Morgunblaðið - 23.11.1986, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986
Módelsmíði er ekki eingöngu tómstundagaman;
Birgir og Skjöldur við likanið af
Malbikunarstöð Reykjavikur,
sem þeir vinna að um þessar
mundir.
Gamli bærinn hans afa
- Nú Hta flestir á módelsmiði
sem tómstundagaman. Er nægi-
lega stór markaður til að hafa
af henni fulla atvinnu?
Birgir verður fyrir svörum. “Frá
því við byijuðum á þessu, fyrir um
það bil einu og hálfu ári síðan, höf-
um við haft nóg að gera. Mér
sýnist einnig að markaðurinn sé að
opnast meira en verið hefur, enda
eru möguleikamir óþijótandi í
svona líkanasmíði. Við höfum til
dæmis hugsað okkur að bjóða ein-
staklingum og félagasamtökum upp
á líkön sem minjagripi. Það má til
dæmis hugsa sér að fljótlega standi
til að rífa gamla bæinn sem afi og
amma bjuggu í og bömin hafí
áhuga á að eiga skemmtilega og
lifandi minningu um bæinn fyrir
afkomenduma. Þá getum við gert
líkan af bænum, sem stendur þann-
ig eftir í smækkaðri rnynd."
— Hvað gæti slíkt líkan kost-
að?
„Það er erfitt að segja fyrir um
slíkt, án þess að vita hvemig verk-.
efnið er. En við getum tekið sem
dæmi sveitabæ af venjulegri stærð-
argráðu, og túnskika í kring, með
hæðum, hólum og öðmm sérkenn-
um staðarins. Slíkt líkan myndi
kosta á bilinu 80.000—120.000
krónur. Þá förum við á staðinn,
tökum myndir, mælum, teiknum
upp og skoðum allt nákvæmlega
áður en hafist er handa við verkið.
Þetta hefur mælst mjög vel fyrir
hjá fólki, félagasamtökum og fyrir-
tækjum.
— Hvemig er vinnudagurinn
þjá ykkur?
„Við emm alltaf komnir hingað
klukkan átta á morgnana og fömm
um sjöleytið á kvöldin," segir
Skjöldur. Birgir bætir því við að
þeir vinni yfirleitt líka á laugardög-
um. „Og við tökum okkur aldrei
kaffitíma, heldur hellum við á könn-
una inni hjá mér og höfum bara
standandi kaffi hér allan daginn.
Svo ef það er ekkert skemmtilegt
í sjónvarpinu á kvöldin og mér ieið-
ist, kem ég oft hingað út í skúr og
fer að vinna.“
Skjöldur sagði hér að framan að
líkanasmíði væri hans helsta áhuga-
mál. Birgir segist hins vegar vera
„hálfgerður flautaþyrill", eins og
hann sjálfur orðar það. „Ég veð úr
einu áhugamálinu í annað," segir
hann. „En þau eiga það flest öll
sameiginlegt að tengjast ferðalög-
um á einn eða annan máta. Um
síðustu helgi tók ég til dæmis þátt
í rally, en ég hef alltaf haft gaman
af því að ferðast og nota hvert
tækifæri sem gefst til að skoða mig
um.
Tólf tegundir af grasi
— Hvernig skildi það ganga
að finna hentug efni í líkönin?
Þeir félagar sögðu það ekki eins
auðvelt og æskilegt væri. „Við
kaupum mikinn hluta þess ^fnis
sem við notum í Þýskalandi, eða
pöntum þau þaðan. Það er bara svo
erfitt að kaupa eftir pöntunalistum,
því þú sérð ekki nægilega vel hvað
„Sköpun þúsund skóga felst í einu akarni,“ mælti Emerson
eitt sinn og það má með sanni segja að þessi orð hans eigi
við þá flaga Skjöld Sigurðsson og Birgi Pétursson í Garða-
bænum, en þeir hafa þann starfa að smíð líkön. Stundum
? af bátum, stundum af flugvélum og stundum af heilu
mannvirkjunum. „Við hugsum svo smátt,“ varð Birgi að
orði við blaðamann og ljósmundara Morgunblaðsins sem
litu við á vinnuofunni í fyrirtæki þeirra, Model sf.í Faxt-
úni 26 nú á dögunum.
