Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 25 Draumljóð Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson DRAUMLJÓÐ Höfundur: Maria Skagan. Prentverk: Prentsmiðjan Leiftur hf. Útgefandi: Höfundur. Það er ekki fyrir öllum hetjum barðar bumbur eða blásið í lúðra, ekki þessum sem eru stórar af því að vera maður, sýna hvað í okkur býr, þegar á reynir. Hljóðar fara þær um stíginn, gefa lífinu lit, gera það sannara og betra, meira virði að vera maður. Ein slík hetja er María Skagan. Árum saman hefír hún setið inni í skugganum þar sem „Dökk ský á himni kasta köldum éljum", en þegar sársaukinn hefír níst hana sárast grípur hún hörpu skáldsins og sjmgur frá sér sviðann: Þegar þú þráir Orðið svo heitt að þig setur hljóða þá yrkirðu Ljóðið. Þetta er 6. bókin hennar ef ég man rétt. Hvílík afköst konu, sem ekki getur gengið, ekki setið, ekki legið. „Þá laust mig högg og lífið dó,“ segir hún í ljóðinu Orlög. Þetta er ekki rétt því Draumljóð eru ekki úr dánarheimi. Það er þroskuð sál, sem á vegi lífsins talar, er þau send- ir frá sér, sál sem enn er með okkur á göngu. Hefðu þeir leiðtogarnir í Höfða um daginn ekki haft gott af því að ganga að hvílu hennar og hlusta á hana segja: í draumum mínum hefi ég séð þjóðimar dansa afklæddar vopnum og gaddavír landamærin falla fijáls að hveiju ríki líkt og rétt sniðna flík, létta ofaa silki og pijóni og fólkið tala saman orðum dýrari auðlindum segjandi allt án þess að verða niðurstaða ellegar kenning. Of lengi höfum viðtalað sundur með okkur I stað þess að tala saman. Eða hefði þeim ekki líka verið holl lesning: Ég ann þér mannkyn á þessari undarlegu jörð og ég vildi að ég gæti græðandi eldi brennt til ösku vopnaskóginn allan sem viti flrrtur heili þinn hefur gróðursett eins og banvæna sýkla um höf og lönd. Ég óska ég gæti vísað þér veginn vandrataðastan allra þangað sem enginn er annar en þú sjálfur aðeins dálítið öðruvísi. Ég held það. Ég held líka að við, þessi hraustu, við sem lífíð hefir hlaðið láni, mættum leggja við eyru þegar við þykjumst geta um hina sjúku talað og meðferð okkar á þeim: Hversu oft hef ég ekki óskað að ég væri Dauðinn með langþráða sigð í hendi. Ljúfu bragði skyldi ég skera sundur kveikinn er þjáður berst vonlausri baráttu bmnninn inn í kviku. Hóglega myndi ég hjúpa ljósið skikkjunni minni dökku sem öllu bjartari ratar veg allra vega. Svo talar sú sem þjáninguna þekkir. Skilji enginn orð mín svo að María sé aðeins bundin við eigin harm, þó svo að hann undirstriki ljóðin hennar mörg. Nei, harpa hennar er margstrengja. Hún á trú sem ekki efast. Hlustaðu hjarta mitt á röddina sem hvíslar bak við heiminn. Hljóðum orðum mælir hún þann sannleik sem er einn í sjálfum sér en gæðir þó alla hluti lífi sem aldrei deyr. Hún á líka minningar sem ylja: Manstu mamma hvemig þú söngst mig í svefn þegar húmaði söngst svo draumamir vöknuðu og ævintýrin urðu veruleiki. Manstu elsku mamma löngu, löngu síðar þegar þú sast hjá mér sjúkri og söngst með gömlu röddinni þinni, sem enn var björt og hlý svo vorið það vaknaði á ný. María velur hugsun sinni meitluð orð og hversu mikiu vandasamara María Skagan er það ekki en löng ræða. Hún notar ekki stuðla eða rím að gam- alli íslenskri hefð, þess sakna ég, því að einkenni íslenskrar menning- ar má ekki drukkna í eftiröpun erlendra áhrifa. En skáldlegar, fagrar myndir dregur hún upp: Langfingmð hönd með gullið auga í miójum lófa leikur á hamrabelti og fjallseggjar hvassar sólarlagið. Eins og segir í upphafí ljóðsins eða þá þessi orð: Rjósin ijóð í dimmgrænum vasa safnar ljósi í opna krónu verður gullin og ilmandi. Þannig fæðast stundum orð í tima töluð. Skáldjöfurinn Kahlil Gibran hefír haft áhrif um allan heim, líka á Maríu. Víst er ekki leiðum að líkjast. Eitt er víst, mér finnst ég betri maður eftir lesturinn, skilja lífið betur og því hika ég ekki við að telja þetta góða bók, holla lesning. Eigir þú vin, sem þér er kær, réttu honum þá kilju Maríu, hún mun vekja honum spum um líf og lán og trú hetjunnar Maríu Skagan, mun gera lesandann að betri manni. Hvers meir getur þú óskað góðum vini? NÝTT SÍMANÚMER 69-11 -00 SJÓNVARP/Ð, /NNLEND DAGSKRÁRDE/LD, ÓSKAR EFT/R T/LBOÐUM í GERÐ STUTTRAR KV/KMYNDAR FYR/R SMÁBÖRN PESS/KV/KMYND VERÐURSÝND Á ÖLLUM NORÐURLÖNDUNUM OG ER HLUT/AF SAMNORRÆNUM MYNDAFL OKK/, ÞAR SEMHVER KV/KMYND ER SJÁLFSTÆTT VERK MYND/N PARF AÐ VERA T/LBÚ/N 1. DESEMBER 1987 OG LENGD . HENNAR UM 20 MÍNÚTUR. í T/LBOÐ/NU FELST ENDANLEGUR KOSTNAÐUR V/Ð GERÐ MYNDAR/NNARÁSAMTHANDR/T/ SEM VERKTAK/ SEMUR EÐA VELUR SJÁLFUR T/LBOÐUM PARFAÐ SK/LA T/L SJÓNVARPS/NS FYR/R 1. MARS 1987. NÁNAR/ UPPLÝS/NGAR VE/T/R LE/KL/STARRÁÐU- NAUTUR SJÓNVARPS/NS OG DAGSKRÁRFULLTRÚ/ RÍK/SÚTVARP/Ð Góð bók Mannlýsingar Sigurðar Nordals. Þrjú bindi. Nordal skrifaði fyrir alla íslendinga — ekki fáa útvalda. Einhver snjallasti og skemmti- legasti fræðimaður sem íslendingar hafa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.