Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
23
Við rómanskar menjar i
Pompei.
Björg i vinnu-
stofu sinni á
Seltjarnar-
nesi að vinna
að höggmynd.
Myndin var
tekin er Björg
var á högg-
myndanám-
skeiði i
Myndlistar-
skóla
Reykjavíkur.
mjög gaman að því þegar einn háttsettur
maður í höllinni kom til mín og sagðist vona
að íslendingar kysu Vigdísi í embættið. „Það
er alltaf þannig fyrir forsetakosningar, að
frambjóðendur stæra sig af eiginkonum
Sínum. Mér fínnst að íslendingar ættu að
kjósa þessa konu, því hún býður eingöngu
sjálfa sig fram til embættisins." Þetta þótti
mér afar vænt um að heyra og Svíamir voru
flestir mjög ánægðir eftir að ljóst var að
Vigdís hafði náð kjöri. Það var skemmtilegt
þégar hún kom til Svíþjóðar í fyrsta sinn í
opinbera heimsókn. Við erum gamlar skóla-
systur og unnum saman hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Allt samstarfsfólk mitt í höllinni
var mjög hrifíð af Vigdísi og hún vakti mikla
athygli hvar sem hún fór. Það var virkilega
gaman að vera íslendingur þá.
Búningagerð í Bandaríkjunum
Ég hef alla tíð verið með búningagerð á
heilanum og sumarið 1982 fór ég að heim-
sækja frænku mína sem býr á Long Island.
Mér leist vel á staðinn og vildi vita hvort ein-
hveijir möguleikar væru á að fá vinnu þar
við búningagerð. Því fór ég þangað um vetur-
inn og gekk á milli safna og leikhúsa til að
byija með. Síðan bauðst mér vinna hjá stóru
búningafyrirtæki sem gerir búninga, leik-
í íbúðinni i starfsmannahúsi sænsku krún-
unnar þar sem Björg bjó um tveggja ára
skeið. Með henni á myndinni er Sigríður
Björnsdóttir art therapisti, æskuvinkona
Bjargar. Bak við þær eru tvö málverk
Bjargar.
myndir og annað fyrir öll stóru leikhúsin og
óperuhúsin vítt og breitt um Bandaríkin. Ég
vann þar sem sérfræðingur í tímabundnum
búningum, frá ýmsum tímabilum. Starfínu
var þannig háttað að ég tók mál af leikurum
og söngvurum og sneið síðan búningana. Ég
var nokkurs konar verkstjóri og hafði nokkr-
ar saumakonur undir minni stjóm. Þetta var
allt frábært fagfólk sem kunni vel til verka.
Það var alltaf mjög vel vandað til búninganna
og ég man sérstaklega eftir einum, sem var
fyrir óperuna La Bohéme sem var flutt í
óperuhúsi í Dallas. Þegar upp var staðið kost-
aði sá búningur heila sjö þúsund dollara, eða
um 280.000 krónur. Ég hafði góð laun þama
og þetta var besti skóli sem ég gat hugsað
mér í búningagerð. Starfsemin fór fram á
fjórum hæðum og þama vora sjö verkstæði
þar sem fjöldi manns vann eingöngu við að
sníða búninga. það er mjög gaman fyrir fólk
sem hefur áhuga á leikhúsi að fá tækifæri
til að vinna þama, en það kom að því að ég
þurfti að hætta.
Eftir nokkura mánaða starf hjá þessu fyir-
tæki kom mikil deyfð í alla starfsemi á
Broadway og það var svo skrítið að það var
eins og öll leikhúsin fylgdu í kjölfarið. Það
var almenn lægð í leikhúslífí á þessu tímabili
og því gat ég ekki fengið varanlegt atvinnu-
leyfí. Það er erfítt að vinna í Bandaríkjunum
ef maður hefur ekki tilskiiin leyfi og því kaus
ég að fara aftur til Svíþjóðar.
Ég var aldrei ákveðin í að setjast að í
Svþjóð og mér lýst ágætlega á að vera kom-
in aftur heim til íslands. Það er mikið af
ungu fólki hér á landi sem hefur menntað sig
í búningahönnun og leikmyndagerð og mér
virðist þetta vera mjög efnilegt fólk. Ég vildi
gjaman fá tækifæri til að hanna búninga hjá
leikhúsum hér heima, en ég hef ekki fengið
neitt tækifæri ennþá, segir Björg og skellir
upp úr. Annars kysi ég frekar að vinna í lausa-
vinnu en hjá einu ákveðnu leikhúsi. Launin í
þessu starfí era ekkert sérlega glæsileg, en
mér fínnst það ekki skipta svo miklu máli.
Núna þegar bömin mín era uppkomin og ég
þarf ekki lengur að sjá fyrir öðram en sjálfri
mér. lít ég öðravísi á málin. Viðhorfin breyt-
ast með aldrinum. Mer þykir mikilvægast
núna að geta unnið við það sem ég hef
ánægju af. Ég hef alla tíð reynt að nýta tíma
minn eins vel og mögulegt er, og á sumrin
mála ég alltaf mikið. Ég verð með sýningu
myndum mínum í bókasafninu á Akranesi
fljótlega, en það era myndir sem ég hef mál-
að á hinum ýmsu stöðum í heiminum og við
ýmsar aðstaeður. Þegar ég verð komin með
svolítið samstæðara safn af myndum, hef ég
áhuga á að fá mér góðan sal í Reykjavík og
halda einkasýningu, sagði þessk atorkumikla
kona uppfull af lífskrafti og geislandi af
lífsgleði.
Viðtal: Bryiýa Tomer
ÚRVALS vörur
ÚRVALS verð
SALERNI.
Við bjóðum þér vönduð
salerni af ýmsum gerðum.
Ásamt ýmsum áhöldum á
baðherbergið. Sérlega
hagstætt verð.
BAÐMOTTUR.
Mikið úrval af baðmottum
og ýmsum gerðum af bað-
hengjum. Svo og öðrum
smáhlutum á baðherberg-
ið.
STÁLVASKAR.
Vandaðir stálvaskar í ýms-
um stærðum og gerðum.
GUFUBÖÐ.
Bjóðum nú gufu og sauna-
böð, er henta hvaða heimili
sem er. Allt í einum pakka.
BLÖNDUNARTÆKI.
Ótrúlegt úrval af blöndun
artækjum. Stflhrein/falleg.
STURTUKLEFAR.
Sturtuklefar er ganga hvar
sem er. Af öllum stærðum
og gerðum.
LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ.
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
mldas