Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 39
og kváðust þurfa leyfí frá viðskipta- ráðuneyti Bandaríkjanna. Sam- þykki frá ráðuneytinu kom innan viku okkur til mikillar undrunar. Vélamar voru fluttar til Lúxem- borgar og skrásettar hér. Þá var gengið til samninga við Iran Air, sem tókust þrátt fyrir ýmsa erfíð- leika við samningsgerðina. Iran Air er ríkisrekið fyrirtæki og ríkið rekur einnig stríð. Öllum yfírfærslum á gjaldeyri fylgja miklir annmarkar. Eins drógst á langinn hjá þeim að taka endanlega ákvörðun, því fleiri höfðu áhuga á þessu verkefni. En þeir höfðu ekki sama vélakost og við og heldur ekki flugfélag á bak við sig eins og við. Við enduðum með að fljúga þremur vélum í fyrri hluta pílagrímaflugsins, af gerðinni 747-100 með 505 sætum, eða með 43.000 pílagríma, en í seinni hlutan- um flugum við þremur vélum og fluttum 53.000 manns, eða allt í allt 95.000 pflagríma til og frá Jedda. Einnig flugum við áætlunar-1 flug fyrir Iran Air til Evrópu og Istanbul og fleiri staða í Austur- löndum nær. Um 30 manns störf- uðu við fyrri hluta flugsins en 40 í þeim seinni. Endanlegt uppgjör hefur farið fram og eru að sjálf- sögðu allar greiðslur til okkar komnar. — Voru gerðar sérstakar kröf- ur til starfsfólks ykkar? Pyrst og fremst urðu allir að vera starfsmenn Cargolux, en ekki ráðnir fyrir þetta verkefni ein- göngu. Þeir settu ekki neinar aðrar sérstakar reglur, nema að farið yrði að þeirra lögum við flugrekst- urinn. — Eru þeirra reglur frá- brugðnar reglum á Vesturlönd- um? Þær eru frábrugðnar að því leyti að flugmenn mega ekki fljúga í stuttermaskyrtum og svo urðum við að hafa um borð trúarbragðaverði, sem einnig gegna starfí öryggis- varða, fjóra í pflagrímaflugi en sex í áætlunarflugi. — Hvers áttu trúarbragða- verðir að gæta í flugi? Fyrst og fremst öiyggis, en síðan er tilkynnt í upphafí hvers flugs að konur séu skyldugar til að bera höfuðblæjur sínar á meðan á flug- inu stendur. — Er mikill hagnaður af svona flugi? Já, mjög svo. Iran Air er mjög vel skipulagt flugfélag, betur en nokkurt annað sem við höfum flog- ið fyrir. Til dæmis tók ekki nema hálftíma að afhlaða vélamar í Jedda og ekki nema klukkutíma að hlaða þær aftur 505 farþegum auk far- angurs. Þetta er mjög óvenjulegt og sýnir best hversu vel skipulagðir þeir eru. Samtals flugum við fyrir þá í 1560 klukkutíma. Okkar starfs- fólk vann einnig mjög vel í þessu flugi sem endranær. — Hvað er nýtt á döfinni hjá Cargolux? Við erum að athuga með far- þegaflug til Karabíska hafsins, það gæti orðið um eina til tvær vélar að ræða á viku, ef úr verður. — Hvert flýgur Cargolux mest? Austurlönd fjær eru ennþá aðal- viðskiptastaðir okkar og aðalmið- stöðin er í Taipei. Við fljúgum fjórum sinnum í viku til Austur- landa fjær og bætum einni ferð við nú í jólaönninni, til Singapore, Tai- pei og Hong Kong, og þar að auki fljúgum við tvisvar í viku til Fuku- oka í Japan. Til Bandarílq'anna fljúgum við einu sinni í viku, til Houston og Miami. Áður flugum við til New York en erum hættir því, en við höfum farið fram á leyfí til þess að fljúga til Louisville í Kentucky, en þar eru aðalstöðvar United Parcel Service. Við flugum fyrir þá í 6 daga fyrir jólin í fyrra og vonumst til að fljúga í níu daga fyrir þá í ár. Svo fljúgum við tvisv- ar í viku til San Francisco og Seattle. Einnig fljúgum við talsvert fyrir önnur flugfélög, svo sem Luft- hansa og UTA, svo eitthvað sé nefnt. — Er mikil fjölbreytni í starfi ykkar hjá Cargolux? Það er óhætt að segja það, því til dæmis núna er nýjasta vélin sem við höfum tekið á leigu enn ekki komin til Lúxemborgar, hún hefur verið að fljúga yfír Kyrrahafíð til Bandaríkjanna, síðan tvær ferðir til Hong Kong og Mexíkó, þar sem hún náði í Formulu 1-kappaksturs- bflana og flutti þá til Adelaide í Ástralíu. Jóhannes iítur á klukkuna og mál er fyrir okkur að setja enda- punktinn á samtalið. Jóhannes á trúlega langan vinnudag fyrir hönd- um þó degi sé tekið að halla. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Lúxemborg. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 mterpq! Sprin? 2«*rdwai* Show ínforniofi^ W '"ternational „„ E*h'bition of ur P^stðn and ^fýPPlical/on Balional Decorators. JMnters c<>nventlon f aPwsV VORU- SÝNINGAR BYGGINGAVORUR BUILDING FOR BILLIONS KAUPMANNAHÖFN 10.-18. janúar Hópferö 9. janúar HUSGOGN INTERNATIONAL FURNITURE FAIR KÖLN 13.-18. janúar Hópferó 12. janúar VEFNAÐARVORUR HEIMTEXTIL FRANKFURT 14.-17. janúar Hópferó 13. janúar I.S.M. KÖLN 25.-29. janúar Hópferð 24, janúar GJAFAVORUR OG BÚSÁHÖLD INTERNATIONAL SPRING FAIR BIRMINGHAM 1.-5. febrúar Hópferð 30. janúar HEIMILISTÆKI OG ELDHÚSÁHÖLD DOMOTECHNICA KÖLN 10.-13. febrúar Hópferð 9. febrúar GJAFAVORUR 1 FRANKFURT INTERNATIONAL FRANKFURT 21.-25. febrúar Hópferð 19. febrúar VERSLANAINNRETTINGAR EUROSHOP DUSSELDORF 21.-25. febrúar Hópferð 21. febrúar TISKUFATNAÐUR FUTURE FASHIONS - SKANDINAVIA \ KAUPMANNAHÖFN 19.-22. febrúar Hópferð 19. febrúar SPORTVORUR ISPO MUNCHEN 26. feb.-1. mars Hópferð 25. febrúar SKRIFSTOFUBUNAÐUR OG TÖLVUR CEBIT HANNOVER 4.-11. mars Hópferð JARNVORUR INTERNATIONAL HARDWARE FAIR KÖLN 8.-11. mars Hópferð 7. mars GLERIÐNAÐUR GLASSEX BIRMINGHAM 15.-18. mars Hópferð 13. mars =J FERÐA C&wbcal m MIÐSTDÐIN Jcaud
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.