Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 í leit að sannleika Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Ast og útlegð. Höf.: Isaac Bashevis Singer. Útg.: Setberg. Þýð.: Hjörtur Pálsson. Ást og útlegð er nokkurs konar sjálfsævisaga Singers. Hún er þó allfrábrugðin þeim sjálfsævisögum sem maður á að venjast því hann rekur lítið atburði og samskipti við annað fólk, nema í tengslum við vangaveltur um lífið, manninn, Guð og tilveruna. Sjálfur kallar hann bókina „andlega sjálfsævisögu, skáldsögu á grunni staðreynda". Víst er að bókin líkist sjálfsævi- sögu að forminu til, en efnið er frábrugðið því sem maður á að venj- ast í sjálfsævisögum. Singer skiptir bókinni upp í fjóra þætti; Byijunin, Lítill drengur í leit að Guði, Úngur maður í leit að ást og Ráðvilltur í Ameríku. Bókin spannar fyrstu 35 ár ævi hans og það er dálítið skemmtilegt að Singer skuli skipta henni upp í þessa þætti, því hann er alveg frá upphafi að byija á ein- hverju nýju, hann er alltaf að leita að Guði, alltaf að leita að ást og hann er alla tíð skemmtilega ráð- villtur. Singer virðist aldrei vita hvort hann er að koma eða fara. Hann leitar stöðugt að algóðum Guði, Guði sakleysis, mannúðar, sann- leika, mildi og gæsku, en fínnur hvergi þannig Guð. Hann leitar líka stöðugt að hinni sönnu ást; sak- lausri og hreinni sveitastúlku sem hann finnur heldur aldrei. Hann leitar að Guði í mönnunum sem Guð skapaði í sinni mynd, en alls staðar sér hann ofbeldi, kúgun, morð og óréttlæti í mannanna verk- um. Þegar hann er spurður „hvað er manneskjan eiginlega?“ svarar hann: „Skopmynd af Guði, eftirlík- ing andans, eina fyrirbrigði Sköp- unarverksins sem kalla mætti lygi.“ Singer er alinn upp á heimili þar sem trúin, gyðingdómurinn, var það loft sem hann andaði að sér. Faðir hans var rabbíni eins og allir hans forfeður og hann fékk trúarlegt uppeldi í einu og öllu. Strax í bam- æsku er Singer farinn að hugsa um Guð vegna allrar þeirrar þjáningar sem hann sér í kringum sig og les um. Þegar hann sér mótsagnimar veé- izM*0** eiö*. *#>**£***. et 0**$£*t& ViaDD a __ Viana ÆSKAN Isaac Bashevis Singer milli Lögmálskenninganna annars- vegar og lífsins hinsvegar sækir á hann þunglyndi. Hann byijar sína ævilöngu leit að einum algildum sannleika. Hann leitar í trúarkenn- ingum, heimsbókmenntunum og hjá heimspekingunum. Hann er haldinn eldlegum áhuga á því sem hann les, því hann vonar að í sérhverri bók finni hann svarið sem hann leitar. En hann verður stöðugt fyrir vonbrigðum og hrapar niður í djúp örvæntingarinnar. Þunglyndi hans á oft rætur sínar að rekja til óbærilegrar samúðar með þeim sem orðið höfðu að þola þjáningar, kynslóð fram af kynslóð. Og það em ekki aðeins þjáningar mannanna heldur líka dýranna sem verða honum kvöl. Hann les kenningar Malthusar um að dýr fæðist aðeins til að deyja, því að öðrum kosti myndi heimurinn fyllast af svo mörgum lífverum að þær syltu allar f hel, eða yrðu troðnar undir. Stríð, drep- sóttir og hungursneyð héldu við lífínu á þessari jörð. Darwin heim- færði kenningar Malthusar uppá mennina og hélt því fram að allar tegundir ættu uppruna sinn að rekja til látlausrar baráttu fyrri fæðu eða kynlífi. Kósakkamir sem slátruðu gyðingunum, Rússamir, tartaramir og allir ættflokkamir sem héldu áfram að drepa hveijir aðra hegð- uðu sér í rauninni í samræmi við tilgang sköpunarverksins. Kenningar Malthusar stönguðust á við allar fullyrðingar Ritningar- innar um að Guð hefði andstyggð á blóðsúthellingum. Hann hafði beinlínis skapað heiminn þannig að blóði hlaut að verða úthellt, böm hlutu að svelta í hel og villidýr hlutu að éta hvert annað. Singer spyr: „Hvemig getur reginvald viskunnar látið sér fátt um fínnast þjáningar saklausra skepna?" Frá sex til sjö aldri hefur Singer spurt þessarar spumingar og víst er að sambúðin er ríkur þáttur í