Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
' 75
Þessi mynd af Patriciu Neal var tekin skömmu fyrir 1950, þá var hún rétt rúm-
lega tvítug og hana gat vitanlega ekki órað fyrir öllu því andstreymi sem hún
hefur mátt þola á lífsleiðinni.
fundu þau okkur og ég var lögð inn á sjúkra-
hús.“
Tvö hjartaáföll dundu yfir innan sólar-
hrings. Patricia var ekki sama manneskjan
eftir. Hún hafði misst hluta sjónarinnar,
talið að mestu, minnið algerlega, og var
hálflömuð öll. Henni var komið fyrir á dýr-
mdis sjúkrahúsi í Kalifomíu og dvaldi þar
nokkra mánuði uns hún sneri heim til §öl-
skyldunnar sem beið í Englandi. Henni gekk
seint að læra á ný allt það sem hún hafði
misst. Hún þurfti ekki einasta að læra staf-
i'ófið á ný, heldur einnig nöfn bama sinna.
Aftur út á meðal fólks
Patricia var í rauninni tvær manneskjur,
e.k. kleyfhugi. Hún man ekki eftir neinu
oðm frá þessum tíma en konunni sem sá
um nuddið og lét hana gera æfingar. Roald
fékk systur sína og vini til að vera Patriciu
«1 styrktar og hjálpuðu þau henni að læra
tungumálið á ný.
Sex mánuðum eftir áfallið fæddi Patricia
heilbrigða stúlku, sem þau skírðu Lucy. En
Patricia átti enn langt í land með að ná sér.
Það var eftir fæðingu Lucyar að kona
að nafni Valerie Eaton Griffíth kom inn í
líf Patriciu. Patricia var enn útúr heiminum,
en Valerie byijaði strax að hjálpa henni við
lestur, spytja spuminga um lífið og tilver-
una, raða púsluspilum, spila brids. „Henni
ú ég mikið að þakka," segir Patricia. „Þolin-
mæði hennar var einstök." Smám saman
fékk hún trú á sjálfa sig, en það tók tvö
löng ár, eins og hún segir sjálf, að ná slíkum
bata að hún treysti sér aftur út á meðal
fólks. Það var svo árið 1967 sem haldin var
sérstök hátíð, henni til heiðurs, í New York.
En megintilgangurinn var að safna pening-
um og stofna sjóð til styrktar bömum sem
þurfa að gangast undir heilaskurðaðgerðir.
Sama ár lék hún í myndinni „The Subject
Was Roses", sem fyallaði um áfengissýki,
og var Patricia nefiid til Óskarsverðlauna
fyrir leik sinn, en hlaut ekki.
Núorðið fer mestur tími hjá Patriciu Neal
í að bera út boðskap samtaka sem láta sér
annt um heilsu fólks (The Chest, Heart and
Stroke Association), en hún á sæti í nefnd
samtakanna. Roald Dahl á sæti í sömu
nefnd, en þau skildu fyrir nokkrum árum.
Hún ferðast milli bæja og borga og landa
og safnar peningum til að reisa fleiri sjúkra-
hús. Eitt slíkt í Belfast á írlandi var nefnt
eftir henni.
Patricia segir: „Ég nýt þess að koma til
þessara staða og hitta fólkið. Það veitir
mér ólýsanlega gleði að geta sagt fólki frá
reynslu minni, fólki sem ef til vill hefur
gengið í gegnum svipaða, ef ekki sömu
reynslu og ég. Ég veit af eigin reynslu
hversu mikils virði það er að heyra fólk, sem
hefur farið í gegnum þennan hræðilega sjúk-
dóm, lýsa sjúkrahússögu sinni, áhrifunum
sem hún hefur á einkalíf manna, opna sig
og sýna öðrum örin eftir sjúkdóminn, örin
sem aldrei hverfa. Þá finnst manni maður
ekki standa einn frammi fyrir þessari ógn.“
Böm Patriciu búa öll í Englandi, nema
Lucy sem býr í Flórída. Patricia á íbúð í
New York, þar situr hún og skrifar ævisögu
sína og vonast til að fá kvikmyndatilboð og
nýtur nú frelsis og sjálfstæðis á efri árum.
Nú þegar bömin em uppkomin og búin að
stofna fjölskyldur og hún stendur ein í lífinu
og langar síst af öllu að binda sig karl-
manni á nýjan leik.
Samantekt: HJÓ
Masöhiblað á hverjum degi!
HRINGDU
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta-
reikning þinn mánaðarlega.
B “
SfMINN ER
691140
691141
Frímerkjakaup
Eigiö þiö íslensk frímerki sem þiö viljiö selja? Ef svo er þó erum við tilbúin til aö
kaupa ótakmarkaöan fjölda. Viö borgum allt fró V« og allt upp aö margföldu viröi
þeirra. Klippið aöeins frimerkin af umslögunum og sendið þaö sem þiö hafið. Viö
sendum ykkur síöan borgunina um leiö.
SSE-Frimærker, Postbox 1038,8200 Arhus N, Denmark.
Frá Fjölbrauta-
skólanum við
Ármula
Innritun fyrir vorönn 1987 er hafin og lýkur mið-
vikudaginn 10. desember.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8.00-15.00.
Þar fást umsóknareyðublöð og eru umsækjendur áminntir um
að skila afriti af prófskírteinum með umsóknum sínum.
Skólameistari.
Fjöldi loðnu- og sfldveiði-
skipa er með snurpuvír frá
okkur
Fyrirliggjandi er snurpuvír og togvír
af ýmsum gerðum.
Jónsson & Júlíusson
Ægisgötu 10 — Sími 25430.
GönguskíAapakkl kr. 5.700,-
Skíði — Skór — Bindingar — Stafir
Fyrirbörn: 80—110 smkr. 7.600,-
120—150 sm kr. 7.900,-
Fyrir fullorðna: 160—200 sm kr. 10.900,-
ISPQRTLÍF)
Eiðistorgi,
sími 611313
ALLT
í UtNUM PAKKA