Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 37 Týndi hesturinn og eigandi hans. Hestur týndur HESTUR tapaðist úr girðingu í Hafnarfirði 11. ágúst í sumar og hefur eigandinn leitað hans síðan, án árangurs. Hesturinn er rauður með hvíta stjömu í enni, meðal stór og klár- gengur með tölti. Eigandinn segist hafa verið með hann á hestaíþrótta- mótum og gengið nokkuð vel. Auglýst hefur verið eftir hestin- um í blöðum en það hefur engan árangur borið og því hefur Morgun- blaðið verið beðið um að birta mynd af honum í þeirri von að einhver gefí sig fram sem veit hvar hestinn- er að fínna. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 5 46 02 eða 5 21 30 Starf smannaf élag Reykjavíkurborgar: Félagsmönnum sýnd lítilsvirðing - varðandi hugsanlega sölu Borgarspítalans MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun stjórnar Starfsmannafé- lagfs Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðrar sölu Borgarspítal- ans. Þar segir m.a. að félags- mönnum hafi verið sýnd lítils- virðing í sambandi við hugsanlega sölu spítalans. Ályktunin hljóðar svo: „Fundur stjómar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldinn 3. des- ember 1986 mótmælir þeirri lítils- virðingu sem félagsmönnum Starfsmannafélagsins var sýnd með því hvemig staðið var að fram- kvæmdum varðandi hugsanlega sölu Borgarspítalans. Margir starfs- menn Borgarspítalans hafa unnið áratugum saman hjá stofnuninni og það hlýtur að vera lágmark- skrafa að þessum félögum sé gerð ítarleg grein fyrir jafn stórfelldum breytingum og hér em á ferðinni." Skagfirðingafélagið 50 ára: Afmælisins minnst með sýningum og skemmtunum Skagf irðingaf élagið stendur nú á tímamótum, en það var stofnað þann 6; desember 1936. Stofnandi var Arni Hafstað, Vík í Skagafirði. Stofnfundur var að Hótel Borg en stofnendur voru 25. Skagfirðingafélagið minnist 50 ára afmælisins með ýmsu móti og þá helst í formi afmælissæluviku, sem byrjaði þann 29. nóvember sl. með málverka-samsýningu í Drang- Leiðrétting' ÞAU mistök urðu í frásögn Morg- unblaðsins á þriðjudag um Olympiu- skákmótið, að hana má skilja sem svo að Soffanías Cecilsson, útgerð- armaður í Grundarfírði, hafi einn heitið 1,2 milljónum króna á Olympíulið okkar í skák. Svo er ekki, heldur eru það samtök útgerð- armanna og fískverkenda í Grund- arfírði, sem á bak við áheitið standa. Féð verður afhent í Grundarfirði er nær dregur að jólum. Þá var heldur ekki fyllilega rétt farið með vísu Soffaníasar, sem þar er birt. Síðasta hendingin er röng, en rétt er hún svo: „brátt bytjar milljóna- hrina.“ ey þar sem 10 skagfirskir málarar sýna. í dag, 4. desember, verður skemmti- og kaffíkvöld, þar sem Hannes Pétursson, Helgi Hálf- dánarson, Indriði G. Þorsteinsson, Andrés Bjömsson ofl. koma fram. A þessu kvöldi munu listakonur og frænkur ættaðar úr Fljótum, þær Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona og Jórunn Viðar píanóleikari og tónskáld skemmta. Samkoman hefst kl. 20.00. Laugardaginn 6. desember verð- ur lokahóf í Broadway og verður húsið opnað kl. 18.30 en borðhald hefst kl. 19.30. Þetta kvöld er sér- staklega tileinkað Skagfírsku söngsveitinni og söngfélaginu Drangey en báðir kóramir koma fram undir stjóm Björgvins Þ. Valdimarssonar og undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Þá mun forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson verða gestur samkvæmisins ásamt eigin- konu sinni Eddu Guðmundsdóttur, en faðir Steingríms, Hermann Jón- asson var fundarstjóri á stofnfundi félagsins og þá forsætisráðherra. Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar kemur að norðan og mun leika fyrir dansi. < u.: ■s 249.000 kr. er lítið verð fyrir AXEL, sterka og stóra smábílinn. AXEL - ódýr, sterkur og stór. G/obus? LAGMULA 5 SÍMI 681555 CITROEN Kristinn í Björgun — Eldhuginn í sandinum Skráð af Árna Johnsen Leitin að gullskipinu, björgun strandaðra skipa, fiskirækt, dæling bygging- arefnis úr sjó. Bókfull af fjöri og spennu eins og líf þessa eldhuga. Ámi Johnsen skráði oa ISTINN * m v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.