Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 53 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Franskt skáld sagði eitt sinn: Við njótum aðeins til fulls þeirrarglcði sem við veitum öðrum. — orð til umhugsunar — Þegar réttur sá sem hér fylgir var borinn á borð, vakti það mikla ánægju, svo bragðgóður þótti hann. Hrá- efnið var líka frábært, eða glænýr regnbogasilungur. Hann fæst I mörgum fisk- verslunum borgarinnar. Lögmenn og lausir endar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Lagarefir — Legal Eagles ☆ ☆ ☆ Leikstjórn, handrit Ivan Reit- man. Aðalhlutverk Robert Redford, Debra Winger, Darryl Hannah, Terence Stamp. Uni- versal 1986. Ca. 120 mín. í þeirri fáguðu gamanmynd, Lagarefum, er atburðarásin ári snúin. Debra Winger er lögmaður Daryl Hannah, sem sökuð er um að hafa stolið málverki úr eigu listaverkasafnara. Var það gjört af föður hennar, frægum málara, sem fórst í eldsvoða fyrir löngu, þar sem jafnframt brunnu flest hans verk. Hannah telur að lista- salamafía sé viðriðin brunann og frá þær Winger héraðssóknara, Robert Redford, sér til hjálpar í málinu sem verður æ flóknara og hættulegra... Lagarefir minnir talsvert á hinar gömlu, góðu, stílfögru og oft flóknu gamanmyndir með sakamálaívafi frá árum áður, meðan við nutum krafta lista- manna á borð við Capra, Cukor, Tracy og Hepburn. Það er valinn maður í hveiju rúmi, jafnt framan sem aftan við tökuvélarinnar. Tökustaðimir valdir af kostgæfni, allur rammi myndarinnar, munir, leiksvið, leikhópur, af smekkvísi. Handritið á köflum hnyttið og skynsamlegt. Þó er eitthvað tóma- hljóð að baki þessu fágaða yfir- borði. Innihaldið stendur tæpast undir því. Sagan sjálf er ekkert ýkja merkileg, snúin og handrits- höfundur skilur víða eftir lausa eða losaralega enda. Þá virðist Reitman, (Stripes, Ghostbust- ers), ekki finna sig jafnvel við stjómvölinn í öguðum gaman- myndum og försum. En það er ekki við stjörnufans- inn að sakast. Hannah er nokkuð sannfærandi sem hin óvissa og óskipulagða listamannsdóttir og fullkomlega sannfærandi sem lífshættuleg karlagildra. Winger er góður leikari sem hér fær að líkindum slakasta aðalhlutverkið, hins afbrýðisama og ástfangna lögfræðings, sem hún skilar þó með ágætum. En gamli refurinn, Robert Redford, stelur senunni eins og sjarmömm er einum lag- ið. Sviðsframkoma hans einkenn- ist af siðfágaðri reisn og húmor, sem, þegar best lætur, minnir á sjálfan Cary heitinn Grant. Þetta iru karlar sem af fágætum verð- leikum geta, á góðum degi, gert útslagið á hvort mynd hrífur áhorfendur eða ekki, bjargað þeim hreinlega fyrir hom á eigin reikn- ing. Það tekst Redford svo sannarlega að þessu sinni. Silungur fylltur og bakaður 1 kg silungur (1—2 stk.), salt og pipar. Fylling: 3 msk. smjörlíki, V2 laukur (saxaður), 1 hvítlauksrif (pressað), 200 gr sveppir (1 dós), 1 stór gulrót (niðurrifln), 1 tsk. steinselja, 3 msk. brauðmylsna, V« bolli vatn. Soð: 2 msk. smjörlíki, '/2 laukur, gróft skorinn, 1 lárviðarlauf, V2 bolli vatn, timian. 