Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
<T
fHúrgMi Útgefandi nWuiJfiti* t Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Hættumerki
framundan
ess má sjá ýmis merki,
að hætta er á því, að
verðbólgan aukist á ný og
efnahagsmálin fari úr bönd-
um. Tvö ríkisfýrirtæki hafa
tilkynnt að þau muni óska
eftir gjaldskrárhækkunum á
næstunni, Landsvirlgun og
Póstur og sími. Landsvirkjun
lækkaði gjaldskrá sína hinn
1. marz sl. um 10% og byggði
þá á þeirri forsendu, að verð-
bólgan í ár mundi nema um
7-9%. Nú telur Landsvirkjun,
að verðbólgan í ár verði um
14% og stefnir að 10-16%
hækkun um áramót. Póstur
og sími telur sig þurfa 30-40%
hækkun á gjaldskrá til þess
að mæta fýrirsjáanlegum
hallarekstri á þessu ári.
Um næstu mánaðamót
hækka laun almennt um 2,5%
skv. þeim kjarasamningum,
sem gerðir voru fyrr á þessu
ári. Til viðbótar ber sámeigin-
legri launamálanefnd ASI og
VSÍ að ræða um hugsanlega
launahækkun vegna þess, að
hækkun framfærsluvísitölu
hefur orðið meiri en gert var
ráð fyrir í samningsgerðinni.
Leiði þær viðræður til al-
mennra kauphækkana þýðir
það að kaup hækkar almennt
um nær 4,6% eftir rúma viku.
Það er mikil launahækkun,
eins og mál standa nú, ekki
sízt, þegar haft er í huga, að
kjarasamningar renna út um
áramót og þessi mikla launa-
hækkun mundi koma skömmu
fyrir upphaf nýs samnings-
tímabils, sem sjálfsagt leiðir
til einhverra launabreytinga.
Af þessu má sjá, að ríkis-
stjóm, verkalýðshreyfíngu og
vinnuveitendum er mikill
vandi á höndum. Á síðustu
tæpum Qórum árum hefur
verið unnið þrekvirki í efna-
hagsmálum. Verðbólgan
hefur minnkað úr 130% í
10-14%. Þessi árangur einn
út af fyrir sig hefur gjör-
breytt öllum viðhorfum í
efnahags- og atvinnumálum.
Hann hefur líka orðið til þess
að létta af þjóðinni því sál-
ræna fargi, sem fólst í því,
að við réðum ekkert við verð-
bólguna árum saman eða á
annan áratug.
Þessi árangur hefur ekki
náðst án þess að nokkru væri
fórnað. Framan af kjörtíma-
bili núverandi ríkisstjómar
voru lífskjör skert verulega.
Margir urðu hart úti vegna
erfíðrar afkomu og stór hópur
ungs fólks lenti í slíkum erfið-
leikum í húsnæðismálum, að
það mun seint gleymast því
fólki og aðstandendum þess.
Þrekvirkið er því ekki fyrst
og fremst ríkisstjómarinnar
heldur fólksins í landinu.
Fyrir tæpu ári breyttust
ytri skilyrði þjóðarbúsins á
skömmum tíma. Hmn varð á
olíuverði, sem við höfum haft
ómældan hag af. Vextir lækk-
uðu á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum, sem þýddu minni
vaxtabyrði fyrir þjóðina. Fisk-
verð hefur hækkað verulega
á erlendum mörkuðum beggja
vegna Atlantshafsins. Ríkis-
stjóm, verkalýðshreyfíng og
vinnuveitendur báru gæfu til
að hagnýta þessi bættu skil-
yrði. Kjarasamningamir, sem
gerðir voru sl. vetur mörkuðu
tímamót. Þeir hafa fært laun-
þegum umtalsverðar kjara-
bætur eftir erfíð ár. Þeir hafa
leitt til jafnvægis í efnahags-
málum okkar.
Nú er hætta á að þessi
árangur renni út í sandinn,
ef ekki tekst að halda vel á
málum. Um þessa helgi sitja
helztu trúnaðarmenn verka-
lýðshreyfíngarinnar á fund-
um. Þeir ráða miklu um
fi*amvinduna næstu mánuði.
Það er á þeirra valdi, hvort
mikilli kauphækkun verður
hleypt út til allra launþega í
landinu, eða hvort leitað verð-
ur annarra leiða. Þeir hafa
oddaatkvæðið í launamála-
nefndinni. Fyrir launþega
skiptir mestu, að takast megi
að halda þeim kjarabótum,
sem áunnizt hafa á þessu ári.
