Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 2
Reykjaneskj ördæmi: Listi Sjálfstæðis- manna samþykktur KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Reylganeslcjördæmi sam- þykkti á fundi sinum í gær röð eftirtalinna manna á lista flokksms í næstu þingkosningum. 1. Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Hafnarfirði. 2. Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, Garðabæ. 3. Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður, Mosfellssveit. 4. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri, Garði. 5. Gunnar G. Schram, alþingis- maður, Reykjavík. 6. Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Seltjamamesi. 7. Ásthildur Pétursdóttir, hús- móðir, Kópavogi. 8. Edvard Júlíusson, útgerðar- maður, Grindavík. 9. Páll Olafsson, bóndi, Kjalar- nesi. 10. Guðmundur Magnússon, skrif- stofumaður, Hafnarfirði. 11. Ingibjörg Bergsveinsdóttir, rit- stjómarfulltrúi, Seltjamamesi. 12. Anna Lea Bjömsdóttir, íþrótta- kennari, Njarðvík. 13. Pétur A. Maack, fræðslustjóri, Kópavogi. 14. Erla Siguijónsdóttir, kaup- kona, Bessastaðahreppi. 15. Ómar Jónsson, rafvirki, Vog- um. 16. Jóhann Guðmundsson, verk- stjóri, Hafnarfírði. 17. Helga Margrét Guðmundsdótt- ir, húsmóðir, Keflavík. 18. Þórarinn Jónsson, tannlæknir, Mosfellssveit. 19. Stefanía Magnúsdóttir, kenn- ari, Garðabæ. 20. Kristján Oddsson, bóndi, Kjós- arsýslu. 21. Sigurður Bjamason, skipstjóri, Sandgerði. 22. Gísli Ólafsson, forstjóri, Seltjamamesi. Ágústa, Thors látin Ágústa Thors, ekkja Thors Thors sendiherra í Washington um árabil, lést þar í borg á þriðju- dag. Agústa Ingólfsdóttir Thors var fædd 30. október 1905, dóttir hjón- anna Ingólfs Gíslasonar héraðs- læknis í Borgamesi og Oddnýjar Vigfúsdóttur. Hún giftist Thor Thors hinn 16. desember 1926 og eignuðust þau þijú böm, Margréti Þorbjörgu, Ingólf og Thor. Margrét lést fýrir allmörgum ámm, en syn- imir em búsettir í Bandaríkjunum, þar sem Thor er bankastjóri við City Bank í New York og Ingólfur stundar fasteignaviðskipti í Wash- ington. Ágústa fluttist ásamt manni sínum til Washington þegar hann varð sendiherra þar árið 1941. Thor varð þar með fyrsti sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum og gegndi hann stöðunni til dánardægurs árið 1965. Pjölmargir íslendingar minnast þeirra hjóna með hlýju, enda var gestrisni þeirra rómuð. Jarðarför Ágústu Thors verður frá lúthersku kirkjunni í Silver Spring, Maryland, á morgun kl. 11. Ættingjar hennar afþakka blóm, en benda þeim sem vildu minnast hennar og Thors á styrktarsjóðinn Thor Thors Fund, c/o American- Scandinavian Foundation, 127 E. 73. st., N.Y., N.Y. 10021. Sjóður þessi var stofnaður í minningu Thors árið 1965 og er hlutverk hans að styrkja íslenska stúdenta til náms í Bandaríkjunum og banda.- ríska stúdenta sem nema á íslandi. Þau 21 ár sem liðin em frá stofnun Garðyrkju- bændur neita að greiða í Bjargráða- sjóð Garðyrkjubændur hafa mótmælt innheimtu á Bjargráðasj óðsgj aldi og hafa ákveðið að greiða það ekki frá og með næstu áramótum. Á haustfundi Sambands garð- yrkjubænda, sem haldinn var fyrir nokkru, var samþykkt að mótmæla gjaldinu og beina þeim tilmælum til dreifíngaraðila að greiðá ekki gjaldið frá og með næstu áramótum. í greinargerð með tillögunni, sem send var ráðuneytisstjóra landbúnaðar- ráðuneytisins, kemur fram að þar sem ylræktarbændur geta nú keypt fíjálsar tryggingar fyr- ir gróðurhús og ræktun í þeim, falli réttur þeirra til fyrirgreiðslu úr Bjargráðasjóði niður. Af þeim ástæðum telji garðyrkjubændur óeðlilegt að greiða gjöld til sjóðs- íns. Amarflug: Ágústa Thors sjóðsins hafa 268 stúdentar hlotið styrki, 245 íslendingar og 23 Bandaríkjamenn. Þnngur og erfiður rekstur vegna skulda - segir Hörður Einarsson stjórnarformaður uönnnp Vinarsgnn stiAmar- rétt um bessar mundir að losna „Þetta er mjög þungur og erfíður HÖMÐUR Einarsson stjórnar- formaður Arnarflugs segir rekstur Arnarflugs vera mjög þungan og erfiðan. Félagið sé rétt um þessar mundir að losna út úr þeim erlendu verkefnum sem það hafí verið í og leitt hafí af sér mikið tap hjá félaginu. Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans: Vaxtahækkanir ólíklegar í kjölfar kauphækkananna .