Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 59 styrkleika yfirborðsbylgna (M) og djúpbylgna (m) fyrir neðan- jarðarsprengingar og jarð- skjálfta. Þessi mismunandi styrkleikadreifing er talin nokk- uð áreiðanlegur möguleiki tíl að greina neðanjarðarsprengingar frá jarðskjálftum. feyndir mikilvægar. í fyrsta lagi; jarðskjálftar hefjast iðulega með samþjöppun í eina átt en tognun í aðra. Því er fyrsta hreyfmg jarð- skjálftamæla „upp á við“ á ákveðn- um stöðum, en „niður á við“ á öðrum. Þegar um sprengju er að ^aeða, kemur til út á við samþjöpp- unar (í allar áttir!) og því má búast við því að fyrsta hreyfíng allra jarð- skálftamæla sé upp á við. í öðru lagi, sprengingar leiða til mjög óverulegrar myndunar þversveiflu og því orsaka þær ekki beint Love- bylgjur. í þriðja lagi, sprengjur leiða til langtum veikari Rayleigh-bylgna heldur en grunnir jarðsjálftar af svipuðum styrkleika. Jarðskjálftar leiða því frekar til myndunar yfírborðsbylgna, en þeg- ar neðanjarðarsprengja springur verða nær eingöngu til djúpbylgjur. Við sprengingu losnar mjög skyndi- lega mikil orka úr læðingi á litlu svæði. I jarðskjálfta hinsvegar losn- ar orkan hægar og á stærra svæði. Tíðni yfirborðsbylgna sem myndast í jarðskjálftum er því yfirleitt margfalt minni en tíðni djúpbylgna sem verða til við neðanjarðar- sprengingar. Með réttri tíðnistill- ingu sjálftamæla er auðvelt að nota þennan mismun á milli sjálfta- og sprengjubylgna til að greina á milli þeirra. Möguleika þessum var lýst á áhrifamikinn hátt með athugunum sem gerðar voru í Noregi á síðast- liðnu ári. Með ákveðinni uppsetn- ingu jarðskjálftamæla tókst að greina 0,5 kflótonna lqamasprengju í 2000 kílómetra ijarlægð, en hún var sprengd við Azgir sem er norð- ur af Kaspíahafínu. Tíðni skjálft- anna var á bilinu 3—5 Herz. Á sama tíma átti sér stað jarðskjálfti í aust- urhluta Sovétríkjanna. Með rétt stilltum jarðskjálftamælum tókst auðveldlega að greina á milli skjálftanna sem orsökuðust af sprengjunni annars vegar og jarð- hræringanna hins vegar. Með of lágri tíðnistillingu hverfa hrif sprengjunnar hins vegar fullkom- lega í sveiflumunstri jarðskjálftans. Er hægl að sprengja í laumi? Það eru einungis tveir möguleik- ar til þess að reyna að sprengja í laumi. Annar er að sprengja kjama- vopn í kjölfar jarðskjálfta, en hinn er að sprengja í stómm hellum og reyna á þann hátt að minnka veru- lega myndun skjálftabylgnanna. í fyrsta lagi hefði viðkomandi ríki af því mikla fyrirhöfn að bíða eftir jarðskjálfta (ef til vill í langan tíma) með kjamavopn í viðbragðsstöðu og í öðra lagi gætu rétt stilltir jarð- skjálftamælar auðveldlega greint á milli jarðslq'álftabylgna og sprengjubylgna (eins og lýst var hér að framan). Þetta er fyrst og fremst mögulegt vegna tíðnimis- munar þessara bylgna. Ef sprengt er í stóram hellum á sér stað mikil styrkleikaminnkun á lág- og miðtíðnibylgjum. Dempun þessi er langtum minni fyrir hátíðni- bylgjur, sem hinsvegar ferðast skemmri vegalengdir en lágtíðni- bylgjur. Til þess að greina hella- sprengjur er því nauðsynlegt að koma upp nægjanlega þéttu neti jarðskjálftamæla. Vonir standa nú til að á næstunni megi takast að koma upp nægjanlegam mörgum, rétt staðsettum jarðskjálftamælum. í júlí síðastliðnum sögðu banda- rískir vísindamenn frá því að þeir hefðu sett upp þijá jarðskjálfta- mæla í nánd við aðal sprengjutil- raunasvæði Sovétmanna í Semipalantinsk (í ráðstjómarríkinu Kazakhstan). Tilkynning vísinda- mannanna kom eftir sameiginlegan fund þeirra með Mikhail Gorbachov, en þetta er í fyrsta skipti sem Sovét- menn leyfa erlendum vísindamönn- um að setja upp slíka mæla. Það vora bandarísku samtökin „Natural Resources Defence Counc- il“ (NRDC) sem stóðu að uppsetn- ingu