Um hitt þarf ekki að deila,
að ákveðinn hópur launþega
býr við svo erfið kjör, að það
á að vera metnaðarmál okkar
allra að bæta þar úr. Með
góðra manna ráðum og
drengilegu samstarfi ríkis-
stjómar, verkalýðshreyfingar
og vinnuveitenda á það að
takast.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 22. nóvember
Skýrsla þeirra þriggja
manna, sem Hæstiréttur
tilnefndi að fyrimælum Al-
þingis til að gera úttekt á
viðskiptum Hafskips og
Útvegsbankans hefur vakið
verulega athygli. Birting
skýrslunnar í heild hér í
Morgunblaðinu á laugardaginn gerir öll-
um, sem áhugá hafa, kleift að kynna sér
þessa merku heimild um vonandi einstakt
tilvik úr samtímasögu okkar. Gjaldþrota-
málið vegna Hafskips hefur sinn lög-
bundna gang. Það er dómstólanna að skera
úr um ágreiningsatriði í því efni. Sú hlið
málsins, er varðar peninga- og bankakerf-
ið og pólitíska stjóm þess, er viðfangsefni,
sem nauðsynlegt er að ræða á opinberum
almennum vettvangi.
Töluvert er kvartað undan því í þessu
máli og öðrum, að fjölmiðlar séu aðgangs-
harðir. Þeir séu að taka sér vald til að
kalla menn fyrir, sakfella þá og dæma.
Þegar fullyrðingum af þessu tagi er kast-
að fram, er í fyrsta lagi ámælisvert hjá
þeim, sem það gera, að þeir alhæfa oft-
ast. Þeir færa sjaldan skýr og ótvíræð rök
fyrir máli sínu með því að vísa beint til
þeirra orða, sem þeir telja ómakleg. í
umræðum um fjölmiðla eins og annað verð-
ur að gera þá kröfu til gagnrýnenda, að
þeir fínni orðum sínum stað. Gamla ráðið
að drepa þá, sem flytja ill tíðindi, tekur
aðeins á sig nýja mynd, þegar veijendur
lélegs málstaðar kenna fjölmiðlum um tak-
markaðar vinsældir og andsnúið almenn-
ingsálit. Með þessum orðum er ekki verið
að taka upp hanskann fyrir fjölmiðlamenn
í máli þessu. Til eru þeir í þessari stétt
eins og öllum öðrum, sem hafa hagað sér
þannig, að það er fullt tilefni til þess að
gagnrýna vinnubrögð þeirra og veita þeim
sterkt aðhald.
í lýðræðisþjóðfélögum er gerð sú krafa
til borgaranna, að þeir taki afstöðu til
manna og málefna í stjómmálum og leggi
þeim lið, er þeir telja hæfasta til að fara
með stjóm ríkisins. Eftir því sem þjóð-
félögin verða flóknari, ekki síst peninga-
og fiármálalífíð, verður erfíðara fyrir hinn
venjulega mann að gera greinarmun á
réttum og röngum vinnubrögðum. Deilum-
ar um það, hvaða aðferð átti að beita við
reikningsskil vegna uppgjörs á Hafskipi,
sýna í hnotskum, að sérfræðingar geta
þráttað án þess að komast að einni niður-
stöðu. Fyrir hinn almenna borgara skipta
tæknileg atriði af þessu tagi minna máli
en til dæmis hitt, hvort þær aðferðir, sem
beitt er við stjóm ríkisbankanna, bera til-
ætlaðan árangur.
Um það hvað er rétt eða rangt í því
efni er ekki dæmt af dómstólunum. Hér
er það kjósenda að velja og hafna. Á grund-
velli upplýsinga um það, hvemig stjóm
ríkisbankamála er háttað, geta þeir metið
yfírlýsingar einstakra stjómmálamanna og
flokka um þetta kerfí, tekið afstöðu til
ágreiningseftia og síðan fellt sinn dóm í
kosningum. Utan þingsalanna eru það fjöl-
miðlamir, sem eru hinn eðlilegi vettvangur
fyrir ólík sjónarmið. Um sum mál verður
ekki dæmt nema tekist sé á um þau í fjöl-
miðlum. Undan þeirri staðreynd geta
stjómmálamennimir ekki vikist; hinir
stjómlyndustu í þeirra hópi vilja ekki að-
eins ráða því hvert obbinn af sparifé
landsmanna rennur heldur einnig því, sem
stendur í blöðunum og sagt er á öldum
ljósvakans.
