Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 sýning, skal ég segja þér, segir Björg íbygg- in á svip. Þema hennar var kjamorka og hætta á kjamorkuslysum. Á þessu tímabili var nefnilega verið að bæta fleiri kjamorku- verum í safn Svíanna og ákveðinn hópur manna hafði miklar áhyggjur af því að alvar- leg slys gætu orsakast af þeirra völdum. Enda hefur það komið á daginn í Chemobyl, eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Eftir þessa sýningu fékk ég inngöngu í Konst- fack skólann, þar sem ég var á kvöldnám- skeiðum næstu þijú árin. Það var mjög góður skóli, en eftir áramót fór ég í Tilskerens aka- demíuna á daginn. Það var dýr skóli og fólkið sem lærði þar var allt fagfólk sem hafði unn- ið við þessi störf áður. Fyrirtæki í Svíþjóð kosta þá sem þeim þykja efnilegjr oft á skóla og námskeið. Ég held ég hafí verið _sú eina sem ekki var styrkt af einhverjum. Ég seldi bara bílinn minn og dæmið gekk einhvem veginn upp. Las auglýsingar til að læra málið Hvemig kunnirðu við Svíþjóð og Svíana? - Mér fannst ekkert erfítt að komast inn í málið. Veistu hvað ég gerði? Ég keypti öll dagblöð sem ég komst í og las svo allar aug- lýsingamar. Mér fannst það góð leið til að ná tökum á málinu. Svíamir em ágætir þeg- ar maður fer að kynnast þeim. Þeir koma fyrst mjög kaldranalega fyrir sjónir, og þeir eru ekkert sérlega hrifnir af útlendingum. Annars er voða gott að vera íslendingur í Svíþjóð, segir Björg og brosir. Það er svo mikið af Tyrkjum og írönum þama og Svíar hafa gert heilmargt fyrir þá, en þeir virðast samt eíga mjög erfitt með að aðlagast sænsk- um lifnaðarháttum og sænskri menningu. Svo er einnig töluvert um Finna í Svþjóð og það má segja að þeir skiptist í tvo hópa. Annars vegar þá sem eru menntaðir og mjög færir og hins vegar þá sem vinna störfín sem Svíar vilja ekki vinna. Ég kynntist fyrst og fremst þeim Finnum sem stóðu framarlega í leik- húsmálum og ég kunni afskaplega vel við þá. Þetta er duglegt fólk og samviskusamt. Björg fór á námskeið þau sumur sem hún var í Svíþjóð og einnig á þriggja vikna nám- skeið í Dramatiska inderstuded. Þar lærði ég Að sníðastörfum, en Björg heldur sníða- og saumanámskeið á heim- ili sínu, Bjargi við Nesveg. leikmyndahönnun og sótti fyrirlestra í bún- ingasögu. Árið 1979 fór ég í sumarskóla á vegum Konstfack skólans. Það var í Smálönd- um og við vorum þar í teikningu, höggmynda- gerð og myndlist. Ég lærði mikið þarna og það var alveg stórkostleg lífsreynsla. Ég fór til Capri ásamt nokkrum félögum mínum frá Svíþjóð. Við vorum í tvo sólarhringá á leið- inni með lest og ég dvaldi á Capri í þijá mánuði. Hvenær hófst þú störf við sænsku kon- ungshöllina? - Það var haustið 1979. Ég ætlaði upphaf- lega að vinna þar í þijá mánuði, en þeir urðu á endanum fímm ár. Þeir voru nú svo elskuleg- ir þama í höllinni að þeir gáfu mér þriggja mánaða leyfí til að fara á sumarskólann á Capri. Ári seinna fékk ég aftur leyfí til að fara á sumamámskeið í Finnalndi og 1982 fékk ég enn einu sinni leyfi tii að fara á nám- skeið í Róm og það var nú stórkostlegt, skal ég segja þér, rifjar Björg upp. Við fómm meðal annars í Vatikanið og fengum að kynn- ast því, hvemig öllum þeim dýrgripum sem þar em, er haldið við. Björg sagði að starfsfólki sænsku krúnunn- ar væri skipt niður í vinnuhópa, eða deildir. Ég starfaði í deild sem sá um viðhald á sjö höllum. Við unnum meðal annars að viðgerð- um á Drottningholm-höllinni áður en kon- ungsfjöiskyldan flutti þangað. Ég útbjó meðal annars gluggatjöld og himnasængur fyrir bömin. Það var ómögulegt fyrir flölskylduna að búa inni í miðri borginni, en Ðrottning- holm-höllin er utan við Stokkhólm og svæðið í kring er afar skemmtilegt. Þar geta bömin líka leikið sér róleg. Það var mikið sem þurfti að lagfæra þama og þegar öllu var lokið og höllin var tilbúin, héldu konungshjónin okkur veislu. Ég kunni mjög vel við þau hjónin, það litla sem ég kynntist þeim. Þau era svo óþvinguð innan um starfsfólkið. Fyrir hver jól héldu þau hádegisverðarboð fyrir okkur og þá var dregið um sætaskipan. Ég