Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 REQUIEM EFTIR MOZART Bezta myndin af Mozart að þvl er Constanze hélt fram. Constanze Mozart Tónlist Jón Ásgeirsson Nú, þegar stendur til að flytja Sálumessuna eftir Mozart og þar með sannreyna Hallgrímskirkju sem tónleikahús, er ekki úr vegi að huga nokkuð að sögu verksins. I merku riti um Mozart eftir tón- listarsagnfræðinginn Alfred Einstein, er fjallað um Sálumess- una án allra tilrauna til að leyna því, að mikið vantar á að þetta verk sé í heild eftir Mozart. „Tvö síðustu kirkjuverkin eftir Mozart, Ave Verum fyrir fjórar raddir og strengjasveit (K618 og Sálumess- an, sem rituð er fyrir einsöng, kór og hljómsveit, eru sérstæðar and- stæður. Fyrra verkið er stutt mótetta fullgerð en það seinna ófullgert stórvirki, sem á allan máta frá hendi tónskáldsins er ófullbúið til flutnings. Mótettan litla var líklega samin fyrir „Krist messu" í Baden en kórstjórinn þar, Anton Stoll, sem mun hafa þekkt vel eldri kirkjuverk Mozarts og flutt þau, hafði auk þess verið Constanze, konu Mozart, hjálpleg- ur. Þessi litla mótetta er nú einhver þekktasta tónsmíð Moz- arts og sérlega lofuð fyrir einfald- leika í rithætti, fullkomna útfærslu á_ tóntegundaskiptum og raddferli. I þessu verki þykir sem Mozart hafí náð að tengja í eitt trúarlegan og persónulegan stíl sinn á þann máta sem snillingi sæmi. En hvað skal segja um Sálumessuna, sem er ekki aðeins síðasta kirkjuverk hans, heldur bókstaflega talað síðustu handtök hans. Segja má að nótnahandritið hafí verið fjarlægt úr höndum hans um leið og hann lést, enda hafa spunnist mjög rómantískar frásagnir um þetta verk og varla verið spillt eins miklu bleki um nokkuð annað verk Mozarts og jafn rangt með staðreyndir farið, aðallega af fólki er ekkert þekkti til annarra kirkjuverka Mozarts. Líklega er það rétt, að Mozart hafí ekki vitað fyrir hvem hann átti að semja verkið en það mun hafa verið Franz Walsegg zu Stuppach greifí. Hann mun hafa gert sér það til skemmtunar að leika verk sem hann lét aðra semja, sem þau væru eftir hann og því var þessi leynd viðhöfð er verkin voru pöntuð hjá tónskáld- unum. Greifinn hafði misst konu sína nokkrum árum áður og pant- aði því sálumessu til að minnast hennar. í júlímánuði 1791 sendi hann þjón sinn, er hét Leutgeb, til Mozarts, með þau skilaboð að semja sálumessu. Mozart hófst handa og verði uppkast er fyllti um það bil 40 blaðsíður en lagði verkið til hliðar, þar sem hann sneri sér að því að ljúka við La Clemenza di Tito og Töfraflaut- una. Hann hafði því aðeins lokið að fullu við tvo fyrstu kaflana, Innganginn (Requiem) og Kyrie- þáttinn. Þriðja (Sequenz) og fjórða (Offertorium) hafði hann gert uppkast að, þ.e. samið söng- raddimar, bassann í hljómsveit- inni og ritað sér til minnis ýmislegt varðandi notkun annarra hljóðfæra. Það vantaði að öllu leyti þrjá síðustu þættina. í tón- verkaskrá Köchels er eftirfarandi umsögn um ástæðuna fyrir því að Constanze vildi láta ljúka verk- inu og hélt því leyndu hversu mikið vantaði á það. „Af ótta við, ef handritið yrði ekki afhent þeim sem pantaði það, að ekki kæmu til fullnaðargreiðslur og mjög líklega að gerðar yrðu kröfur varðandi endurgreiðslur á því sem þegar hafði verið greitt, bað ekkj- an Joseph Eybler og aðra tónlist- armenn að ljúka verkinu. Sússmayr var fáanlegur og var það fyrsta verk hans að afrita uppkastið og bætti hann síðan inn í verkið eftir