Sj ón varpsþátturinn
Vegna þess hve flókið og viðkvæmt
Hafskipsmálið er og hve mikið er í húfí
fyrir Útvegsbankann og þá, sem tengjast
málinu á einn eða annan veg, vekur það
furðu, hve þeir, er málið varðar, hafa ve-
rið fúsir til að láta f ljós álit sitt á opin-
berum vettvangi, meðal annars í
sjónvarpsumræðum. Mannvalið í Kastljósi
í ríkissjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld var
til að mynda einstætt. Þar var kominn Jón
Þorsteinsson, formaður nefndarinnar, sem
gaf Alþingi skýrsluna, Albert Guðmunds-
son, iðnaðarráðherra, fyrrum stjómar-
formaður bæði í Útvegsbankanum og
Hafskipi, Matthías Bjamason, viðskipta-
ráðherra, Halldór Guðbjamason, banka-
stjóri, og Ragnar Kjartansson, fyrrum
stjómarformaður og forstjóri Hafskips.
Það þætti saga til næsta bæjar, ef for-
seti Hæstaréttar settist fyrir framan
sjónvarpsvélamar í beinni útsendingu í
sjónvarpi og tæki upp rökræður við aðila
að máli, sem rétturinn hefði nýlokið við
að afgreiða. Með því að fá Jón Þorsteins-
son til að sitja fyrir svömm um efni
skýrslunnar, er hann og meðnefndarmenn
hans, Brynjólfur Sigurðsson og Sigurður
Tómasson, sömdu, var stigið skref í um-
ræðum um Hafskipsmálið, sem er
sambærilegt við það, að dómarar tækju
að ræða við málsaðila á opinberum vett-
vangi um gjörðir sínar. Að sjálfsögðu er
þó ekki unnt að líkja skýrslu nefndarinnar
við dómsorð.
Fróðlegt var að kynnast því í þessum
sjónvarpsþætti, hve stjómmálamenn em
hömndsárir vegna gagnrýni á störf þeirra,
hvort heldur hún kemur fram í fjölmiðlum
eða opinbemm skýrslum, sem þeir hafa
sjálfír látið gera. Hjá því er auðvitað ekki
unnt að komast að ræða um, hver ber
ábyrgðina á stjóm Útvegsbankans, þegar
rætt er um Hafskipsmálið. Um þetta vildu
ráðherramir sem minnst tala. Það var eins
og þeir gleymdu því, að þeir sátu þama í
beinni útsendingu frammi fyrir umbjóð-
endum sínum, háttvirtum kjósendum, sem
hafa síðasta orðið um þennan þátt Haf-
skipsmálsins með atkvæði sínu. Svipuð
viðhorf hafa komið fram hjá stjómmála-
mönnum úr öllum flokkum: það sé fráleitt
að beina athygli að ákvörðunum Alþingis
í umræðum um stjóm Útvegsbankans.
Um það þarf ekki að þrátta, að vel fer
á því, þegar skipað er í opinber ráð og
nefndir, að menn séu kosnir á Alþingi. A
meðan ríkið rekur banka, er ofureðlilegt,
að Alþingi kjósi fulltrúa í stjóm þeirra
eins og þingmenn ákveða hverjir sitja í
útvarpsráði. Áður en menn em valdir í
bankaráð, em oft harðar deilur um það
fyrir luktum dymm á fundum þingflokka,
hverjir skuli hljóta „hnossið". Hvers vegna
bregðast þingmenn svona illa við, þegar
opinber nefnd gagnrýnir þá fyrir, hvemig
staðið var að vali á mönnum í bankaráð
Útvegsbankans?