■ # • vx a nmafnnní hrovtinoii f lcinlfíir kíiunhSGk] VALUR Valsson bankastjóri Iðn- aðarbankans telur óliklegt að þær kauphækkanir sem urðu nú nm mánaðamótin, leiði til þess að vextir almennt hækki. Hann telur þó líklegt að einhveijar vaxtabreytingar í tilfærsluformi muni eiga sér stað á næstunni. „Sannleikurinn er sá, að við erum að skoða vextina hjá okkur, út frá allt öðru en launahækkununum," sagði Valur í samtali við Morgun- blaðið, „og ég á ekki von á því að teknar verði ákvarðanir um vaxta- Mannlaus bifreið fauk fram af háum klettum Lenti 200 metrum neðar í fjörunni við Sauðanes SNÖRP vindhviða feykti mannlausri bifreið út af veginum við aflemdarann að Sauðanesi síðdegis í fyrradag. Bifreiðm rann niður 200 metra háan kamb og hafnaði í fjörunm fyw neðan og er gjörónýt. í gær gekk enn á með hvössum vmdhviðum i norð- austanáttinni á Siglufirði. Kyrrstæð bifreið fauk fímm metra og stórskemmdist, einnig fauk færiband á bryggjunm og skemmdir urðu á húsþaki. Að sögn Stefáns Þorlákssonar, ökumanns bifreiðarinnar og eftir- litsmanns vegagerðarinnar, vildi óhappið þannig til að hann lagði bifreiðinni við vegarkantinn á meðan hann mokaði úr ruðning- um. Lítill halli er á veginum þar sem bifreiðin stóð mannlaus í handbremsu rétt utan við afleggj- arann. „Þá kemur allt í einu snögg vindhviða og þegar ég lít upp þá er bifreiðin farin," sagði Stefán. „Ég get eiginlega ekki skilið hvað þama hefur gerst. Það furðulega er, að bíllinn fór svo þvert útaf að það var eins og hann hefði snarbeygt og fór hann út af ör- stutt þaðan sem ég var. Ég var náttúrlega svo hissa, að ég er ekki farin að skilja ennþá hvað þama gerðist." Stefán sagði að vegurihn væri hættulegur á þessum kafla og erfítt að komast um þegar eitt- hvað væri að veðri að vetrarlagi. Því þyrfti að flytja veginn til og forða frekari slysum. Þama varð dauðaslys þegar bifreið fór út af veginum fyrir nokkmm árum. breytingu í kjölfar kauphækkan- anna." Hann sagði að ýmislegt benti til þess að verðbólgan væri á uppleið á næstunni og til þess horfðu menn þegar þeir íhuguðu vaxtabreytingar. I ljósi þess kynnu menn að íhuga einhveija nafn- vaxtahækkun á liðum sem væra óverðtryggðir. Valur sagðist ekki eiga von á neinum raunvaxtabreytingum, en þeir hjá Iðnaðarbankanum væra nú að skoða vaxtadæmið í heild, út frá uppbyggingu vaxta og samkeppn- inni. „Eg geri ráð fyrir því að við munum hugsanlega breyta ein- hveiju í vöxtunum hjá okkur þann 10. desember, en í því fælist engin vaxtahækkun, heldur smávægileg- ar tilfærslur hér og þar,“ sagði Valur. „Þetta er mjög þungur og erfiður rekstur, út af skuldum félagsins," sagði Hörður Einarsson stjómar- formaður Amarflugs í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvemig rekstur Amarflugs gengi. „Hinsvegar þá gengur millilanda- flugið ágætlega út af fyrir sig og félagið er laust út úr þessum er- lendu verkefnum sem hafa leitt af sér mikið tap. Amarflug er ekki í neinum slíkum verkefnum núna,“ sagði Hörður. Hörður sagði að ríkisábyrgðin sem vænst var að kæmi til af- greiðslu um síðustu mánaðamót væri enn ekki komin til félagsins og slík bið torveldaði félaginu auð- vitað reksturinn. Kvaðst hann vonast til þess að það styttist í að ríkisábyrgðin kæmi til afgreiðslu. Þá hefur stjóm félagsins sótt um leyfí til samgönguráðuneytisins til þess að fá að stofna dótturfyrirtæki Amarflugs um innanlandsflug fé- lagsins, og sagði Hörður að ef slíkt leyfí fengist, yrði um lítið fyrirtæki að ræða. „Okkur sýnist að þetta innanlandsflug verði að rekast sem sjálfstæð eining, með svipuðum hætti og litlu flugfélögin úti á landi,“ sagði Hörður, „og tilgangur- inn með þessari umsókn okkar er sá að reyna að koma þessum rekstri í svipað horf.“ Amarflug: Hafði ekki peninga til að láta gera við eina af vélum sínum m__m_ a_Aö RÖon Harðar F!innr««onQr EIN af flugvélum Amarflugs, af gerðinni Cessna, var í um tvo mánuði í haust í Kanada vegna bilunar. Skipta átti um hreyfil í vélinni, en vegna fjárskorts gat Amarflug ekki látið gera við vélina þar eins og fyrirhugað var. Að sögn Harðar Einarssonar, stjómarformanns Amarflugs, leigði félagið vél til að sinna verkefnum þessarar vélar innanlands þennan tíma. Vélinni hefur nú verið flogið hingað til lands og fer fullnaðarvið- gerð fram næstu daga að sögn Harðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.