Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
Síðustu sýningar á „Hin sterkari og sú veikari“
SÍÐUSTU sýningar Alþýðuleik-
hússins á einþáttungnm Augusts
Strindbergs og Þorgeirs Þor-
geirssonar, „Hin sterkari og sú
veikari“ verða í kjallara Hlað-
varpans að Vesturgötu 3 í kvöld
fimmtudaginn 4. desember og
sunnudaginn 7. desember kl.
21.00.
Leikarar eru Margrét Ákadóttir,
Anna Sigríður Einarsdóttir, Elfa
Gísladóttir og Harald G. Haralds-
son. Leikstjóri er Inga Bjamason
og Vilhjálmur Vilhjálmsson sá um
leikmynd og búninga.
Fyrir sýningar og í hléi leikur
Páll Eyjólfsson gítarleikari verk
eftir Mist Þorkelsdóttur og Fern-
ando Sor.
Sigfús Þór Elíasson, prófessor í tannlækningum:
’Böm og unglingar
■m í* • rll *
þuría mjólk
-tannanna vegnii"
Meö skynsamlegu mataræði, flúoruppbót og góðri munnhiröu er má forðast flestar
tannskemmdir og megnið af tannvegssjúkdómum.
I nýrri rannsókn, sem prófessor Sigfús Þór Elíasson geröi, kom fram aö tannheilsu íslenskra
skólabama er mjög ábótavant. Foreldrar, skólar og aörir, sem sjá um uppeldi bama og unglinga þurfa aö
spyma við fótum og sjá til þess að börnin borði rétta fæðu og hirði tennur sínar. Jafnframt þarf að vera
á verði gagnvart nútíma matvælaiðnaði þar sem sykri er bætt í fæðuna.
ViÖ eðlilegar aöstæöur* dregur mjólk úr tannskemmdum. Prótein í mjólkinni og hið háa kalk- og
fosfórinnihald mjólkurinnar er vemdandi fyrir tennumar. Mjólkin dregur þannig verulega úr áhrifum
sýru, sem myndast með gerjun ítannsýklunni, hindrar úrkölkun vegna sýruáhrifa og hjálpar til við
endurkölkun á byrjandi tannskemmd.
Þessir eiginleikar mjólkurinnar koma skýrt í Ijós, þegar hennar er neytt með sykurríkum mat, t.d.
verður minni sýrumyndun í munninum ef mjólk er sett út á morgunkom, sem inniheldur sykur. Mjólk
ætti að vera hluti af hverri máltíð, bæði heima og í skólanum - tannanna vegna, til vaxtar þeirra og
vemdunar.
* Varast skal að láta börn sofa með pela. (svefni hægir á munnvatnsrennsli og jafnvel mjólk sem inniheldur einungis
lítinn mjólkursykur getur valdið skaða á tönnunum ef hún situr langtímum saman í munninum.
MJÓLKURDAGSNEFND
'O
E
>
c:
o
>
tz
'03
CD
Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja?
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
Ráðlagður Hæfilegur
Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur
ár (RDS)af kalki ímg (2,5 dl glös)
Böm1-10 800 2
Unglingar11-18 1200 3
Fullorönir karlar
og konur* 800 2
' Margir sérfræðingar telja aö kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf
sé mun hærri eöa 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er
hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag.
íris Ólafsdóttir veit hversu mikilvægt það er
að borða réttan mat og hirða tennurnar vel.
Hún drekkur mjólk og tryggir
tönnunum þannig þaö kalk sem þær þurfa.
ELSKHUGINN
Skáldsaga
eftir
Marguerite
Duras
ELSKHUGINN eftir franska
höfundinn Marguerite Duras er
komin út í íslenskri þýðingu
Hallfríðar Jakobsdóttur.
I fréttatilkynningu frá Iðunni
segir: „Bók þessi hefur slegið eftir-
minnilega í gegn meðal lesenda og
fyrir hana hlaut höfundur bæði
Goncourt-verðlaunin árið 1984 og
Ritz-Hemingway-verðlaunin árið
1986. Marguerite Duras, sem er
meðal fremstu rithöfunda Frakka í
dag, byggir hér á minningum frá
uppvaxtarárum sínum í Indókína.
Elskhuginn er sagan um fyrstu
ástina, raunsönn frásögn ungrar,
franskrar skólastúlku um samband
hennar við sér eldri og auðugan
aðdáanda af kínverskum ættum.
Þetta er saga hinnar forboðnu,
þöglu ástríðu þar sem gleði og sorg,
ást og ótti endurspegla andstæður
mannlífsins.
Elskhuginn er jafnframt saga
hinnar fordæmdu fjölskyldu, saga
flóttans frá sársaukanum, sektinni,
fátæktinni, flóttans frá hinu óum-
flýjanlega sem skilur eftir sig djúp
spor í hugum Iesenda."
Sigurður H. Þorsteinsson.
„íslensk frí-
merki 1987“
komin út
ÚT ER komin hjá ísafoldarprent-
smiðju bókin íslensk frímerki
1987 eftir Sigurð H. Þorsteins-
son.
Þessi bók ætti að vera sérstak-
lega mikill fengur fyrir alla
frímerkjasafnara því nú í ár var
ráðist í það vandasama verk í fyrsta
skipti að litprenta öll íslensk
frímerki í bókinni.
Þetta er 31. útgáfa bókarinnar
og jafnframt er hún í fyrsta skipti
litprentuð í tilefni 110 ára afmælis
ísafoldarprentsmiðju 1987. Bókin
er 102 bls.
(Fréttatilkynning)