Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23 NÓVEMBER 1986 Olympíuskákmótið: Sigurinn yfir Argentínu Skák Bragi Kristjánsson íslenska sveitin á ólympíuskák- mótinu í Dubai vann góðan sigur á þeirri argentísku í sjöttu umferð á föstudaginn. Islendingar unnu 3—1, og náðu þar með Sovétmönn- um, sem gerðu jafnt við Englend- inga, 2—2. ísland — Argentína 3—1 Helgi — Campora V2—'h Jóhann — Panno 1—0 Jón L. — Garcia Palermo 'h—xh Margeir — Ricardi 1—0 Helgi og stórmeistarinn Camp- ora tefldu þófkennda skák. Helgi náði örlítið betra tafli með hvítu, en tókst ekki að halda þeim yfir- burðum. Jóhann vann hinn gamalkunna stórmeistara Oscar Panno í góðri skák. Argentínumaðurinn tefldi of rólega með hvítu og náði Jóhann snemma undirtökunum. Panno fann ekki haldgóða vöm gegn sterkri taflmennsku Jóhanns, og þegar tímahrakið bættist við önnur vandamál, hrundi staðan. Jón L. tefldi einnig við stór- meistara, Garcia Palermo að nafni. Argentínumaðurinn tefldi byijun- ina af miklu öryggi, og komst Jón ekkert áfram. Margeir tefldi glæfralega gegn Ricardi. Báðir keppendur áttu lítinn tíma eftir, þegar Argentínu- maðurinn lék af sér í tvísýnni stöðu. Ricardi féll á tíma í tapaðri stöðu um leið og hann lék 32. leik. Með þessum sigri vinnur íslenska sveitin 3—1 í þriðju um- ferðinni í röð, og er nú jöfn sovésku sveitinni í efsta sæti. I dag rennur því upp stóra stundin, er okkar menn tefla við yfirburðasveit Sov- étmanna. íslendingar munu tefla fram sinni sterkustu sveit, og án efa gera Sovétmenn það líka. Það hefur vakið mikla athygli á ólympíumótinu, hve Sovétmönn- umhefur gengið illa að ná afger- andi forystu þótt þeir eigi yfírburðasveit á pappímum. í gær máttu þeir þakka fyrir 2—2 gegn Englendingum. Þeir síðamefndu náðu forystu, 2—0, með sigrum á öðru og fjórða borði, Nunn — Sok- olov og Chandler — Vaganjan. Englendingar virtust vera að vinna, þegar Short lék illa af sér gegn Jusupov, og tapaði. Heims- meistarinn, Kasparov, jafnaði svo fyrir Sovétmenn, þegar hann mal- aði Miles á 1. borði. Þau úrslit komu engum á óvart, því Kasparov vann einvígi þeirra í vor h'/í—'h. Sovétmenn hafa aldrei fyrr tapað , tveim skákum í sömu umferð á ólympíuskákmóti, þannig að ekki er að efa, að þeir leggja sig alla fram í keppninni við Islendinga í dag. Ófarimar gegn Englending- um hafa þó vonandi slæm áhrif á sjálfstraust Sovétmanna, þannig að okkar menn geti hagnýtt sér það. Önnur úrslit: Bandaríkin — Chile, 3V2-V2; Skotland — Spánn, 2V2-D/2; Kúba — Júgóslavía, V2—2V2 og 2 biðskákir, sem báðar standa betur fyrir Kúbumenn; Rúmenía — Kína, 3V2—V2; Kanada — Finnland, 3V2—V2; Búlgaría — Ungvetjaland, 1—2 og ein biðskák; Indónesía — Frakkland, 1—2 og 1 biðskák; Tékkóslóvakía — Pólland, IV2— IV2 og 1 biðskák. Hvítt: Oscar Panno Svart: Jóhann Hjartarson. Drottningarindversk vörn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. g3 - b6, 4. Bg2 - Bb7, 5. d4 - Be7, 6. Rc3 - Re4, 7. Bd2 - f5, 8. 0-0 - 0-0, 9. Hcl - Bf6, 10. d5 — Ra6 í skákinni Tukmakov — Anand, Nýju Delhí 1986, náði svartur betri stöðu eftir 11. Bel — Bxc3, 12. Bxc3 — Rxc3, 13. Hxc3 — Rc5, 14. Rd2— Df6!, 15. e4 - a5, (15. — exd5, 16. exd5 — a5 var betra). 16. exf5?! (16. dxe6 jafnar taflið) exf5, 17. Hel - Hae8, 18. Hxe8 — Hxe8, 19. Rfl - d6, 20. Dc2 - Bc8, 21. - Bh3 - g6, 22. b3 - Bd7, 23. He3 - Hxe3, 24. Rxe3 — f4! o.s.frv. 11. — exd5, 12. cxd5 — c5, 13. dxc6 e.p. 13. - dxc6, 14. Dc2 - c5, 15. Hfdl - De7, 16. Bel - Rc7, 17. Rxe4 — Bxe4, 18. Dh3 Betra var 18. Dc4 — Kh8, 19. b4 þótt svartur hafí einnig betra tafl í því tilviki. 