Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
35
ands?
heilbrigðisþjónustuna. Deild þessi
starfi jafnframt sem ráðgefandi
aðili í sambandi við skráningu upp-
lýsinga hvort sem er faglegs eða
fjárhagslegs eðlis. Hún sjái síðan
um að vinna úr þessum upplyáing-
um þau gögn, sem nauðsynleg eru
þeim, sem taka þurfa ákvarðanir
um rekstur einstakra stofnana
stofnana svo sem spítala, hjúkr-
unarheimila og heilsugæslustöðva".
í greinargerð sagði m.a.: „Það hef-
ur einkennt mjög staðreyndir eru,
þegar þær ættu að geta legið Ijósar
fyrir. Það er því mjög nauðsynlegt
að heilbrigðisráðuneytið taki hér
forystu og láti fara fram könnun á
því hvem veg þessum málum verði
best fyrir komið.
Hvers vegria á að selja
Borgarspítalann?
Kveilq'an á þeirri umræðu sem
nú er í gangi vgna sölu Borgarspít-
alans virðist vera sú, að langlundar-
geð borgaryfírvalda í garð ríkisins
er þrotið. Spítalinn hefur jafnan
verið rekinn með „halla", sem hing-
að til hafí fengist fljótlega bættur
en nú sé fyrirsjáanlegt að framlag-
ið á íjárlögum muni enganveginn
duga og borgin verði að festa vem-
legt fjármagn í rekstrinum. Reynsla
þeirra spítala sem verið hafa á föst-
um fjárlögum er hinsvegar sú að
þessi halli hefur verið bættur enda
þótt róðurinn sé kannske nokkuð
þyngri og kerfíð ekki alveg eins
sjálfvirkt eins og í daggjaldakerfínu
en er það í sjálfu sér galli? Mér
fínnst viðbrögð borgaryfírvalda hafí
verið full mikil, kannske hefði með
viðræðum aðila mátt brúa þetta bil.
En hvers vegna á Reykjavíkur-
borg að halda uppi umfangsmiklum
spítalaríkstri? Sagan segir okkur
að ríkið hefur lengst af, sérstaklega
frman af, dregið lappimar í heil-
brigðismálum. Reykjavík hefur
hingað til ekki getað treyst á al-
gera forsjá ríkisins í þessum efnum
ekki síst með tilliti til Iqordæma-
skipunar landsins og áhrifaleysis
höfíiðborgarinnar á löggjafann. Því
má segja að frá fjárhagslegu
skammtímasjónarmiðið gæti verið
réttlætanlegt að draga saman segl-
in á þessu sviði en að öllu öðm leyti
er mikil áhætta fólgin í þessari
ákvörðun fyrir borgarbúa.
Heilbrigðisstof nun
Islands
Fari svo að ríkið kaupi Borg-
arspítalann og ákveði að sameina
hann Ríkisspítölum er þessi risa-
stofnun, sem nefnd Svavars Gests-
sonar lagði til að yrði stofnuð á
næsta leiti.
Heilbrigðisráðherra virðist leggja
mikla áherslu á, að sem flestir
spítalar fari á föst fjárlög. Það má
mjög um það deila hvort það opin-
bera veldur því í raun og veru að
taka skynsamlegar ákvarðanir í
fjármálum allra þessara spítala eins
og er í pottinn búið. Ef það tekst
ekki vel er ver farið en heima se-
tið. Það erí raun byijað á öfugum
enda, það hefði þurft að skapa þær
forsendur til skjmsamlegrar
ákvarðanatöku, sem nefndar eru
hér að ofan með því að setja á stofn
hagdeild heilbrigðiskerfísins áður
en farið var af stað.
Nú vill svo til, að allir aðilar þessa •
máls, borgarstjóri, heilbrigðisráð-
herra og fjármálaráðherra eru
samflokksmenn mínir. Augljóst er
að hér er um mikið hita- og tilfínn-
ingamál að ræða og öldur munu
rísa hátt innan flokksins, ef ákvörð-
un verður knúin fram í skyndingu.
Þær miðstýringarhugmyndir, sem
næðu hér fram að ganga bijósta
algerlega í bága við meginstefnu
Sjálfstæðisflokksins.
málamiðlun
Ég leyfí mér því að legja til eftir-
farandi málamiðlun:
1. Ákvörðun um föst fjárlög fyr-
ir Borgarspítalann verði
frestað um eitt ár, en ákvörð-
un um aðra spítala verði látin
standa.
2. Hagdeild heilbrigðisráðuneyt-
isins, sem nú mun vera búið
að ákveða að taki til starfa
verði gefíð tækifæri til að
skoða rekstur Borgarspítal-
ans vandlega og gera tillögur
um fyrirkomulag hans fyrir
næsta haust.
3. Standi Reykjavíkurborg
fast við ákvörðun sína um
sölu verði kannað hvort aðrar
leiðir í rekstri, en sameining
við Ríkisspítala gætu verið
heppilegar, t.d. sjálfseignar-
stoftiun, en slíkt fyrirkomulag
hefur reynst mjög vel á
Landakotsspítala.
