Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 73 Hversdagsleiki með fjarstæðukenndum hætti Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ólafur Gunnarsson: Heilagur andi og englar vítis. Forlagið 1986. í skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Heilagur andi og englar vítis, segir einkum frá Össuri-Mömmu, syni Hönnu-Mömmu, sem er dálítið skiýtinn, risavaxinn og eftir því þungur. Össur-Mamma ákveður að bjarga jörðinni með því að kveikja í sjáifum sér á Læjartorgi „til að mótmæla þeirri svívirðu með jörð- inni er gerð í daglegri umgengni, sem og í yfirvofandi atómstyrjöld", eins og hann skrifar í bréfi til Kvöld- blaðsins. Össur-Mamma afgreiðir í hann- yrðaverslun móður sinnar, Hönnu- Mömmu, í Versluninni Hönnu sem fyrst var að Ránargötu 18 í Reykjavík, en flutti síðar í rúmbetra húsnæði. Og hann er náttúrlega lyftingamaður líka eins og fleiri. Með Gaga (1984) og nú Heilög- um anda og englum vítis hefur Ólafur Gunnarsson snúið inn á þá braut í skáldsagnagerð sinni að lýsa reykvískum hversdagsleika með Qarstæðukenndum hætti. Það örl- aði að vísu á þessu f Milljón prósent mönnum (1978) og Ljóstolli (1980), en sérstaklega Ljóstollur er mun raunsæilegri saga en nýju skáldsög- umar og besta skáldsaga Ólafs til þessa. Heilagur andi og englar vltis hefst eins og fremur raunsæileg skáldsaga, en fljótlega verða lýsing- ar hennar í anda martraðar, Ný lit- myndaflóra Bækur Steindór Steindórsson frá Hlöðum Hörður Kristinsson: Flöntuhand- bókin. Rvík 1986. Óm og Örlygur. Það hefðu þótt furðuleg tíðindi fyrir svo sem 40—50 árum að út yrði gefín islensk flóra með 365 ljós- myndum í litum af íslenskum plöntum. Litfilmur voru þá ekki til og áhuginn á náttúru Iandsins ekki meiri en svo, að litlar líkur hefðu verið á, að slík bók seldist fyrir kostnaði, hvað þá meira. En nú ligg- ur slík bók á borðinu fyrir framan mig. Hörður Kristinsson prófessor hefir samið textann og tekið iang- flestar mjmdimar en valið hinar úr myndasöfnum annarra. Plöntunum er raðað hér eftir lit blómanna, því einkenni, sem allir taka fyrst eftir, er þeir líta yfir gróið land. Fyrst er í bókinni greinargerð um notkun hennar. Þá taka við orðskýringar, sem í raun réttri eru allnákvæm lýsing á ytra formi blómplantna og byrkninga. Er þeim þætti grasa- fræðinnar gerð þar óvanalega góð skil í fáum, skýrum dráttum, en þó fremur lesefni en hrein orðskýr- ing, gæti vel verið kafli í kennslu- bók. Ágætar skýringarmyndir eftir Sigurð Val Sigurðsson fylgja þess- um kafla, en hann hefir einnig teiknað fyölda skýringarmynda samhliða texta bókarinnar, til að fylla upp það, sem Ijósmyndavéiin hefir ekki náð til. Þá tekur við orða- skrá og síðan lykill, sem sýnir litina sem greint er eftir, og jafnframt sýnd með teikningum hin helstu atriði, sem hægt er að greina sund- ur plöntur með sama lit, eða þær tegundir, þar sem blómhlífin er annaðhvort litlaus eða hana vantar. Hver sem notar bókina verður að kynna sér vel þennan þátt áður en hann byijar að greina plöntur eftir henni. Við flokkunina eftir litum hefi ég rekist á tvö atriði er mér þættu betur fara og það er, að telja ætti súrumar undir tegundir með rauðum lit og hjónagras og jafnvel Friggjargras til tegunda með gulum blómum. Á eftir þvf, sem nú er tal- ið hefst meginhluti bókarinnar með 365 plöntulýsingum ogjafnmörgum ljósmyndum. Önnur hvor blaðsíða er texti en hin myndir. Textamir, plöntulýsingamar sjálfar, virðast í besta lagi, það sem máli skiptir tekið fram með skýrum orðum og vissulega verða plöntulýsingamar lengri en í þeim flómm, þar sem raðað er eftir ættum og heilmikil lýsing er þegar komin fram í grein- ingarlyklum, áður en meginlýsingin hefst. Hér verður allt efni lyklanna V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! draumurinn nær yfirhöndinni. Það sem meira er: Frá Heklu streyma vítisenglar, Hell’s Angels, og skjóta borgarbúum skelk í bringu. Þessi ófélegi söfnuður er alráðinn í að tortíma jörðinni. Saklausar ungl- ingsstúlkur verða fyrir barðinu á þeim og ekki síst Össur-Mamma sem hittir þá á mörkum draums og vemleika, en hann snýst auðvitað til