Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
DREIMGURINN MED
RÖNTGEIMAUGUIM
Skáldiö Sjón gefur ““““““"™
út heildarsafn Ijóða
sinna - 24 ára aÖ aldri
Þegar heildarútgáfan kemur út er hár skáldsins
venjulega farið að grána, ef það hefur þá ekki
þegar orðið skallanum að bráð; andlitið er rist
rúnum djúprar lífsreynslu og kroti á pappír
næturlangt á langri ævi; fasið yfirvegað og
ekkert kemur skáldinu lengur á óvart. Þetta er
að minnsta kosti sú mynd sem líklega kemur upp
í huga flestra en hún á langt í frá við um það
skáld sem nú sendir frá sér ljóðasafn á vegum
Máls og menningar. Sjón er ekki merkjanlega
farinn að missa hárið né grána í vöngum;
áhyggjuhrukkurnar há honum ekki að ráði ennþá;
framkoman er kæruleysisieg og svipurinn
forvitinn og oftlega standandi hlessa. En Sjón
er heldur ekki nema 24 ára gamall og sjálfsagt
er vandfundið það skáld sem yngra að árum
hefur gefið út heildarsafn ljóða sinna ...
Sjón hefur, þrátt fyrir
ungan aldur, verið
alllengi að. Það eru
hátt í tíu ár síðan
hann steig fram í
sviðsljósið sem einn
af forsprökkum
Medúsu-hópsins
svonefnda, flokks skálda sem vart
voru af bamsaldri og kenndu sig
við súrrealismann sem margir töldu
að hefði gengið sér til húðar fyrir
löngu. Þetta voru, og eru, duglegir
piltar; Sjón hefur sjálfur gefíð út
einar átta ljóðabækur og auk þess
tekið þátt í alls konar verkefnum
og uppákomum með ungu fólki sem
gjaman vill líta á sig sem framsæk-
ið í listum og telur sig jafnvel
neðanjarðarhreyfíngu.
Ekkert minna fjör að
búa til svona bók
en einkaútgáfur
Ljóðasafn Sjóns ber heitið Dreng-
urinn með röntgenaugun. Hann var
spurður hver sá strákur væri.
„Það er ég,“ svaraði hann bros-
andi, „af því ég er Sjón. Nafnið er
þannig tilkomið að Gunnlaugur
stjömuspekingur gerði einu sinni
stjömukort fyrir mig og þetta var
það helsta sem kom út úr því: að
ég væri með röntgenaugu. Það þýð-
ir að sjá gegnum skelina og alla
fítuna sem umlykur okkur og koma
auga á það endingarbesta sem eru
beinin. Svo er nafnið náttúrlega í
leiðinni tilvitnun til bandaríska
B-mynda kóngsins Roger Corman
og myndar hans, The Man with the
X-ray Eyes“.
Þú sagðir í viðtali fyrir fáeinum
árum að þú hefðir mjög takmarkað-
an áhuga á að láta gefa bækur þínar
út með hefðbundnum hætti hjá
virðulegum forlögum. Þú vildir
heldur gefa þær út sjálfur og ráða
öllu um útlit, skreytingar og þess
háttar. Nú gefurðu hins vegar út
heildarljóðasafn í fínu bandi hjá
þekktu forlagi.
„Jájá, bandið er hannað til þess
að bókin fari vel við hliðina á Stef-
áni Herði og Þorsteini frá Hamri,“
sagði Sjón og giotti.
Hvemig kom þessi útgáfa til?