Reykjavík, 2. desember 1986.
Höfundur er yfirlæknir Landa-
kotsspítala og formaður heilbrigð-
is- og trygginganefndar Sjáif-
stæðisfiokks.
,g || i» ii »"
«« •» »« »*
i» •• !f
■■>f
Líkan af umönnunar- og þjúkrunarheimilinu Skjóli
undsson, Guðjón B. Baldvinsson, Barði Friðriksson, Guðmundur Hall-
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir HUBERTUS HOFFMAN
Hin leynilega geimvarnar-
áætlun Moskvustj órnar
Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, hef-
ur krafist þess að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti geri ekki
tilraunir í sambandi við áætlun sína um geimvarnir gegn kjarn-
orkuvopnum utan rannsóknarstofa. Gorbachev gerir þetta að
skilyrði fyrir afvopnun. Samtímis gera sovéskir marskálkar rann-
sóknir og tilraunir og staðsefja varnarkerfi gegn eldflaugum.
Hér er um leynilega geimvarnaráætlun Kremlarbænda að ræða.
Hugmyndin um vamir gegn
árásarvopnum er rammlega
njörvuð í hernaðarkenningar Sov-
étmanna. Hún kom fyrst fram í
heimsstyijöldinni síðari.
Talið er að um þessar mundir
séu um 10.000 slíkar eldflaugar
í Sovétríkjunum og eru það fleiri
en í nokkru öðru
ríki. Þar við bætist
ratsjárkerfí Sovét-
manna. Líkt og
broddar broddgaltar
eiga þessar eld-
flaugar að veija
Sovétríkin gegn
aðvífandi sprengju-
flugvélum. Þetta
varnarkerfi ber trú
Sovétmanna á nauð-
syn styrkra vama
glöggt vitni.
Sovésk varnar-
stefna á 7.
áratugnum ...
Sovétmenn fóru
fljótt að huga að
leiðum til að veijast
meðaldrægum og
langdrægum eldflaugum Banda-
ríkjamanna og kjarnorkuvopnum
þeirra á hafí úti.
Þegar 22. flokksþing kommún-
istaflokksins var haldið 1961 lýsti
Malinovski vamarmálaráðherra
yfir því að tekist hefði að finna
lausn á því hvemig eyðileggja
mætti flaugar eftir að þeim hefði
verið skotið á loft. I lok ársins
1961 var hafíst handa við að setja
upp „Griffon“-loftvarnarskeyti
umhverfís Leningrad og Kratsch-
ov tilkynnti að með þeim mætti
hæfa flugu úti í geimnum. 1962
var byijað að setja „Galosh"-
skeyti upp umhverfis Moskvu.
í október 1964 birtist grein
eftir Nikolai Talensky hershöfð-
ingja, sem þá var einn af helstu
hemaðarsérfræðingum sovéska
hersins, í sovésku tímariti um al-
þjóðamál. Þar sagði að gagneld-
flaugar (Anti Ballistic Missiles)
væra vamarvopn í fyllstu merk-
ingu þess orðs, því að þær færa
ekki á loft fyrr andstæðingur
hefði gert árás. Gagneldflaugar
hefðu einnig gildi á alþjóðlegum
vettvangi þar sem hveijum manni
væri ljóst hver gerði árás og hver
yrði fyrir henni.
11. febrúar 1967 vora ummæli
Alexejs N. Kosygin utanríkisráð-
herra við blaðamenn í London birt
í Prövdu: „Ég er þeirrar hyggju
að vamarkerfí, sem gert er til að
koma í veg fyrir árás, leiði ekki
til vopnakapphlaups. Má vera að
gagneldflaugakerfi sé dýrara en
árásarkerfi. En tilgangur þess er
ekki að myrða menn, heldur að
bjarga mannslífum."
••• byggð á mannúð eld-
flaugavarna
Anatoly A. Gryzlov herforingi
spurði í grein, sem birtist í sept-
emberbytjun 1967, hvers vegna
Bandaríkjamenn settu ekki upp
eigin eldflaugavamir fyrst þeir
hefðu sljkar áhyggjur af vamar-
kerfi Bovétmanna.
Áróðri Sovétmanna fyrir gagn-
eldflaugakerfí linnti skyndilega
þegar Bandaríkjamenn tilkynntu
18. september 1967 að byijað
yrði að setja upp gagneldflaugar
af gerðini „Sentinel“.
I hersýningunni á Rauða torg-
inu í nóvember 1968 vora engar
gagneldflaugar sýndar fyrsta
sinni síðan 1963. Sovéskir stjóm-
málamenn og blaðamenn sögðu
nú að eldflaugavamir leiddu til
„ójafnvægis“ og ýttu undir vopna-
kapphlaupið.
Þótt valdamenn í Kreml hafí í
orði snúið baki við hugmyndinni
um vamir gegn langdrægum eld-
flaugum héldu rannsóknir á
slíkum vömum áfram bak við
tjöldin.