18. - Kh8, 19. Bc3 - Bxc3, 20. Dxc3 - Hae8, 21. Hd2 - f4, 22. Dc4 - Bc6, 23. b4 Eða 23. gxf4 — Bb5 ásamt 24. — Hxf4 o.s.frv. 23. - Bb5, 24. Dc2 - Ra6! Nú neyðist hvítur til að drepa á c5, en við það verður svarti riddar- inn stórveldi á þeim reit. 25. bxc5 — Rxc5, 26. Db2 — Ba6, 27. Hcdl - Bc4, 28. Db4 28. - b5, 29. Hb2? Eftir þennan leik verður hvíta taflinu ekki bjargað, en erfitt er að benda á góða leið fyrir hvít. 29. - Ra4!, 30. Rd4 Örvænting. Eftir 30. Dxe7 — Hxe7, 31. Hd2 — Rc3 ásamt — Rxe2 hrynur hvíta staðan. 30. - Rxb2, 31. Dxb2 - Df6, 32. Bf3 - fxg3, 33. hxg3 - Hxe2! og Panno gafst upp, því hann tapar eftir 34. Rxe2 — Dxf3, 35. Rc3 — b4, 36. axb4 — Ba6 ásamt 37. — Bb7 o.s.frv. Starfsfólk útibús Verslunarbankans í Breiðholti, frá vinstri, María Antonsdóttir, Anna Carlsdóttir, Svandís Óskarsdóttir, Magnea Edilonsdóttir, Maria Jónsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Karl Jónsson, Ing- veldur Guðlaugsdóttir, Dagrún Gröndal, Kristín Kristinsdóttir, Áslaug E. Jónsdóttir og Þuríður Sölvadóttir. Breiðholt: Útibú Verslunarbankans flutt ÚTIBÚ Verslunarbankans í Breiðhoiti hefur flutt í nýtt húsnæði i Mjóddinni. Þar er boðið upp á alla bankaþjónustu, og verða afgreiðsluvélar úti- búsins senn tengdar inn á tölvunet Reiknistofu bankanna og tölvudeild Verslunarbank- ans. í umsókn Verslunarbankans um útibú í Breiðholti, sem dag- sett er 8. janúar 1971, var gert ráð fyrir því að það yrði staðsett í Mjóddinni. Að því hefur verið stefnt síðan þá. I fréttatilkynn- ingu bankans segir að hann hafi fyrstur banka opnað útibú í hverf- inu, og umsvif þess hafi vaxið stöðugt undanfamin ár. Gamla húsnæðið í Amarbakka 2 var orð- ið of lítið fyrir starfsemina, en rýmra mun verða um starfsmenn og viðskiptavini í Þararbakka 3. Útibú Verzlunarbankans í Mjóddinni Ibúðareigandi ábyrgnr á Ijóni sem leigutaki olli DÓMUR féll nýlega fyrir Borgardómi Reykjavíkur í máli þar sem deilt var um ábyrgð íbúðareiganda á tjóni þvi er leigjendur geta hugsanlega bakað öðrum íbúum húsa. Atvik þessa máls eru þau að vorið 1984 varð eldur laus í íbúð í fjölbýlishúsi á Hverfisgötu. Urðu miklar skemmdir á nærliggjandi íbúðum og innanstokksmunum í þeim af völdum vatns, sóts og reyks. Stefnandi í málinu er eigandi íbúðar á 3. hæð hússins og urðu miklar skemmdir á innbúi hans og fatnaði, en það tjón fékkst ekki bætt, enda óvátryggt. Gerði stefn- andi kröfu um rúmar 593 þúsund krónur í bætur og beindi hann kröfu sinni að leigutaka íbúðarinnar sem eldurinn kom upp í og eiganda íbúð- arinnar. Leigutakinn var fundinn sekur um það fyrir sakadómi Reykjavíkur fyrir tæpu ári að hafa kveikt í íbúðinni með því að henda logandi vindlingi í ruslapoka. Kröfu sína á hendur leigutaka byggði stefnandi á því að hann hafí með saknæmum hætti valdið eldsvoða í íbúðinni og hafi það leitt til tjóns á íbúð stefnanda og inn- búi. Leigutakinn bæri því ábyrgð gagnvart stefnanda á grundvelli almennu skaðabótareglunnar. Kröf- una á hendur íbúðareigandanum byggði stefnandi á því að í lögum um. ijölbýlishús komi fram að íbúð- areigandi sé ábyrgur gagnvart sameigendum sínum á því tjóni, sem sameigendur verði fyrir vegna óhapps í íbúð hans, svo sem vegna bilunar í tækjum eða leiðslum, sem íbúð hans tilheyra. Mál þetta gagn- vart íbúðareigandanum snúist því um hvernig skýra beri orðið „óhapp" og bilanir í tækjum eða