vamar og sýnir vöðvana. Um Heilagan anda og engla vítis gildir sama og Gaga að lesendum þessarar umsagnar em enginn greiði gerður með því að rekja sögu- þráð. Æskilegt er að sem flestir Ólafur Gunnarsson lesi þessa skáldsögu og dæmi sjálf- ir um markmið og list höfundarins. Það verður að segja ólafí Gunnars- syni til hróss að sagan er vel byggð upp og víða kjammikil. Umhverfís- lýsingar em settar saman af kunnáttu. Hér er gripið niður af handahófi þar sem segir frá flugi Össurar-Mömmu á astralplaninu: „Hann flaug út úr sólinni og stefndi á jörðina og kom inn til lend- ingar með fætuma á undan. Lofthjúpurinn umlukti jörðina harð- ur eins og steinsteypa, þama var ísland, hann rétti út hægri fótinn og tókst að kljúfa andrúmsloftið frá réttu homi og kom inn yfir Reykja- nesið í stómm sveig og lét sig sfga niður á klukkuna á Lækjartorgi." En þótt margt sé vel orðað og skemmtilegt aflestrar verð ég að játa að Heilagur andi og englar vítis lét mig að mestu ósnortinn. Ég kann ekki fyllilega að meta þessa nýju blöndu af raunsæi og fantasíu þar sem afkáralegt per- sónusafn ræður ríkjum. Það er líklega mín sök fremur en höfundar. að koma fram í lýsingunni sjálfri. En auk lýsingarinnar er getið kjör- lendis plöntunnar, blómgunartíma, og hvaða skyldar tegundir líkist henni helst, og hvað skilur á milli. Þá fylgir skýringarteikning og loks iitprentað kort yfir útbreiðslu teg- undarinnar, sem er fullkomin nýjung í íslenskum grasafræðirit- um. Þá er oft getið stuttlega skyldra tegunda, margra mjög sjaldgæfra og bent á helstu einkenni þeirra. Þannig er hér leiðarvísir um miklu fleiri tegundir en þær, sem myndir eru af. Þá eru það myndimar. Um þær má segja í stystu máli, að allar gleðja þær augað, flestar þeirra eru góðar og margar ágætar ef farið er að gefa þeim einkunnir. Nokkrar eru þó þannig, að torvelt er að þekkja plöntumar af myndunum einum saman, á það einkum við um þær tegundir, sem eru með ósjáleg- um blómum, svo sem grös og starir, margar starirnar em þó auðþekktar af myndunum, og hinar prýðilegu lýsingar koma þá til sögunnar, svo að þeklqa megi plöntuna. Um ein- stöku myndir mætti bæta, t.d. njólamyndina, og er raunar svo um fleiri stórvaxnar plöntur. Augað sér plöntuna öðru vfsi en myndavélin og því verða stærðarhlutföll stund- um önnur á myndinni, en við skoðun í náttúrúnni. Þannig munar meira á blaðstærð tvíblöðkutegundanna, en sýnist á myndunum, þar sem þær standa hlið við hlið. En þetta eru smámunir, sem létt er að bæta úr í nýrri útgáfu, og miklu meira er vert um kosti myndanna og bók- arinnar í heild. En hún er hvort tveggja í senn stórfalleg og nytsöm öllum þeim, sem eitthvað vilja vita um íslenskar plöntur. Enn er ótalið það, sem ef til vill er mesti kostur bókarinnar, hún hlýtur að vekja áhuga hvers og eins, sem hand- fjallar hana. Myndirnar gefa hugmynd um fegurð og fjölbreytni gróðursins og þeim manni er undar- lega farið, sem ekki langar til að sjá meira og kanna af eigin raun undur náttúrunnar og hve mikla fegurð er að finna við það, að ganga um gróið land og veita þvf athygli. BARNASTÓLL SEM ÖLL BÖBN HAFA BEÐIÐ EFITR Babydiner er léttur og fyrirferöarlitill. Með einu handtaki er hann brotinn saman og þannig er auðvelt að taka hann með sér hvert sem er. Babydiner má smeygja á allar boröbrúnir, hvort sem er í eldhúsinu heima, í heimsóknum eða á veitingahúsum. Babydiner hefur sérstakan öryggisútbúnað sem tryggir að stóllinn sitji fastur. öryggi sem einungis Babydiner býður upp á. |*il Babydiner barnastóllinn er sannkallaöur kostagripur fyrir börn. Nú geta þau setið til borðs í góðum og öruggum'stól sem fer lítið fyrir. Babydiner má smella á hvaða borðbrún sem er, við ólíkustu tækifæri. Heima er gott að hafa Babydiner og svo er líka tilvalið að taka hann með á veitingahús eða í heim- sóknir til vina og vandamanna. Babydiner barnastólinn er hægt að brjóta saman með einu handtaki og taka hann með sér hvert sem er. Babydiner er fyrir öll börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára. K.RICHTERhf. HEILDSÖLUBIRGÐIR SÍMI40900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.