Enginn vafí er á því, að það kom þing-
mönnum og fjölmiðlamönnum á óvart, hve
rannsóknanefndin fór yfír víðtækt svið í
athugun sinni. Sé það kannað, sem sagt
var á Alþingi í umræðum um skipan nefnd-
arinnar, kemur í ljós, að þar vom nefndinni
ekki settar neinar skorður. Matthías
Bjamason, viðskiptaráðherra, sagði þá
meðal annars: „Ég tel að það eigi ekkert
að fela í þessu máli. Vítin em til vamað-
ar. Við eigum að taka á þessu máli eins
og öllum öðmm málum, rannsaka það ofan
í Igölinn til að koma í veg fyrir endurtekn-
ingu.“ Ekki verður annað séð en rann-
sóknanefndin hafí tekið mið af þessum
orðum ráðherrans. Og um Alþingi og störf
bankaráða sagði Matthías Bjamason 14.
desember 1985, þegar hann hafnaði tillögu
um sérstaka rannsóknanefnd þingmanna:
„Er Alþingi hlutlaus dómstóll yfír banka-
ráðum? Alþingi kýs bankaráð. I bankaráð-
um em og hafa verið margir alþingismenn.
Þeir eiga því að fara að rannsaka sjálfa
sig. Er það betra? Ég spyr. Ég held að
menn komist líka að þeirri niðurstöðu að
það verði ákaflega erfítt að sannfæra sig
og aðra um að Alþingi sé hið eina óháða
vald." Þessi orð em jafn réttmæt nú og í
desember 1985. Þingmenn era vilhallir í
dómum sínum um bankaráðin. Hæstarétti
var þess vegna falið að tilefna þijá menn
í rannsóknanefndina.
Ummæli forsætis-
ráðherra
Eins og fyrr sagði er undarlegt, að allir
þeir, sem áður vom nefndir, skuli hafa léð
máls á því að sitja fyrir svömm í beinni
útsendingu á núverandi stigi Hafskips-
málsins. Fleira sérkennilegt hefur rekið á
fiömr sjónvarpsstöðva í þessu máli nýver-
ið. Stöð 2 ræddi við Steingrím Hermanns-
son, forsætisráðherra, í fréttatíma á
mánudagskvöldið. Það viðtal vekur á sinn
hátt fleiri spumingar en svör. Verður sam-
tal þeirra Steingríms og Ólafs E. Friðriks-
sonar, fréttamanns, birt hér í heild:
„Ólafur E. Friðriksson: Steingrímur
Hermannsson, þessi nefnd sem nú hefur
skilað skýrslu sinni um viðskipti Hafskips
og Útvegsbankans var m.a. sett á fót til
þess að kanna þátt Alberts Guðmundsson-
ar í þessum viðskiptum. Telurðu að þessi
rannsókn á hans þætti sé fullnægjandi?
Steingrímur: Það má náttúrlega segja
að þessu máli er ekki lokið fyrr en dómstól-
amir hafa kveðið upp sinn dóm. Svo því
fer að vísu fjarri. Én ég held að það sé
þó enginn vafí á því að þessi skýrsla er
mikið innlegg í málið. Ég hef að vísu svona
mínar athugasemdir við ýmislegt að gera
sem í þessari skýrslu kemur fram.
ÓEF: Hvað er það einkum og sér í lagi?
Steingrímur: Ja, mér fínnst t.d. dálítið
einkennilegt, svo ég nefni nú annan þátt,
að segja eins og þeir segja, að viðskipti
Hafskips og Reykvískra endurtrygginga
séu svona siðferðislega ekki eðlileg, en svo
komast þeir að þeirri niðurstöðu að það
sé að vísu allt í lagi, því allir hafí grætt!
Og mér fínnst dálítið einkennilegt að áfell-
ast Alþingi fyrir að kjósa pólitískt í
bankaráð ríkisbankanna, áfellast banka-
ráðin fyrir að vera pólitískt kjörin og fyrir
að velja bankastjóra þá sem slíkt, sem
pólitískt kjörið bankaráð, þar með em
bankastjóramir eiginlega sakfelldir líka.
Nú, en svo er reyndar sá stjómmálamaður-
innj sem mest kemur við sögu hvítþveginn.
OEF: Er það Albert Guðmundsson?
Steingrímur: Ja-á, ég heyri ekki annað.
ÓEF: Finnst þér af þessari skýrslu að
Albert Guðmundsson sé hvítþveginn, að
hann sé hreinsaður af öllum gmn?
Steingrímur: Sko, ég vil ekkert um það
segja. Eins og ég sagði áðan þá er það
dómstólanna að kveða upp. Ég ætla Al-
bert Guðmundssyni ekkert meira hlutverk
í þessu heldur en komið hefur fram í þess-
ari skýrslu, fyrr en ég sé annað.