„Málið er að ég hef að undan-
fömu gert allmikið af því að lesa
upp, bæði í skólum og víðar, og
einmitt núna fínnst mér að áhugi
á mínum kveðskap fari heldur vax-
andi. Á sama tíma eru sjö fyrstu
bækumar mínar algerlega ófáan-
legar og fólk hefur verið að leita
dauðaleit að þeim á fombókasölum
en lítt orðið ágengt. Mér fannst
þess vegna ástæða til þess að gefa
þær út aftur og ætlaði í fyrstu að
gera það sjálfur. Svo átti ég einu
sinni leið niður á Mál og menningu
og sló því þá fram sísona við Silju
Aðalsteinsdóttur hvort þau hefðu
áhuga á að gefa þetta út. Við-
tökumar voru miklu betri en ég
bjóst við og það varð út að Mál og
menning gefur bókina út. Ég hef,
eins og þú minntist á, alltaf lagt
sérstaka rækt við útlit bókanna og
í sjálfu sér er ekkert minna fjör að
búa til svona bók heldur en þær
eigin útgáfur sem ég hef hingað til
sent frá mér. Mér fannst að úr því
að ég væri kominn á snæri virðu-
legs forlags væri ekkert vit í öðru
en að ganga alla leið og hafa þetta
eins fínt og kostur er.“
„Mér skilst þetta
sé ekkert verra hjá
mér en öðrum“
Hvemig líst þér nú á afurðimar
þessi tæpu tíu ár þegar þú sérð þær
saman á bók?
„Ja, hvað skal segja? Verð ég
ekki bara að segja að mér fínnist
þetta alltaf jafn helvíti gott hjá
mér! Ég vitna í það ágæta skáld
Gunnar Sverrisson: „Mér skilst
þetta sé ekkert verra hjá mér en
öðrum!“ Annars er sannleikurinn
sá að þó þetta sé kallað heildarút-
gáfa þá er fremur lítið úr fyrstu
tveimur bókunum á þessu safni og
vissulega kom sú stund meðan ég
var að undirbúa bókina að ég vildi
fara að skera grimmilega niður.
En ég komst yfír það, sem betur
fer, og það má bæta því við að í
bókinni em líka þó nokkur ljóð sem
hafa birst í blöðum og tímaritum
en hvergi annars staðar.“
Nú skaltu svara spumingu sem
verðugt er að leggja fyrir skáld
með heildarútgáfuna nýkomna: af
hverju yrkirðu?
„Já, bíddu — hvað er nú aftur
svarið við því?“ Sjón brosti enn
breitt en hugsaði svo málið góða
stund alvarlegur á svip. „Fyrir
mér,“ sagði hans loks, „er ljóðið
kannski fyrst og fremst greiningar-
aðferð, aðferð til þess að vinna úr
umhverfínu. Ég held að ljóðið sé
ósjálfrátt viðbragð. Það byijar sem
leikur en verður svo eitthvað meira.
Ljóðið er skilaboð frá heildinni til
heildarinnar aftur í gegnum skáld-
ið. Það eru áhrif sem hafa farið um
þá síu sem skáldið er. Ég held að
ef til vill sé meiri þörf fyrir ljóð og
hvers konar persónulega list — nú
þegar meðalveruleikinn er orðinn
svona sterkur allt í kringum okkur.
Þess vegna haldast menn enn í
þessu skítadjobbi — því þetta er
skítadjobb. Hugsaðu þér bara vesal-
ings skáldið sem sífellt er að bera
sín persónulegu einkamál á torg
meðan aðrir sitja bara inni hjá sér
og hafa það huggulegt!"
Medúsa — er sá hópur enn við
lýði?
„Varla. Við erum aftur komnir á
það stig að vera bara vinahópur en
vinnum ekki beinlínis saman leng-
ur. Nú er hver í sínu homi en
félagsskapurinn er jafn mikilvægur
eftir sem áður. Medúsa hófst sem
lítið samfélag stráka sem báru sam-
an bækur sínar, eða vina að leika
sér, og er nú aftur komin á það
þrep.Það var kannski eins gott að
við hættum að starfa svona náið
saman; þá hefðum við setið uppi
eftir fáein ár með sex eða sjö súrre-
alísk þjóðskáld og það er auðvitað
ekki nogu gott! Annars hefur sam-
starf okkar strákanna breyst hægt
og bftandi — sjálfur hef ég til dæm-
is farið að vinna með hópum eins
og Kuklinu og Svörtu og sykurlausu
— og það er ekki hægt að tala um
neitt opinbert dánardægur Med-
úsu.“
Að gera hið sýnilega
ósýnilegt — og öfugt
Súrrealísk þjóðskáld, sagðirðu?
Ertu alltaf sami súrrealistinn?
