Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 3
1
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
3
Utibússtjóri Utvegsbankans í Eyjum:
Höfum tapað næst-
mest á stjórn-
málamönnunum
Vestmannaeyjum.
„ÞAÐ er skoðun mín, að
bankinn hafi tapað næst-
mest á stjórnmálamönnum.
Ummæli forsætisráðherra
og fjármálaráðherra hafa
orðið bankanum dýr, jafn-
vel dýrari en eitt eldgos,“
sagði Vilhjálmur Bjarna-
son, útibússtjóri Útvegs-
bankans I Vestmannaeyj-
um, í boði sem bankinn
hélt útgerðarmönnum þeg-
ar þeir þinguðu í Eyjum
nýlega. Ummæli útibús-
stjórans hafa vakið tals-
verða athygli og fékk
fréttaritari Morgunblaðs-
ins ræðu hans til birtingar.
Vilhjálmur sagði meðal annars
að á þessum haustdögum væri
dimmt yfir starfsemi Utvegs-
bankans sem hann sagði að hefði
átt verulegan þátt í uppbyggingu
fiskiflotans, allt frá vélvæðingu
bátaflotans til skuttogara og
loðnuskipa. Sagði hann að þó
útgerðin hafí ekki alltaf búið við
velgengni sem á þessu ári hafi
bankinn aldrei tapað neinu stór-
vægilegu á útgerðinni.
Síðan sagði Vilhjálmur Bjama-
son orðrétt í ræðu sinni: „Það
er skoðun mín, að bankinn hafi
tapað næstmest á stjómmála-
mönnum. Ummæli forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra hafa
orðið bankanum dýr, jafnvel dýr-
ari ein eitt eldgos. Menn skulu
hafa það í huga að íslandsbanki
var gerður gjaldþrota af pólitísk-
um ástæðum, en ekki af efna-
hagslegum.
I bankaráði og bankastjóm
hafa ávallt setið alþingismenn,
fyrrverandi og núverandi. Nú eru
kollegar þeirra ekki tilbúnir til
að hlaupa undir með bankanum
en bankinn er þó nógu góður til
að hringja í til pólitískra redd-
inga.“
-hkj.
Morgunblaðið/Sig Jóns.
Flugklúbbsmenn unnu af kappi við að negia þakplöt-
uraar á skýlið. ,
Selfoss:
NÝTTÞAK SETT
Á FLUGSKÝLIÐ
Selfossi.
FLUGKLÚBBSMENN á Selfossi brugðu við
skjótt þegar þakið fauk af öðru flugskýli þeirra
við flugvöllinn, 5. nóvember sl., og drifu nýtt
þak á skýlið.
Um sl. helgi var unnið við það að negla þak-
plötumar á og ganga frá húsinu svo það haldi
vatni og vindum frá flugvélunum, sem þar eru
geymdar.
Sig Jóns
L U
v I h# I I«
• t
FJOISKYLDUFERÐ HL COSTA DEL SOL
18. desember 17 dagar, aðeins 6 vinnudagar.
Verð frá kr. 28.700 (Jupiter)
Kr. 19.000 fyrir böm 2—11 ára í gistingu með fullorðnum.
ENSK J0LIL0ND0N
22. desember - 7 dagar
Gisting á Cumberland Hotel.
Kr. 23.300 (morgunverðarhlaðborð).
Kr. 12.100 fyrir böm í gistingu með fullorðnum.
K4NARIEYJAR - PUERT0 RIC0
11. desember - örfá sæti laus.
18. desember - uppselt, biðlisti.
AUSTURRIKl - SKIÐAFERÐ
Mayrhofen 20. desember - örfá sæti laus.
FIORIDA
Austurstræti 17,
sími 26611.
St. Pete Beach/Orlando.
18. og 20. desember - uppselt, biðlisti.