1. Silungurinn er hreinsaður vel, hann er slægður og tálkn em fjar- lægð en fiskurinn ekki hausskorinn. Holið er hreinsað vel og í það stráð salti og pipar. 2. Fyllingin er síðan útbúin. Smjörlíkið er brætt í potti og er saxaður laukur og niðurrifin gulrót látið krauma í feitinni í 1—2 mín. Því næst er pressuðum hvítlauk, sveppum, brauðmylsnu og vatni blandað saman við ásamt salti eftir smekk. Ef notaðir em nýir sveppir em þeir saxaðir smátt og steiktir með lauknum. 3. Ofninn er hitaður í 225 gráð- ur. Fyllingin er sett í hol silungsins og fiskurinn síðan lagður á smurðan eldfastan disk eða formmótaðan ál- pappír. 4. Vatn ásamt söxuðum hálfum lauk er sett í mótið með silungnum og er lárviðarlauf, brotið í tvennt og lagt hjá. Smjörlíkið er brætt og því hellt yfir fískinn og að síðustu timian (V« tsk.) stráð yfír hann. 5. Diskurinn eða mótið með sil- ungnum er sett í heitan ofninn og lok eða álþynna sett yflr. Hann er síðan bakaður í 20 mín. og er soðinu hellt yflr fískinn af og til á bökun- artíma. Lokið er tekið af og fiskurinn bakaður 10 mín. til viðbótar. Bökun- artíminn er miðaður við silung 1 kg að þyngd. Soðinu er hellt varlega af fiskinum og laukur og krydd síað frá. Silung- urinn er borinn fram heill. Ef hann er bakaður í álpappír, sem ég reynd- ar geri, er einfaldast að setja hann á borð á fati en í álpappímum. Mót- ið hann eftir fatinu, skreytið með sítrónubátum. Regnbogasilungurinn er borinn fram með niðurskorinni sítrónu, soðnum kartöflum, soðinu af fiskin- um (það má þykkja það með 1 msk. af hveiti eða 1 eggjarauðu) og hrá- salati. GÓÐA VERÐIÐ ER EKKI (WÐ BESTA VIÐ MASSIVE (JÓSIIM heldur gæðin, útlitið og góða verðið. Verð á hráefni: 1 kg regnbogasilungur kr. 240,00 1 dós sveppir kr. 64,80 1 laukur kr. 5,00 1 sítróna kr. 15,00 kr. 324,80 Þú svalar lestrait>örf dagsins ás|öum Moggans! Það er óþarfi að fara bæinn á enda í leit að Ijósum, því belgísku MASSIVE Ijósin frá Borgarljósum eru vönduð, falleg og á ótrúlega góðu verði. Vönduð Ijós eru yfirleitt dýr, en stærð og afkastageta MASSIVE verksmiðjanna gerir þeim kleift að halda verðinu í lágmarki án þess að kröfur um gæði, öryggi og góða hönnun sitji á hakanum. Myndirnar hér að ofan sýna aðeins brot af úrvalinu. Komið í verslunina eða hringið og við sendum þér Ijósin í póstkröfu. Greiðslukortaþjónusta. MASSIVE LJÓSIN FÁST UM LAND ALLT: Aðalbúðin hf. Siglufirði, Árvirkinn hf. Selfossi, Einar Guðfinnsson hf. Bolungar- vlk, Ósbær Blönduósi, G.H. Garðabæ, Húsið Stykkishólmi, Ljós og raftæki Hafnarfirði, Jónas Þór Patreksfirði, Kaupfólag Rangæinga Hvolsvelli, Kaupfé- lag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kjami sf. Vestmannaeyjum, Óttar Sveinbjöms- son rafverktaki Hellissandi, Radlóvinnustofan Akureyri, Rafsjá hf. Sauðárkróki, Grímur og Ámi Húsavik, Raftækjavinnustofan sf. Ólafsfirði, Sigurdór Jóhanns- son rafverktaki Akranesi, Straumur hf. Isafirði, Sveinn Guðmundsson rafverk- taki Egilsstöðum. Skeifunni 8, sími 82660 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.