Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 7 Stöð tvö Sviðsljós Nýr íslenskur menningarþáttur ■■■■ I kvöld verður á dagskrá O "I 15 Stöðvar tvö nýr íslenskur ““ þáttur, Sviðsljós. Þáttur- inn mun flalla um það helsta, sem er að gerast markvert í menning- arlífinu hverju sinni. Þar sem nú fer í hönd annasam- asti árstími íslenskra útgefenda verður að sjálfsögðu skyggnst og skoðast um á þeim vettvangi og sú nýjung tekin upp að gefa bókum einkunn. Umsjónarmaður þáttanna er dr. Jón Óttar Ragnarsson, en i þessum þætti mun hann m.a. ræða við rit- höfundana Einar Má Guðmundsson, Matthías Johannessen, Sigurð A. Magnússon og Steinunni Sigurð- ardóttur, en þau eiga það sameigin- legt að gefa út nýjar skáldsögur um jólin. Upptökustjóri þessa þáttar er Hilmar Oddson. Rétt er að taka fram að fram- vegis verður þátturinn sendur vikulega, en á mánudögum. Rás2: Jón Ólafs í loftinu á mánudag ■■■■ Meðal efnis í Morgun- 9 00 þætti Rásar 2 í fyrramál- “* ið verður pistill frá útvarpsmanninum góðkunna, Jóni Ólafssyni, en hann dvelst nú við tónlistamám í Amsterdam. Einnig verður valin breiðskífa vikunnar, en í síðustu viku var plötu Bubba Morthens, Frelsi til sölu veittur sá titill. Þá verða í þættinum sakamála- þrautir, sem hlustendur eiga að ráða þar og þá. Önnur þeirra er ættuð frá Flateyri og hefur höfund- ur hennar, Kristján Már Hauksson, verið iðinn við að senda þættinum smellnar sakamálaþrautir. í hinni er það hinn löngu landskunni rann- sóknarlögreglumaður Herkúles Hvalfjörð, sem er aðalnúmerið. Mun hann kljást við harðsvíraðan og ósvífinn morðingja. Telji einhverjir hlustendur sig vera svar íslands við Agötu Christie, er hér með á þá skorað að senda Morgunþættinum línu. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Einar Már Guðmundsson ásamt umsjónarmanni þáttanna, dr. Jóni Óttari Ragnarssyni. Skrá um „Vestur- heimsprent“ LANDSBÓKASAFN íslands hef- ur nýlega gefið út Skrá um rit á íslenzku prentuð vestan hafs og austan af Vestur-íslendingum eða varðandi þá. Ólafur F. Hjart- ar, deildarstjóri í safninu, tók skrá þessa saman og gerir grein fyrir henni i inngangi. Sjálf skrá- in er um 80 tvídálka síður i stóru broti. Fyrst fara rit prentuð í Vesturheimi, síðan rit prentuð á íslandi eða annars staðar austan hafs og loks er efnisskrá er sýn- ir hvað prentað hefur verið um einstök efni. í stuttum formála landsbóka- varðar kemur fram, að skráin er gefin út í tilefni af aldarafmæli vikublaðsins Heimskringlu, er hóf göngu sína í Winnipeg 9. september 1886. Þá er þess og getið, að Morg- unblaðið og Prentsmiðjan Oddi hafí stórlega stutt Landsbókasafn til útgáfu skrárinnar, hún verið sett og brotin um hjá blaðinu, en Oddi síðan prentað hana og heft. Skráin er merkileg heimild um bókmenntir, sögu og félagslíf land- anna vestra, svo sem þetta birtist í ritum þeirra á íslenzku, en sýnir jafnframt áhuga íslendinga hér heima á þessum efnum og hvem þátt þeir hafa átt í útgáfu vestur- íslenzkra bókmennta og umfjöllun um þær, segir í frétt frá Lands- bókasafni íslands. St.Anton Sölden SKÍÐASVÆÐIN OKKAR: ^ Saalbadi-Hinterglemm í skíðaferðum okkar í vetur setjum við stefnuna hærra en nokkru sinni fyrr. Skíðasvæðin hafa aldrei verið betur valin, íslenskir fararstjórar eru í öllum ferðum, sérstakar „safarí-ferðir" eru á dagskránni og á skrifstofu okkar í Austurstræti annast Karl Frímannsson, fyrrverandi þjálfari íslenskaskíða- landsliðsins, undirbúning og skipulagningu ferðanna ásamt allri ráðgjöf til væntanlegra ferðalanga. Þannig skíðum við hjá Samvinnuferðum-Landsýn hærra í vetur en áður hefur þekkst - og vonumst til þess að fá sem flesta með okkur í skíðaferðir eins og þær gerast allra bestar! 3\M JólaferdtilSöUen 20. desember-3. janúar Verðfrá kr. miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið fíug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvöllum erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 8.000 Fyrsta flokks skíðasvæði Skíöastaöirnir í ár, Sölden, St. Anton og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Austurríkis - og þótt víðar væri leitað. Fjölbreyttir möguleikar á gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir, ásamt fyrsta flokks skíðasvæðum og fullkomnum aðbúnaði til hvíldar og leikja eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. Skíðasflfarí - ævintýraleg nýjung! í ferðunum til Saalbach/Hinterglemm 14. febrúar og St. Anton 28. febrúar mun hinn kunni skíðafararstjóri Helgi Benediktsson bjóða upp á dagsferðir á skíðum um fjöll og dali, skóga og hlíðar utan atfaraleiða skíðamanna. Þetta eru ósviknar safarí-ferðir, hörkuskemmtilegar og ævintýralegar - og gleymast áreiðanlega engum sem slæst með f för. Brottfarardagar 14. febrúar—2 vikur • 28. febrúar - 2 vikur Hafðu samband og fáðu allar nánari upplýsingar hjá Karli Frímannssyni á aðalskrif stof u n ni eða hjá umboðsmönnum Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg ■ 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 ■ 96-21400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.