Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 49 2E A DROTTINSm Hlutverk Kirkjuþings í kirkjusijórnuninni Rætt við séra Jón Bjarman Á fimmtudag lauk Kirkjuþingi, sem starfaði dagana 11. til 20. nóv- ember. Séra Jón Bjarman situr Kirkjuþing em fulltrúi presta í sér- þjónustu. Ég tók hann tali um starf Kirkjuþings sem stjómtækis í kirkjunni. — Fyrsta Kirkjuþingið var haldið árið 1958. Þing vom fyrst haldin annað hvert ár en nú á hveiju ári. Þetta þing er hið 17. Hlutverk Kirkjuþings er að fjalla um sameiginleg málefni þjóðkirkj- unnar. Þingfulltrúar bera sjálfir fram mál og biskup, Kirkjuráð, Alþingi og kirkjumálaráðherra geta líka sent þinginu erindi, sem skylt er að taka til meðferðar. Þingið er haldið að hausti og skal starfa í allt að 10 daga. Hvert er höfuðverkefni Kirkjuþings? Ég álít það stærsta hlutverk Kirkjuþings að hafa áhrif á kirkju- lega löggjöf og undirbúa hana í hendur kirkjumálaráðherra. Hann flytur þessi mál yfirleitt í umboði allrar ríkisstjómarinnar og til þess þarf hann samþykki hennar allrar. Telur þú að Kirkjuþing sé raunverulegt stjórntæki í kirkj- unni? Mér fínnst það. Að vísu gætir þess að sum mál hafa ekki átt þann framgang sem við hefðum kosið. En málatilbúnaður Kirkju- þings er mjög vandaður. Tvö fyrstu mál þess núna, annað um kirkjugarða og líkbrennslu, hitt um helgidagafrið, vom flutt í fyrra og em endurflutt núna í örlítið breyttri mynd. Prestastefnan fjallar lika um mál kirkjunnar. Hvert er sam- band hennar og Kirkjuþings? Prestastefnan er ein af þremur höfuðþáttum í stjómtækjum kirkjunnar. Hún er fiindur, sem biskup boðar presta sfna til sér til ráðuneytis. Prestastefnan er elzta stofnun kirkjunnar og merkilegt fyrirbæri en hún hefur enga skilgreiningu í lögum. Kirkjuþing er sá hluti kirlqu- stjómunarinnar, þar sem leik- menn hafa sterkasta aðstöðu, þeir skipa tæplega helming þingsins. Samþyklrtir Prestastefnunnar fara til Kirkjuþings. Og sam- þykktir Kirkjuþings um hin innri mál kirkjunnar em ekki bindandi fyrr en þær hafa hlotið samþykki Prestastefnunnar og biskups. Hvert er svo hlutverk Kírkju- ráðs? Kirkjuráð er framkvæmda- stjóm Kirkjuþings og stjómandi þess við hlið biskups. Það er kos- ið af Kirkjuþingi á fyrsta þinginu, Séra Jón Bjarman — ég álít að stærsta hlutverk Kirkjuþings sé að hafa áhrif á kirkjulega löggjöf. sem haldið er eftir að það hefur sjálft verið kosið. í Kirkjuráði em tveir leikmenn og tveir prestar auk biskups, sem er sjálflg'örinn formaður ráðsins. Eitt verkefna Kirkjuráðs er að fara með stjóm Kristnisjóðs. Frá Kirkjuþingi. Þau sem vinna skrifstofustörfin Ég leit inn á Kirkjuþing og hlýddi dagstund á um- ræður. Hér sitja fulltrúar safnaðanna, sem kjömir em til að fjalla um málefni kirkjunnar í fjögur ár í senn. Þeir era kosnir í hverju kjördæmi fyrir sig, einn úr hópi leikmanna og einn úr hópi presta. Sóknamefndir og safnaðarfulltrúar kjósa leikmennina en prestarnir prestana. Guðfræðideild, prestar í sérþjónustu og kirkjumálaráðherra eiga líka sæti á þinginu, svo og vigslubiskupar en án at- kvæðisréttar. Fulltrúar töluðu fyrir mál- um sínum, sem vom margs konar, svo sem guðfræðileg umræða um eðli kirkjunnar og mismunun á Qárhagsstöðu fólks í hjónabandi og óvígðri sambúð. Gögn em lögð fram og það er ys og þys kringum skrifstofu þingsins. Starfsfólk biskupsstofu er önnum kafið við að taka við gögnum, sem þingfulltrúar vilja láta dreifa á þinginu, vélrita þau, ijósrita, hefta og dreifa. Mörgu þarf að halda til haga. Útvega þarf upplýsingar, koma fréttum til fjölmiðla og aðstoða frétta- menn, sem koma til að fregna af þingmálum. Þingið er hald- ið í Bústaðakirkju og starfs- fólk kirkjunnar er líka til þjónustu seint og snemma. Þegar ég fylgist með sam- starfi fulltrúa og starfsfólks á kirkjufundum hérlendis og er- lendis er mér _það ævinlega aðdáunarefni. Án starfsfólks- ins myndi allt fara á ringulreið, gögnum yrði