Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 58
VÍSINDI / SVERRIR ÓLAFSSON MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 verið mikið. Ef einhvemtíma næst samkomulag um bann er mikilvægt að hægt verði að staðfesta ef eitt- hvert ríki brýtur lög og sprengir kjamavopn neðanjarðar eða ofan. Þegar kjamavopn er sprengt of- anjarðar verður til mikið magn geislavirkra efna sem borist geta með vindum víða um lönd. Það var með því að greina þessi efni að Bandaríkjamenn uppgötvuðu að Sovétmenn höfðu sprengt sína fyrstu kjamasprengju í ágúst árið 1948. Síðan þá hefur tækninni til að greina geislavirk snefilefni fleygt fram og því er mjög ólíklegt að nokkurt land geti sprengt kjama- sprengjur ofanjarðar án þess að það komist upp. Flest ríki sem eiga yfír lqamavopnum að ráða hafa undir- ritað samning er leggur bann við sprengingu þeirra ofanjarðar. Ef kjamavopn springur neðan- jarðar verða til jarðskjálftabylgjur sem komið geta fram á jarðskjálfta- mælum í mörg hundmð kflómetra fjarlægð. Það getur verið erfitt að segja fyrir um það með algjörri vissu hvort mældar jarðhræringar koma til vegna sprengju eða jarð- skjálfta. Sprengjuskjálftar búa þó yfír ýmsum eiginleikum sem nota má til að greina þá frá jarðskjálftum ef notast er við góð tæki sem kom- Var það jarðskjálfti eða sprengja? Frá lokum síðari heimsstyijaldar- innar eru kjamavopn staðreynd sem við þurfum að lifa við. Notkun þeirra í hugsanlegum átökum á milli stórveldanna mundi leiða til ólýsanlegra hörmunga fyrir mikinn hluta mannkynsins. Það er jafnvel ekki útilokað að kjamastyijöld gæti orsakað gjöreyðingu alls lífs á jörð- inni. Öllum ætti því að vera augljóst hversu mikilvægt það er að hindra að nokkum tíma komi til notkunar þessara voðavopna. „Pólitík“ Allt frá því árið 1958 (með mörg- um mislöngum hléum) hafa Bandaríkjamenn og Sovétmenn rætt mögulegt samkomulag sem leggur bann við því að kjamavopn verði sprengd í tilraunaskyni. Arið 1963 náðist samkomulag um að banna sprengingar ofanjarðar og neðansjávar, en síðan þá hafa stór- veldin sprengt tilraunasprengjur sínar neðanjarðar. Arið 1974 var samið um að takmarka stærð neð- anjarðarsprengja við 150 kílótonn, þ.e. sprengjur sem búa yfir afli er. jafngildir 150 þúsund tonnum af sprengiefninu TNT. Upp úr viðræð- um um algjört sprengjubann slitn- aði árið 1980, þegar Sovétmenn hófu afskipti sín af málefnum Afg- ana. Núverandi ríkisstjóm Banda- ríkjanna er mótfallin algjöru banni, þar sem hún telur að stöðugar til- raunir með kjamavopn og annan viðbúnað sem þeim tilheyrir séu nauðsynlegar við þróun hernaðar- kerfa eins og þeirra sem tengjast „stjömustríðsáætluninni". Kjama- knúinn röntgenleysir, sem er mikilvægur þáttur þeirrar áætlunar verður vissulega ekki þróaður án umfangsmikilla tilrauna. Vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna Casper Weinberger og aðstoðarmaður hans, Richard Perle, telja að háþróuð og nákvæm lqama- tækni (í vöm og sókn) sé betra framlag til friðar en algjört sprengjubann. Perle bendir á að þróun nákvæmra kjamatijóna (warheads) geri Bandaríkjamönn- um kleift að minnka heildar- sprengjumagn kjamavopna sinna og hann telur að slíkt sé jákvætt framlag til öryggis og stöðugleika í heiminum. Vissulega eru ekki allir