Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 30

Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 Skáldsaga eftir Kundera ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Óbæriiegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera, en verkið kom fyrst út í Frakklandi árið 1984. íslensku þýðinguna gerði Friðrik Rafns- son. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a. „í bókinni er sögð ástarsaga Tómasar, ungs læknis, og fram- reiðslustúlkunnar Teresu. Sagan gerist að mestu leyti í Tékkóslóv- akíu á árunum fyrir og eftir innrás Sovétríkjanna árið 1968. Örlög Tékkóslóvakíu og örlög persóna bókarinnar fléttast ótjúfanlega saman. Samt er þetta engin harm- saga, heldur er bókin full af óvæntri gamansemi og höfundur lýsir sam- hengi stjómmála, kynlífs og dauða einatt með grátbroslegum hætti. Milan Kundera fæddist í Prag árið 1929, og hefur auk bókmennta fengist bæði við tónlist og kvik- myndalist. Hann varð frægur í heimalandi sínu fyrir skáldsögu sína Brandarann (1965), en eftir innrás var sú bók tekin úr bókasöfnum Tékkóslóvakíu eins og aðrar bækur höfundar; 1975 fluttist hann til Frakklands. Milan Kundera hefur á síðustu árum hlotið Qölmargar við- urkenningar fyrir höfundarverk sitt, nú síðast bókmenntaverðlaun Jerúsalem-borgar." Óbærilegur léttleiki tilverunnar er 347 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Robert Guillemette. Óbæriíegur iéttieiKi tiiverunnar Fyrirlestur um slátrun og meðferð á eldisfiski MILAN KUNDERA FÖSTUDAGINN 28. nóvember kl. 16 verður lialdinn opinber fyrirlestur um slátrun, meðferð og gæðaeftirlit á eldisfiski á Hótel Sögu. Fyrirlesari verður Sverre Ola Roald, dýralæknir Distriktssjef Fiskeridirektorat- ets Kontrolverk í Noregi. Fundurinn er öllum opinn og áhugamenn hvattir til þess að mæta. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurmenntunamámskeið í fiskeldi og fisksjúkdómum fyrir dýralækna sem landbúnaðarráðu- neytið og Dýralæknafélag íslands standa fyrir í sameiningu. Dr. Ro- ald er einmitt annar tveggja norskra gestafyrirlesara sem erindi fljrtja á námskeiðinu og mun hann fjalla um slátmn og eftirlit með slátmn á eldisfiski. Dr. Tore Ha- stein, prófessor í fisksjúkdómum við Dýralæknaháskólann í Osló, mun ásamt þeim dr. Sigurði Helga- syni fisksjúkdómafræðingi, dr. Evu Benediktsdóttur örvemfræðingi og Áma M. Mathiesen dýralækni físk- sjúkdóma flytja erindi um físksjúk- dóma, lyfja- og efnameðferð, bólusetningar og eftirlit með fi- skeldsstöðvum. Þeir Pétur Bjama- son fískeldisfræðingur og Þórir Dan munu flytja erindi um fiskeldi á íslandi og fóðmn á eldisfíski. Námskeiðið hefst kl. 13.30 fimmtudaginn 27. nóvember og lýk- ur kl. 12 laugardaginn 29. nóvem- ber. Námskeiðinu stjómar Ámi M. Mathiesen dýralæknir físksjúk- dóma. (F réttatilkynning) Fávitinn eftir Dostojevski HJÁ MÁLI og menningu er kominn út fyrri hluti skáldsögu Fjodors Dostojevskí, Fávitinn. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir söguna úr rússnesku. Seinni hluti hennar kemur út á næsta ári. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Á hlákublautum nóvembermorgni kemur Myskhin fursti til Pétursborgar með lest frá Sviss þar sem hann hefur verið lengi sér til lækninga. Fyrsti hluti sögunnar og fyrri hluti þessa bind- is gerist allur þennan fyrsta dag Myshkins í borginni, enda er hann viðburðaríkur. Myshkin kemur beint inn í iðandi atburðarás ásta, svika, undirferla og glæpa, einlæg- ur-og saklaus eins og hann er, og hefúr ófyrirsjáanleg áhrif á allt sem gerist upp frá því. Myshkin fursti hefur löngum verið talinn einn dæmigerðasti jesúgervingur 1 bókmenntum, vit- ur, umburðarlyndur og gagntekinn samúð með manneskjum. Hann myndar sterka andstæðu við fólkið sem hánn hittir og viðbrögð þess við honum varpa ljósi á persónu hvers og eins.“ Fávitinn kom fyrst út árið 1868 f Pétursborg og hefur komið út á öllum helstu tungumálum og verið kvikmyndaður oft. Þessi fyrri hluti er 341 bls. og gefinn út með styrk úr þýðingarsjóði. Robert Guille- mett teiknaði kápu. Umbrot, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síöum Moggans! ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.