mælanna. í maí síðastliðnum undirrituðu NRDC og sovéska vísindaakademían samning um gagnkvæma uppsetningu slíkra mæla. Næsta skrefíð er því að sov- éskir vísindamenn komi upp jarð- skjálftamælum í nánd við aðal sprengjutilraunasvæði Banda- ríkjanna í Nevada. Tilgangurinn með uppsetningu jarðskjálftamælanna er að sýna fram á að hægt sé að greina hrif kjamasprengja af öllum stærðum og skapa þar með (tæknilegar) for- sendur fyrir því að mögulegt verði að framfylgja sprengjubanni. Rétt er að geta þess að skjálfta- mælingar era ekki eini möguleikinn til þess að fylgjast með því að banni við sprengingu kjamavopna verði framfylgt. Tækninni við að greina fyrirbæri á jörðinni með myndatök- um úr gervihnöttum hefur fleygt fram á undanfömum áram. Það er þvf illmögulegt að setja upp allan þann viðbúnað sem tilheyrir spreng- ingu kjamavopna neðanjarðar án þess að það greinist úr gervihnött- um sem era vel útbúnir tækjum til myndatöku. Jafnvel þó sýnt verði fram á að mögulegt sé að fylgjast með því af viðunandi nákvæmni að banni við sprengingu kjamavopna verði framfylgt, skortir enn sem komið er mikið á að slíkt bann verði inn- leitt. Þrátt fyrir samkomulag um gagnkvæma uppsetningu jarð- skjálftamæla er afstaða stórveld- anna til vandamálsins mjög mismunandi og því er ólíklegt að sprengjubann verði að staðreynd á næstunni. Myndin sýnir þróun neðanjarðarsprengingar sem leiðir til myndunar gígs. (a) Sprengjustaða. (b) Heit gufa myndast undir miklum þrýst- ingi; nálægt berg bráðnar. (c) Bergráð safnast fyrir. Berg sem er fjær molnar. (d) Yfirborðið byijar að lyftast. (e) Gufuþrýstingurinn þenur yfirborð jarðarinnar enn meira. (f) Gufan brýst í gegn. (g) Efnið fellur niður til útholaðrar jarðarinnar. Eftir er gígurinn. 38 metra djúpur og 130 metra breiður gigur sem myndast þegar neðanjarðarsprengja var sprengd á tilraunasvæðinu i Nevada. Hitt og þetta Liturinn lýsir innri manni Litir hafa hlutverki að gegna í daglegu lífi okkar. Við klæðum okkur í þá, og með litavali okkar gefum við öðram ýmsar upplýs- ingar um okkur sjálf. Litirnir hafa áhrif á tilfínningalíf okkar. Já, þeir geta jafnvel haft áhrif á hjart- sláttinn, andadrátt og heilastarf- semi. Það er í það minnsta skoðun margra sálfræðinga, og þeir hafa sumir reynt að setja fram kenn- ingar um sambandið milli ákveð- inna manngerða og lita. Ef uppáhaldslitur þinn er rauð- ur ert þú sennilega búin mikilli lífsorku. Þá ert þú trúlega skap- heit og tilfinningarík. Þeir sem kjósa helzt gult eiga sér háleitar hugsjónir, veða auð- veldlega fyrir áhrifum frá öðram, og era í eðli sínu rómantískir. Grænt er tákn kærleikans og ástarinnar, en einnig ævintýra- þrár og sjálfstæðis í starfí. Blátt er mjög bjartur litur og hefur einhver áhrif á samskipti manna, en þeir sem era hrifnir af bláu era einnig rómantiskir og leita hamingjunnar í fastri sam- búð. Ef þér líkar bezt við appelsínu- gult, ert þú félagslynd, og lífíð er þér leikur. Þér fínnst gaman að því óvænta, en líkar illa við að vera ein. Brúnt er litur aðgætninnar, tákn trúmennsku og heiðarleika. Og þá er það svarti liturinn, sem er tákn kynlífsins. En hann er einnig merki um innri baráttu og hömlur sem þarf að yfírstíga áður en unnt er að njóta lífsins til fulln- ustu. Svo mörg voru þau orð! Agúrkutími fyrir feita húð Húðln í andlitinu veður hrein, stinn og slétt eftir að þunnum agúrkusneiðum hefur verið dreift yfir þau svæði þar sem húð- fitan er mest. Það ber að liggja með agúrkusneiðarnar á húðinni í um hálftima meðan sneiðarnar sjúga til sin fitu og óhrein- indi. Svo er andlitið skolað upp úr ísköldu vatni á eftir. Þessi meðferð gerir tvennt; hún frískar upp á húðina og eykur velli- ðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.