Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Lögfræðingur
Ráðgarður leitar að lögfræðingi í V2 starf
fyrir einn af viðskiptavinum sínum. Fyrirtæk-
ið er mjög traust fjármálafyrirtæki á sviði
lánastarfsemi, til atvinnurekstrar.
★ Helztu verkefni eru: Samningagerð og
yfirumsjón með frágangi samninga. Trygg-
ingaskjöl og eftirlit með eignum og eigna-
stöðu viðskiptavina. Innheimtur og tilfallandi
lögfræðistörf og málarekstur.
★ Hæfniskröfur: Starfsreynsla í almennum
lögfræðistörfum. Góð framkoma og þekking
á íslenskum atvinnufyrirtækjum nauðsynleg.
Æskilegur aldur 30-40 ára.
★ í boði: Krefjandi starf, sem gæti fljótlega
orðið aðalatvinna. Sveigjanlegur vinnutími.
Kjörið starf fyrir lögfræðing, sem rekur eigin
lögfræðistofu og vill auka sitt svið og vinna
að fjölbreyttum verkefnum.
Námskeið á sérsviði fyrirtækisins.
Upplýsingar gefur Hilmar Viktorsson í síma
(91) 686688 eftir kl. 14.00 næstu daga.
Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. Farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
RÁÐGAFOJR
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGjÖF
NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)6866 88
Verksmiðjustörf
Starfsfólk óskast til framleiðslustarfa, hálfan
eða allan daginn. Vinnutími er kl. 8.00-16.10.
Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Góð
vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar í síma 43123 kl. 10.00-12.00.
Dósagerðin hf.,
Kópavogi.
Dagheimilið
Völvuborg
Fóstra eða starfsmaður með hliðstæða
menntun óskast í stuðningsstöðu. Einnig
vantar okkur starfsmann í hálfa stöðu eftir
hádegi.
Völvuborg er lítið 3ja deilda dagheimili, vel
mannað af fóstrum og góðu starfsfólki.
Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 73040.
Upplýsinga-
þjónustan
Miðlun óskar eftir að ráða stúlku við Ijósritun
og frágang á efni í úrklippubækur og útsend-
ingar á öðru pappírsefni.
Upplýsingar á skrifstofu Miðlunar.
Ægisgötu 7,
Sími622288.
Hefur þú áhuga
á tölvum?
Við leitum að ungum, hressum og áhuga-
sömum rafeindavirkja til viðhaldsstarfa á
verkstæði okkar að Ármúla 38.
Þar önnumst við þjónustu á tölvum, jaðar-
tækjum og tengibúnaði af ýmsum gerðum
svo þú þarft að vera tilbúin(n) að læra eitt-
hvað nýtt.
Hafirðu áhuga ættirðu að líta við og ræða
málin við Sigurð Guðmundsson verkstjóra.
Markaðsstjóri
★ Fyrirtækið:
Rótgróin heildverslun. Flytur m.a. inn raf-
magnsvörur (heimili, fyrirtæki og stofnanir)
svo og aðrar tæknivörur. Sala fyrst og fremst
til endurseljenda. Góð viðskiptasambönd.
Traust fjárhagsstaða. Tölvuvæðing á háu
stigi. Um 30 starfsmenn.
★ Starfssvið:
Innlend og erlend viðskiptasambönd. Söluá-
ætlanir, sölustjórnun. Markaðskannanir,
auglýsingamál og samræming markaðsað-
gerða. Þjálfun sölumanna. Framkvæmda-
stjórn.
★ Starfsmaðurinn:
Viðskiptafræðingur. Vilji, löngun og geta til
að starfa á sölu- og markaðssviði. Sýnirfrum-
kvæði, leggur áherslu á góð mannleg
samskipti, fær fólk til að vinna með sér.
★ Starfið:
Faglegt stjórnunarstarf. Krefjandi. Laun sam-
komulagsatriði.
Allar fyrirspurnir og umsóknir trúnaðarmál.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við
Holger Torp fyrir 1. desember nk.
