okkar Kristínar Önnu saman á
dimmu og regnsömu októberkvöldi
á Laugarvatni. Ég þurfti að banka
upp hjá tilvonandi nágrönnum
mínum til þess að fá lánaða
grænsápu til þess að bera á lekan
bensíntank, en það þótti þjóðráð í
slíkum kröggum. í stiganum stóð
Kristín Anna ásamt sonum sínum
ungum með ljósa biðukolla. í kurt-
éisri forundran yfír svo fáránlegri
bón kvað hún mér grænsápuna
heimila og bauð mér upp á kaffí í
vistlegri stofu sinni, sem bar vott
um þá listrænu smekkvísi, sem
henni og eiginmanni hennar, Krist-
jáni Amasyni, var í blóð borin.
Þama upphófst grannskapur, sem
stóð í fímm ár og bar þar aldrei
skugga á. Þegar ég lít til baka, sé
ég hvílíkt happ það var að fá að
kynnast og vera daglegum sam-
vistum við Kristínu Önnu og fjöl-
skyldu hennar. Á heimili hennar
ríkti ekki aðeins gestrisni og menn-
ingarandi, heldur og það örlæti
sálarinnar, sem veitir öðmm hlut-
deild í gleði og sorg.
Sagt er að list sé í því fólgin að
gera eitthvað úr engu. í höndum
Kristínar Önnu urðu fífur í rauðri
tekönnu með hvítum doppum að
eftirminnilegu fyrirbæri. Hvunn-
dagslegir hlutir urðu alveg sérstakir
— festlegir, eins og Tóta gamla,
ömmusystir Kristínar, sem bjó á
heimili þeirra hjóna, var vön að
segja.
Listræn kunnáttusemi gerði
Kristínu Önnu hægt um vik að snúa
hvunndagsleikanum upp í veislu,
þegar svo bar undir. Fyrsta veislan,
sem ég sat á heimili hennar var
einmitt á 84 ára afmæli gömlu kon-
unnar. Við sátum öll við kringlótta
stofuborðið og búið var að kveikja
á kerti í silfurstjaka og brúntertan
var skreytt litlum silfurlitum kúlum,
sem gerðu hana einmitt svo fest-
lega.
Seinna átti ég eftir að sitja marg-
ar fagrar veislur á heimili þeirra
hjóna. Kristín Anna var borgarbam,
sem hafði drukkið í sig tónlist og
bókmenntir með móðurmjólkinni og
andað að sér andrúmslofti leik-
hússins frá blautu bamsbeini. Hún
naut þess að taka þátt í andríkum
samræðum um bókmenntir og listir
og atburði samtíðarinnar — og fyrst
og síðast að starfa sem leikkona.
Mér duldist ekki, að fásinni sveit-
arinnar var henni þungt í skauti, —
einhæfni daganna lagðist yfír sál
hennar eins og grátt veðmál.
Kristín Anna var einkar næm á
mannlegt eðli og torskilin rök
mannlegra örlaga og hún umgekkst
vini sína af mikilli háttvísi og hlýju.
Bæri eitthvað útaf, kunni hún þá
dýrmætu list að leita sátta og veitti
undirritaðri í þeim efnum þarft for-
dæmi.
Kristín Anna var fíngerð eins og
álfkona og of brothætt fyrir harðan
heim. En hún átti einnig til mikla
seiglu eins og starfsferill hennar
ber vott um. Á eftirminnilegan hátt
opinberaði hún fyrir mér samhengið
milli æðri listar og hins óhjákvæmi-
lega efnahagslega veraldarvafst-
urs. Árið 1973 eða 4 lék hún
Kamilíufrúna í leikgerð fyrir útvarp
og túlkaði hún þetta veikburða
skrautblóm á hjami mannlífsins af
slíkri nærfæmi og smekkvísi að tók
til hjartans. Kvöldið eftir flutning-
inn í útvarpinu hringdi síminn niðri
hjá mér. Kristín Anna var í síman-
um og sagði: „Blessuð komdu upp
að sjá nýju ryksuguna. Ég keypti
hana fyrir Kamilíufrúna."
Að leiðarlokum vildi ég með þess-
um fátæklegu orðum mega tjá
vináttu mína og þakklæti og votta
eiginmanni hennar og bömum ein-
læga samúð mína.
Vilborg Bickel — ísleifsdóttir
Minning:
Elísabet Ottesen
Magnúsdóttir
Fædd 28. október 1927
Dáin 15. nóvember 1986
í sjóði minninganna eru margar
dýrar perlur. Á kveðjustund sem
þessari koma fram í hugann minn-
ingar frá löngu liðnum ámm.
Minningar um smávaxna ljúfa
stúlku sem kom vestur í Dýraíjörð
nokkur sumur til að njóta þar sum-
ars og sólar. Hún dvaldi á góðu
heimili skammt frá mínu, svo við
kynntumst fljótt og urðum góðir
vinir, áttum góðar samverustundir
á sumrin en skrifuðum bréf á vetr-
um.
Þegar ég fluttist til Reykjavíkur
nokkrum árum síðar kom ég oft á
heimili hennar á Brávallagötunni,
þar sem hún bjó með móður sinni
Guðnýju Guðmundsdóttur, og bróð-
ur sínum Bimi, faðir hennar var
látinn. Það var hlýlegt heimili og
gott þar að koma.
Þegar hún var nítján ára gömul
t
Móðir okkar og amma,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Lækjargötu 1,
Hafnarffrði,
lést á Borgarspítalanum 21. nóvember.
Sjöfn Júlíusdóttir,
Dagrún Erla Júlíusdóttir,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR KR. JÓNSSON,
Vatnsholti 4,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. nóvember
kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið
njóta þess.
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir,
Vildís Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson,
Jón Ingi Guðmundsson, Sigrfður Helga Þorsteinsdóttir,
Guðrún Elfsabet Guðmundsdóttir,Skarphéðinn Haraldsson.
varð hún alvarlega veik, og lá á
sjúkrahúsi í heilt ár, en með góðri
umönnun yfírvann hún þann sjúk-
dóm og komst út í lífíð á ný.
Hún eignaðist góðan eiginmann,
Einar Sigurðsson; þau komu sér upp
fallegu heimili sem þau sífellt voru
að bæta og prýða, bæði utan húss
og innan.
Þau eignuðust þrjá mannvæn-
lega syni sem allir eru uppkomnir
menn, og einn sonarson sem var
ömmu sinni mjög kær.
Á þessum síðustu erfiðu vikum
naut hún umhyggju og ástúðar síns
góða eiginmanns, sem reyndist
henni sú styrka stoð er hún þarfnað-
ist, þar til yfír lauk, og hún andaðist
á heimili sínu þann fimmtánda nóv-
ember sl.
Einar minn, við hjónin sendum
þér og fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur, og vonum að
minningin um hana Betu verði ykk-
ur huggun í harmi.
Hvíli hún í fríði.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.)
Elsa