Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
+
Kannski erfðasyndin - og þó.
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Nemendur í dönsku við háskól-
ú$nn sýndu í Norræna húsinu:
Sandhedens Hævn eftir Karen
Blixen
Leikstjóri Lisa von Schmalensee.
B ARA skemmtilegt og virðingar-
vert framtak, sem nemendur í
dönsku sýna með þessari litlu leik-
sýningu. Leikritið mun hafa verið
gefið út 1926, en ekki leikið á sviði,
fyrr en í Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn, æði löngu síðar,
eða 1960. í tilkynningu hópsins
segir, að það sé flutt nú í hefð-
bundnu formi og Karen Blixen hefði
ia/Uið það„utan laga og réttar."
Blixen hóf að skrifa þetta litla
leikverk þegar hún var á æsku-
skeiði og setti það upp, með aðstoð
systkina sinna heima hjá sér, rétt
upp úr aldamótunum. Hún gerði
umbætur á því hvað eftir annað,
áður en það var síðan gefið út 1926,
eins og fyrr segir. Vel má taka
undir það að leikverkið megi túlka
sem létta grín og gleðiballöðu. En
einhveijir hafa haft þá skoðun að
það sé mikilvægur þáttur í heim-
spekiiegri arfleifð listakonunnar
varðandi sök og erfðasyndina sjálfa.
Séu menn hallir undir þá skoðun
er megininntakið, að erfðasyndin
sé ekki neinn endanlegur maratrað-
arveruleiki, sem við verðum að
dragnast með. Öllu heldur séum við
öll að taka þátt í kómedíu, sem við
getum ekki bara samið sjálf, eins
og ein persónan segist gera, heldur
getum við einnig leikstýrt henni
uppi á sviði. Það sem skipti sköpum
sé að komast að niðurstöðu um,
hvaða hlutverk maður eigi að leika.
Þetta er að mínu viti ekki bráð-
nauðsynlegt að finna einhveija
dýpri merkingu í leikverkinu. Létt
írónían og grátbroslegur harmur
persónanna nægði mér fullkomlega.
Leikendur fóru hressilega með hlut-
verkin. Dönskuframburðurinn var
ágætur hjá sumum þeirra. Ég veitti
athygli, umfram aðra Jónu Ingólfs-
dóttur. í fljótu bragði sýnist mér
sem Lisa von Schmalensee sendi-
herrari og leiðbeinandi þessarar
sýningar hafi unnið hið ágætasta
og þarfasta verk og varð ekki ann-
að séð en viðstaddir skemmtu sér,
hvort sem þeir hölluðust að kenn-
ingunni um erfðasyndina eða eitt-
hvað ögn auðmeltara.
SAMDHEdens Hæva/"
V\ ---- " T=----==-_ú
\lof\on 13! ixen
1
■B
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir þig?
Innritun í námið fer fram
24.-28. nóvember.
Nánari uplýsingar í síma 687590.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúnl 2B
Ævintýrabók
frá Namíu
ALMENNA bókafélagið hefur
sent frá sér nýja barna- og ungl-
ingabók eftir C.S. Lewis, þriðju
hókinn í ævintýraflokki hans frá
Narníu. Þýðandi er Kristfn R.
Thorlacius og myndirnar eftir
Pauline Baynes.
í fréttatilkynningu frá AB segin
„Hér er Játvarði og Lúsíu enn á ný
stefnt inn í töfralandið Namíu, í
þetta sinn fara þau þangað f gegnum
mynd af skipinu Dagfara. Með þeim
í för er dálítið leiðinlegur frændi
þeirra, Elfráður Skúti.
Bömin hitta Kaspfan konungsson
á skipinu. Hann er ásamt fríðu föru-
neyti á siglingu austur á bóginn í
leit að sjö vinum sínum sem hafa
horfið. Þau finna og kanna ókunn
lönd og lenda f ýmsum vanda, ekki
sfst Elfráður. Sú reynsla sem bömin
verða fyrir hefur á þau mikil áhrif
og þegar þau sigla heim eftir að
hafa komist austur undir heimsenda
eru þau breytt fólk, að minnsta kosti
Elfráður Skúti."
Bókin er 259 bls. með möigum
myndum. Prentverk Akraness hefur
annast prentvinnu og bókband.
Full búð af nfjum vorum
Vellíðan fylgir fötunum frá Líneik