Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
79
Borgarstjórn
Deiliskipulag Kvosarinnar:
Vísvitandi blekkingar
Alþýðubandalagsins
- segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður skipulagsnefndar
Tillaga sem nú hefur verið samþykkt að skipulagi húsanna á horn'r '
Lækjargötu og Austurstrætis. Götumyndin heldur sér, en á baklóð
rís glerhýsi.
„FULLTRÚAR Alþýðubanda-
lagsins hafa ávallt rekið upp
ramakvein þegar skipulagsmál
hafa verið til umræðu þannig að
það kemur ekki á óvart að heyra
tóninn f þeim nú“, sagði Vilhjáim-
ur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull-
trúi og formaður skipulags-
nefndar, er hann var inntur álits
á gagnrýni Alþýðubandalags-
manna á deiliskipulag Kvosar-
innar, sem samþykkt hefur verið
í skipulagsnefnd. „Málflutningur
þeirra hefur jafnan einkennst af
offorsi og dylgjum og þessi gagn-
rýni þeirra nú lýsir vel tvískinn-
ungshætti þeirra í þessum
efnum, sem sjá má ef skoðaðar
eru tillögur þeirra sjálfra, sem
samþykktar voru í tíð vinstri
meirihlutans 1980,“ sagði Vil-
hjálmur.
„ Það vill nefnilega svo til, að
Alþýðubandalagið beinir nú spjót-
um sínum að nákvæmlega sömu
húsum og lóðum og þeir sjálfír vildu
ganga mun lengra í að breyta á
sínum tíma. Þeir vildu þá hækka
Austurstræti 20 um 2 til 3 hæðir,
Austurstræti 22 um 1 hæð, Lækjar-
götu 2 um 1 hæð, Lækjargötu 4
um 2 til 3 hæðir, Lækjargötu 6a
og 6b um 1 hæð og Lækjargötu 8
um 1 hæð. Þessar breytingar hefðu
haft í för með sér endurbyggingu
eða niðurrif nær allra þessara húsa.
Þetta eru þau hús sem nú eru mest
til umræðu og Alþýðubandalagið
hefur látið í ljósi mikla andstöðu
við breytingar á nær öllum þessum
húsum. Þetta kalla þeir í dag
„menningarsögulegt slys", en höfðu
ekki orð á því þá, þegar þeir sjálfír
voru að samþykkja sínar tillögur.
Við gerum hins vegar ráð fyrir að
Lækjargata 2 og Austurstræti 22
verði haldið í núverandi mjmd, en
glerhýsi byggt á bak við.
Alþýðubandalagsmenn hafa
haldið því fram að við vildum rífa
30 hús á þessu svæði, en þær stað-
hæfíngar eru ekkert annað en
rangfærslur. Það eru deilur um 7
til 8 hús, af um það bil 110 húsum
á þessu svæði, og jafnvel gert ráð
fyrir að sum þeirra geti staðið
áfram ef svo ber undir, eins og til
dæmis Aðalstræti 7 og Hótel Vík.
En á heiidina litið er ekki rétt að
tala um niðurrif þvf skipulagshöf-
undar gera ráð fyrir að mörg
þessara húsa megi flytja, þannig
að það þarf ekki nauðsynlega að
rífa þau. Inn í þessari tölu Al-
þýðubandalagsmanna eru einnig
bak- og viðbyggingar eins og til
dæmis í Tryggvagötu. Það er því
ljóst að þegar Alþýðubandalags-
menn tala um niðurrif 30 húsa er
það auðvitað ekkert annað en vísvit-
andi blekkingar og gerðar til að
reyna að skapa fjaðrafok og illdeil-
ur um þetta mál og rugla almenning
í ríminu, eins og þeim er gjarnt að
gera.
Ég heid að það þurfí ekki að
hafa fleiri orð um hrælsni Alþýðu-
bandalagsmanna í þessu máli.
Borgarbúar geta borið saman sam-
þykktir vinstri meirihlutans í
skipulagsmálum Kvosarinnar og
þær tillögur sem nú liggja fyrir.