Sjón:
„ .. .vesalings skáldið sem
sífellt er að bera sín
persónulegu einkamál á
torg meðan aðrir sitja bara
inni hjá sér og hafa það
huggulegt.“
„Já,“ svaraði Sjón steinhissa, „ég
veit ekki hvaða þijóska þetta er!
En í alvöru: það er skrýtið við-
horfíð til súrrealismans hér, það er
alltaf verið að tala um að hann sé
liðinn undir lok. Fyrir mér er súrre-
alisminn fyrirbæri á borð við
anarkismann sem hefur verið til í
einhverri mynd í þrjú, íjögur þúsund
ár; hann hverfur alltaf af sjónar-
sviðinu öðru hvoru en poppar svo
upp aftur. Súrrealisminn er á sama
báti enda eru þessi fyrirbrigði ná-
skyld. Og í rauninni ætti það ekki
að skipta neinn máli nema sjálfan
mig hvort ég sæki í þann brunn sem
súrrealisminn er eða einhvem ann-
an. Ljóðin standa fyrir sínu. Ég lft
svo á að súrrealisminn sé í rauninni
ekkert annað en umsnúningur á
veruleikanum: að gera hið sýnilega
ósýnilegt og hið ósýnilega sýnilegt.
Meðan ég held því áfram kalla ég
mig súrrealista þó ég sé farinn að
kafa í ýmsar áttir út frá hinum
hefðbundna súrrealisma, sem ýmsir
virðast halda að þýði aðallega Rena
Magritte-plaköt einhvers staðar á
heimavist. Ég er mikið farinn að
velta fyrir mér bæði galdri og an-
arkisma sem eru angar af sama
meiði og súrrealisminn, og sá súr-
realismi sem ég einbeiti mér nú
mest að em þær greinar sem tóku
að spretta upp úr 1950 eða þar um
bil. Auðvitað byijaði ég eins og
flestir á þessum svokallaða orþódox
súrrealisma en það er bara ein
stoppistöð. Síðan hef ég vaxið ffá
því eins og allir sem vit er í.“ Sjón
þagnaði og brosti. „Þama var
smekklegt sjálfshól!"
Hann bætti við: „Ég hef raunar
áhuga á öllu sem er sam stíga hinni
breyttu heimsmynd tuttugustu ald-
ar, eins og hún birtist í eðlisfræði-
byltingunni í upphafí aldarinnar
þegar afstæðiskenningin,
skammtakenningin og fleira gott
kom fram í dagsljósið. Um sama
leyti voru'karlar eins og Joyce að
ryðja mannshuganum nýjar brautir
í bókmenntunum. Það er furðulegt
hversu fáir hafa í rauninni stigið
inná þessar nýju brautir; flestir
virðast enn vera fastir í nítjándu
aldar hugsunarhætti og öllum þeim
riddarasögum sem sápuóperumar
eru gott dæmi um. Ekki svo að
skilja að ég hafí neitt á móti sápu-
óperum, þvert á móti. Ég held að
allir þeir sem áhuga hafa á kvik-
myndagerð ættu að gleyma
Bergman, Fellini og þeim öllum en
horfa þess í stað bara á Dailas. Þar
er „konkret" kvikmyndagerð í hnot-
skum!“
Skáldsaga á mörkum
sósíalrealisma og
„science-fiction“
Nú er heildarljóðasafíiið frá-
Hvað ertu að fást við um þessar
mundir?
„Það er aðallega tvennt. í fyrsta
lagi er ég að vinna að eins konar
skáldsögu sem segja má að liggi á
mörkum sósíalrealisma og „sci-
ence-fíction“ — þó áherslan sé
iíklega öll lögð á vísindaskáldskap-
inn. Vísindaskáldskapur er afskap-
lega vanmetin bókmenntagrein en
ég met hana mikils. Ástæðan er
kannski ekki síst sú að vísinda-
skáldsagnahöfundar hafa verið með
alls konar tilraunastarfsemi í bók-
um sínum og tekist að gera þser
vinsælar meðal fólks sem að öðru
jöfnu þyrfti næstum þvf að beija
til þess að lesa eitthvað sem til-
raunaþefur væri af. í vísindaskáld-
sögum er stanslaust verið að gera