Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 Paul Watson segir menn sína hafa skemmt frystigeymslur í Hvalfírði: Varar Japani við skemmdu hvaUdöti „Frystigeymslurnar eru í Hafnarfirði, “ segir Krislján Loftsson Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjununi höfum skyrt sendiraðum Japans í Kanada og í Bandaríkjunum frá því, að talsvert af hvalkjöti hafi skemmst i frystigeymslum Hvals hf. í Hvalfirði,“ sagði Paul Watson í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins i gær. Kanadíska stórblaðið Toronto Sun birti frétt siðastlið- inn mánudag, þar sem því er einnig haldið fram, að hvalkjötið hafi skemmst. Þegar Morgunblaðið leitaði álits Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., á þessum fullyrðingum, sagði hann, að allt kjöt væri flutt til Hafnarfjarðar og ekkert geymt í hvalstöðinni. Watson sagði, að megintilgangur skemmdarverkanna hefði verið að vinna sem mest tjón í hvalstöðinni. Hvalbátunum hefði hins vegar verið sökkt til að vekja sem mesta at- hygli fjölmiðla. Sagði hann, að 37 falla í Líbanon Beirút, AP. SKÆRULIÐAR Frelsissamtaka Palestínu og sveitir amal-shíta áttu í heiftarlegum bardögum í Beirút og Suður-Líbanon i gær. 37 manns, aðallalega óbreyttir borgarar, létu lífið og um 80 særðust. 374 hafa failið í bardögum fylk- inganna tveggja síðustu tíu daga, að sögn lögregluyfírvalda í Beirút. 11 óbreyttir borgara týndu lífí á götum Beirút í gær þegar skærulið- ar hófu storskotaliðsárásir á úthverfí borgarinnar. Bardagar höfðu Iegið niðri um nóttina og var fy'öldí fólks á ferli þegar fallbyssu- kúlum tók að rigna yfír borgina. 26 manns týndu lífi í bardögum um bæinn Maghdousheh nærri hafnarborginni Sídon í Suður- Líbanon. Harðir bardagar geisuðu einnig í nágrenni Rashadieyh- flóttamannabúðanna, sem eru skammt frá Sídon. í Rashadieyh dveljast 30.000 palestínskir flótta- menn og hafa amal-shítar setið um búðimar frá 1. október. frystivélar í hvalstöðinni hefðu ver- ið skemmdar og frystigeymslur opnaðar. Hefði þá talsvert af kjöt- inu þiðnað þar eð ekki hefði orðið vart við þetta í 30 klukkutíma og þijá daga hefði tekið að koma frystivélunum í gang aftur. „íslendingar em að reyna að selja japönskum neytendum skemmt hvalkjöt," er haft eftir Craig Van Note, talsmanni bandaríska Monit- or-sambandsins, í upphafí fréttar- innar í Toronto Sun á mánudaginn. Van Note staðhæfir ennfremur í fréttinni, að Islendingar haldi þessu leyndu af ótta við að Japanir neiti að kaupa hvalkjötið. Toronto Sun hefur það eftir Jan- et McGill, matvælafræðingi, að endurfryst hvalkjöt geti valdið al- varlegum veikindum eða jafnvel dauðsföllum. „Það er ekkert hvalkjöt geymt í hvalstöðinni í Hvalfírði. Meðan á vertíðinni stendur er fryst í litlum frystiklefa og frystigám en síðan er kjötið flutt strax í frystihúsið í Hafnarfirði. Þessar yfírlýsingar eru því uppspuni og út í hött," sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á ummælum Pauls Watson og fulltrúa Monitor-samtakanna. Sagði hann, að vertíðinni hefði lok- ið 29. september og allt kjötið verið komið til Hafnarfjarðar 3. október. „Þetta sýnir hins vegar vel vinnu- brögð þessara manna og einnig það samspil, sem er á milli Monitor og Sea Shepherd. Ýmis umhverfís- vemdarfélög hafa svarið fyrir allt samband við Watson en þess ber að geta, að þessi sömu félög eru aðilar að Monitor-samtökunum," sagði Kristján Loftsson. / VIGAMÓÐ AP/Símamynd Herínn í Punjabhéraði á Indlandi var kallaður út í gær til bæla niður óeirðir sem brutust út eftir að fjórir síkar myrtu 24 hindúa á sunnudag. 