eim sem sáu
tæknisýninguna
sem haldin var í
Borgarleikhús-
inu í sumar, í
tilefni af afmæli
borgarinnar, er
eflaust í fersku
minni líkan af Sundahöfn, sem var
25 fermetrar að stærð og afar full-
komið. Það eru þeir Skjöldur og
Birgir sem eiga heiðurinn af Sunda-
borgarlíkaninu og mörgu öðru
forvitnilegu.
Þeir Birgir og Skjöldur hafa
vinnustofu sína í bílskúr Birgis við
Faxatún í Garðabænum. Vinnustof-
an er björt og vistleg og þar er
hver hlutur á sínum stað. Látum,
lími og öðrum efnum er raðað skipu-
lega í hillumar og á borði í miðjum
skúmum er stórt líkan af Malbikun-
arstöð Reykjavíkur. „Við byijuðum
á þessu líkani í júní,“ segir Skjöldur
aðspurður. „En við höfum verið-í
öðrum verkefnum með þessu svo
það er erfitt að segja nákvæmlega
hversu margir tímar hafa farið í
þetta." Birgir segir að þeir verði
þó að Ijúka við líkanið fyrir 15.
nóvember því þá sé haustfundur
hjá malbikunarstöðinni. „Þetta er
langt komið og við ijúkum við þetta
í tíma, það er engin hætta á öðru,“
segir Birgir ákveðinn.
Rafvirki og húsgagnasmið-
ur
— Eruð þið menntaðir í mód-
elsmiðum, eða einhverju öðru
sem tengist þessu starfi?
„Nei, ekki beinlínis," segir
Slqöldur. „Ég er húsgagnasmiður
og Birgir er rafvirki. Ég hef aftur
á móti haft áhuga á módelum ftá
því ég man eftir mér og dunda mér
við það í frístundum að setja saman
flugmódel með fjarstýribúnaði og
mótor. Það er óneitanlega gott að
geta haft áhugamál að atvinnu.
— Þú ert ekkert hræddur um
að verða leiður á áhugamálinu
með því að starfa við það allan
daginn?
„Nei, ég er ekkert hræddur um
það og hef ekki orðið var við neinn
leiða enn sem komið er. Annars
vinn ég við annars konar mód-
elsmíði á daginn, því þá gerum við
fyrst og fremst líkön af mannvirkj-
um og bátum, auk svonefndra
skipulagslíkana, sem eru oft notuð
á fundum og ráðstefnum. Arkitekt-
ar nota einnig mikið þessháttar
líkön til að kynna viðskiptavinum
sínum hugmyndimar á sem skýr-
astan hátt. í frítíma mínum smíða
ég hinsvegar flugvélalíkön. Sjáðu
til dæmis þessa hérna," segir
Skjöldur og sýnir okkur gullfallega
gula flugvél,sem er 2,30 metrar á
lengd og með fullkomnu mæliborði
að innan. „Vænghafið verður 3,60
metrar, en vængimir eru enn ekki
tilbúnir,-" upplýsir Skjöldur og sýnir
okkur stoltur hvemig hægt er að
opna flugvélina, eins og um alvöru-
flugvél væri að ræða. Módelsmíði á
greinilega alian hans hug.
Morgunblaðia/Emil bór
Likanið af Sundahöfn, sem sagt
er frá f greininni, og þeir félagar
gerðu á tíu mánuðum. Myndin
er tekin á tæknisýningunni, sem
haldin var í Borgarleikhúsinu í
sumar f tilefni afmælis
Reykjavíkurborgar. Lfkanið er
25 fermetrar að stærð og alls
fóru 700 lítrar af vatni í „sjóinn“.
Veruleikinn í
smækkaöri mynd
Litið viðá vinnustofu Skjaldar Sigurðssonar
og Birgis Péturssonar í Garðabænum