Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 56

Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 FRA MISSISIPPITIL CHICAGO Blús Árni Matthíasson Eitt helsta vandamál blús- áhugamanna er það hversu erfitt er að ná í gamlar upptök- ur og útgáfur með því helsta sem út hefur komið á blússvið- inu. Ekki vantar þó að nóg sé tíl af stígvélafótsútgáfum og viðlíka rusli, sem aUt á það sam- merkt að hljómgæði eru það litil að ótrúleg má virðast sú ósvífni að gefa slíkt og þvílíkt út sem tónlist, hvað þá að selja það. Nú hefur þó birt eitthvað til, upp eru risin útgáfufyrirtæki sem taka hinar gömlu upptökur og endurvinna þær án þess þó að rýra tónlistargildi þeirra, leggja metnað sinn í að gefa út vandaðar hljóm- plötur. Sumir sérvitringar telja slíkt án efa goðgá hina mestu, en ég, fyrir mitt leyti, er vel sáttur við það að vera laus við brak og bresti þegar ég er t.d. að hlusta á fímmtíu ára gamlar Robert John- son upptökur. Meðal þessara fyrirtækja eru nöfn á borð við Charly Records, Demon/Edsel, Ace, Red Lághtnin’, Yazoo og Nighthawk Records, svo fá ein séu nefnd. Sum þessara fyrirtækja eiga sér umboðsmenn, eða dreif- ingaraðila hér á landi, Skífan er t.a.m. með Charly, Grammið með Þeir kumpánar Buddy Guy og Junior Wells í Chicagoklæð- Ace, Demon/Edsel og Red Light- nin’. Einnig eru mörg hinna stærri hefðbundnu fyrirtækja búin að átta sig á þeirri blúsvakningu sem er í gangi, t.d. hafa RCA, CBS og Phonogram gefíð út sitthvað af gæðablús. Mig langar til að hefja þessa dálkaröð mína, sem verður nokkuð óregluieg, a.m.k. hvað stærðina varðar, á því að §alla um þau plötufyrirtæki sem gefa út blús, sem auðvelt er að ná í hérlendis. Síðar gefst e.t.v. tækifæri til að auka á almennan fróðleik um blús, með umfjöllun um einstaka hljóm- mn. Missisippi Fred listarmenn, eins og Robert John- son, Son House, Jimmy Rushing ofl. ofl. Hef ég þessa kynningu á plötu- fyrirtækinu Red Lightnin’ sem Grammið hefur umboð fyrir (eða e.t.v. sér um dreifíngu). Frá því fyrirtæki fékk ég nýlega tvær hljómplötur, sem spegla vel þá breidd sem öll þessi fyrirtæki reyna að ná í sinni útgáfu. Önnur platan er Missisippi Delta blús, þar sem einn maður með gítar flytur, og hin er gott dæmi um hinn raf- magnaða Chicagoblús eins og hann gerist bestur. Missisippi Fred McDowell var einn af þessum gömlu blúsmönnum sem héldu sig mestmegnis heima- við, í sínu héraði, og reyndu ekki mikið til að vekja á sér athygli. Það var helst að þeir spiluðu við fjölskylduhátíðir eða tilfallandi hjúkólfa í nágrenninu. Heldur er á reiki hvenær Missisippi Fred fædd- ist eða dó, sumir segja að hann hafi verið uppi 1905—1974, aðrir 1904—1972. Ekki skiptir það svo miklu, hann er alténd vel lifandi þegar platan Standing at the Bury- ing Ground var tekin upp í London 1969. Missisippi Fred stundaði land- búnað fram eftir ævinni, og kom ekki nálægt upptökusal fyrr er hann var 55 ára gamall. Þrátt fyr- ir það hafði hann mikil áhrif á marga blúsmenn og rokkhljómlist- armenn, en frægastur er hann e.t.v. fyrir að vera höfundur You’ve Got to Move sem The Rolling Ston- es tóku upp á Sticky Fingers. Eins og ég gat um þá er Miss- isippi Fred einn með gítarinn nema að Jo Ann Kelly syngur með í einu lagi. Tónlistin er eins persónuleg og deltablúsinn getur best orðið. Fred sagðist sjálfur vera undir áhrifum frá mönnum eins og Charlie Patton, en hann hefur sinn sjálfstæða stíl, ómengaðan og sterkan. Hlómurinn á plötunni er góður. Frá Missisippi skellum við okkur til Chicago, eða réttara sagt, til Sviss, Montreux, þar sem þeir Junior Wells og Buddy Guy héldu tónleika 1974. Þeir tónleikar voru hljóðritaðir, en ekki gefnir út fyrr en 1981, á plötunni Drinkin’ TNT ’n’ Smoking Djmamite. Ekki efa ég að Junior Wells og Buddy Guy eru ógleymanlegir öll- um þeim er á þá hlýddu í Broadway sælla minninga. Þar sýndu þeir að þeir eru meistarar hins raftnagn- aða Chicagoblús, með tilheyrandi vælandi gítarsólóum og skerandi munnhörpuleik. Reyndar heyrði ég það haft eftir Eric Clapton um daginn að Buddy Guy væri besti gítarleikari í heimi, það heyrðist bara ekki nema á tónleikum, og eftir þetta eina sinn sem maður hefur látið sig hafa það að fara í Broadway, þá er það víst að ég á erfítt með að þvertaka fyrir það. Buddy sýnir líka hljóðfæraleik á heimsmælikvarða á þessari plötu og Junior stendur fyrir sínu og vel það. Nægir þar að nefna lög eins og Messin’ With the Kid, Hodoo Man Blues og gamla Sonny Boy lagið Checkin on My Babe. Ekki eru meðleikaramir af verri endan- um, Bill Wyman þar fremstur meðal þeirra Pinetop Perkins á píanóið, og Terry Taylor og Dallas Taylor sjá um það sem á vantar. Þegar ég hlustaði á plötuna fékk ég staðestingu á því að þeir eru jafn góðir og ég minnist þeirra frá Broadwaytónleikunum. Hljómur- inn á þessari plötu er ekki síðri en á þeirri fyrmefndu. Ekki er úr vegi að geta þess að Red Lightnin’ hefur gefið út marg- ar fleiri gæðaskífur en þær sem hér era nefndar, t.d. safnplötumar mögnuðu í Ralph Bass seríunni sem heitir „I didn’t give a damn if the whites bought it“ þar sem safnað er saman upptökum mann á borð við Sunnyland Slim, Magic Slim, Jimmy Johnson og Eddie Clearwater, meðal annarra. geroir yndbanda skáparnir vinsælu komniraftur VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar: 685375 og 82275. GOODYEAR LEIÐANDI HEKLA HF Laugawegi 170-172 Simi 28080 695500 GOODf ULTRAGRIP2 VEITIR FULLKOMIÐ ÖRYGGI í VETRARAKSTRI Goodyear vetrardekk eru gerð úr sérstakri gúmmíblöndu og með munstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. Goodyear vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.