Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 20

Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 T ViIIibráð Okkar vinsæla villibráðakvöld verður föstudags-, og laugardagskvöld í Blómasal Hótels Loftleiða. Forréttir: Hreindýrapaté með ávaxtasósu eða Villibráðaseyði með rifsberjum og sveppum Aðalréttir: Smjörsteikt rjúpubringa með villibráðasósu eða Heilsteiktur hreindýravöðvi með Kvannarótasósu eða Ofnsteikt villigæs með Waldorf salati Eftirréttir: Heit bláberjakaka með rjóma eða Kampavíns kryddað ferskt ávaxtasalat og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill. Sigurður Þ. Cuðmundsson leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 22322 — 22321 HÓTEL LOFTLEHDIR FLUGLEIOA pBB HÓTEL mmmmtmmmmmmmmm I BÓKHALDSNAMSKEIÐ Hugbúnaðarfyrirtækið Softver s/f og Tölvufræðslan hafa tekið upp sam- vinnu um námskeið á FilUf hug- búnaði. Fyrstu námskeiðin hefjast í næstu viku. LAUNABOKHALD Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Helstu reglur og aðferðir við launaútreikning. * Æfingar í notkun kerfisins. * Umræður og fyrirspumir. fS>:3í" w Leiðbeinandi: Logi Kristjánsson, verkfræðingur. Tími: 9. og 10. desember kl. 9-16. 1 íjárhags- og viðskiptamannabókhald Dagskrá: * Helstu atriði við notkun og meðferð PC-tölva. * Undirstöðuatriði í fjárhags- og viðskiptamannabókhaldi. * Merking fylgiskjala. * Æfingar í notkun kerfisins. * Umræður og fyrirspumir. Leiðbeinandi: Magnús Böðvar Eyþórsson, kerfisfrœðingur. Tími: 11. desember kl. 9-16.12. desember kl. 9—12. Að loknum námskeiðunum eru þátttakendur færir um að nota kerfin hjálparlaust. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík. Fyrsta loðskinnauppboð vetrarins: Söluverð skinna 5—7% lægra en á síðasta ári FYRSTA loðskinnauppboðinu á nýju sölutímabili, sem fram fór í uppboðshúsi finnska loðdýra- ræktarsambandsins í Helsing- fors, er nú lokið. Verð á blá- og skuggarefaskinnum hækkaði ekki eins og vonir stóðu til og var verðið 5—7% lægra en á des- emberuppboðum fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ragnars Bjömssonar fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda voru 204 þúsund blárefaskinn boðin upp í Helsing- fors og seldust 68% þeirra fyrir 2.098 krónur íslenskar að meðal- tali. Þá voru boðin upp 66 þúsund skuggaskinn og seldust 77% þeirra fyrir 2.506 krónur að meðaltali. Jón Ragnar sagði að verð á blárefa- skinnum væri um 7% lægra en í desember 1985, miðað við sambæri- leg gæði, en verð skuggaskinna 5% undir desemberuppboði í fyrra. Jón sagði að eftirspum eftir skinnum í Helsingfors hefði reynst minni en menn ætluðu og verðið því ekki stigið í samræmi við spár sérfræðinga. Hann sagði að þetta væri fyrsta uppboð á framleiðslu þessa árs og tiltölulega takmarkað framboð. Því væri ekki eðlilegt að draga of víðtækar ályktanir út frá því. Málin skýrðust betur seinna í mánuðinum eftir að fram hefðu farið uppboð í Kaupmannahöfn, London og aftur í Helsingfors. Engin íslensk skinn voru á upp- boðinu í Helsingfors. Fyrstu íslensku skinnin verða boðin upp hjá Hudsons Bay í London síðar i mánuðinum, á vegum Kjörbæjar hf., en meginhluti þein-a skinna sem seldur er á vegum SÍL verður boð- inn upp á febrúaruppboði í danska uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn. Askrifiarsiminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.