Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 5

Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 5 Sólrún Bragadóttir sópransöngkona: Boðin staða við óperuna í Kaiserslautern SÓLRÚNU Bragadóttur, söngkonu, hefur verið boðin staða fyrsta sóprans við óperuna í Kaiserslautern í Þýskalandi. I samtali við Morgunblaðið sagði Sólrún að hún hefði tek- ið þá ákvörðun að undirrita samning við óperuna til tveggja ára. Hún lýkur mastersgráðu í óperusöng næsta vor frá tónlistarháskóla í borginni Bloomington í Indinanafylki í Bandaríkjunum, og tekur við starfinu haustið 1987. „Þetta tilboð kom mér algjörlega á óvart, þvi baráttan um hveija stöðu er svo hörð. Heppnin fellst í þvi að vera rétt rödd á réttum stað,“ sagði Solrún. Sólrún og eiginmaður hennar Bergþór Pálsson, barítónsöngv- ari, hafa nú verið við nám í Bloomington í fjögur ár. „Þar sem starfssamningar við óperu- húsin eru gerðir með árs fyrir- vara þurftum við að „stelast" úr skólanum til að prufusyngja fyr- ir umboðsmenn hér í Evrópu,“ sagði Sólrún sem var stödd í Vínarborg þegar blaðamaður ræddi við hana. „Erfiðasti hjall- inn er að fá viðtal við þekkta umboðsmenn, því það eru þeir sem velja úr hópi hundruða um- sækjenda. Við vorum sex sópran- ar valdir til að prufusyngja í Kaiserslautem, og mér einni boð- in staða að því búnu. Fyrsta hlutverk mitt verður líkega Nini í „La Bohéme", en ég kem til með að syngja í 3-4 óperum á ári.“ Hún sagðist gera ráð fyrir því að leita sér að starfi annarstaðar í Evrópu að gildistíma samnings- ins liðnum. „Auðvitað dreymir mann alltaf um að geta komið og unnið heima. En því miður eru tækifærin fá, og ekki hægt að framfleyta sér á óperusöng á Islandi," sagði Sóirún. íslending- ar fá þó að hlýða á söng Sólrúnar bráðlega, því 4. desember mun hún syngja einsöng í 4. sinfóníu Mahlers með Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ég hlakka mikið til tón- leikanna, það er einstakt tæki- færi að fá að syngja þetta verk með hljómsveitinni,“ sagði Sól- rún. Verslun Rafha í gamla verksmiðjuhúsinu að Lækjargötu 22 í Hafnarfirði. Rafha hefur opnað nýja 700 fermetra verslun RAFHA hefur opnað verslun í 700 fermetra húsnæði að Lækj- argötu 22 í Hafnarfirði, þar sem fyrsta verksmiðja fyrir- tækisins var til' húsa um áratugabil. í versluninni verður seld framleiðsla fyrirtækisins, auk raftækja sem fyrirtækið flytur inn. Verslunin er opnuð af því til- efni að 50 ár eru liðin frá því fyrirtækið var stofnað hinn 29. október árið 1936. Þá ríkti kreppa hér á landi og þótti stofnun fyrir- tækisins mikið framtak á sínum tíma. Fyrirtækið framleiðir margt annað auk eldavéla, svo sem raf- hitara, flúorsentlampa, málm- glugga, ragmagnsviftur, hitaskápa og fleiri stærri tæki fyrir skip, hótel og veitingahús. Nú á afmælisárinu er kynnt ný gerð af eldavélum og verður hún Séð yfir hluta verslunarinnar. sett á markað hérlendis sem er- lendis. Auk eigin framleiðslu verður reynt að hafa á boðstólnum í þess- ari nýju verslun Rafha allt sem til þarf í eldhúsið, innréttingar rafmagnstæki og annað. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins verð- ur verslunin sennilega stærsta sérverslun með rafmganstæki á landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.