því sem honum virt- ist hafa verið ætlun Mozarts. Samkvæmt skriflegri yfírlýsingu Sussmayr, samdi hann seinni hlutann af Lacrimosa-kaflanum og algerlega Sanctus-, Benedict- us- og Agnus Dei-kaflana. Sjöundi þátturinn (Communio) er unninn upp úr innganginum og Kyrie-þættinum og þannig var verkið afhent kaupandanum." Constanze hélt sinni útgáfu af þessari sögu af ótta við eftirmál og það var ekki fyrr en Sússmayr leysir þessa gátu í bréfí 8. febrúar 1800 til Breitkopf og Hártel, að sannleikurinn kemur í ljós en þá hafði fólk ekki áhuga á öðru en að halda í goðsögnina um Moz- art.“ Það skal tekið fram að Alfred Einstein hefur reynt að láta ekki truflast af fyrri frásögn- um um Mozart en samt er vart hægt að fínna einlægari Mozart- aðdáanda en hann. Ólíkt mörgum öðrum þá gagnrýnir hann Sússmayr fyrir að ljúka verkinu með því að endurtaka fyrsta þátt- inn og telur að Kyrie-fúgan sé í raun óheppilegt niðurlag, auk þess sem fúgan sé grunduð á „lánsstefjum" og í stfl mjög lík ýmsu sem heyra má hjá Handel. Þá eru hjá honum efasemdir um útfærslu Sussmayr á Tuba mirum og hvemig hann notar einleiks- básúnuna. Einstein telur að Rex tremendae, Recordare, Confutatis og Lacrimos (fyrstu átta töktun- um) sem mynda seinna hlutann af þriðja þætti, séu ekta Mozart og gæddir innilegri trúartilfinn- ingu og það er í Lacrimosa sem Mozart brestur í grát og ekki að efa að hann hefði leikið meira með þetta angistarfulla hróp en raunin varð á hjá Sússmayr. Þrátt fyrir að ekki sé ástæða til að flalla um þá þætti sem Sússmayr samdi, getur Einstein ekki á sér setið að fínna að ýmsu, eins og hversu Osanna-fúgan sé stutt, auk þess svo lítilíjörleg og raski þar með heildarsvip verksins. Það hefur því miður verið venja að gera sem minnst úr ýmsu því sem miður fór í lífi Mozarts og hefur mörgum verið meira í mun að halda í þá fögru ævintýramynd, sem rómantískir sagnfræðingar skópu um snillinginn, en að segja sannleikann og hafa því haft skipti á fínpússaðri glansmynd og þeirri elskulegu veikgeðja persónu sem Mozart var. í bréfasafni því sem Mozart skildi eftir sig og hefur því miður oftast verið falsað í útgáfum sagnfræðinga má lesa svo ótrú- lega hluti, er bera vott um hreinskilni, sem trúlega er eins- dæmi hjá listamanni. Þar er ekki reynt að fela neitt eða að skapa einhveija sjálfsmynd. Slíka hrein- skilni er aðeins að fínna hjá þeim manneskjum, sem ekki hafa Iært að sýnast fyrir heiminum og bíða því ósigur í kapphlaupi eftir ver- aldlegum gildum en ná um leið að feta þau einstigi snilldar sem aðeins útvaldir rata um. Það má því segja að Sálumessan sé í raun um Mozart. Þar í sé fólgin krist- ölluð list hans og einnig það sem honum mistókst. í því að mistak- ast það ætlunarverk, að ljúka sinni eigin sálumessu, verður til þess að menn standa ráðalausir gagnvart því ógerða og enginn er þess megnugur að nálgast snilld hans og því verður þessi sálumessa í raun aldrei sungin til enda. FYRIR AÐEINS 24 KR. STK. (TIL 24 NÓV.) uröu komið vinum og vandamönnum ega á óvart með jólakorti sem skartar n Ijósmynd og sparaö um leið dágóða Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góða úr safninu og við sjáum um að gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóðinu í ár. Allt sem við þurfum er filman þín. AFSLATTUR TIL 24. NÓV. Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd HANS PETERSEN HF Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.