bókum hans. Hann sér sífellt marg- ar hliðar á öllum málum og veltir þeim fyrir sér fram og til baka. Eins og aðdáendur Singers vita, em ekki til alvondar eða algóðar per- sónur í bókum hans. Hann skrifar um margþætta persónuleika, fulla af þversögnum, sem eru sjálfum sér ósamkvæmar ef svo ber undir. Singer hefur einstaka hæfileika til að setja flóknar, trúarheimspeki- legar vangaveltur þannig fram að þær verða hvetjum manni skiljan- legar. Ekki þurrar kenningaþulur, heldur lifandi hugsun, sem hann setur í samband við atburði úr lífí sínu og samskipti við annað fólk. Kærleikurinn er drifkraftur hans og öll skrif þessa mikla svartsýnis- manns eru full af hlýju og mannúð. Kærleikurinn og konumar eru alveg sérkapítuli hjá Singer. Vegna áhrifa frá uppeldi veit hann að hann vill aðeins giftast ungri, saklausri og óspjallaðri sveitastúlku, sem er alin upp í sönnum gyðingdóm. En í kvennamálunum koma mótsagn- imar í honum sjálfum skýrast fram. Hann flytur til Varsjár, þar sem síst er að fínna slíkan kvenkost. í Varsjá er upplausnarástand, sérstaklega meðal gyðinga. Fátækt, hungur og óvissa um framtíðina setja mark sitt á öll mannleg sam- skipti. Fólk reynir að njóta hverrar mínútu eins og hún sé stolin. Að elska og njótast er lífsspursmál. Bikar munúðarinnar er drukkinn til botns, án þess að spurt sé um fram- haldið. í Varsjá kynnist Singer Gínu, konu sem er heilli kynslóð eldri en hann og hefur lagt fyrir sig ýmsar atvinnugreinar, sumar jafnvel vafa- samar. Hjá Gínu fær hann kynferð- islegt uppeldi sitt og hann kemst að því að kynorka hans er næsta ótæmandi. Á vissan hátt fyrirverður hann sig fyrir þessa staðreynd og hann vill ekki að bróðir hans kom- ist að ástarsambandi þeirra Gínu. Á eftir Gínu koma Stefa, Maríla og Lena. Lena er ofsóttur kommún- isti í felum. Hún á yfír höfði sér fangelsisdóm vegna pólitískra skoð- ana og hennar eina von er að verða ófrísk. Singer eyðir með henni hluta af sumri úti í sveit og Lena fær ósk sína uppfyllta, hún verður ófrísk. Þegar Singer flýr til Bandaríkjanna upp úr 1936 er Lena farin frá hon- um og hann veit ekkert um afdrif hennar. Hann felur einkalíf sitt rækilega fyrir félögum sínum í Rithöfunda- klúbbnum og fyrir bróður sínum. Hann hefur orð á sér fyrir að vera einrænn og forðast mannleg sam- skipti, en það er öðru nær. Singer skammast sín einfaldlega fyrir líkamlegar hvatir sínar þótt hann ráði ekki við þær. En hvert leiða allar þessar mót- sagnir hann í leit að algildum sannleika um Guð og manninn? Ef Guð er almáttugur og skapar mann- inn í sinni mynd; manninn sem er eirðarlaus, magnlaus, fullur af mót- sögnum og þjáist stöðugt, hver er þá Guð? Sú lausn sem hann fínnur í þessari miklu ráðgátu er að þver- sagnimar séu líka partur af Guði. Guð sé bæði samræmi og ósam- ræmi. Guð sé ekki sjálfum sér samkvæmur og það sé skýringin á öllum mótsögnunum í Lögmálinu, í manninum og allri náttúrunni. Guð sé sjálfur ekki fullskapaður, ekki alfullkomin vera í eitt skipti fyrir öll. Þrátt fyrir allt lifír vonin. Ást og útlegð er ógleymanleg bók. Maður les hana aftur og aftur og fínnur alltaf fullt af nýjum spumingum, fullt af nýjum svörum. Singer er hreinskilinn og berorður. Hann er sérkennilega fyndinn og skemmtilegur í allri sinni svartsýni. Singer verður stöðugt fyrir mót- læti en klöngrast í gegnum lífíð á einhvem óskiljanlegan hátt með hugann við allt annað en praktíska hluti. Hann veit aðeins eitt; hann vill skrifa. Allt annað eru aukaat- riði. Þýðing Hjartar Pálssonar er al- veg með ágætum. Það sem má kannski helst fínna að er að hann er dálítið varfærinn í orðavali þegar kemur að frásögnum Singers á ást- arlífínu. Hér og þar í bókinni eru líka orð á jiddísku sem ekki er hægt að þýða á íslensku og hefði ekki skaðað að hafa skýringar á þeim aftast í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.