Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Bogmann (22. nóv,—21. des.) í ást og vináttu. Athygli er vakin á því að einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið, að hver einstak- ur maður er samsettur úr nokkrum stjömumerkjum. Venus, ástarplánetan, getur t.d. verið í næsta merki við sólarmerkið. Á hinn bóginn getur eftirfarandi einnig átt við þá sem hafa Venus í Bogmanni þó Sólin sé í öðru merki. Skrautleg ástamál Það er best að segja það strax að ástamál Bogmanns- ins geta verið allskrautleg og margbrotin. Ástæðuna fyrir þvi er að finna í nokkrum af dæmigerðum eiginleikum Bogmannsins: frelisþörfinni, eirðarleysinu, leit að lífstil- gangi og hugsjónum um betri heim, hressileika og eðlis- lægri bjartsýni hans. Þekkingarleit Þörf Bogmannsins fyrir þekkingu gerir að verkum að hann laðast ósjálfrátt að þeim sem geta kennt honum. Ástvinir hans og umgengnis- fólk verður því að vera íorvitnilegt og helst öðru vísi en hann sjálfur og það fólk sem hann hefur áður þekkt. Frelsisþörf Frelsisþörf Bogmannsins sem einnig á rætur að rekja til þekkingarástríðu gerir það að verkum að hann þolir ekki höft í mannlegum samskipt- um. Honum er því illa við fólk sem gerir of miklar kröf- ur eða ætlast til að hann hegði sér á ákveðinn hátt en láti annað ógert. Vilja hressileika Bogmönnum leiðist fólk sem býr til vandamál. Þeir eru hressir og jákvæðir og vilja horfa á bjartari hliðar tilver- unnar. Því er veikleiki þeirra sá að flýja ábyrgð og erfiðar aðstæður. Því eru dæmigerð- ar Bogmenn oft fyrstir í veisluna en síðastir á vett- vang þegar vinimir eiga erfitt uppdráttar. Ekki sýna áhuga Bogmenn hafa áhuga á alls konar fólki og sérstaklega þeim sem sýna þeim sjálfum ekki of mikinn áhuga. For- vitnin gerir að hann hefur gaman af veiðinni, en missir áhugann ef bráðin verður of auðveld. Ef þú ert að spá í Bogmann ættir þú því að gæta þess að vera yfirvegað- ur og ekki ágengur og aldrei, aldrei minnast að fyrra bragði á hjónaband og varan- legt samband. Hringleikhús Einn ágætur Bogmanns- brandari segin Til að ná í Bogmann þarft þú einungis að vera útlendingur og búa í öðru landi en hann. Auk þess er ráðlegt að kunna skemmtilegar og fjölbreyti- legar sögur, slatta af góðum bröndurum og búa í hring- leikahúsi. Ferðalög heilla síðan að sjálfsögðu alla Bog- menn. Því má prófa að kyssa hann í flugvél eða á 120 km hraða í rauðum sportbíl. Einlœgni Að öllu gamni slepptu er Bogmaðurinn í innsta eðli sínu viðkvæmur og hjarthlýr hugsjónamaður. Hanri er ein- lægur og er í raun alltaf að leita að hinni einu og sönnu ást. Hann þolir ekki hræsni, yfirborðsmennsku og falska ást, vill vera einlægur og dvelja þar sem raunveruleg ást ríkir hveiju sinni. X-9 fliil oq hin yhJarlega áfajn hanshafa hrapaí.■ ■ „ V é/t£>£fí fitSWM j/sr. tiOONeyjj. T //ýj/!6TA & u/.ýn/n sfó7- le/ntKZ&r/ o/c/ckk OKKAA, *e> / S//64 Srí>'/W// DYRAGLENS TOMMI OG JENNI UÓSKA SMÁFÓLK Hvað fáum við að heyra í Messías eftir Handel. dag, Magga? Það er mest spennandi Þykir það spennandi að þegar þeir koma að „Hall- standa? elújakórnum" og allir standa upp ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Það eru undantekningar frá öllum reglum." Rökfræðingar hafa yndi af að skopast að þess- ari reglu. Þeir segja: Ef hún er rétt, þá er til undantekning frá henni, nefnilega að til sé regla sem er án undantekninga. Og þá er reglan orðin röng. Eða hvað? Á ekki reglan við um sjálfa sig? Þetta er umhugsunarefni, en kemur brids auðvitað ekkert við. Hins vegar kannast byijendur við þá reglu að maður eigi alltaf að blæða sínu besta spili í þriðju hendi þegar makker spilar út gegn grandsamningum. „Þriðja hönd hátt“ heitir reglan, og á oftast við, en þó ekki alltaf. Hér höfum við algenga undantekn- ingu: Norður ♦ KD7 VG92 ♦ Á985 ♦ G103 Vestur Austur ♦ 1063 ■ ♦ 9542 ♦ Á754 II ♦ D863 ♦ 643 ♦ K7 ♦ K97 ♦ 542 Suður ♦ ÁG8 VKIO ♦ DG102 ♦ ÁD86 Suður spilar þijú grönd og vestur kemur út með hjarta- fjarkann, fjórða hæsta. Sagnhafi lætur lítið hjarta úr borðinu, og samkvæmt reglunni á austur að láta drottninguna. En með ofurlítilli umhugsun ætti hann að komast að þeirri niðurstöðu að það getur ekki verið vörninni hollt. Útspil vesturs er greinilega frá fjórlit, þar sem þristurinn og tvisturinn sjást. Sagnhafi á því tvö hjörtu. Annað hjartað er mjög líklega tían, því án hennar væri rétt að setja níuna úr blind- um. Hitt hjartað er sennilega ás eða kóngur. (Moð ÁK fjórða í hjarta hefði makker vafalaust spilað út ásnum.) Ef sagnhafi á AIO í hjarta fær hann alltaf tvo slagi á litinn, hvort sem drottningin er sett upp eða ekki. En eigi hann KIO fær hann því aðeins tvo hjarta- slagi að drottningin sé sett upp. En ef austur lætur áttuna duga, fær sagnhafí aðeins slag á hjartatíuna. Kóngurinn fer undir ásinn og drottningin, sem geymd var, sér um gosann í blindum. Lærdómur: Líkumar á því að spil stokksins dreifist nákvæm- lega eins í tveimur gjöfum eru 1 á móti 32ja stafa tölu. Við getum þvi slegið því föstu að hvert spil er einstakt og reglur því aðeins til stuðnings, en ekki til blindrar eftirbreytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.