Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 37

Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 37 Morgunblaðið/Birgir Pétursson Viðtal: Brynja Tomer Mæliborðið í fluglíkaninu sem Skjöldur vinnur að í frístundum sinum þessa dagana. Eins og sjá má er mælaborðið vel úr garði gert og gæti fullkomlega sómt sér í „alvöruflugvél“. Þeir Skjöldur og Birgir gera ekki eingöngu líkön af mann- virkjum, heldur einnig af bátum. Hér má sjá tvo dráttarbáta úr Reykjavíkurhöfn, Magna og Jöt- un. fram að þessu. Hvað tók langan tíma að vinna það? „Það tók um 10 mánuði," segir Birgir. „í upphafi var ætlunin að hafa það töluvert einfaldara, en svo hlóð þetta mikið utan á sig og end- aði í 25 fermetrum og 700 lítrum af vatni sem sköpuðu „sjóinn". Birgir sagði að þeir hefðu tekið mörg hundruð ljósmyndir af svæð- inu. „Við fórum oft niðureftir til að skoða aðstæður, en síðan þarf að vinna þessi líkön af þvílíkri ná- kvæmni að helmingurinn af því sem maður þurfti að muna, var löngu rokinn út úr heilabúinu þegar við komum suður í Garðabæ. Þess vegna tókum við það ráð að ljós- mynda öll smáatriði. Við erum mjög ánægðir með Sundahafnarlíkanið, enda gífurleg vinna sem liggur þar að baki. Ég get nefnt sem dæmi að ljósastauramir á líkaninu voru allir sérsmíðaðir. Þeir voru um sex sentímetra háir og það var ljós á þeim öllum. Einnig var ljós í hverj- um einasta glugga og síðan var útbúin lýsing með sérstökum ljósa- Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Júlíus búnaði, sem myndaði „sólarupprás" og „sólarlag““. — En vinnið þið allt sjálfir, vinmð úr fyrirliggjandi teikning- um, takið ljósmyndir, smíðið, hannið, máiið og limið? „Við vinnum mest allt sjálfir," segir Skjöldur og heldur áfram: „Annars höfum við stundum menn í lausavinnu, sem aðstoða okkur við eitt og eitt verkefni." — Hvaða efni notið þið aðal- legavið gerð líkanana? „Ætli þau séu ekki teljandi á fingrum annarar handar, efnin sem við höfum ekki notað," segir Birgir hlæjandi. „Það er ákaflega mismun- andi hvaða efni við notum, en við vinnum fyrst og fremst úr tré, áli og plasti. Þegar eitthvað sérstakt stendur til, verðum við bara að gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn, til að koma veruleikanum niður í smækkaða rnynd," sagði Birgir að endingu um leið og hann fylgdi Morgunblaðsmönnum til dyra í bflskúmum við Faxatúnið í Garðabæ. Gámaflutningaskipið Álafoss ásamt gámakrananum Jaka. Bæði líkönin eru hluti af stóra Siindahafnarlíkaninu. Lítið Iíkan af sumarbústað með tjörn. verið er að bjóða til sölu. Við vorum til dæmis að leita að grasi hér um árið, og það endaði með því að við vorum búnir að skoða tólf tegundir af grasi þegar við loksins fundum það sem okkur líkaði. Síðan litum við grasið í grænum, gulum og brúnum tónum til að ná fram rétt- um litbrigðum. Annars hefur hann Jón í Tómstundahúsinu verið okkur mjög innan handar og hann hefur aðstoðað okkur mikið við að nálg- ast þau efni sem við þurfum á að halda." 700 lítrar af vatni í Borgarleikhúsinu — Nú er Sundahöfnin senni- lega stærsta verkefni ykkar OPELCORSA 1987 „STÓR“ ÞÓTT LÍTILL SÉ! Ljúfur í akstri, öruggur, sparneytinn, beinskiptur, framhjóladrifinn. Verð kr. 319.000* 3ja dyra kr. 332.000* 5 dyra WBMr m mmwrjm wmttB W mBm w m m ■rff m HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Tryggðu þér örugga og vellaunaða atvinnu í framtíðinni. NÝ NÁMSBRAUT: TÖLVUTÆKNI Tölvufræðslan mun íjanúarnk. hefja eins árs kennslu í tölvu- tækni. Um er að ræða hagnýtt nám þar sem áhersla er lögð á þá þætti sem koma að mestu gagni við tölvunotkun í atvinnulíf- inu og við gerð hugbúnaðar. Náminu er skipt í tvo sjálfstæða áfanga. Fyrri áfanginn nýtist fyllilega í starfi, þótt hinn síðari sé tekinn seinna. TÖLVUTÆKNI I 12. janúar 1987 til 1ð. apríl 1987. Meðal efnis eru eftirfarandi þættir: * Grundvallaratriði í tölvufræði * Hagnýt stærðfræði * Forritunarmál * Vélamál * Æðri forritunarmál * Forritun í D-base III + * Kerfisgreining * Kerfishönnun * Frágangur forrita * Uppsetning tölvukerfa TÖLVUTÆKNI II 14. september 1987 til 12. desember 1987. * Rekstur tölvukerfa * Stærðfræðigreining * Fjölnotendatölvur * Forritun í RPG * Rekstrarhagfræði * Tölvuvæðing fyrirtækja Umsjön með kennslu hefur dr. Kristján Ingvarsson skóla stjóri Tölvufrssðslunnar. Nánari upplýsingar fást í síma 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.