Morgunblaðið - 04.12.1986, Síða 65

Morgunblaðið - 04.12.1986, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 65 Ársþing KSÍ: Miklar manna- breytingar Um 200 fulltrúar sitja þingið Knattspyrnusamband Islands heldur ársþing sitt nú um helgina að Hótel Loftleiðum. Þingið hefst á laugardaginn klukkan 9.15 ár- degis, en á sunnudaginn byrjar það klukkan 13. Gert er ráð fyrir að um 200 fulltrúar sitji þingið að þessu sinni. Talsverðar mannabreytingar verða í stjórn KSÍ að þessu sinni, og mun meiri en undanfarin ár. Aðalsteinn Steinþórsson formaöur mótanefndar mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Aðalsteinn var kjörinn til eins árs í fyrra er fjölgaö var um tvo í aðalstjórn KSÍ. Samkvæmt lögum KSÍ eiga fjór- ir úr aðalstjórn að ganga úr henni ár hvert. Að þessu sinni eru það Sigurður Hannesson, Sveinn Sveinsson og Þór S. Ragnarsson auk Aðalsteins. Þá eru árlega kosnir varamenn í framkvæmda- stjórn. Þór S. Ragnarsson, núverandi gjaldkeri KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér í stjórnina og sömu sögu er að segja af Sigurði Hann- essyni. Það er því Ijóst að þrír úr aðalstjórn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Varamenn í framkvæmdastjórn eru þrír og heyrst hefur að Svanfríður Guðjónsdóttir ætli ekki að gefa kost á sér þar áfram, en varamenn eru kostnir árlega. Mikið um yngri aldursflokkana Mörg mál liggja fyrir þinginu að þessu sinni og mörg þeirra snerta málefni yngri aldursflokkana, bæði um fyrirkomulag móta hjá þeim svo og um leikreglur. Frá unglinganefnd KSÍ kemur tillaga um að allir leikmenn í 3., 4., 5. og 6. aldursflokki skuli leika með legghlífar og að leikmanni sem ekki gerir það skuli vísað af leikvelli þar til legghlífarnar eru komnar á sinn stað. Sú hugmynd hefur komið fram að 5. flokkur leiki minnibolta eins og 6. flokkur. Engin formleg tillaga hefur enn komið fram um þetta en ekki er ólíklegt að þetta atriði verði rætt á þinginu. Minnatil KSÍ Framarar leggja til að gjald til KSÍ vegna þátttöku í Bikarkeppn- inni verði lækkað verulega. Þeir telja til dæmis að í undanúrslita- leik og úrslitaleik beri liðum að greiða 15% af nettótekjum (var áður 20% og 25%) í sameiginlegan sjóð sem síðan er notaður til að greiða þeim liðum, sem detta snemma út úr keppninni, tap það sem þau hugsanlega hafa orðið fyrir. Það kemur leikmanni nokkuð spánskt fyrir sjónir að í tillögum þeim sem liggja fyrir þinginu er ekkert um leikmannaskipti þó svo hvert kærumáliö reki annað á meðan knattspyrnuvertíðin stend- ur yfir. Fróöir menn segja að það þurfi ekki skýrari reglur um leik- mannaskipti og því séu engar tillögur þar um. Einhverjum þykir þó reglurnar ekki nægilega skýrar, um það bera kærumál undanfarin ár best vitni. Valsmenn leggja fram tillögu um að félagaskipti leikmanna í 1. ald- ursflokki skuli óheimii á tímabilinu 15. júní til 1. október ár hvert. Þetta er væntanlega gert með þaö fyrir augum að koma í veg fyrir að mál eins og „Pétursmálið" komi upp. Einnig er tilgangurinn sá að leikmenn sem leika hér á landi standi jafnfætis þeim er leika er- lendis hvað varðar félagaskipti. Sfmaynd/Roderich Gebel Atli kraup fyrir dómaranum og slapp við spjaldið ATLI Eðvaldsson krýpur hér í blaðinu Express, útbreiddu brosandi frammi fyrir dómara svæðisblaði í Westfalen, á leiks Leverkusen og Uerdingen, þriðjudaginn. Dómarinn var bú- sem fram fór á laugardaginn, inn að teygja sig f gula spjaldið eftir að hafa brotið á leikmanni. en lát það nlður aftur vegna tll- Þessi skemmtilega mynd birtist burða Atlal Hér ergripurinn AEG höggborvélin hefur nánást alla eiginleika dýrari véla nema verðið. Högg, aftur á bak og áfram möguleika, hraðastillir og með einu handtaki breytt f skrúfvél. VERÐAÐEINS: Nákvæmni í þína þágu. BRÆÐURNIR =)J ORMSSON HF LÁGMÚLA 9 SÍMI 38620 FALLEG DUKKA er frábær gjöf. Leikfélagi og vinur, sem hún á eftir aö eiga lengi. Þýsku dúkkurnar frá Zapf eru vönduö leikföng, sem ekki láta á sjá við misjafna meðhöndlun ungra eigenda. TÓmSTUnDRHÚSID HF Laugavegi 164, sími 21901 LOKSI l\IS K O M N /\ R /\ F 1~ U R Brother ritvélarnar AÐEINS KR. 25.900 * Léttar * Meðfærilegar * Skólafólk * Heimili * Fyrirtæki Pantanir óskast staðfestar. GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.