Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Morgunblaðið/VIP
• Blikarnir bjartaýnu, Haraldur Orn, Helgi Már, Jón Ólafur, Hrafnkell, Árni Þór og Jón Gunnar.
Stefnum á A-riðilinn
FIMMTI flokkur Breiðabliks í
körfuknattleik er l mikilli fram-
för, þeir urðu ( 2. aæti ( 2.
umferð B-riðils. „Við enduðum
f C-riðli f fyrra en núna stefnum
við á A-riðilinn,“ sögðu Blikarn-
ir Haraldur Örn Gunnarsson,
Helgi Már Kristinsson, Jón Ólaf-
ur Bergþórsson, Hrafnkell
>Erlendsson, Ámi Þór Gunnars-
son og Jón Gunnar Gylfason
fullir bjartsýni eftir 2. umferð
íslandsmótsins.
Helst hræddust þeir að það lið
sem félli úr A-riðli gæti staðið í
vegi fyrir að þeir næðu takmarki
sínu. Þrátt fyrir ágætan árangur
voru strákarnir ekki allskostar
ánægðir með hvernig væri að
þeim búiö. „Við fengum aðeins
4 æfingar fyrir fyrstu umferðina
og núna fáum við aðeins 2 æfing-
ar í viku en vildum helst æfa 3-4
sinnum í viku. Auk þess æfum
við í íþróttahúsi Kópavogsskóla
en salurinn þar er alltof lítill,"
sögðu þeir þungyrtir.
. Flestir byrjuðu Blikarnir að æfa
minni-bolta og hafa því æft körfu-
bolta í því sem næst 4 ár. En
þessir spræku strákar æfa ekki
einungis körfubolta því íþróttir
eins og fótboiti, blak, skák,
hestamennska og tennis eru á
stundaskrá þeirra.
• „Íþróttafríkin" Ina Björk og Sunneva. Morgunbiaðið/vip
Búnar að vinna
alla okkar leiki
Keflvikingarnir ína Björk
Hannesdóttir og Sunneva Sig-
urðardóttir leika með 3. flokki
ÍBK i körfubolta. Þær voru tekn-
ar tali eftir sigurleikinn gegn
Grindvíkingum í fyrstu umferð
íslandsmótsins.
„Við erum búnar að vinna
alla okkar leiki í þessari umferð.
Við eigum einn leik eftir í um-
ferðinni og ættum að geta unnið
hann því við erum með gott lið
núna,“ sögðu þær um gengið í
þessari fyrstu umferð. „ÍR-
ingarnir voru erfiðastir og það
má búast við þeim sterkum í
næstu umferðum sem við stefn-
um að sjátfsögðu að að vinna
lika og þar með íslandsmeist-
aratitilinn," bættu þær við.
Aðspurðar um gengið í fyrra
sögðust þær hafa dottið út úr
mótinu þá því seinasta um-
ferðin rakst á við fótboltamót
uppá Akranesi en flestar stunda
stelpurnar í liðinu líka fótbolta
og tóku það mót fram yfir.
En það er ekki nóg með að
þær leggi stund bæði á fótbolta
og körfubolta heldur eru þær
einnig flestar í handbolta, „og
það gengur bara vel að sam-
ræma þetta allt,“ sögðu þær
ákveðnar í halda áfram að
leggja stund á allrar þessar
íþróttagreinar.
Árangur ÍBK í yngri flokka
keppninni í vetur hefur verið
mjög góður og voru þær
Sunneva og ína spurðar út í
ástæður þess. „Já, árangurinn
hefur verið mjög góður því allir
flokkar nema 5. flokkur eru í
efsta sæti f sínum riðli. Ætli
góður árangur meistaraflokks
ýti ekki undir áhugann og árang-
urinn hjá okkur,“ svöruðu þær.
Þegar hér var komið sögu
þurftu stelpurnar að fara að
hita upp fyrir lokaleik 1. um-
ferðar og því kvaddi blaðamað-
ur þær og óskaði þeim góðs
gengis i komandi keppni ís-
landsmótsins.
Körfubolti:
Úrslit
KEPPNI yngri flokka á íslands-
mótinu í körfuknattleik er
komin í fullan gang. Ungling-
asíðan mun birta úrslit úr
leikjum á mótinu, en til þess
að slíkt sé mögulegt þurfa
félögin að skila inn leikskýrsl-
um fljótt og vel. Mikil brögð
eru að þvi að leikskýrslur komi
seint og illa inn og þegar eru
mörg félög komin á svarta list-
ann. Þessi félög eru: UMFN
(minnibolti og 3. fl. ka.), Reyn-
ir, Sandgerði (5. fl. og 3. fl.
ka.), UMFG (minnibolti), Hauk-
ar (5. fl.), KR (3. fl. kv.) og ÍBK
(2. fl. kv.).