ekki komið á framfæri, þeim yrði ekki hald- ið til haga og fréttir bæmst í minna mæli út fyrir múrana. Svo lýkur langri fundarsetu dagsins. Þingfulltrúar taka töskur sínar og halda úr húsi. En starfsfólk þingsins situr enn við vinnu sína, gengur frá málum dagsins og undirbýr næsta dag. Og þá er eftir að tala um okkur, sem ekki komum á kirkjuþing en eigum samt sem kirkjufólk aðild að málum, sem þar em rædd. Sífellt er ástæða til að hvetja okkur til umræðu um þau þingmál, sem okkur snerta. Morgunblaðið hafði sérstakan biaðamann, sem skrifaði fregnir af Kirkjuþingi, og lesendur blaðsins áttu því auðvelt með að fylgjast með málum þess. r-i. l»RV!blPMTI*.. Dans, leiksýning, djasstónleikar, borð- tennis — skyldum við nú hafa gleymt ein- hveiju? Sum okkar vilja að kirkjan sé með á nótunum. En nýja systraklaustrið í Noregi býður til bæna og kyrrðar. Mótmælenda- klaustrið í Noregi Svo sem við höfum sagt frá áður hefur lúterskt klaustur verið stofnað í Noregi. Það starfar innan vébanda norsku þjóðkirkjunnar og stofnendur koma frá frönsku mótmæl- endaklaustri í Versölum. Systir Eva, ung norsk kona, sem hefur dvalizt i hinu franska klaustri um árabil, er í forystu systr- anna en norskt kirkjufólk hefur slegið skjaldborg um starfið. t bréfi, sem barst nú í vikunni, segir að um 11 hundr- uð manns hafi heimsótt syst- Trúboð ínorðri í mai var haldin ráðstefna í Dömle í Svíþjóð, þar sem Qallað var um „trúboð í norðri". Þar var fjallað um þann vanda, sem steðjar að kirkjum Vesturlanda vegna þverrandi áhuga fólks á kristinni trú. Þar var meðal annars spurt: Er Svíþjóð orðin kristniboðsakur? Hvemig getur kirkjan aftur vakið áhuga fólks? Þessar spumingar sýna að það kirkjuform, sem ríkir, er að deyja, þótt það geti enn haldið velli lengi eins ogtómu dómkirkjumar i Evrópu. Á ráðstefnunni kom fram mikil þrá og von um endumýj- un. Þau, sem nú starfa í kirkjunni, verða bæði að horf- ast í augu við starf, sem er að líða undir lok, og starf, sem er að fæðast til nýs lífs. Hvað er að gerast? Trúin er orðin að sýndarmennsku í lífi fólks ef hún er þá ekki útilokuð með öllu. Menning okkar hefur aðskilið hið efnalega og hið andlega svo að við höfum misst sjónar á því samfélagi, þar sem þetta tvennt er samofið. Við þurfum að byggja upp nýtt samfélag kirkjunnar, þar sem ekki eru skil á milli sunnu- dags og mánudags. Þar á hvert og eitt okkar að hafa sitt hlut- verk í guðsþjónustu og lífi safnaðarins og engin skil að vera á milli vígðra og óvígðra. Þar eiga engin skil að vera milli karla og kvenna, ungra og aldinna, engin skil milli heimaslóða og heimsins alls. Til að byggja slíkt samfélag þurfúm við að byija með hinum fáu, byija í guðsþjónustunni, í bæninni, og halda þaðan út í lífíð, út til hinna mörgu. urnar á því ári, sem þær hafa starfað. Sumt fólkið hefur dvalizt hjá þeim í allt að tvo og hálfan mánuð, annað hefur komið í stutta heimsókn. Hvers vegna kemur allt þetta fólk? skrifar systir Eva. Og hvers vegna sendir fólk okkur skilaboð um að það sé því mikilvægt að við séum hér enda þótt það hafi ekki enn getað heimsótt okkur? Sjálfsagt eru svörin jafn mörg og fólkið. En við trúum því að ein- hverjum sé það dýrmætt að til sé staður í kirkju okkar, þar sem ekki er farið mörgum orðum um Orðið né heldur stofnað til góðs og nauðsynlegs framtaks í sam- bandi við það, heldur sé það kyrrðin og bænin, sem rikir þar. Hér getur hver og einn leitast við að nálgast Orðið í kyrrð og bæn. Skyldi köllun þessa staðar vera sú að vera „hljóð prédikun" um að kristin trú er ekki öðru framar réttar skoðanir heldur boð um að fylgja Jesú skilyrðislaust, honum, sem vill búa í hveiju okkar svo að við getum byggt ríki hans sam- an? Ef einhvert ykkar skyldi fysa að hafa samband við systumar í Noregi læt ég heimilisfang þeirra fylgja: ♦■Diakonisseklosteret, 2840 Reinsvoll, Norge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.