Þegar viðræðumar um tak-
mörkun vígbúnaðar (SALT)
hófust í nóvember 1969 kom skýrt
fram hjá Sovétmönnum að þeir
hefðu hug á að takmarka gagn-
eldflaugar. Bandaríkjamenn tóku
undir þessar hugmyndir og árið
1972 var undirritaður sáttmáli um
gagneldflaugar (ABM-sáttmál-
inn). 1974 var þessum samningi
breytt og mátti þá hvort stórveldi
setja upp eitt gagneldflaugakerfí.
Sovétmenn fengu að halda
flaugum sínum umhverfís Moskvu
og Bandaríkjamenn settu upp
vamarkerfí, sem tekið var niður
1976, við langdrægar eldflaugar
sínar í fylkinu Norður-Dakóta.
Sovétmenn héldu áfram til-
raunum með gagneldflaugar eftir
að ABM-sáttmálinn var undirrit-
aður. Talið er að 55 tilraunir hafi
verið gerðar á áranum 1972 til
1976. 1980 var hafíst handa við
að breyta vömunum umhverfís
Moskvu. Þetta var þremur áram
áður en Bandaríkjamenn til-
kynntu um geimvamaráætlunina.
Helmingur gömlu gagneldflaug-
anna var tekinn niður og hrað-
fleygari SH-04 og SH-08
eldflaugar vora settar upp.
Þessar framkvæmdir við gagn-
eldflaugamar umhverfís Moskvu
sýna að forysta Sovétríkjanna
hefur hug á vömum gegn kjam-
orkuvopnum við mikilvæga staði.
Tilraunir með gagnflaugar
og geimvopn
Tilraunir vora gerðar með tvö
afbrigði SA-12 gagneldflaugar-
innar. Annað afbrigðið var sett
upp. Hitt nefnist „Giant" og er
enn á tilraunastigi. Sumarið 1983
var gerð tilraun með þá flaug og
hún notuð til að stöðva sovéska,
meðaldræga eldflaug, sem svipar
til bandarísku „Pershing“-flaug-
arinnar. Þessi tilraun tókst.
Ratsjárkerfí er snar þáttur í
vömum gegn kjamorkuvopnum.
Ratsjárkerfi verða að vera það
fullkomin að með þeim megi
greina þegar kjarnorkuárás er
gerð og hægt sé að samræma
vamir með gagneld-
flaugum. Á síðari
hluta þessa áratug-
ar munu rúmlega 20
stórar ratsjár verða
notaðar til að fylgj-
ast með eldflaugum.
Þvert á ákvæði AB-
M-sáttmálans var
stórt ratsjárkerfi,
sem hægt er að nota
til að segja til um
árás og samræma
vamir, sett upp í
Krasnojarsk í miðri
Síberíu.
Yfirmenn sovéska
hersins hafa látið
vinna að leysivopn-
um frá upphafí
sjöunda áratugar-
ins. Fyrir nokkram
áram var ákveðið að
leggja áherslu á þijá þætti: Leysi-
vopri til að veija mikilvæg svæði
í Sovétríkjunum (t.d. þar sem
geymd era kjamorkuvopn), leysi-
vopn til að veija skip og til
almennra loftvama.
Sovétmenn hafa gert tilraunir
með leysigeislavopn, sem m.a.
má nota til að skjóta niður flug-
skeyti úr mikill hæð, í „Iljusyn
76“-herflutningavél. í júní á þessu
ári varð þessi fljúgandi leysivopn-
atilraunastöð eldi að bráð.
Talið er að um 10.000 sovéskir
vísindamenn vinni nú að smíði
leysivopna af ýmsu tagi.
Sovéskir ráðamenn fylgja sömu
stefnu og áður í herferð sinni
gegn áætlunum vestrænna ríkja
í vopnamálum. Á almennum vett-
vangi reyna þeir eftir ftemsta
megni að koma í veg fyrir að rann-
sóknir fari fram og vopn verði
sett upp í vestrinu. Um leið er
ráðist í að framfylgja sovéskum
áætlunum af krafti.
Eitt virðist þegar ljóst: ef Sov-
étmenn verða búnir að koma sér
upp umfangsmiklu vamarkerfí
gegn kjamorkuvopnum innan til
að mynda tíu ára eigum við nýja
friðarherferð í vændum. Sovéskir
valdamenn munu þá benda á eig-
ið geimvamarkerfí til að sýna
fram á að þeir vilji aðeins veij-
ast, rétt eins og á sjöunda ára-
tugnum. Þá munu þeir kappkosta
að setja upp sem þéttastar og
öflugastar vamir yfír Sovétríkjun-
um, bæði á jörðu niðri og úti í
geimnum, á sem skemmstum
tíma.
Dr. Hubertus Hoffman vinnurí
Intcmational Institute for Stra-
tegic Studies (AJþjóðastofnun
um rannsóknirá sviði hermála)
íLondon.
Svona gera starfsmenn bandaríska varaarmálaráðuneyt-
isins sér í hugarlund að geimvaraarstöð Sovétmanna
gegn kjarnorkuvopnum gæti litið út.