646 menn hafa týnt Iífi í átökum í Punjab það sem af er þessu ári. Myndin sýnir herskáan síka, sem hefur dregið fram skjöld sinn og sverð og er reiðubúinn til átaka. Vopnasalan til íran: Reagan hvattur til að víkja embættismönnum úr starfí Washington, AP, Reuter. BANDARÍSKIR þingmenn lýstu ánægju sinni í gær vegna yfirlýs- ingar Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta um að skipa beri óháðan rannsóknardómara til að kanna vopnasölumálið til hlítar. Jafnframt hvöttu nokkrir áhrifa- miklir þingmenn forsetann til að víkja fleiri embættismönnum úr starfi. Dagblaðið The Washing- ton Post skýrði frá því í gær að greiðslur írana fyrir bandarísk vopn hefðu runnið til afganskra frelsissveita og Contra-skæru- liða í Nicaragua. George Bush varaforseti lýsti í gær yfír fullum stuðningi við vopna- söluna til íran en kvaðst ekki hafa vitað um að greiðslurnar hefðu far- ið í vasa skæruliða. Bush lagði áherslu á að tilraunir til að bæta samskiptin við írani hefðu hafíst þremur árum áður en Bandaríkja- menn voru teknir í gíslingu í Líbanon. Mjög er nú þrýst á Bandaríkja- forseta að víkja fleiri embættis- Sovétmenn fullsaddir af bjart- sýnisrausi o g embættismönnum - segir Yevtushenko, ljóðskáld og málsvari Gorbachevs Stokkhólmi, Reuter. GREIN eftir sovéska ljóðskáld- ið Yevgeny Yevtushenko, sem hefur verið dyggur talsmaður umbótastefnu Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, birtist í gær í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Þar hvetur skáldið til þess að Sovétborgarar fái að fara fijálsir ferða sinna auk þess sem Yevtushenko segir almenn- ing í Sovétríkjunum búinn að fá sig fullsaddan af biðröðum og matvælaskorti. Greinin nefnist „Það sem Sov- étborgarar vilja í raun“. Yevtus- henko kveðst sannfærður um að almenningur myndi ekki flykkjast vestur yfir Jámtjaldið þótt ferða- lög til útlanda yrðu leyfð. Þá lýsir Yevtushenko því yfír að yfírvöld eigi að gefa þeim sem vilja flytj- ast frá Sovétríkjunum fararleyfí. „Fólk er orðið langþreytt á að þurfa að bíða í biðröðum eftir nauðsynjavörum. Biðraðir minna menn á stríðsárin," segir einnig í greininni. Yevtushenko bætir við að almenningur eigi rétt á að njóta lífsins gæða og nefnir sérstaklega skort á húsnæði og takmarkað framboð á tískuvamingi máli sínu til stuðnings. Þá fullyrðir skáldið að Sovét- menn hafí ævinlega verið áhuga- samir um vestræna menningu og hvetur til þess að heimiluð verði útgáfa erlendra bóka og hljóm- platna. „Sovétmenn vilja ekki lifa samkvæmt forskriftum embættis- manna og þeir kæra sig kollótta um bjartsýnisraus í stefnuyfírlýs- ingum kommúnistaflokksins," segir í greinin Yevgenys Yevtush- enko. Yevtushenko mönnum úr starfi vegna vopnasölu- málsins. Leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hvatti Donald Regan, starfsmanna- stjóra Bandaríkjaforseta, til að segja af sér í gær. Er þetta í annað skiptið á jafnmörgum dögum sem Regan berst slík áskomn. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að embættismenn hefðu hugs- anlega blekkt Reagan forseta og ef svo væri ætti að refsa viðkom- andi mönnum. Weinberger lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Lúxem- borg og lagði jafnframt áherslu á að viðleitni Reagans til að bæta samskiptin við Iran hefði á allan hátt verið réttmæt. The Washington Post skýrði frá því í gær að greiðslur írana fyrir vopnin hefðu runnið inn á reikning bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) í Sviss. í blaðinu sagði að hálfur milljarður Bandaríkjadala hefði verið lagður inn á reikninginn og að þeir peningar hefðu m.a. runnið til afganskra frelsissveita og Contra-skæruliða. Fullyrt var að Bandaríkjaþing hefði samþykkt 250 milljóna dala fjárstuðning við skæruliða í Afganistan í leynilegri atkvæðagreiðslu og að Saudi- Arabar hefðu lagt sömu upphæð af mörkum. Sjá einnig fréttir á bls. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.