Nú er kominn tími til að
hrista af sér vetrardrungann,
taka lýsi og skila inn leikskýrsl-
unum.
Eftirfarandi úrslit hafa
borist:
MlnnlboW:
C-riðill, 1. umferð:
IR-b — Haukar-b 24:52
ÍR-b — Reynir 8:46
ÍR-b —UMFN-b 26:24
Haukar-b — Reynir 36:64
UMFN-b — Haukar-b 26:23
UMFN-b — Reynir 20:58
Sigurvegarí er Reynir.
5. flokkur:
A-riðill, 1. umferð:
ÍR-UMFN 44:39
(BK-UMFG 24:36
Haukar —ÍR 52:39
UMFG-UMFN 23:21
Haukar —(BK 47:28
(R-UMFG 28:42
UMFN - Haukar 37:59
(R — (BK 48:44
UMFG — Haukar 41:36
UMFN-lBK 40:38
Slgurvegari er UMFG en ÍBK fellur.
B-riðill, 1. umferð:
Valur-a —(R-b 51:31
UBK — ÍA 27:11
UBK — (R-b 54:16
(R-b-ÍA 43:34
Valur-a — UBK 34:23
ÍA — Valur-a 7:39
Sigurvegari er Valur en lA fellur.
B-riðill, 2. umferð:
ÍA — ÍR-b 33:23
(BK-UBK 36:22
UBK —UMFG-b 32:21
ÍR-b-UBK 17:39
ÍR-b-fBK 16:40
UMFG-b —ÍR-b 27:24
UBK —ÍA 36:10
UMFG-b-lA 28:18
ÍA-ÍBK 10:32
UMFG-b —ÍBK 6:29
Sigurvegari er ÍBK en ÍR-b fellur.
C-riðill, 1. umferð:
Valur — UMFG-b 14:43
Haukar-b — Valur-b 34:19
UMFG-b — Haukar-b 27:12
Sigurvegarí er UMFG-b.
4. flokkur:
A-riöill, 1. umferð:
UMFN — Valur 52:31
ÍBK-UMFG 65:30
ÍR-VíkingurÓI. 47:20
UMFN-ÍBK 39:53
Valur-ÍR 29:42
UMFG — Víkingur Ó. 25:26
UMFN-lR 55:45
Valur-UMFG 36:38
(BK — VikingurÓ. 66:37
UMFN-UMFG 108:37
Valur — Víkingur 36:30
(BK-lR 69:20
UMFN — Víkingur 65:18
Valur —ÍBK 35:73
UMFG-iR 72:76
Sigurvegarí er ÍBK en Víkingur fellur.
B-ríðill, 1. umferð:
ÍG-b-Þór 57:30
ÍA — ÍR-b 56:28
Haukar-a — Þór 135:13
Haukar-a — iR-b 102:19
Haukar-a — ÍA 98:14
ÍA — Þór 45:28
Sigurvegari er Haukar en Þór fellur.
C-ríðill, 1. umferð:
UMFT — Haukar-b 39:43
UMFS-KR 33:42
UMFT-UMFS 58:27
Haukar-b — KR 34:35
Haukar-b — UMFS 46:43
UMFT-KR Sigurvegari er UMFT. 3. flokkur: A-riðill, 1. umferð: 42:40
ÍR-UMFT 40:38
(BK-KR 66:52
(R-ÍBK 42:82
UMFT-KR 52:62
UMFT-ÍBK 56:85
ÍR-KR 46:58
Sigurvegari er ÍBK en UMFT fellur.
A-ríðill, 2. umferð:
ÍBK - KR 48:47
Valur-ÍR 72:52
ÍR-KR 60:65
Valur-I'BK 71:52
Valur-KR 44:49
(R-ÍBK 40:63
Sigurvegari er ÍBK en ÍR fellur.
C-ríðill, 2. umferö:
ÍA — Fram 55:38
UMFN - Fram 70:48
(A-UMFN V77:78
Sigurvegari er UMFN. \
MorgunblaöiöA/IP
• Ungmenni um allt land eru nú tekin til að berjast um körfubolt-
ann eins og þessir strákar í 3. flokki UMFG og UBK.
1