ÓEF: Áttirðu von á því að nefndin kæm-
ist að annarri niðurstöðu varðandi þátt
Alberts Guðmundssonar?
Steingrímur: Ja, ég átti kannski von á
því, að fyrst hún telur svona alvarlegt að
Alþingi kýs stjómmálamenn í bankaráð
og eiginlega varpar sök á pólitískt kjörin
bankaráð, þá finnst mér dálítið einkenni-
legt að hann skuli ekki vera undir þá sömu
sök felldur.
ÓEF: Kanntu einhveija skýringu á því,
hvers vegna nefndin kemst að þessari nið-
urstöðu?
Steingrímur: Hann hefur bara hagað
sér svona miklu betur en aðrir pólitískt
kjömir bankaráðsmenn, hlýtur að vera.
ÓEF: Nú sagðir þú á í . . .
Steingrímur: . . . ég vil reyndar taka
það fram, að ég held að þetta sé rangt
hjá nefndinni, ég held að pólitískt kjörin
bankaráð þurfí alls ekki að vera af hinu illa.
ÓEF: Nú sagðir þú í sumar þegar þessi
mál vom til rannsóknar hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, að — og þú hafðir fengið
inngrip í málið frá rannsóknarlögreglu-
stjóra — að þú teldir að Albert Guðmunds-
son ætti að segja af sér. Þú sagðir að þú
myndir segja af þér ef þú værir í hans
spomm. Ertu enn sömu skoðunar?
Steingrímur: Já, já, ég er þeirrar skoð-
unar. En það á við allt annan þátt í þessu
máli heldur en það sem í rauninni þama
um ræðir eða fyrst og fremst á það við
annan þátt, það sem gerðist síðar í Haf-
skipsmálinu.
ÖEF: Hvaða þáttur er það þá sérstak-
lega?
Steingrímur: Ja, ég vil nú ekkert vera
að rekja það hér. Ég hef engin afskipti
haft af þessu máli í lengri tíma og ekki
fylgst með því og þetta bíður bara núna
saksóknara og dómstólanna. Ég veit að
þér er vel kunnugt um það, að það vom
aðrar sakir bomar á Albert, en eins og
ég segi, ég ætla ekki að gerast dómari í því.
ÓEF: Telurðu að stjómmálamenn og
Alþingi geti dregið einhveija sérstaka lær-
dóma af þessari skýrslu?
Steingrímur: Jú, það tel ég að vísu. Ég
tel sjálfsagt að stjómmálamenn skoði
þetta, hvort eitthvað er rangt við að Al-
þingi kjósi bankaráð. Er eitthvað rangt
við það að alþingismenn sitji f bankaráði?
Það er sjálfsagt að skoða það vandlega."
Hvað felst í þessum orðum Steingríms
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Reyndur emb-
ættismaður, sem
nú hefur látið af
störfum, sagði við
höfund þessa
Rey kj aví kurbréf s
nú í sumar, þegar
rannsókn lögregl-
unnar vegna
Hafskipsmálsins
stóð sem hæst, að
það snerist öðrum
þræði um ábyrgð
stjórnmála-
manna. Þar átti
hann ekki við
refsiábyrgð held-
ur þau mörk, sem
stjóramálamenn
þurfa að virða í
öllum opinberum
störfum.“
Hermannssonar? Er ekki forsætisráðherra
að gefa til kynna, að iðnaðarráðherra verði
ekki sýknaður án dóms? Engin ákæra
hefur þó komið fram á hendur honum eða
öðmm. Ef þessi orð forsætisráðherra
byggjast ekki á misskilningi, sýnist hann
ekki sætta sig við annað en dómsniður-
stöðu. Menn hljóta að velta því fyrir sér,
hvemig iðnaðarráðherra hefíir geð í sér
að sitja í ríkisstjóm undir forsæti manns,
sem þannig talar.
Hin leyfilegn mörk
Reyndur embættismaður, sem nú hefur
látið af störfum, sagði við höfund þessa
Reykjavíkurbréfs nú í sumar, þegar rann-
sókn lögreglunnar vegna Hafskipsmálsins
stóð sem hæst, að það snerist öðmm þræði
um ábyrgð stjómmálamanna. Þar átti
hann ekki við refsiábyrgð heldur þau mörk,
sem stjómmálamenn þurfa að virða í öllum
opinbemm störfum. Hvemig þeim ber að
haga afskiptum sínum af einstökum úr-
lausnarefnum, hvort heldur þau snúast um
fjármál eða annað. Og hvað þeir geta lát-
ið sér um munn fara á opinbemm vett-
vangi. Skýrsla rannsóknamefndarinnar
sýnir, að þetta er réttmæt ábending að
því er varðar samband stjómmálamanna
og þeirra, er fara með stjóm bankamála.
