Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 57 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kosning-ar og stjórnarmyndim 1978 Vinstri stjórn, mynduð 1978, var bein afleiðing undanfarandi kosningasigurs Alþýðuflokks (22% fylgi) og Alþýðubandalags (22,9%). Myndin sýnir þá stjórn. Hún sprakk eftir rúmlega eins árs stormasaman feril. Og menn mættu gjarnan spyrja sig: hver var starfsárangur hennar? Hvað leiddi af sigfri A-flokka 1978? Ríkisstjómin 1978 sprakk eftir rúmlega eins árs, stormasaman feril, með öll sín mál í illleysanleg- um hnút. Skoðanakönnun Morgunblaðs- ins minnir á máltækið: „Sagan endurtekur sig“, hvort sem þessi „endurtekning" lifir nú af vetur- inn eða ekki. „Hægri“ atkvæði - „vinstri“ stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fær slaka niðurstöðu í þessari skoðanakönn- un, 33,65% fylgi. Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, komst svo að orði af þessu tilefni í setningarræðu á flokksráðsfundi 14. nóvember sl.: „Engum vafa er undirorpið, að kosningaúrslit í samræmi við Við höfum dæmi um vinstri stjómir, ráðherrasósíalisma, 1956, 1971, 1978-1983. í öllum tilfellum var niðurstaðan hin sama. Það segir sína sögu að jafn- vel Þjóðviljinn er hættur að tala um vinstri stjórn. Nú er mark- miðið ævinlega nefnt jafnaðar- sjórn. Það má sum sé hugsanlega selja gamla vöru, sem reynzt hef- ur miður vel, undir nýju nafni, í nýjum umbúðum. Mælikvarðar saman- burðar Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. á nýafstöðunum flokksráðsfundi: „Næstu kosningar munu öðm fremur snúast um árangur núver- Spáð í almenningsálitið: Vinstri stjórn með hægri atkvæðum? Alþingi það er nú situr er kosningaþing. Það hefur að vísu ýmsum merkum málum að sinna, sem sjálfsagt munu móta svip þess í síðari tima úttekt, er störf þess verða vegin og metin. Engum dylst hinsvegar að kosningar að vori - og undir- búningur þeirra - svifa yfir vötnum. Þetta gildir greinilega um stjómarandstöðuflokka, sem standa utan stjórnar- ábyrgðar, en segir einnig til sín í stjómarliðinu. Utan hins aldna þinghúss grúfir síðan almenningsálitið, sem spáð er i með skoðana- könnunum og öðram tiltækum reiknitólum. En almenningsá- litið er eins og íslenzka veðrátt- an. Þar er ekki á vísan að róa. Það em jafnvel mörg veður sama daginn. Nóvemberspá um pólitískt vorveður er eins og miði í happdrætti, möguleiki en ekki málalyktir. Forspá um fylgi flokka eftir fjóra, fimm mánuði er forvitnileg - og ihug- unarverð. Sú spá ein er hins vegar marktæk sem talin verð- ur upp úr kjörkössunum þegar þar að kemur. Kosningar o g sljórnar- myndun 1978 Leikur að tölum Félagsvísindastofnun Háskóla Islands vann þjóðmálakönnun fyr- ir Morgunblaðið dagana 31. október til 7. nóvember sl. Sam- kvæmt þessari könnun var fylgi vinstri flokka, stjórnarandstöðu- flokka, sem hér segir: * Alþýðuflokkur 23,73%. * Alþýðubandalag 15,67%. * Samtök um Kvennalista 8.88%. * Samtals 48.28%. Ef við setjum samasemmerki milli Alþýðubandalags og Sam- taka um Kvennalista, sem naumast er tímabært, eru komnar tvær svo að segja hnífjafnar fylk- ingar: Alþýðuflokkur 23,73% - Alþýðubandalag og róttækar kon- ur 24,55%. Hér hallast vart á hjá fylkingum „vinstra megin við miðju". Standist þessi pólitíska veð- urspá í kosningum að vori verður niðurstaðan ávísun á nýja vinstri stjóm, að dómi Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá væri og komin nær hin sama staða og eftir þingkosningar 1978. Þá unnu A-flokkar stóran sigur: Alþýðubandalag hlaut 22,9% kjörfylgi, Alþýðuflokkur 22%, samtals tæp 45%, á móti 48% meintu fylgi vinstri flokka í heild í skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar nú. Fylgi Alþýðubanda- lagsins 1978 er að vísu tvískipt 1986. Og hvað gerðist í kjölfar þess- ara kosningaúrslita 1978? Mynduð var vinstri stjóm Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, sigurvegara kosninganna, undir forsæti Framsóknarflokks. Verði niðurstaðan að vori sú, sem umrædd skoðanakönnun tíundar, er ekki hægt að ganga fram hjá möguleikanum á ríkis- stjóm A-flokka og Samtaka um kvennalista, hugsanlega undir forsæti Jóns Baldvins Hannibals- niðurstöðu síðustu könnunar myndu opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn tapar atkvæðum yfír miðjuna til vinstri, verður ekki séð, hvemig vinstri flokkamir eiga að komast hjá því að mynda nýja stjóm...“. Könnunin sýnir fyrst og fremst fylgisaukningu Alþýðuflokks á kostnað Sjálfstaeðisflokksins. Kjósendur, sem kosið hafa Sjálf- stæðisflokkinn eða talið líkur á að þeir myndu kjósa hann í fyrri skoðanakönnunum, færa sig, fjöl- margir, „yfir miðjuna til vinstri" í faðm Alþýðuflokksins, að því er virðist. Það er því ekki út í hött að tala um möguleika á vinstri stjóm með „hægri atkvæðum". „Hægri atkvæði", sem hugsanlega reka á fjörur Alþýðuflokksins, kunna því að „opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm“, það er greiða götu for- ystumanna Alþýðubandalagsins til uppvakins ráðherrasósíalisma. Sama máli gegnir raunar um at- kvæði kvenna, sem em borgara- lega pólitískt þenkjandi, en halda Samtök um kvennalista „þver- pólitísk“ samtök. andi stjómarsamstarfs og þau áform og hugmyndir sem menn hafa um uppbyggingu á þeim gmnni, sem lagður hefur verið. Auðvitað verða dægurmál af ýmsu tagi dregin inn í umræðum- ar. Stundum í þeim tilgangi einum, að draga athygli manna frá aðalatriðunum". Kjósendur, sem hafa yfirsýn yfir stjómmálaframvindu síðustu tuttugu ára, hafa glögga saman- burðarreynslu af vinstri stjómum, svokölluðum, og stjómum með aðild Sjálfstæðisflokksins. Þeir mælikvarðar, sem nota verður í þessum samanburði, em m.a.: verðbólguþróun, staða íslenzks gjaldmiðils gagnvart mynt viðskiptaþjóða, viðskipta- jöfnuður við umheiminn, skulda- staðan gagnvart öðmm löndum, ríkisskattheimta sem hlutfall af þjóðartekjum, rekstrarstaða helztu atvinnugreina, atvinnustig og lífskjör. Sanngjam einstaklingur hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, hvaða mælikvarði sem notaður er, að vinstri stjómir [jafnaðarstjóm- ir], em ekki fysilegur kostur. Jólafargjöldin í ár: Köben 14.110,- Gautaborg 13.990,- London 12.080,- Osló 13.880,- Stokkhólmur 16.150,- Hvernig væri að skella sér í heimsókn til ættmenna yfir hátíðirnar? dtwivm HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Umboð á islandi fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.