Raunar er það fróðlegt athugunar-
efni fyrir alla þá, sem láta sér annt
um skipulag gamla miðbæjarins,
að kynna sér hvemig að þessum
málum var staðið í tíð vinstri meiri-
hlutans. Og þegar gömlu tillögumar
þeirra em nú dregnar fram segja
þeir einfaldlega: „Við höfum skipt
um skoðun".
Það er því greinilegt, að Al-
þýðubandalagið hefur ekki enn náð
sér eftir ófarir sínar og fálmkennd
vinnubrögð fulltrúa sinna þegar
þeir fóm með stjóm skipulagsmála
í borginni. Með samþykktum sínum
og óljósum rökstuðningi tókst þeim
að koma í veg fyrir markvissa upp-
byggingu í gamla miðbænum. Þeirri
þróun hefur nú verið snúið við með
hinu nýja deiliskipulagi Kvosariryg^
ar, sem tryggir endumýjun og
viðgang gamla miðbæjarins," sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Tillögur vinstri meirihlutans, sem samþykktar voru 1980, um hækk-
un húsa í Pósthússtrætisreiti.
Virkjun á Nesjavöllum:
Fyrsti virkjunar-
áfanginn 100 MW
Á FUNDI borgarsljómar á
fimmtudag var samþykkt tillaga
um að hefja nú þegar fram-
kvæmdir við virkjun jarðhitans
á Nesjavöllum fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur. Fyrsti áfangi virkj-
unarinnar verður u.þ.b. 100MW.
Einnig var ákveðið að áður en
hafist verður handa við annan
áfanga virkjunarinnar verði afl-
þörf endurmetin og virkjunar-
hraða breytt í samræmi við slíkt
mat.
Fyrsti áfangi Nesjavallavirkjunar
felur í sér 100MW varmaskiptastöð
á Nesjavöllum, kaldavatnslögn frá
Grámel við Þingvallavatn að Nesja-
völlum og leiðslu fyrir 400MW
virkjun. Kostnaðaráætlun hljóðar
upp á 1.800 m.kr. en þegar hefur
verið varið til borana og fram-
kvæmda um 800 m.kr. á núvirði,
m.a. boraðar 18 rannsókna- og
vinnsluholur.
Páll Gíslason (S), formaður
stjómar veitustofnana, mælti fynr
tillögunni. Sagði hann að ekki væri
lengur hægt að fara þá leið til að
mæta aukinni afl- og orkuþörf hita-
veitunnar að síkka og breikka
dælur, eins og hingað til hefur ver-
ið gert. Þessu fylgdi m.a. aukin
niðurdráttur á grunnvatnsborði auk
þess sem aðgerðir af þessu tagi
dugðu aðeins til skamms tíma.
Páll sagði það vera orðið bfynt
að veita núverandi vinnslusvæðum
hvíld sem um munaði og væri
Nesjavallavirkjun eini kosturinn
sem fyrir hendi væri til að geta
gert það.
Viðræður hefðu farið fram við
fulltrúa Landsvirkjunar um hugsan-
leg orkukaup hitaveitunnar af
Landsvirkjun en þar hefði komið í
ljós að í slíkum orkukaupum gæti
ekki orðið um afltryggingu að ræða.
Einnig hefði mikill stofnkostnaður
og orkuverð gert þennan kost
„ófysilegan fyrir Hitaveituna að svo
stöddu“.
Páll sagði sérfræðinga hitaveit-
unnar meta það svo að útlit væri
hagstætt fyrir vinnslu sem duga
myndi til reksturs 300MW varma-
orkuvers í 309 ár og góðar líkur
væru á því að svæðið stæði undir
mun stærri virkjun til lengri tíma.
Einnig gæti verið hagstætt að fram-
leiða raforku á Nesjavöllum.
Orkuverð frá fyrsta áfanga sagði
Páll verða 0,29 kr/KWST en væri
höfð í huga sú fjárfesting sem er
hér til ákvörðunar verður orkuverð
0,22 Kr/KWST. Orka frá viðbótar-
áföngum myndi síðan kosta 0,13
Kr/KWST.
Orkuverð nú er 0,38 Kr/KWST
og taldi Páll það því ljóst að virkjun
jarðhitans á Nesjavöllum myndi
ekki valda hækkun á orkuverði til
neytenda til lengri tíma litið heldur
væri hér um hagkvæma virkjun að
ræða sem í vaxandi mæli ætti eftir
að bæta hag borgarbúa.