I síðustu viku birtist forsíðufrétt í
Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins,
þar sem Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, kvartaði undan því, að
embættismenn í lánastofnunum afgreiddu
ekki þau mál, sem hann vildi, að næðu
fram að ganga. „Ég verð því miður að
segja að þegar ríkisstjómin tekur ákvörð-
un, þá tekur vikur og mánuði að koma
einföldum málum í gegnum embættis-
mannakerfíð, sérstaklega bankakerfíð. Ég
held að þeir séu orðnir allt of margir þess-
ir embættismenn í bönkunum og það
mætti fækka þeim og láta málin ganga
hraðar fyrir sig. Þetta er satt að segja að
verða alvarlegt mál, því hér er bunki af
svona málum sem stranda á einhveijum
embættismönnum sem em að gera sig
digra, þótt ákvörðun ríkisstjómarinnar
liggi fyrir," sagði sjálfur forsætisráðherr-
ann.
Er þetta rétt viðhorf stjórnmálamanns
til bankakerfísins? Er þess að vænta, að
stjómmálamenn, sem telja embættismenn
banka eiga að taka við fyrirmælum frá
ríkisstjóminni um afgreiðslu mála, vilji
minnka hlut ríkisbankanna?
ErfiðleikarÚt-
vegsbankans
í skýrslu rannsóknanefndarinnar er
sérstaklega rætt um stöðu Útvegsbankans
og minnt á tengsl hans við sjávarútveg-
inn. Þar segir meðal annars: „Umræður
um framtíð Útvegsbanka íslands hafa
skotið upp kollinum af og til í tæpa tvo
áratugi. Það vekur athygli, að í þeim
umræðum hefur mjög lítið borið á um-
fjöllun um opinber afskipti af vaxtakostn-
aði og lánum til atvinnuveganna.
Sjávarútve£ur er og verður um langt skeið
mikilvægasti atvinnuvegur landsmanna.
Gera má ráð fyrir sveiflum í aflabrögðum,
markaðsverði og afkomu. Slíkar sveiflur
geta haft áhrif á atvinnustig ekki síst úti
á landsbyggðinni þar sem atvinnulíf er
mjög háð sjávarútvegi, en atvinnuleysi er
sennilega mesti ógnvaldur allra ríkis-
stjóma. Sem stendur em vextir frjálsir,
og raunvaxtastefna ríkjandi. Verður það
til frambúðar, eða er hætta á að stjóm-
völd grípi til þess ráðs, þegar illa árar, að
ætla viðskiptabönkunum að leysa hluta
vandans með lækkun vaxta á ákveðnum
lánum til sjávarútvegsins?"
Nefndin bendir á, að það séu ekki að-
eins viðskipti við Hafskip heldur sú
staðreynd, að Útvegsbankinn er háður
hinni almennu efnahagsstefnu stjómvalda,
sem hafí leitt til veikrar eiginfjárstöðu
bankans. Á undafömum ámm hefur Út-
vegsbankinn átt undir stjómvöld að sækja
til að halda starfsemi sinni áfram. Því er
líklegt, að þar hafí menn talið sig í veik-
ari stöðu en ella til að standa gegn þeim
þrýstingi frá stjómvöldum, sem forsætis-
ráðherra lýsti í Tímaviðtalinu, sem vitnað
var til hér að framan.
Rannsóknanefndin telur, að raunvaxta-
stefnan hafí treyst stöðu bankanna að
þessu leyti. Stjómmálamenn em síður en
svo á einu máli um hana, því meira sem
þeir hneigjast til vinstri þeim mun meira
em þeir á móti henni. Nú þegar rætt er
um framtíð bankakerfísins og hlut ríkisins
í því er nauðsynlegt að hafa þessar stað-
reyndir í huga. Þar er tekist á um það,
hve mikil völd stjómmálamennimir eigi
að hafa I bankakerfínu. Eini flokkurinn,
sem vill eindregið auka hlut einkabank-
anna og þar með minnka áhrif stjóm-
málamannanna er Sjálfstæðisflokkurinn.