Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
Harmsaga leikkonunnar Patriciu Neal
Missti sjónina,
talið og minnið
Fáar leikkonur hafa átt jafn
sérkennilega ævisögu og
Patricia Neal. Saga hennar
er svo barmafull af
ánægjulegum atvikum og
dramatískum harmleik að
manni dettur helst í hug
að bera hana saman við
sápuóperu úr sjónvarpinu. Aðeins tvítug að
aldri var hún verðlaunuð fyrir sviðsleik á
Broadway. Hún hafði unnið fyrir sér sem
fyrirsæta meðan hún nam leikhúsfræði við
háskóla.
Lék með Ronald Reagan
Velgengni hennar á Broadway ruddi leið
vestur til Hollywood. Það var árið 1949 sem
hún fékk sitt fyrsta hlutverk í bíómyndinni
„John elskar Mary“ og mótleikari hennar
var enginn annar en Ronald Reagan, núver-
andi forseti Bandaríkjanna. Þeim hugnaðist
greinilega samstarfið, því þau léku saman
í annarri mynd, „The Hasty Heart", ári
síðar.
Patricia rifjar upp eitt atvik. „Við fengum
frí frá myndatöku og skruppum til Brigh-
ton. Þar heimsóttum við kunningja minn
og bað hann alla að skrifa nöfn sín í gesta-
bókina þegar við kvöddum, og helst að segja
frá leyndustu draumum okkar. Og hvað
heldurðu að Ronald Reagan hafi skrifað?
Hann langaði helst af öllu að verða forseti
Bandaríkjanna. Hugsaðu þér! Þetta var árið
1950.“
En áður en Patricia lék með Reagan í
síðari myndinni lék hún með Gary Cooper
í kvikmyndinni „The Fountainhead". Hún
lék aftur hlutverkið sem hún hafði með
höndum á Broadway, en um þær mundir
áttu þau Cooper í ástarsambandi, sem fór
ekki framhjá neinum. Bandaríska pressan
sá til þess.
Patricia og Cooper slitu sambandinu árið
1952 eftir að hún fékk fyrsta taugaáfallið.
Um sama leyti yfirgaf hún Hollywood. Hún
segir ástæðuna hafa verið þá hvemig stjóm-
endur fyrirtækjanna í Hollywood fóm með
hana.
Hún segir: „Þeir fóm ósköp varfæmum
höndum um mig fyrst í stað. Allir vom mér
góðir, vildu allt fyrir mig gera. Umboðsmað-
ur minn vildi að ég ynni fyrir Wamer-
bræður. Síðan rigndi stórkostlegum
kvikmyndum yfir mig. Ég lék í The Founta-
inhead með Gary Cooper, The Hasty Heart
með Ronald Reagan, Three Secrets með
John Garfíeld og Operation Pacific með
John Wayne, og ég gat ekki varist þeirri
hugsun hvílíkri velgengni ég ætti að fagna."
Vonbrigði
Stjómendur Wamer-bræðra urðu hins
vegar fyrir miklum vonbrigðum með Patric-
iu. Þeim fannst hún treg í taumi. Þeir reyndu
margt til að ýta yfir feril hennar, nýttu sér
Paul Newman faðmar hér Patriciu Neal
í kvikmyndinni „Hud“, sem þau gerðu
árið 1963. Patricia fékk Óskarinn fyrir
þá mynd.
auglýsingakraft sinn en allt kom fyrir ekki.
Patricia Neal var kötturinn í sekknum, að
þeirra mati.
„Vitanlega var ég þeim erfið," segir
Patricia. „Eg bjó ekki yfír þeim yfírborðs-
hæfiieikum sem duga í Hollywood. Ég gat
ekki látið þá ráðskast með líf mitt. Ég fór
að fá minni og ómerkilegri hlutverk. Þeir
kröfðust þess meira að segja að ég litaði
hár mitt ljóst, en minn náttúrulegi litur er
tinnusvartur, og þegar mig langaði að fá
minn eðlilega háralit aftur þá hótuðu þeir
að reka mig.“ Patricia tók því eins og hveiju
hundsbiti og hvarf á braut.
Patricia hlær að þessu atviki þegar það
riflast upp fyrir henni, en það hlýtur að
hafa verið erfítt fyrir tuttugu og sex ára
konu að beijast gegn Hollywood-kerfínu.
Hver man ekki eftir Frances Farmer. En
Patricia var ekki eins nautþrá og Frances,
hún fór bara í burtu, þótt henni fyndist það
súrt í broti.
Allar stóru vonimar um glæsta framtíð
í kvikmyndum hrundu því eins og spilaborg.
En hún fór aldrei frá leikhúsinu. Arið
1953 lék hún í leikriti eftir Lillian Hellman,
„The Children’s Hour“, og fékk Patricia
einstaklega jákvæða dóma fyrir leik sinn.
Var það upphafíð að nýjum merkum kafla
i lífi Patriciu Neal.