FRUIH Starfsmannastjórnun-Ráðningaþjónusta
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Ff"
j
i
l
Verkfræðingar
Laust er starf forstöðumanns hönnunar-
deildar við embætti bæjarverkfræðingsins í
Hafnarfirði.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
skulu berast bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði
eigi síðar en 4. desember nk.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
tfSjSfc ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAKOTI
Hafnarbúðir
Þurfum á góðu fólki að halda, bæði í býtibúr
og við ræstingar.
Upplýsingar í síma 19600-259 alla virka daga
frá kl. 10.00-14.00.
Kerfisfræðingar —
Forritarar
Óskum eftir að ráða sem fyrst kerfisfræðing/
forritara með reynslu á IBM S/36 eða S/34.
Upplýsingar á skrifstofunni að Síðumúla 21.
Halló
Bráðhresst starfsfólk vantar samstarfsmann
strax. Erum á dagheimilisdeildinni í Rofaborg.
Hafið samband í síma 672290.
Prófarkalesari
Tölvufræðslan óskar eftir að ráða til starfa
sem fyrst færan prófarkalesara sem hefur
góða tilfinningu fyrir máli og stíl.
Nánari upplýsingar í síma 687590.
Ufr TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
Einkaritari
Fyrirtækið er innflutningsfyrirtæki.
Starfið felst í vélritun, tölvuvinnslu, skjala-
vistun, símavörslu, léttum bókhaldsstörfum
ásamt móttöku pantanna og sölu í gegnum
síma.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi
reynslu af tölvunotkun, séu leiknir í vélritun
og hafi einhverja tungumálakunnáttu.
Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir í
austurhluta borgarinnar og hafi bifreið til
umráða.
Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvem-
ber nk. Ráðning yrði fljótlega eða eftir nánara
samkomulagi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysmga- og rádnmgaþjónusta
Lidsauki hf. W
Skólavörðuslig la - 101 Heykjavik - Siml 621355
fff LAUSAR S7ÖÐUR HJÁ
W\ REYKJAVIKURBORG
Fólk með uppeldismenntun, þó ekki skilyrði,
óskast til starfa á skóladagheimili Breiða-
gerðisskóla.
Bæði heils- og hálfsdagsvinna kemur til greina.
Einnig vantar fólk til starfa í forföllum.
Upplýsingar í síma 84558 frá 8.00-17.00 alla
virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 5. hæð
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Lausar stöður
Eftirtaldar stöður í sjávarútvegsráðuneytinu
eru lausar til umsóknar:
1. Staða ritara
2. Staða skjalavarðar
Umsækjendur skulu hafa góða kunnáttu í
vélritun, íslensku og einhverja kunnáttu í
norðurlandamáli og ensku.
Launakjör samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist sjávar-
útvegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101
Reykjavík, fyrir 5. desember nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
21. nóvember 1986.
P'GFRl5m
Sendiherra
til starfa hjá þjónustufyrirtæki í austurhluta
Reykjavíkur. Hann sér um sendiferðir í banka,
toll og til viðskiptavina í bíl frá fyrirtækinu.
Ábyrgðarstarf hjá fyrirtæki með mikil umsvif
og góðum starfsanda.
Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, rösk-
ur og þjónustusinnaður. Æskilegur aldur
20-30 ára. Vinnutími 9.00-17.00.
Afgreiðslumaður
Fyrirtækið verslar með pípulagningaefni.
Vinnutími 8.00-18.00, lokað 12.00-13.00.
Æskilegur aldur 30-50 ára. Góð laun fyrir
réttan framtíðarmann.
Bæði störfin eru laus strax.
Skriflegar umsóknir eiga að tilgreina náms-
og starfsferil, og berast okkur fyrir 28. nóv-
ember nk.
FRUIT1 Starf smannast jómun - Ráöningaþjónusta
Sundabofg 1 - 104 Reykjavik - Simar 681888 og 681837