leiðslum sé einungis nefnt í dæma- skyni. Eðlilegt væri að skýra orðið „óhapp" svo að það næði til þeirra tilvika þegar tjón hlýst af sak- næmri hegðan manna, sem vinna í íbúð eigandans eða eru þar af öðr- um ástæðum. íbúðareigandinn hélt því hins vegar fram að umfang tjóns stefnanda væri með öllu ósannað. Ekki væri sannað að umræddir munir hafi verið í íbúðinni þegar bruninn varð, því stefnandi hafi verið nýbúinn að slíta samvistum við sambýliskonu sína og hafí hún tekið með sér margt af þeim mun- um, sem tilgreindir séu á lista tjónaskoðunarmanns. Einnig hafi skoðunarmaðurinn ekki skoðað hvem einstakan hlut á lista yfir skemmda muni, heldur miðað við að listinn gæti verið réttur þar sem inni í íbúðinni hafi virst vera það sem tilheyri venjulegu heimili. I forsendum dómsins segir að leggja verði til grundvallar dómi, að leigutakinn hafí með gáleysis- legri framkomu sinni valdið elds- voða í íbúðinni. Hann bæri því samkvæmt almennu skaðabótaregl- unni ábyrgð á því tjóni er stefnandi varð fyrir af völdum eldsvoðans. Hvað íbúðareigandann snerti velti á því hvemig skýra beri hugtakið „óhapp" í lögum um fjölbýlishús. Það sé álit réttarins að þó svo að reglan í fjölbýlishúsalögunum feli í sér frávik frá þeirri meginreglu íslensks bótaréttar, að sök tjónvalds sé skilyrði bótaábyrgðar, og þrátt fyrir fordæmi þau, sem nefnd em í lagaákvæðinu til skýringar á gild- issviði þess, verði eigi að síður með hliðsjón af efnisinntaki ákvæðisins og orðalagi þess í heild að hafna þeirri lögskýringu íbúðareigandans að reglan takmarkist við tjón vegna eða af völdum íbúðar. Einnig telji rétturinn að lögrök leiði ekki til þeirrar niðurstöðu að undanskilja beri frá gildissviði reglunnar það atferli leigutakans, sem olli tjóni stefnanda. Það verði því að telja hinn refsiverða verknað leigutakans óhapp í skilningi laganna og beri eigandi íbúðarinnar, þar sem óhappið varð, ábyrgð á grundvelli títtnefnds ákvæðis gangvart stefii- anda á tjóni hans af völdum óhappsins. Dómarinn taldi sannað að munir þeir, sem stefnandi vildi fá bætta, hefðu verið í íbúð hans þegar bmn- inn varð. fyón stefnanda taldi dómari vera 321 þúsund krónur vegna skemmda á innanstokksmun- um og samanlagðar bætur fyrir hreinsun íbúðarinnar og afnota- missi taldi dómari vera hæfilegar 100 þúsund krónur. Samanlagt heildartjón stefhanda taldi dómari því nema 421 þúsund krónum, enda leiði lög ekki til þess að dæma hon- um frekari bætur. Vom leigutaki og eigandi íbúðarinnar sem brann því dæmdir til að greiða stefnanda 421 þúsund krónur ásamt almenn- um sparisjóðsvöxtum til greiðslu- dags. Einnig til að greiða stefnanda málskostnað að upphæð krónur 80 þúsund. Þá var staðfest löghald í eign íbúðareigandans í Reykjavík til tryggingar dómkröfum málsins. Þorgeir Örlygsson, borgardóm- ari, kvað upp dóminn. Framleiðnisjóður landbúnaðarins: Verðlaun. fyrir slátr- un káifa STJÓRN Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur ákveðið að fara að tilmælum Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins um að greiða bændum sérstök verðlaun fyrir að slátra ung- kálfum til að draga úr framleiðslu nautakjöts. Frá 1. nóvember síðastliðinn greiðir sjóðurinn 3.000 krónur fyrir hvem kálf, innan við 30 kíló að þyngd, sem slátrað er. Birgðir af nautgripakjöti hafa aukist mjög undanfama mánuði og hafa ungkálfaverðlaun verið talin árangursrík leið til að stuðla að minnkaðri framleiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.