Kaflinn sá hófst þó ekki nema miðlungi
vel. Elia Kazan, sá útsmogni listamaður,
sá Patriciu leika í „Kettinum á heita blikk-
þakinu“ eftir Tennesse Williams og leist svo
vel á hana að hann fékk henni aðalkven-
hlutverkið í mynd sem hann hafði í smíðum.
Hét hún „A Face in the Crowd", frumsýnd
1957. Myndin fékk mjög jákvæða dóma,
Patricia Neal varð sextug snemma á þessu ári og lítur framtíðina björtum augum.
Þessi mynd var tekin af Patriciu þegar
hún afhenti franska Ieiksljóranum
Claude Lolouche verðlaun árið 1967.
Patricia var þá búin að ná sér að mestu
eftir veikindin.
sérstaklega Kazan og Neal, en myndin naut
hins vegar ekki vinsælda meðai almenn-
ings. Patricia lét sig hverfa enn á ný og
að þessu sinni liðu fimm ár þar til hún
fékkst til að snúa aftur til kvikmyndarinn-
ar. Þá hafði líka margt breyst í lífi hennar.
Óhamingjan knýr dyra
Hún giftist rithöfundinum Roald Dahl
árið 1961. Það var eitt yndislegasta árið í
lífí hennar. Þau bjuggu sér hús á friðsælum
stað á Englandi, með bömum sínum, synin-
um Theo og dætrunum Tessu, Olivíu og
Ófelíu. En allt er í heiminum hverfult. Ung-
ur lenti Theo fyrir leigubíl og varð að
gangast undir átta heilauppskurði áður en
hann náði sér að hluta. Olivía lést úr misling-
um_ 13 ára.
Árið sem þau giftust lék Patricia í „Break-
fast at Tiffany’s". Nú tóku kvikmyndatilboð-
in að streyma inn á nýjan leik. Hún vandaði
til valsins, ákvað svo að leika með Paul
Newman í „Hud“. Hún fékk Óskarinn sem
besta leikkona ársins 1963. Patricia var
aftur komin á toppinn. En þá knúði óham-
ingjan dyra.
Hún var rétt byijuð að leika í myndinni
„Sjö konur" undir stjóm öldungsins John
Ford, þegar hún fékk alvarlegt hjartaáfall.
Ekki bara eitt heldur nokkur í röð og var
henni vart hugað líf.
Patricia segir: „Hjartaáfall er eitt það
hræðilegasta sem getur komið fyrir mann.
Eina mínútuna ertu fullkomlega heilbrigð-
ur, en út úr heiminum þá næstu. En ég
man ekkert eftir því þegar þetta byijaði.
Það eina sem ég man var að ég var búin að
fá Óskarsverðlaunin og nýbyijuð að leika
fyrir John Ford og allt var í blómanum. Við
vomm búin að filma í þijár vikur og ég var
ólétt. Ég kom heim undir kvöld og var að
baða Tessu þegar ég finn þessi ægilegu
þyngsl fyrir hjartanum. Roald, maðurinn
minn, var að blanda okkur í glas, hann birt-
ist í dyragættinni og vissi samstundis hvað
var að gerast. Hann hringdi í sjúkrabíl, sem
af einhveijum ástæðum ætlaði aldrei að
komast til okkar. Við bjuggum í afskekktu
húsi meðan á myndatökum stóð. Að iokum
Tilsölujördá
Suð-Austurlandi (Lóni)
Land jarðarinnar er einstaklega fagurt og stórbrotið. Ca
20 km löng strandlengja. Lón er í landinu þar sem er
mikil silungs- og álaveiði. Góðir möguleikar eru fyrir
flskirækt. Selveiði er nokkur og reki allmikill. Fuglalíf
fjölbreytt. Fágætar steinategundir eru ríkjandi svo sem
gabbró og granít o.fl. Hér er um að ræða kjörið útivistar-
svæði og sérlega hentugt fyrir félagasamtök. Góðir
greiðsluskilmálar.
Þeir sem áhuga kunna að hafa leggi nöfn sín til auglýs-
ingadeildar Mbl. merkt: „Lón — 1892“.
Hjartans þakkir til allra Jjœr og nœr sem glöddu
mig á 70 ára afmœlinu 14. nóvember sl.
Guð blessi ykkur.
Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir,
\ Snekkjuvogi 21.
Badmintonfélag
Hafnarfjarðar
Opið B-flokksmót verður haldið í íþróttahúsinu Strand-
götu laugardaginn 29. nóvember kl. 13.00. Keppt verður
í einliða- og tvíliðaleik.
Skráning í síma 54403 Odda (allan dagin) og eftir
kl. 19.00 í símum 54801 Gísli og 52788 Ami í
síðasta lagi fyrir 26. nóvember.
Stjórnin.
EINANGRUNARHÓLKAR
Hólkar og mottur
úr polyethylene kvoðu.
VIÐURKENND EINANGRUN
Leitið upplýsinga
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966