sammála um að stjömustríðsáætlun Banda- ríkjastjómar sé jákvætt framlag til friðar í heiminum. Stuðningsmenn algjörs banns telja að það muni minnka líkumar á skyndiárás ann- ars stórveldisins á hitt, þar sem „góður árangur" slíks áhlaups krefst hámákvæms sóknarkerfís, sem ekki verður hægt að þróa ef algjört sprengjubann er við lýði. Hinir sömu teija að ef stórveldin halda áfram að þróa kjatnavopn með það í huga að fullkoma sókn- ar- og vamarmátt sinn, þá muni það óhjákvæmilega auka. Spennuna í heiminum. Þeir benda ennfremur á að sá friður sem byggist á gagn- kvæmri ógnun geti ekki staðið á traustum fótum. Spenna og óstöð- ugleiki eru viðkvæm gegn ytri röskun s.s. staðbundnum átökum sem hugsanlega gætu magnast og náð hámarki í kjamastyijöld sem losað gæti úr læðingi mikinn hluta af sprengjuafli stórveldanna. Mælanleg virkni kjarnavopna Ein meginástæða þess að enn hefur ekki tekist að koma á algjöru banni við tilraunasprengingum kjamavopna er að möguleikamir til að framfylgja slíku banni hafa verið takmarkaðir og því hefur gagn- kvæmt vantraust stórveldanna Með því að stilla jarðskjálftamæla á rétta tíðni (neðri mynd) er auð- velt að greina sprengjuskjálfta frá jarðskjálftum. Efri myndin sýnir að við of lága tíðnistillingu hverfa hrif sprengjunnar fullkomlega í sveiflumunstri jarðskjálftans. Neðanjarðarsprengjur Bandaríkjamanna hafa leitt til myndunar mikils fjölda af gígum á tilraunasvæð- inu í Nevada. Úr mælisal jarðskjálftastöðvarinnar i Eskdalemuir á Skotlandi. ið er upp á mörgum stöðum. Tíðni sprengjubylgnanna er venjulega önnur og til þess að greina þær er nauðsynlegt að stilla jarðskálfta- mælana á rétta tíðni. Jarðskjálftabylgjur Við jarðskálfta verða iðulega til fjórar mismunandi gerðir bylgna. Tvær þeirra s.k. P- og S-bylgjur eru djúpbylgjur, en þær ferðast undir yfírborði jarðarinnar. Hinar tvær nefnast Love- og Rayleigh- bylgjur, en þær ferðast einungis eftir yfírborði jarðarinnar. Helsti munur á P- og S-bylgjum er sveiflueiginleiki þeirra. P-bylgjur sveiflast í og á móti útbreiðsluátt, en S-bylgjur þvert þar á. Bylgjur þessar ferðast með mismunandi hraða sem er háður eiginleikum þess bergs, sem þær fara í gegnum, en almennt gildir að hraði P-bylgna (sem er á bilinu 2—13 km/s) er u.þ.b. 1,7 sinnum meiri en hraði S-bylgna. Love-bylgjur sveiflast þvert á útbreiðslustefnuna, en einungis í láréttum fleti. Sveiflumunstur Ray- leigh-bylgna er flóknara, en það samanstendur af þver- og lengdar- sveiflu. Þar sem yfírborðsbylgjur breiðast út í einungis tveimur víddum yfírborðsins bera þær með sér méiri orku en djúpbylgjurnar sem dreifa orkunni út í þijár víddir. Yfirborðsbylgjur leiða því til sterk- ari merkja á jarðskjálftamælum en djúpbylgjur. Sprengjuskjálftar Hvers konar bylgjur, í hve miklu magni og með hvaða tíðni myndast þegar kjamavopn er sprengt neðan- jarðar? Það er nauðsynlegt að fá nákvæmt svar við þessari spurningu til þess að mögulegt verði að segja fyrir um það hvort sprengt hefur verið og þá hvar. Ef kjamaveldin vita að lítil sem engin von er til þess að sprengja án þess að það komist upp er mögulegt að sprengjubann beri árangur. Til að greina á milli jarðskjálfta og sprengju eru eftirfarandi stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.