Kristín Einarsdóttir (Kvl.) sagði
Kvennalistann telja að Nesjavellir
væru álitlegasti kosturinn til virlg-
unar nú þar sem hitaveitusvæðin í
Reykjavík og Mosfellssveit hefðu
verið „nýtt til hins ýtrasta að flestra
dómi“ og stofnkostnaðinn við kaup
á orku frá Landsvirkjun það mikinn
að ekki væri réttlætanlegt að leggja
Frá Nesjavöllum.
í hann „þar sem ljóst liggur fyrir
að ný virkjunarsvæði verður að taka
í notkun innan ekki allt of langs
tírna".
Nesjavellir myndu minnka álag
á núverandi jarðhitasvæðum um
u.þ.b. 30% og einnig þyrfti að gera
ráð fyrir aukinni orkuþörf, m.a.
vegna fólksfjölgunar.
Kristín sagði Kvennalistakonur
vera andvígar hugmyndum um að
framleiða raforku á Nesjavöllum
þar sem nú væri „orkuofframboð í
rafveitukerfí landsins". Hún varaði
eindregið við því að farið yrði að
„bruðla" með þá varmaorku sem
arna fengist.
Guðni Jóhannesson (Abl.) sagði
Alþýðubandalagsmenn hafa gagn-
rýnt undirbúning þessarar fram-
kvæmdar í stjóm veitustofnana og
greitt þar gegn þeim atkvæði. Vildi
hann að þessum framkvæmdum
yrði frestað þar til unnin hefði ver-
ið „ítarleg markaðsáætlun" og það
kannað hvort ekki væri hagkvæm-
ara fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að
kaupa umframorku frá Landsvirkj-
un.
Guðni sagði að búið hefði verið
það vel um hnútana í þessu máli
að orkugjöf frá svæðinu væri nægj-
anleg en að markaðsspáin væri „í
skötulíki". Spá hitaveitunnar um
fólksíjölgun byggði á „misskilningi"
og því ekki ráðlegt að styðjast alfar-
ið við hana. Orkuspáin sem lægi til
grundvallar væri einnig röng og það
hefði f för með sér mikinn fjár-
magnskostnað sem Reykvíkingar
greiddu.
Bjami P. Magnússon (A) sagðist
ætla að greiða þessari tillögu at-
kvæði sitt. Hugmyndin um nýtingu
jarðhitans á Hengilssvæðinu væri
gömul og hefðu framsýnir menn
lengi bent á hana, m.a. Jón Þorláks-
son, borgarstjóri, í ræðu 17.
nóvember fyrir 60 árum.
Af þeim kostum sem nú væm f
boði til að tryggja orkuframboð í
Reykjavík taldi hann þennan kost
vera þann heppilegasta. Hann sagði
það vera „með ólíkindum" hve lítið
traust Alþýðubandalagsmenn bæru
til starfsmanna hitaveitunnar og
sagðist sjálfur ekki geta annað en
treyst hitaveitustjóra f þessu máli.
Hér yrði ekkert sannað. Spá væri
spá þangað til reynsla væri komin á.
Bjami P. lagði einnig til að við-
ræður yrðu hafnar við Landsvirkjun
um kaup á raforku frá Nesjavöllurp
og var það samþykkt. *
Sigrún Magnúsdóttir (F) vildi að
það yrði athugað hvort ekki væri
hagstæðara að leggja minni og
ódýrari lögn en í tillögunni er gert
ráð fyrir.
Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði
málið liggja þannig fyrir að til þess
að virkjun væri réttlætanleg þyrftu
allar forsendur að vera til staðar.
Taldi hann ástæðu til að ætla að
Jóhannesi Zoega, hitaveitustjóra,
„væri nú að skjátlast" varðandi spá
um framtíðarorkuþörf Reykjavíkur.
Siguijón sagði það einnig veca _
hreinan hagnað ef hægt væri að
fresta framkvæmdum og nýta um-
framorku frá Landsvirkjun. Tillag-
an var samþykkt með atkvæðum
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Kvennalista. Alþýðubandalags-
menn greiddu atkvæði á móti og
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
sat hjá við atkvæðagreiðsluna. ~