Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 Skáldsaga eftir Kundera ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Óbæriiegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera, en verkið kom fyrst út í Frakklandi árið 1984. íslensku þýðinguna gerði Friðrik Rafns- son. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a. „í bókinni er sögð ástarsaga Tómasar, ungs læknis, og fram- reiðslustúlkunnar Teresu. Sagan gerist að mestu leyti í Tékkóslóv- akíu á árunum fyrir og eftir innrás Sovétríkjanna árið 1968. Örlög Tékkóslóvakíu og örlög persóna bókarinnar fléttast ótjúfanlega saman. Samt er þetta engin harm- saga, heldur er bókin full af óvæntri gamansemi og höfundur lýsir sam- hengi stjómmála, kynlífs og dauða einatt með grátbroslegum hætti. Milan Kundera fæddist í Prag árið 1929, og hefur auk bókmennta fengist bæði við tónlist og kvik- myndalist. Hann varð frægur í heimalandi sínu fyrir skáldsögu sína Brandarann (1965), en eftir innrás var sú bók tekin úr bókasöfnum Tékkóslóvakíu eins og aðrar bækur höfundar; 1975 fluttist hann til Frakklands. Milan Kundera hefur á síðustu árum hlotið Qölmargar við- urkenningar fyrir höfundarverk sitt, nú síðast bókmenntaverðlaun Jerúsalem-borgar." Óbærilegur léttleiki tilverunnar er 347 bls. að stærð, prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Robert Guillemette. Óbæriíegur iéttieiKi tiiverunnar Fyrirlestur um slátrun og meðferð á eldisfiski MILAN KUNDERA FÖSTUDAGINN 28. nóvember kl. 16 verður lialdinn opinber fyrirlestur um slátrun, meðferð og gæðaeftirlit á eldisfiski á Hótel Sögu. Fyrirlesari verður Sverre Ola Roald, dýralæknir Distriktssjef Fiskeridirektorat- ets Kontrolverk í Noregi. Fundurinn er öllum opinn og áhugamenn hvattir til þess að mæta. Fundurinn er haldinn í tengslum við endurmenntunamámskeið í fiskeldi og fisksjúkdómum fyrir dýralækna sem landbúnaðarráðu- neytið og Dýralæknafélag íslands standa fyrir í sameiningu. Dr. Ro- ald er einmitt annar tveggja norskra gestafyrirlesara sem erindi fljrtja á námskeiðinu og mun hann fjalla um slátmn og eftirlit með slátmn á eldisfiski. Dr. Tore Ha- stein, prófessor í fisksjúkdómum við Dýralæknaháskólann í Osló, mun ásamt þeim dr. Sigurði Helga- syni fisksjúkdómafræðingi, dr. Evu Benediktsdóttur örvemfræðingi og Áma M. Mathiesen dýralækni físk- sjúkdóma flytja erindi um físksjúk- dóma, lyfja- og efnameðferð, bólusetningar og eftirlit með fi- skeldsstöðvum. Þeir Pétur Bjama- son fískeldisfræðingur og Þórir Dan munu flytja erindi um fiskeldi á íslandi og fóðmn á eldisfíski. Námskeiðið hefst kl. 13.30 fimmtudaginn 27. nóvember og lýk- ur kl. 12 laugardaginn 29. nóvem- ber. Námskeiðinu stjómar Ámi M. Mathiesen dýralæknir físksjúk- dóma. (F réttatilkynning) Fávitinn eftir Dostojevski HJÁ MÁLI og menningu er kominn út fyrri hluti skáldsögu Fjodors Dostojevskí, Fávitinn. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir söguna úr rússnesku. Seinni hluti hennar kemur út á næsta ári. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Á hlákublautum nóvembermorgni kemur Myskhin fursti til Pétursborgar með lest frá Sviss þar sem hann hefur verið lengi sér til lækninga. Fyrsti hluti sögunnar og fyrri hluti þessa bind- is gerist allur þennan fyrsta dag Myshkins í borginni, enda er hann viðburðaríkur. Myshkin kemur beint inn í iðandi atburðarás ásta, svika, undirferla og glæpa, einlæg- ur-og saklaus eins og hann er, og hefúr ófyrirsjáanleg áhrif á allt sem gerist upp frá því. Myshkin fursti hefur löngum verið talinn einn dæmigerðasti jesúgervingur 1 bókmenntum, vit- ur, umburðarlyndur og gagntekinn samúð með manneskjum. Hann myndar sterka andstæðu við fólkið sem hánn hittir og viðbrögð þess við honum varpa ljósi á persónu hvers og eins.“ Fávitinn kom fyrst út árið 1868 f Pétursborg og hefur komið út á öllum helstu tungumálum og verið kvikmyndaður oft. Þessi fyrri hluti er 341 bls. og gefinn út með styrk úr þýðingarsjóði. Robert Guille- mett teiknaði kápu. Umbrot, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^síöum Moggans! ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.