lenti nú aldrei við hliðina á þeim, en mér virtust þau vera eins og hvert annað ungt og fallegt par. Og afskaplega elskuleg bæði tvö. Við hittum þau einnig alitaf þegar við unnum að endurbótum á Drottningholm-höllinni, því auðvitað vildu þau fylgjast með hvemig gengi. Björg bjó um tveggja ára skeið í starfs- mannahúsi sænsku krúnunnar, sem er í miðborginni. Það er svo erfítt að fá húsnæði þama í Stokkhólmi. Ég var búin að flytja margoft frá því ég kom út og var satt að segja búin að fá mig fullsadda af því. Þess vegna tók ég því feginshendi, þegar mér bauðst íbúð í starfsmannahúsinu. Þetta er 100 ára gamalt hús og mjög fallegt. Á sömu lóðinni em skrautvagnar krúnunnar geymdir og allir hestar konungsfjölskyldunnar. Lífvörður konungsins er meðal þeirra sem búa þama, og ein var mjög ánægð að fá þetta húsnæði, en sá var galli á gjöf Njarðar að húsið var ekki nægilega hlýtt. Alla vega ekki íbúðin mín sem var í tuminum. Á vetuma var mjög kalt inni og eftir tæplega tveggja ára dvöl veiktist ég og þorði ekki að treysta því að vera í svo illa upphituðu húsi. Þetta var á fínasta stað í bænum og þegar ég sagði fólki að ég byggi þama, var eins og ég hækk- aði um nokkur þrep í áliti," segir Björg og hristir höfuðið yfír hinum snobbaða hugsunar- hætti fólksins. Gaman að vera íslendingur þegar Vigdís kom - Þegar forsetakosningamar stóðu sem hæst hér á íslandi 1980, fylgdust starfsfélag- ar mínir vel með framvindu mála. Mér fannst -jjE g enda alltaf í tuskunum“ Rætt við Björgu Isaksdóttur, saumakonu, sníðakonu, mál- ara, og mynd- höggvara, sem m.a. starfaði hjá Svíakonungi Eg var alltaf ákveðin í að mennta mig meira í myndlist og kynna mér vinnu í leikhúsum. Ég var svo ungþegar ég gifti mig og átti mitt fyrsta bam, að ég datt snemma út úr skóla. En ég reyndi bara að undirbúa mig eins vel og ég gat og beið eft- ir því að minn tími kæmi. Sú sem þetta mælir heitir Björg ísaksdóttir. Björg bjó um nokkurra ára skeið í Stokk- hólmi þar sem hún vann við sænsku konungs- höllina og síðan vann hún í New York hjá fyrirtæki sem meðal annars sá um búninga- og leikmyndagerð fyrir helstu leikhús Banda- ríkjanna. Hún fluttist aftur til íslands fyrir rúmu ári og sem stendur vinnur hún að því gera upp æskuheimili sitt, Bjarg við Nesveg, en hún festi kaup á nú í haust. Hún heldur sníða- og saumanámskeið heima hjá sér á kvöldin og sníðir fyrir viðskiptavini verslunar- innar Metm í Ingólfsstræti.Ég er hér einu sinni í viku og tek við pöntunum frá fólki, sagði Björg er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hana að máli í versluninni nú fyrir skömmu. - Ég hef alltaf haft mikla unun af teiknun og saumaskap og þegar ég var heimavinn- andi með bömin mín lítil, var ég í því að sauma á þau. Já, já, það er sama hvað ég tek mér fyrir hendur, ég enda alltaf í tuskun- um, segir Björg hressilega og kveikir sér í litlum dömuvindli. Ég var í tuskunum og bamauppeldi á daginn, en á kvöldin sótti ég námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur í tíu ár. Ég tók allar deildimar í skólanum og reyndi að undirbúa mig undir framhaldsnám í útlöndum. Ég fór einnig á námskeið í tungu- málum og reyndi að nýta tíma minn sem best. Björg fór til Stokkhólms haustið 1978. Ég hafði áður starfað sem forstöðukona sauma- stofu Leikfélags Reykjavíkur í fímm ár og ætlaði að taka mér ársleyfí til að kynna mér leikhús í Svíþjóð, segir Björg. Hún bjó fyrst um sinn hjá dóttur sinni sem er búsett í Stokk- hólmi. Það var mér mikill stuðningur í upphafí að búa hjá henni. En ég var svo heppin að þegar ég var nýkomin út, kynntist ég hóp af fólki sem var að setja upp sýningu í konung- lega Dramaten - leikhúsinu og ég gekk beint inn í þá vinnu. Þetta var ákaflega merkileg Björg tekur að sér að snlða fyrir viðskiptavini verslunarinnar Metru. Hér er hún ásamt samstarfskonum sinum í versluninni. Morgunblaðið/Ámi Ssebeig Björg notaði tímann vel meðan hún dvaldi erlendis. Hún fór á mörg námskeið og hér er hún á glerskurðarnámskeiði í Stokkhólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.